Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202212 FRÉTTIR Votlendi gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að aðlagast breytingum á lífríki á tímum loftslagsbreytinga, að sögn dr. Tom Barry, framkvæmdastjóra CAFF, vinnuhóps Norðurheimskauts- ráðsins, um verndun lífríkisins á Norðurslóðum sem starfrækt er á Akureyri. Þar fór fram viðamikið verkefni um votlendi þar sem tvinnuð voru saman vísindi og stjórnsýsla með sjálfbæra þróun Norðurslóða að leiðarljósi. „Þetta verkefni er lýsandi dæmi um hvernig Ísland, þrátt fyrir að vera lítil þjóð, getur verið leiðandi í samstarfi og haft þannig mikil áhrif á alþjóðleg málefni,“ segir Tom. Norðurskautsráðið er vettvangur samstarfs um sjálfbæra þróun á Norðurslóðum. Aðildarríki ráðsins eru átta; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð, auk sex frumbyggjasamtaka af svæðinu. Þá eiga þrettán ríki áheyrnaraðild, svo sem Indland og Kína. „Við höfum greint lykilþætti hvers vistkerfis á Norðurslóðum. Ef þessir lykilþættir breytast á einhvern hátt gefur það til kynna enn frekari breytingar á vistkerfinu og við því þarf að bregðast. Okkar verkefni er að fylgjast með þessum vistkerfisbreytingum og leggja mat á þær. Við matið fáum við til liðs við okkur fagfólk í málefnum Norðurslóða, vísindamenn, fræðafólk og frumbyggja af svæðinu svo eitthvað sé nefnt. Úr þessu mótum við samþætta þekkingu sem liggur til grundvallar ráðgjöf okkar fyrir stefnumótendur, ráðherra og ríkisstjórnir aðildarríkjanna,“ segir Tom um starfsemi CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem er vinnuhópur undir Norðurskautsráðinu er vinnur að vernd lífríkis og líffræðilegs fjölbreytileika á Norðurslóðum. Undir Norðurskautsráðinu eru reknar sex deildir og eru tvær þeirra, fyrrnefnt CAFF og verndun hafsvæða (PAME), starfandi á Akureyri. „Á Akureyri hafa 2 af 6 vinnu- hópum Norðurskautsráðs aðsetur þar af 2 af 3–4 stærstu og virkustu hópunum og stór hluti af vinnu Norðurskautsráðsins er skipulögð héðan en starfsfólk okkar er víða um heim, auk þess sem yfir hundrað vísindamenn geta komið að hverju verkefni fyrir sig. Þetta þýðir að Ísland er miðpunktur fjölbreyttra mikilvægra verkefna sem tengjast Norðurslóðum,“ segir Tom. Tuttugu tillögur Ísland hefur haft forgöngu um að draga fram mikilvægi votlenda innan Norðurskautsráðsins og hafa þeir leitt, ásamt Svíum, RAW verkefnið (Resilience and management of Arctic Wetlands) sem lýtur að stjórnun og verndun votlenda á Norðurslóðum. Verkefnið hófst formlega árið 2017. „Fyrsti áfangi snerist um að kortleggja þá þekkingu sem til er um votlendi á Norðurslóðum; stöðu þeirra í öllum Norðurskautsríkjunum og meðhöndlun þeirra,“ segir Tom en í öðrum áfanga var stjórnun og verndun votlendis í brennidepli þar sem aðferðafræði endurheimtar voru greindar, framkvæmd og eftirfylgni í mismunandi ríkjum sem og þátttaka heimamanna í votlendisstjórnun skoðaðar. Þriðji áfangi var svo vinnsla skýrslu með meginniðurstöðum og stefnu mótandi ráðleggingum sem afhentar voru á ráðherrafundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Reykjavík í maímánuði í fyrra. „Þar var ráðherrunum afhent yfirgripsmikið skjal sem innihélt tuttugu ráðleggingar um stefnu og helstu niðurstöður um það sem við vitum um votlendi og hvernig við getum nálgast stjórnun þeirra betur á sjálfbæran hátt,“ segir Tom. Plaggið inniheldur tillögur um aðgerðir sem æskilegt er að grípa til, bæði hvað varðar endurheimt votlendis, viðhald þeirra og bætta þekkingu á þeim. Þessi tilmæli mynda nú ramma um ákvarðanir Norðurskautsráðsins hvað votlendi varðar. „Ráðið hefur nú gert áætlun um hvernig eigi að hrinda þessum endurbótum í framkvæmd,“ segir Tom en bendir á að ríkin þurfi kannski að fara ólíkar leiðir miðað við stöðu hvers lands fyrir sig. „Á sumum stöðum þarf að bæta verulega í svæðisbundna vísindastarfsemi, á öðrum stöðum horfum við á stjórnsýslulegar flækjur sem þarf að leysa. En við erum lögð af stað og orðin sammála um lykilþætti þessa viðamikla verkefnis og þau skref sem þarf að taka. Næst á dagskrá er að hefja samstarf við sérfræðinga og sjá til þess að innleiðing tilmælanna munu í reynd hafa áhrif, þannig að við sjáum eftir nokkur ár raungerðan áhrifamátt verkefnisins,“ segir Tom. /ghp Starfsemi Norðurskautsráðsins á Akureyri: Ísland í fararbroddi alþjóð- legrar stefnumótunar – Yfirgripsmiklar niðurstöður þverfaglegs votlendisverkefnis Votlendi á Norðurslóðum Næstum helmingur votlendis heimsins er staðsettur á Norðurslóðum þar sem þau eru allt að 