Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 7 LÍF&STARF Í flumbrugangi urðu mér á þau mistök við gerð síðasta þáttar að fara vitlaust með nafn á söngkór Ásamanna, þegar ég birti ljóð Óskars heitins Sigurfinnssonar í Meðalheimi á Ásum. Kórinn nefndi ég „Vormenn“ en að sönnu hét kórinn „Vökumenn“. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Enn berst þættinum kærkomið vísnabréf frá Davíð Hjálmari Haraldssyni á Akur­ eyri. Óstöðugt tíðarfar, einkum á Suður­ og Vesturlandi, er fréttaefni flesta daga. Davíð Hjálmar setti saman „Veðurspá fyrir Góu“ og beitir spávísi sinni af mikilli list í eftirfarandi ljóði: Í sjónvarpsfrétt er spámaður að spá og spákort eru svört (sem ekki má). Hann gengur um og öskrar svo áhorfendum blöskrar: „Bráðum skella ragnarökin á. Gervallt landið fer á kaf í fönn, fáu bjargar vesæl ýtutönn og hagl á fjárhús fellur, á fjósum brimið skellur og fellibyljir blása í óðaönn.“ Því spámaðurinn er að vara við. Nú vælir hann og stekkur út á hlið og blæs og froðufellir, með fingrunum hann smellir, með kollhnísum hann kemst á fullan skrið. Og spámanninum liggur lífið á, hann löðursveittur reynir enn að spá. Hann skeiðar um og skoppar og skakklappast og hoppar og andskotast svo eistun verða blá. En hér fer eins og hendir sérhvern mann þótt hann sé mikill spámaður með sann og það er eins og orri Í andaslitrum korri er loksins virðist líða yfir hann. En eftir fréttir kemur náðug nótt. Er næsti morgunn kyssir land og drótt hve bændur gamla gleður góu sumarveður! En spámaðurinn spaki sefur rótt. En fyrst verið er að kveða um veðurlag og spár, þá kemur hér glæný veðurlýsing frá Ingólfi Ómari Ármannssyni: Emjar þrár um úfinn sjá, enn sig kári grettir. Fyssa bárur, freyðir lá froðurárum skvettir. Það er svipur með vísu Ingólfs Ómars og þessari eftir Jónas í Hróarsdal: Kafar gnoðin saltan sjá, súðir froðu spýta, skrafa boðar brjóstum á, belgist voðin hvíta. Eftir Sveinbjörn Björnsson er þessi hringhenta hríðarvísa: Vindar svelja, héruð hrjáð hríðar kvelja slögum. Ríður helja lög og láð löngum éljadrögum. Steindór Sigurðsson orti eins konar veðurvísu: Allt vort líf er stormastríð, stöðug áraun þorsins við að þrauka hret og hríð og hjara fram til vorsins. Þessa kunnu vísu Valdimars Benónýssonar má vel hafa í þessum flokki vetrarvísna: Vetrarþilju hjaðnar hem, hljóðnar byljastrengur, sér í iljar öllu sem andstætt vilja gengur. Engan veit ég höfund að þessum gamla húsgangi: Nú er Góa gengin inn, gaf hún Þorra meydóminn. Reif ‘ann af henni ræfilinn svo ráðalaus stóð kerlingin. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 293MÆLT AF MUNNI FRAM Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í Grósku, við undirritun samningsins. Mynd / Menningar- og viðskiptaráðuneytið Framhald á markaðsverkefni ferðaþjónustunnar Ísland saman í sókn: 550 milljóna framlag stjórnvalda til að viðhalda samkeppnisstöðunni Markaðsverkefni ferðaþjón ustunnar Ísland saman í sókn mun halda áfram á þessu ári, en nýverið undirrituðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Pétur Þ. Óskarsson, fram kvæmda stjóri Íslandsstofu, samn ing þess efnis. Verkefnið er hluti af viðspyrnu stjórnvalda vegna Covid­19 og gengur út á að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Ríkissjóður veitti verkefninu upphaflega 1.500 milljónir króna fyrir árið 2020, til að bregðast við neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins á íslenska ferðaþjónustu. Verkefnið er unnið í samræmi við framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem ber yfirskriftina „Leiðandi í sjálfbærri þróun“ og langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Verkefnið á að styrkja ímynd og auka eftirspurn