Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202230 Ferðalangar hafa í miklum mæli sótt höfuðstað Norðurlands, Akureyri, heim nú í vetur. Skíðatíð stendur sem hæst og leggja margir land undir fót til að fara á skíðasvæðin hér og hvar um norðanvert landið. Ný lyfta er í Hlíðarfjalli og einnig á Sauðárkróki, sem dregur skíðafólk að, og þá sé búið að byggja skíðasvæði á Siglufirði upp að nýju eftir snjóflóð. „Fólk sem kemur norður í skíðaferðir sækir gjarnan fleiri en eitt svæði heim, það fer á milli og prófar fleiri skíðasvæði í nágrenninu,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Sprenging hefur orðið í gönguskíðaiðkun og hótel á svæðinu hafi boðið upp á námskeið og ferðir í þeirri grein. Einnig hafi fjallaskíðamennska sótt mjög í sig veðrið og kjöraðstæður til að stunda þá grein séu við Eyjafjörð. Arnheiður segir að komandi sumar líti vel út og mannaráðningar fyrir ferðatíðina byrji ágætlega. „Það er mikill ferðahugur í erlendum ferðamönnum og margir bóka lengri ferðir en áður. Við gerum ráð fyrir að sumarið verði blanda af erlendum og innlendum ferðamönnum og ef ekki kemur upp eitthvað óvænt tengt heimsfaraldri sjáum við ekki annað en að sumarið verði gott og ferðalangar á faraldsfæti fram á haust,“ segir hún. Arnheiður fagnar því að nú hefur öllum takmörkunum sem fylgdu heimsfaraldri kórónu- veirunnar verið aflétt. Reynt á þolgæði og útsjónarsemi „Undanfarin tvö ár hafa verið ferða- þjónustunni gríðarlega erfið og það hefur mikið reynt á þolgæði og útsjónarsemi rekstraraðila. Óvissan hefur verið algjör og um tíma þurrkuðust markaðir út. En það má segja að Norðurland hafi komið einna best út úr þessum heimsfaraldri sem hefur gert okkur lífið leitt þessi ár. Það er mikil uppbygging fram undan og óvissa enn fyrir hendi, margar brekkur sem eftir er að klífa, en mér finnst staðan vera nokkuð góð t.d. varðandi sumarið og eins mun margt breytast til betri vegar gangi áform nýs flugfélags, Niceair, á Akureyri eftir,“ segir hún. Arnheiður segir að ferðaþjónustan á Norðurlandi hafi komið betur út en í öðrum landshlutum, tekist hafi að aðlaga reksturinn breyttum forsendum og ná inn sterkum innanlandsmarkaði, „sem segja má að hafi haldið fyrirtækjunum gangandi í gegnum þessi ár“, segir hún. Þar af leiðandi eru flest fyrirtæki á norðanverðu landinu enn til staðar þó sum séu í breyttu formi frá því sem áður var. „Innlendi markaðurinn hefur verið mjög sterkur fyrir norðan undanfarin ár, Akureyri, Húsavík, Siglufjörður og Mývatnssveit hafa mikið aðdráttarafl og margir voru á ferli á þessum slóðum og héldu greininni gangandi.“ Arnheiður segir þó að mörg fyrirtæki hafi lent í kröppum dansi yfir kórónuveirutímann og skorið allt niður hjá sér. „Við höfum því miður misst gott fólk út úr greininni og mikla þekkingu.“ Þörf fyrir mikinn stuðning Ljóst er að sögn Arnheiðar að greinin þurfi á miklum stuðningi að halda varðandi þá uppbyggingu sem fram undan er í ferðaþjónustu en stærsti vandinn sem við blasir er lítil eiginfjárstaða, mikil söfnun skammtímaskulda og ósjálfbær skuldsetning margra félaga. Mikil skuldasöfnun hafi átt sér stað á tímabili heimsfaraldursins og morgunljóst að mörg félög ráði ekki við þá stöðu. Hún sé þó misjöfn eftir því í hvaða greinum fyrirtækin starfi, bílaleigur komi einna best út, hópferðafyrirtæki og þeir veitingastaðir sem höfðu erlenda ferðamenn sem helsta markhóp koma verst út. „Þetta hefur verið upp og ofan á milli fyrirtækja og greina í ferðaþjónustunni, við höfum til að mynda heyrt af því að veitingastaðir sem gera út á innlenda ferðamenn hafi átt sín bestu ár á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Það skiptast á skin og skúrir,“ segir hún. Hefja fjárhagslega endurskipulagningu í haust Markaðsstofa Norðurlands hélt í liðinni viku fundi ásamt KPMG um framtíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þar sem farið var yfir stöðuna og tækifæri framtíðar. Þeir voru haldnir á Akureyri og Varmahlíð. KPMG hefur gert greiningu á fjárhagslegri getu ferðaþjónustunnar til að mæta líklegri fjölgun erlendra ferðamanna til landsins á næstu misserum og einnig er í