60% alls vistkerfis þar. Votlendi er skipt upp í fjórtán vistgerðir sem innihalda m.a. mýrar, flóa, rakar túndrur, ýmis vatnskerfi og grunnsæfi. Þessi svæði hafa mikilvæg vatnsfræðileg og næringarfræðileg gildi sem og að þjóna vistkerfinu sem fóður- og varpsvæði fyrir viðkvæmt dýralíf, sér í lagi farfugla og fjölmargra fisktegunda. Dr. Tom Barry, framkvæmdastjóri CAFF. Mynd / Vesa-Matti Väärä Votlendi í Öxnadal. Mynd / Kári Fannar Lárusson Eins og dæmin sanna geta bæði fyrirtæki og einstaklingar, ekki síst bændur, orðið fyrir stórtjóni þegar rafmagn dettur út vegna veðurs og náttúruhamfara. Við eigum varaaflstöðvar fyrir allar aðstæður. EKKI DETTA ÚR SAMBANDI! Rafmagnsleysi getur valdið stórtjóni Hafðu samband í tæka tíð! ronning.is Bændurnir í Birkihlíð í Skaga- firði, þau Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson, ætla að bjóða þeim bændum sem hafa hug á að sækja um leyfi til að reka örsláturhús ókeypis ráðgjöf um ferlið. Þau voru í fararbroddi þeirra bænda sem börðust fyrir þessum réttindum, sem leiddi til þess að gefin var út reglugerð í maí síðastliðnum sem heimilar rekstur lítilla sláturhúsa heima á lögbýlum. Aðeins fjórar umsóknir bárust Matvælastofnun um slíkt rekstrarleyfi fyrir síðustu sláturtíð. Mun ástæðan liggja að hluta til í því að bændur mikli fyrir sér að ráðast í breytingar á húsakosti sem slíku ferli fylgir og skriffinnskan vaxi þeim í augum. Þrír bæir með rekstrarleyfi Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru þrjú lögbýli nú með rekstrarleyfi fyrir lítið sláturhús; Birkihlíð í Skagafirði, Grímsstaðir í Reykholtsdal og Lindarbrekka í Berufirði. Ein umsókn er enn í bið- stöðu frá því í haust. Ragnheiður segist vita af áhuga bænda og einhverjir séu að koma sér upp aðstöðu. „Við sóttum um styrk til Markaðssjóðs sauðfjár- afurða til að hjálpa þeim bændum sem hafa hug á að sækja um að reka örslát- urhús, þeim að kostnaðarlausu. Við fengum styrkinn og ætlum að halda reglulega fundi þar sem við förum yfir það sem þarf að gera og hjálpa þeim í gegnum þetta allt og hvetja þau áfram,“ segir Ragnheiður. Hún segir hugmyndina vera að halda fjarfundi með þeim bændum. „Við munum miðla af okkar reynslu og fara yfir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem sækja um. Síðan eru það litlu hlutirnir sem maður kannski gleymir en þarf að hafa á hreinu; þarf að nota hæklajárn og hvar fær maður það, þarf hnífahitara eða má nota eldavél? Hvað þarf marga bala og þurfa þeir að vera sérstaklega stórir? Svona praktískir hlutir sem maður kannski fattar ekki að vanti fyrr en í lokinn og reyndar ýmislegt annað.“ Samstaðan mikilvæg „Það að koma þeim sauðfjárbændum saman sem vilja sækja um þetta leyfi og láta bændur hittast og bera saman bækur sínar og veita hvert öðru stuðning og fá hugmyndir er bara af hinu góða,“ segir Ragnheiður. „Það er alltaf betra og skemmtilegra að vinna saman í hópi og sérstaklega þegar það er að ná sama markmiðinu. Þetta er hugsað sem skemmtilegur vettvangur fyrir sauðfjárbændur að hjálpast að við að ná því. Það er ekkert gaman að fara aleinn í gegnum svona ferli, enda eru sauðfjárbændur svo skemmtilegir. Við hjónin munum ekki setja bændum fyrir að vinna einhverja ,,heimavinnu“, en við munum ýta við bændunum að gera það sem þarf að gera fyrir ákveðinn tíma svo þeir fái leyfið tímanlega. Það verður líka hægt að hafa samband við okkur fyrir utan fundartímann, því fólk er nú kannski ekki að sækja um meðan á fundunum stendur.“ Virðiskeðjan í eigin höndum Hún bendir á að stefnt sé að því að þetta byrji strax í þessum mánuði, en þau hafa ekki enn auglýst þetta formlega. „Ætlunin er að byrja núna um miðjan mars og drífa þetta svolítið áfram fram að sauðburði. Við munum hittast í sumar ef þörf verður á og taka stöðuna. Vonandi verða svo allir þátttakendur búnir að sækja um það sem til þarf í haust, þannig að það þurfi bara að hnýta lausa enda og allir geti slátrað í haust. Eftir sláturtíð munum við síðan hittast og taka stöðuna um það hvernig þetta hafi gengið. Við það að slátra heima er virðiskeðjan öll komin heim á bæinn til sauðfjárbændanna sem og ýmislegt annað. Fólk fær allan innmat, hausinn, gæruna og hugsið ykkur allt sem hægt er að gera úr þessu, öll nýsköpunin sem bændur geta komið fram með,“ segir Ragnheiður að lokum um ávinninginn af því að koma sér upp eigin sláturaðstöðu og kjötvinnslu. /smh Bjóða ókeypis ráðgjöf um lítil sláturhús á lögbýlum – Miðlað af reynslunni og farið yfir kröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.