í því skyni að auðvelda fyrirtækjum að auka sölu. Íslandsstofa mun vinna markaðsáætlun og greiningar í breiðu samstarfi og halda virkri upplýsingagjöf milli hagaðila. Pétur Þ. Óskarsson sagði við undirritun samningsins að í gegnum faraldurinn hafi tekist að viðhalda miklum áhuga á ferðalögum til Íslands með markvissum aðgerðum. „Markaðssetning áfangastaðar er langhlaup, og nú þegar gera má ráð fyrir að ferðaþjónusta sé að taka við sér á ný þurfum við að vera tilbúin til þess að mæta þeirri miklu samkeppni sem gera má ráð fyrir frá öðrum áfangastöðum og breyta þessum uppsafnaða áhuga í heimsóknir til landsins. Við erum spennt fyrir því verkefni sem fram undan er í samstarfi við íslenska ferðaþjónustu,“ sagði Pétur. Bjarnheiður Hallsdóttir, for maður Samtaka ferða þjón ustunnar, sagði að það væri í raun nauðsynlegt fyrir greinina og áfangastaðinn Ísland að fá þennan stuðning núna þegar allir áfangastaðir heims keppist um að ná til sín takmörkuðum fjölda ferðamanna. „Ég vil hrósa ríkisstjórninni fyrir að taka þetta skref núna. Þessi fjárfesting mun skila sér í hraðari viðspyrnu fyrir ferðaþjónustuna í landinu og efnahagslífið í heild.“ /smh Stríð í Úkraínu mun hafa mikil áhrif á fæðuöryggi þjóða: Heimsbyggðin horfir fram á töluverðan samdrátt í matvælaframleiðslu Stríðið í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á hrávörumarkaði um allan heim. Þar skiptir verulegu máli að bæði Rússland og Úkraína eru meðal stærstu kornframleiðsluríkja heims og ýmsar afleiður í olíuiðnaði hafa líka veruleg áhrif. Varað hefur verið við miklum samdrætti í framboði á nauðsynjavörum. Sjálfbærni þjóða og fæðuöryggi hefur ekki verið eins mikilvægt um áratuga skeið. Fyrirséð var fyrir stríðsátökin í Úkraínu að samdráttur yrði í framleiðslu á matvöru víða um heim vegna stórminnkaðs framboðs og verðhækkana á áburði sem orsökuðust af stórhækkun orkuverðs. Íslendingar komast ekki hjá því að taka mið af þessu og mun þetta verða mikil áskorun fyrir íslenska bændur og aðra matvælaframleiðendur að tryggja fæðuöryggi Íslendinga. Útflutningur á áburði frá Rússlandi stöðvast Í kjölfar átakanna í Úkraínu birtist frétt rússnesku fréttastofunnar TASS um að hætt yrði öllum útflutningi á áburði frá Rússlandi frá 31. mars allavega á meðan flutningar til og frá Rússlandi eru ekki með eðlilegum hætti. Stærstu skipafélögin, eins og A.P. Moller­ Maersk A/S og Mediterranean Shipping Co, hafa hætt tímabundið öllum sínum siglingum til og frá Rússlandi. Stærsti kaupandinn á áburði frá Rússlandi er Brasílía, sem er jafnframt stórframleiðandi á maís og nautakjöti. Þar hefur allt verið sett í gang til að reyna að tryggja áburð fyrir bændur, en vandséð er hvernig það mál verður leyst. Þá bætir ekki úr skák að verð á áburði í framvirkum samningum hefur hækkað um 32% frá 24. febrúar. Rússland framleiðir um 50 milljón tonn af áburði á ári og er einn stærsti útflytjandi heims á köfnunarefni, fosfór og kalíum. Belarus (Hvíta­Rússland), bandamaður Rússa í stríðinu í Úkraínu, er líka stór útflytjandi á kalíáburði. Miklir áhrifavaldar í matvælaframleiðslu Í síðustu viku hækkaði kornverð í framvirkum samningum á mörkuðum um 40% og hafði þá ekki verið hærra í tíu ár. Síðan hefur verðið bara hækkað en hefur samt ekki náð þeim himinhæðum sem kornverðið var í um mitt ár 2012. Í ársbyrjun hafði hins vegar verið spáð verðlækkunum á korni eftir hækkanir á síðasta ári. Rússland og Úkraína framleiða samanlagt um 14% af öllu hveiti í heiminum og hafa verið með um 29% af útflutningsmarkaðnum. Á árinu 2021 flutti Rússland út um 35.000.000 tonn af hveiti og Úkraína um 24.000.000 tonn, en heildarútflutningsmarkaðurinn var um 208,5 milljónir tonna. Þá framleiða þessi tvö