skýrslunni að finna greiningu á getu greinarinnar til að ráða fram úr þeim fjárhagsvanda sem heimsfaraldurinn leiddi af sér. Eins er fjallað um hvaða úrræði gætu helst gagnast til að vinna sig út úr þeirri stöðu sem greinin er í. Arnheiður segir að þegar háannatíð sumarsins í ferðaþjónustunni lýkur þegar líður á haustið muni félög í ferðaþjónustu hefja fjárhagslega endurskipulagningu sína. „Það er alveg á tæru að fyrirtækin munu varla ná að klóra sig alein og sjálf út úr þessum vanda. Við vonum að stjórnvöld muni standa vel með ferðaþjónustunni áfram líkt og áður og aðstoða fyrirtækin í gegnum skuldavandann og styðja þau við nýsköpunar- og þróunarverkefni sem fram undan eru til að flýta endurreisn greinarinnar.“ /MÞÞ LÍF&STARF Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands: Undanfarin ár erfið og fyrirtækin klóra sig ekki sjálf út úr vandanum – Sterkur innanlandsmarkaður hélt fyrirtækjum á Norðurlandi uppi Ferðaþjónustan á Norðurlandi kom betur út eftir kórónufaraldurinn en í öðrum landshlutum, vel tókst til með að aðlaga reksturinn breyttum forsendum og ná inn sterkum innanlandsmarkaði. Myndir / Markaðsstofa Norðurlands Arnheiður Jóhannsdóttir, fram­ kvæmda stjóri Markaðsstofu Norður­ lands. Markaðsstofa Norðurlands og Austurbrú: Fá 40 milljónir til að markaðssetja flugvelli – Beint millilandaflug til að dreifa ferðamönnum Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra undirritaði samning við Markaðsstofu Norður lands og Austurbrú um mark aðs setningu Norðurlands og Austurlands í tengslum við flug vellina á Akureyri og Egils- stöðum og aukið millilanda flug þar. Markaðsstofan fær 20 millj- ónir til að sinna þessu verk efni á Norðurlandi á þessu ári og Austurbrú fær sömu upphæð fyrir Austurland. Markaðsstofan hefur undanfarin ár haldið utan um flugklasaverkefnið Air 66N, sem hefur reynst mjög vel. Breska ferðaskrifstofan Super Break stóð fyrir beinum ferðum frá Bretlandi til Akureyrar tvö ár í röð og hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel var byrjuð á slíkum ferðum frá Amsterdam fyrir Covid heimsfaraldurinn og hefur haldið þeim áfram á þessu ári. Þá var nýlega tilkynnt um stofnun flugfélagsins Niceair á Akureyri, sem mun styðja enn frekar við markaðssetningu á Norðurlandi og Akureyrarflugvelli sem valmöguleika í millilandaflugi til og frá Íslandi. Vilja auka dreifingu ferðamanna um landið „Við viljum stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um land allt,“ segir Lilja Dögg ferðamálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Bein millilandaflug séu skilvirk tæki til þess. Norður- og Austurland hafi upp á margt að bjóða fyrir ferðalanga, gæði gisti- og veitingastaða séu mikil, innviðir hafi eflst verulega og afþreying aukist til muna. „Við viljum skapa hagfelld skilyrði fyrir eflingu ferðaþjónustu um allt land og á sama tíma stuðla að fleiri möguleikum í samgöngum til útlanda fyrir íbúa svæðanna. Í því felast ákveðin lífsgæði,“ segir Lilja Dögg. Fagnaðarefni að finna stuðninginn „Það er mikið fagnaðarefni að ráðherra skuli styðja vel við bakið á okkur í markaðssetningu á Norður- og Austurlandi sem áfangastöðum fyrir beint flug. Nú stefnir í það að flugvöllurinn á Akureyri verði tilbúinn fyrir aukna umferð og þurfum við að geta fylgt því eftir af krafti. Ferðaþjónustan og sveitarfélögin fyrir norðan hafa lagt mikla vinnu í að ná árangri í þessu en það er nauðsynlegt að stjórnvöld standi með okkur af fullum þunga og sýni þannig viljann til að opna nýjar gáttir til landsins og ná árangri á alþjóðlegum markaði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, fram kvæmda stjóri Markaðsstofu Norður lands. /MÞÞ Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Lilja Alfreðsdóttir menningar­ og viðskiptaráðherra og Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, undirrita samninginn. Markaðsstofan og Austurbrú fá 20 milljónir hvort félag til að vinna að markaðssetningu flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum. Samningurinn var undirritaður í flugturninum á Egilsstaðaflugvelli. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.