Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202222 TÆKNI&VÍSINDI Rafeldsneyti er orðið að eins konar tískuorði í loftslagsumræðunni, en sjaldnast er útskýrt fyrir fólki hvað átt er við með þessu hugtaki. Í fjölmiðlum hefur þó ýmislegt verið fullyrt en erfitt að henda reiður á hvað er mögulegt og raunhæft í notkun á rafeldsneyti. Þegar litið er á staðreyndir er málið kannski ekki alveg eins einfalt og látið er í veðri vaka. Hins vegar geta legið mikil tækifæri í framleiðslu á rafeldsneyti fyrir Íslendinga. Mögulega getur þjóðin þannig orðið sjálfbær um alla sína orku í samgöngum í framtíðinni. Í skýrslu IceFuel, sem unnin var fyrir Grundartanga ehf. þróunarfélag á síðasta ári, er margt fróðlegt að finna. Skýrslan heitir „Fýsileiki þess að framleiða rafeldsneyti á Íslandi“. Þar kemur fram að í dag sé framleiðsla rafeldsneytis ekki samkeppnishæf í verði miðað við lífdísil og jarðefnaeldsneyti. Slíkri samkeppnishæfni verði vart náð fyrr en á árunum 2030 til 2050. Rafgreint vetni Þegar talað er um rafeldsneyti er venjulega átt við eldsneyti þar sem uppistaðan er vetni sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu. Fyrir utan beina notkun á hreinu vetni, framleiddu með rafgreiningu við notkun á endurnýjanlegu rafmagni, sem er lykilþáttur í framleiðslu á öllu því sem kallað er rafeldsneyti, þá eru nokkrar afleiður nefndar til sögunnar í skýrslunni. Vetnisefnarafalar Mikil þróun á sér stað í smíði á vetnisefnarafölum til að umbreyta vetni í raforku í rafbílum. Með slíku losna menn að mestu við rafgeyma sem þykja enn ekki nógu hentugir til notkunar í þyngri bifreiðum og vinnutækjum. Fjölmargir bílaframleiðendur vinna nú að framleiðslu á vetnisknúnum rafbílum. Þar er enn verið að bíða eftir því sem kalla má „fastkjarna raflöðum“ (solid state batteries). Kannski er sú bið á enda þar sem Dongfeng Motor í Kína kynnti 50 bíla í janúar sem búnir eru fastkjarna rafhlöðum. Vetnisbrunavélar í þróun Nokkrir vélaframleiðendur eins og Toyota ásamt Yamada Motor, Kawaskia, Subaru og Mazda hafa unnið að þróun vetnisvéla sem eru svipað uppbyggðar og hefðbundnir brunahreyflar. Toyota hefur þegar prófað vetnisbrunahreyfil í stórum trukkum. Forstjóri Yamada Motor segir að markmiðið sé að V8 vetnisbrunahreyfill Yamada verði nærri því eins hljóðlítill og rafmótor. Það næst m.a. með því að sameina átta útblástursgreinar í eina ofan á mótornum. Vélin á samt að skila 450 hestöflum og vera með miklu togafli eða upp á 400 lb-ft eða sem nemur 1,9 tonnum á fermetra. „Rafammoníak“ Ein tegund rafeldsneytis er „raf- ammon íak“ (NH3) Það er búið til með efnasamruna köfnunarefnis og vetnisgass. Framleiðsluaðferðin nefnist Haber-Bosch og hefur verið notuð í iðnaði og til framleiðslu á áburði í um eina öld. Þá hefur það verið notað sem kælimiðill á frystivélar. Rafammoníak er á gasformi við staðalaðstæður, af því er römm lykt og það er ætandi og hættulegt við innöndun. Heimsframleiðsla á ammoníaki undanfarin ár hefur numið um 175 milljónum tonna. Geyma þarf ammoníak undir miklum þrýstingi eða kælingu þar sem suðumark þess er -33,34 °C. Það er samt auðveldara að geyma ammoníak en vetni. Nýtni þess frá framleiðslu og í gegnum alla virðiskeðjuna yfir í