ríki um 14% af heimsframleiðslu á byggi og eru þar líka með um 33% af milliríkjaviðskiptunum á heimsmarkaði. Um 76% af allri sólblómaolíu á heims­ markaði kemur frá Rússlandi og Úkraínu. Verðið á jhenni hefur hækkað um Það er þó ekki bara áburðurinn sem hefur hækkað í verði sökum minna framboðs, því gróðureyðingarefni, sem mikið eru notuð við ræktun á erfðabreyttu korni, hafa líka hækkað gríðarlega. Eru bandarískir bændur farnir að finna verulega fyrir því, samkvæmt frétt The Wall Street Journal. Fyrirséð er að afurðaverð muni hækka mikið af þeim sökum. Stórhækkanir á hráefni til iðnaðar Samkvæmt Plus500 var verð á fötu (bushel) af korni (maís) í rúmum 750 dollara við opnun markaða miðvikudaginn 9. mars í framvirkum samningum og hafði þá heldur lækkað frá því á mánudag. (Ein fata „bushel” samsvarar tæpum 36,4 lítrum af korni). Hveiti var í 1.250 dollurum fatan. Fyrir utan verð á korni, þá er afleiðingin af stríðinu að koma í ljós á fleiri sviðum. Olíuverð hefur rokið upp í hæstu hæðir og var hráolíutunnan við opnun á Brent markaði á þriðjudag komin í tæpa 127 dollara en fór í 122 á miðvikudagsmorgun. Framleiðsla á bílum í Evrópu er farin að hökta verulega þar sem verksmiðjurnar fá ekki lengur íhluti í bíla sína sem framleiddir hafa verið í Úkraínu. Hefur þetta þegar haft áhrif á Groupe Renault, BMW, Jaguar, Land Rover, Stellantis og Volkswagen Group. Ekki má heldur gleyma því að sala evrópskra bíla í Rússlandi er umtalsverð. Rússland er áttundi stærsti bílamarkaður í heimi, en þar seldust á síðasta ári 1.666.780 bílar, eða fleiri en í Frakklandi og einnig fleiri en í Bretlandi og í Kanada. Þá hefur hráefni eins og platína frá námum í Síberu hætt að berast en það er mjög mikilvægt í hálfleiðara í tölvur og bíla. Einnig er búist við samdrætti í framboði á liþíum sem er lykilhráefni í rafhlöður í tölvur og bíla. Kínverjar eru þar í kjörstöðu sem nánast eini viðskiptaaðili Rússa. Þá eru Rússar með um 10% af heims fram­ leiðslunni á nikkel og er rússneska fyrirtækið MMC Norilsk Nickel PJSC stærsti framleiðandi heims á þeim málmi. Nikkel er líka mikilvægt í framleiðslu á rafhlöðum í rafmagnsbíla og til framleiðslu á ryðfríu stáli. Skortur á nikkel kemur ofan í 111% verðhækkun sem orðin var á þessum málmi á markaði þegar verðið fór í methæðir á dögunum, eða í 101.365 dollara tonnið. Voru viðskipti með nikkel stöðvuð á markaði LME í London á þriðjudagsmorgun eftir að verðið hafði óvænt rokið upp um 250%. Verð á gulli og sumum öðrum málm tegundum eins og nikkel hefur líka hækkað veru lega. Þá tókst heldur ekki á fyrstu viku stríðsins að útvega íhluti frá Úkraínu fyrir stáliðnaðinn, samkvæmt frétt The Wall Street Journal, og hefur það m.a. haft áhrif á stáliðnað í jafn fjarlægu landi og Japan. Þar spilar aðallega inn í að flugsamgöngur til og frá Úkraínu hafa lagst af. Fjármálakerfi heimsins nötrar Áhrifin af stríðinu varða fleiri þætti í hagkerfum heimsins. Hlutabréfaverð hefur verið á miklu flökti í kauphöllum um allan heim. Hlutabréf í flugfélögum hefur t.d. hríðfallið samfara stórhækkun á verði þotueldsneytis (steinolíu). Á sama tíma hefur verð á góðu ræktarlandi stórhækkað að undanförnu, eða um nær fjórðung í mörgum ríkjum Bandaríkjanna samkvæmt tölum Market Watch. Innspýting Evrópusambandsins upp á 1,8 billjón evra vegna Covid­19 hélt fjármálamörkuðum þó gangandi en ljóst er að setja þarf peningaprentunina á fullan snúning aftur vegna átakanna í Úkraínu. Peningaprentun án samsvarandi verðmætasköpunar getur þó aldrei verið til annars en að fleyta vandamálinu fram í tímann. Það mun trúlega leiða til viðvarandi verðbólgu og áframhaldandi vandræða í Evrópu. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.