Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 55 Þeir sem hafa það að atvinnu að selja og gera við hjólbarða eru inni í miðju árlegu tímabili sem kallað er „holutímabilið“. Þetta tímabil kemur árlega nálægt tímanum um 15. febrúar og nær fram að 1. apríl. Þegar tíðafar er eins og það hefur verið síðastliðinn mánuð með hitastigi hvort sínum megin við frost og hláku og úrkomu. Ástæðuna tel ég vera að þar sem mikið er saltað mýkist tjaran í malbikinu og leysist upp í saltpæklinum og rennur í burt með vatninu. Eftir verður malarsallinn sem þeytist í burtu undan umferðinni. Hann skolast einnig í burtu með rennandi vatninu því malbikið er alveg jafn þunnt og það var fyrir 10-20 árum. Nú er saltað miklu meira og samkvæmt mínum upplýsingum hefur árleg aukning á saltsölu verið um 20-25% síðustu sex árin, en í sex ár hef ég unnið við að aðstoða fólk með sprungin dekk. Prósentuaukningin í slíkum dekkjaskiptum jafnast á við aukningu saltmagns á göturnar, sem er 20-25% aukning á hverju ári. Vegir sem vatn rennur eftir í mestri hættu Illsjáanlegar holur með hvössum brúnum myndast í hlákutíð og mikilli úrkomu og bílar keyra í holurnar og höggva í sundur hliðina á dekkjunum og jafnvel brjóta eða beygla felguna í leiðinni. Algengast er að þessar holur myndist þar sem samskeyti er á malbikinu og rennandi vatnið sverfur hægt og rólega möl og tjörubindingu í burtu þar til að það er komin hola í gegnum þunnt malbikslagið. Svo keyra bílar í holuna og skvetta vatni og möl í hvert skipti og dýpka holuna allt að 20 sentímetrum. Séu bílar á hjólbörðum með mjög lágan prófíl á dekkjum sem fjaðra lítið fer hliðin nánast undantekningarlaust í sundur á einum eða tveim stöðum. Þessar holur virðast vera alls staðar, þó er líklegast að sjá holur í beygjum, brekkum og nálægt samskeytum á malbiki. Rafmagnsbílar og „tvinnbílar“ í mestri hættu Sú þróun á bílum að stækka felgur undir bílum og setja á þá dekk sem kallast „low-prófíl-dekk“ er ekki vænlegt á þessu „holutímabili“. Mjög margir rafmagnsbílar og svokallaðir „tvinnbílar“ eða plug- in-bílar eru almennt þyngri bílar en aðrir og nánast undantekningarlaust á þessum stóru felgum sem eru með „low-prófíl-dekk“ og enga fjöðrun að fá út úr dekkjunum. Fyrir um hálfum mánuði byrjaði þetta tímabil í ár, hef ég eftir starfsmanni bensínstöðvar að eitt kvöld hafi komið inn á stöðina hjá honum hátt í 30 bílar með sprungin dekk eftir sömu holuna. Voru þeir ýmist skildir eftir eða farið í burt með þá á bílaflutningabíl þar sem ekkert varadekk var í mörgum bílunum, eða fleiri en eitt dekk sprungið. Fyrir nokkrum árum kom ég í aðstoð þar sem 11 bílar voru í röð með sprungið dekk eftir óvænta holu í malbiki sem mældist 18 sentímetra djúp. Sjálfur hef ég verið við að aðstoða á þriðja tug bíla síðastliðinn hálfan mánuð og sjaldan er reikningurinn undir 50.000 krónum. Hæsti reikningur sem ég man eftir var fyrir tvö sprungin dekk undir eðalbíl og var hann upp á rúmlega 150.000 krónur. Það grátlega við þetta er að um þrír af hverjum fjórum bílum eru umhverfisvænir rafmagnsbílar og svokallaðir „tvinnbílar“ því þeir eru svo þungir. Vegna þungans eru slíkir bílar líklegir til að höggva í sundur dekk og brjóta felgur. Erfitt að sjá og varast þessar holur Í flestum tilfellum koma þessar holur eftir mikil vatnsveður í byrjun hlákutíðar og það er ekki fyrr en að nokkrir hafi tilkynnt holuna að