Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 51 tæki, til þess að ná því að halda í fast keyrsluspor sem hefur verið reiknað út miðað við vinnslubreidd annarra tækja. Þegar keyrsluspor í túnum eru hönnuð þarf með öðrum orðum að horfa til þeirra tækja sem nota á og reikna út heppilegustu staðsetningu sporanna miðað við vinnslubreidd tækjanna. Þetta er gert þannig að horfa skal til þess tækis sem er með minnstu vinnslubreiddina og reikna svo út hvaða bil er heppilegast að hafa á milli keyrslusporanna en dæmi um þetta má sjá á mynd 3. Í þeirri grein sem hér er bent á í heimild er sett upp smá dæmi um hönnun á keyrsluspori. Búið er með 9 metra vinnslubreidd á sláttuvél, heyþyrlu og rakstrarvél, 16 metra vinnslubreidd á slöngu- mykjudreifara og 10-28 metra vinnslubreidd á áburðardreifara. Sé horft til vinnslubreiddar á heyvinnutækjunum er augljóst að bilið á milli keyrslusporanna ætti að vera níu metrar en það passar þó ekki fyrir hin tækin. Þá er líklega til of mikils ætlast að halda í nákvæmlega níu metra millibil enda þarf einhverja skörun auk þess sem túnin bjóða ekki alltaf upp á slíkt vegna halla, sveigju o.þ.h. Í þessu dæmi er því ráðlagt að miða við átta metra bil á milli keyrsluspora. Þá næst rúmleg skörun á heyvinnutækjunum en um leið smellpassar kerfið fyrir hin tækin, sem þá er ekið um annað hvert keyrsluspor. Heyskapurinn krefjandi Það vita allir að heyskapur er krefj- andi og ekki minnkar það við að nota föst keyrsluspor. Hins vegar, með réttum vinnubrögðum er hægt að lágmarka aukaakstur utan keyrslusporanna. Séu notaðar rúllur eða stórbaggar þá munu þær/þeir liggja í keyrslusporinu og auðvitað hægur vandi að tína upp þar. Aftur á móti, þegar vagninn er hlaðinn þarf að hafa hugfast að víkja sem minnst frá keyrslusporinu. Það er þó óhjákvæmilegt að víkja frá því en líklega er mikilvægast að hafa þetta í huga, þ.e. vera með hugann við það að reyna að lágmarka sem mest allan akstur utan keyrslusporanna. Nota réttar vélar, dekk og loftþrýsting Það er einnig mikilvægt að vera ekki að setja tæki við dráttarvélar sem eru mun þyngri en þörf krefur enda þjappast jarðvegur undan þeim í meira mæli eins og gefur að skilja. Vera má að einhverjum finnist ekki stór munur á því að vera t.d. á 110 hestafla vél eða 150 hestafla vél en tilfellið er að áhrifin á jarðveginn eru umtalsverð. Árið 2019 framkvæmdi norska ráðgjafarfyrirtækið NLR (Norsk Landbruksrådgivning) áhugaverða rannsókn á áhrifum misþungra dráttarvéla á jarðvegsþjöppun og þar með á uppskeru af túnum. Um hefðbundið tún var að ræða með 50% vallarfoxgrasi auk annarra grastegunda og fengu tilraunareitirnir enga umferð (til samanburðar), umferð með keyrslusporum með léttri dráttarvél (5 tonn) og svo umferð með keyrslusporum með þungri dráttarvél (7,5 tonn). Niðurstöðurnar sýndu að þar sem léttari vélin var notuð var uppskeran 15,6% minni en af þeim reitum sem fengu enga umferð til samanburðar og þar sem þyngri dráttarvélin var notuð var uppskeran 22,6% minni en af reitunum sem enga umferð fengu. Þetta er umtalsverður munur og það þrátt fyrir að notuð væru keyrsluspor! Þá er rétt að minna á að dekkjaval og loftþrýstingur skiptir einnig máli þegar horft er til jarðvegsþjöppunar. Heimild og myndir: Julie Wiik, 2020. I faste spor på vei mot bedre jord. Buskap, 78(7), 35-38. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur - hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. Skýringarmynd 3. Þegar keyrsluspor í túnum eru hönnuð þarf að horfa til þeirra tækja sem nota á og reikna út heppilegustu staðsetningu sporanna miðað við vinnslubreidd tækjanna. Mynd / Julie Wiik | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.