notkun með brunahreyflum er þó umtalsvert lakari en bein nýting á vetni í gegnum efnarafala. Hægt er að brenna rafammoníaki á brunahreyflum. Vélaframleiðendur eru að þróa skipavélar og/eða breyta hönnun á núverandi vélum þannig að hægt sé að brenna rafammoníaki. Umtalsverður kostnaður fylgir því að framleiða grænt rafamm- oníak. Bæði þarf að framleiða vetnið úr grænni raforku og fanga köfnunarefni. Hins vegar er auðveldara að geyma ammoníak heldur en vetni, en nýtni þess frá framleiðslu og í gegnum alla virðiskeðjuna yfir í notkun með brunahreyflum er umtalsvert lakari en bein nýting á vetni í gegnum efnarafala. Mögulegt er að ná vetni út úr rafammoníaki á „áfangastað“, hvort sem verið er að flytja orku á milli landa/staða eða dreifa og geyma ammóoníak til notkunar í skipum eða öðrum farartækjum. Þá kemur til annað efnaferli, kostnaður og fyrirhöfn því tengdu. Einnig eru í þróun efnarafalar sem nýta vetnishluta ammoníaksins. „Rafmetan“ Ekki er útskýrt í skýrslunni hvernig rafmetan er framleitt. Metan (CH4) er hins vegar einfaldasta samband kolefnis og vetnis. Það samanstendur af fjórum vetniseindum og einni kolefniseind. Því væri hægt að framleiða metan með rafgreindu vetni. Metan er lyktarlaus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft. Metan myndast við gerjun lífræns efnis í náttúrunni og er þegar framleitt úr lífrænu efni á sorphaugum á Íslandi af SORPU og Norðurorku. Sú framleiðsla er talin 55–65% ódýrari í framleiðslu en framleiðsla á rafmetani. „Rafmetanól“ Metanól er einfalt alkóhól sem er eitrað og stundum nefnt tréspíri. Það er samsett úr fjórum vetniseindum, einni kolefniseind og einni súrefniseind (CH3OH). Það er léttur, rokgjarn og litarlaus vökvi sem er eldfimur og eitraður. Lyktin af honum er sérstök. Við stofuhita verður efnið litarlaus vökvi sem hægt er að nota sem frostvara, leysi, eldsneyti og sem geymslu fyrir etanól sem er líka einfalt alkóhól en framleitt með lífrænni gerjun. Auðvelt er að geyma metanól í fljótandi formi og flytja það Um 20 milljón tonn eru framleidd árlega af metanóli í heiminum sem er m.a. ein afleiða olíuhreinsunar sem eflaust er erfitt að keppa við. Rafmetanól er þó hægt að framleiða í verksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi á Reykjanesi. Hægt er að brenna rafmetanóli í venjulegum brunahreyflum. Breytt ar bifreiðar geta gengið fyrir 100% rafmetanóli, en það er mjög tærandi fyrir málma. Slíkar bifreiðar eru á markaði í Kína og hafa nokkrar verið í rekstri á Íslandi síðan 2016 að því er fram kemur í skýrslunni. Orkuinnihald rafmetanóls er þó helmingi minna en jarðefnaeldsneytis. Bifreið sem eyðir 10 lítrum af bensíni á hverja hundrað kílómetra þyrfti því væntanlega um 20 lítra af metanóli til að komast sömu vegalengd. Tæring í málmum vegna metanóls getur verið vandamál Í skýrslu IceFuel er sagt að hægt sé að nota núverandi bensín dælur og geymslu tanka þó svo að ekki megi blanda bens íni og metanóli nema í samræmi við reglu gerðir. Ekkert er hins vegar minnst á tæringu metanóls í skýrsl unni. Tæring á leiðsl um af völdum meta nóls er samt vel þekkt í iðnaði, ekki síst í olíuiðnaði. Þegar hreint metanól er notað er oft talað um vandamál sem það skapar í