farið er í að fylla í holuna til bráðabirgða. Þessar holur eru ekki einskorðaðar við höfuðborgarsvæðið, þær eru líka á Þjóðvegi 1. Líklegustu staðirnir eru neðarlega í brekkum, aflíðandi beygjum í litlum brekkum og aðreinum þar sem mögulega eru samskeyti á malbikinu og í hjólförunum því er eina ráðið sem hægt er að gefa á þessu „holutímabili“ að keyra hægar. Ekki aka í hjólförum og gæta ýtrustu varúðar eftir mikil vatnsveður og sérstaklega þeir sem aka um á þungum bílum sem eru á dekkjum með lágan prófíl. Ljósi punkturinn í þessu er að einhver tryggingafélög eru farin að borga sínum viðskiptavinum tjónið beint og sjá svo um að rukka veghaldara, ríkið eða viðkomandi sveitarfélag. RAFGEYMAR Græjurnar þurfa að komast í gang! Rafgeymar í allar gerðir farartækja Sendum um land allt NÝTT: Vefverslun www.skorri.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 SKERÐING SVIF KLÆÐI NAPUR SANNUR UMRÓT KSÆLINDÝR R Á K U S K E L KUNN- GERA LÓPRÝÐA Ý T A KK NAFN J A K O B ÓFJAR- STÆÐA R A SEMSÉ FRAM- BURÐUR A L T S O N SIGTA EFTIR- FYLGJANDI S Á L D A ÞRÆLKUN Ð NÖÐRU ÓGÆFA TVEIR EINS R A U N I R ÍLÁT U SKYLDIR Á NÝ Á A KRYDD- JURT EIN- RÆKTA NTVEIR EINS VAÐALL R L O G A GET BIRTA N Æ DRASL S K R A N SKJÓTASTGLÓA A R G U R RISTIR ÚRRÆÐA- LÍTILL S K E R VIÐMÓT RÓT F A SGRAMUR M M TEGUND VERKFÆRI S O R T REFSING GANGFÆR T U K T U NTVEIR EINS B I S NOKKRIR KOSIÐ F Á I R TVÍBAKA EINBLÍNA K R U Ð ASTRIT A MÆLTI VAPP K V A Ð ÞRÁIR ÁÞEKK Ó S K A R STIG R G R Ó A SÍFELLT A L L T A F ÁTT KÚGA S AVAXA R Ö F L PLANTA F Í F A UM SÍÐIR TVÍ- HLJÓÐI L O K SMÚÐUR A S L T L A I Ð STEFNA U Á R K AÐ VÍSU Æ R R A A U GARÐS- HORN N K A O R TGÆLU- NAFN ÞRÁR H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 169 BÓN- BJARGIR SPRUNGA ÝFI RISTA ÚTKLJÁ UMBER NAUÐ- HYGGJU HVERFAST HITA FJANDANS HNEISA TÆTT ÞORA KÆR FJÖRUGUR PLANTA KJÁNI ÓNÁÐAR ÁTT MÆÐA FARAR- TÆKI FORMALANGA Í RÖÐ SPJALL SKYLDIR ÞRÚTNUN HEIÐUR SJÚK- DÓMUR DANGL UPPFYLLA NÖLDRA SLIT KÆNU FESTA KRAP NABBA EIN- DREGIN ÁVINNUR SÍÐARI STARTARILÍNA FISKUR ÞJÓTA BEIÐNIR HANDÓÐ ÞAR TIL GILDI HANGA HRESS GEÐ BETUR LÍKJA EFTIR UTAN TVEIR EINS STANSA STAFLA ÁSKORUN ÁTT HLASS TVEIR EINS ENDAST SNERILL FARANGUR SKERIVAFI RÍKJA H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 170 Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum Sérpöntuð felga brotin eftir holu í malbiki. Í síðasta blaði skrifaði ég um Benz Plug-in Hygbrid og varð mér á þau mistök að ég sagði að bensínvélin hefði farið í gang þegar rafhlaðan var tóm. Sjálfur vissi ég vel að ég væri með dísilbíl og mistökin algjörlega mín (einhver fljótfærni í skrifum og yfirlestri). Fékk í kjölfarið póst eftir að Bændablaðið kom út frá Ágústi, sölustjóra Benz, og Jónasi, forstöðumanni vörustýringa hjá Öskju, í fjórum liðum um mistök í texta. Bíllinn sem ég prófaði var ekki Coupe og því ódýrari (bara betra, kostar 13.990.000) og má draga 2.700 kg, en ekki 2.900 kg eins og sagt var í grein án loftpúða, en 3.500 kg með loftpúðum. Einnig var gerð athugasemd um að ég notaði ekki Mercedes-Benz, en mínum talanda verður ekki breytt: Benz er alltaf Benz fyrir mér. Þrátt fyrir nokkrar villur í upprunalegri grein er þessi Benz samt besti rafmagns-dísilbíll sem ég hef keyrt til þessa, en ég biðst afsökunar á mistökum mínum. Leiðrétting á texta um Benz GLE 350 de.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.