málmleiðslum og er kallað stresstæringarsprungur eða „stress-corrosion cracking“, líka „sulfide stress cracking“. Talað eru um að ef vökvi innihaldi 25–50% eða hærra hlutfall af metanóli fari hann að valda alvarlegri tæringu í stáli (kolefnisstáli). Þar sem metanól hefur verið notað í eldsneyti á bíla, einkum í eldsneytistegundinni M15, hefur verið sýnt fram á mikla tæringu, ekki síst í kopartengingum. Það kemur m.a. fram í rannsóknum Jyothy Institute of Technology og rannsóknum sem hafa verið birtar í International Journal of Hydrogen Energy. Athyglisvert er að tæringin hefur reynst vera minni þegar um var að ræða nær hreint metanól eða eldsneyti sem heitir M85 og M100. Metanól er notað sem íblöndun í bensín til samgangna á landi. Evrópskar reglugerðir hljóða upp á að íblöndun metanóls við almennt eldsneyti megi ekki vera meira en 3%. Samt er í skýrslunni talið mögulegt að hagnýta á Íslandi allt að 3.800 tonn af rafmetanóli til íblöndunar í jarðefnaeldsneyti. „Rafolía“ Rafolía er tilbúin hráolía gerð úr grænu vetni, rafgreindu með endurnýjanlegri raforku og hlut- lausum koltvísýringi, sem fangaður er úr andrúmslofti eða áður en honum er sleppt út í það. Rafolía er í raun kolefnishlutlaus staðgengilsvara fyrir hráolíu sem dælt er upp úr olíulindum, að því er fram kemur í skýrslu IceFuel. Hráolía er fyrst og fremst notuð sem eldsneyti eftir frekari meðhöndlun í olíuhreinsistöðvum þar sem búnar eru til mismunandi olíuafurðir eins og gas, bensín, flugvélaeldsneyti, dísilolía og vax. Hráolía er jafnframt notuð sem hráefni í efnaiðnaði, m.a. til að framleiða smurolíur, leysiefni, áburð og plast. Framleiðsla rafolíu hefur ekki verið talin raunhæf vegna kostnaðar, þó að gagnreyndur tæknibúnaður hafi verið í þróun um nokkurt skeið. Til að framleiðsla rafolíu verði arðbær má ætla að söluverð hennar þurfi að vera 3 til 5 sinnum dýrara en söluverð fyrir jarðefnaolíu í dag. Helsta hindrunin við framleiðslu rafolíu er lág orkunýtni við raf- greiningu vetnis, hátt verð á endur- nýjanlegri raforku, hár kostn aður við að fanga CO2, dýr framleiðslu- búnaður ásamt því að litlir hvatar eru fyrir markaðinn að nota rafeldsneyti. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is „Rafeldsneyti“ gæti aukið möguleika Íslendinga til sjálfbærni í orkumálum Vetnis-efnarafall frá Toyota umbreytir vetni í raforku sem knýr rafmótora bílsins. Vatn klofið með rafmagni í vetni og súrefni. Átta strokka vetnisbrunahreyfill frá Yamada sem er áþekk hefðbundinni bílvél sem brennir jarðefnaeldsneyti. Í þessu tilfelli er eldsneytið þó ekki bensín eða dísilolía heldur vetni og útblásturinn er einungis vatnsgufa. Þýski vélaframleiðandinn MAN stefnir á að geta afhent fyrstu tvígengisvélina í skip sem brennir ammoníaki á árinu 2024. Ammoníak (NH3) samanstendur af þrem vetniseindum og einni köfn­ unar efniseind. Metan samastendur af fjórum vetnis­ eindum og einni kolefniseind. Metanól (CH3OH) eða tréspíri (einfalt alkó hól), samanstendur af fjórum vetnis eind um, einni kolefniseind og einni súrefniseind. Etanól (C2H6O), eða alkó hól, saman­ stendur af sex vetnis eind um, tveim kolefniseindum og einni súrefnis­ eind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.