Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 33 en henni finnst þó að það þurfi að vera meiri nýsköpun í matjurtarækt og betri upplýsingamiðlun. „Til dæmis eru margar heimildir sem við notum í skólanum frá Danmörku. En auðvitað er umhverfið hérna allt öðruvísi en víða úti í heimi, loftslagið, jarðvegurinn, birtustig, auðlindir sem eru í boði o.fl. Það eru margir garðyrkjubændur að gera alls konar rannsóknir, oft með mjög áhugaverðum árangri. Ég er alls ekki sú fyrsta að nota heitt vatn í matjurtarækt, þó ég sé framarlega á því sviði með því að nota ódýrt og mjög aðgengilegt volgt affallsvatn í ódýrum PEX rörum. Tilraunir er alltaf fyrsta skrefið og svo þarf að miðla áfram,“ segir Karen. Volgt vatn er alls staðar Það er ekki bara jarðhitinn sjálfur sem Karen leggur áherslu á. „Nei, alls ekki, mér finnst áhugaverðast vatnið sem við getum kallað „úrgangsefni“ en er samt mun heitara en jarðvegurinn. Jarðvegur er frekar einangrandi og það er vel hægt að einangra hann betur. Þannig þarf hiti ekki að flæða hratt úr rörum, eins og með snjóbræðslu. Með snjóbræðslu vill maður tapa hita við yfirborðið en við viljum ekki tapa hita úr yfirborðinu. Þannig má vatnið flæða hægt í gegn, aðeins rúmlega 1 ml á sekúndu á fermetra. Og þannig skiptir það engu máli hvað vatn, sem er ~30°, tapar hitainnihaldinu hægt, því hitinn tapast úr jarðveginum hægt líka. Volgt vatn er alls staðar. Það verður til við rafmagnsframleiðslu, rennur frá ofnum, laugum, kælikerfum, úr grunnum borholum, eða borholum sem „misheppnuðust“ þegar leitað var að heitu vatni og fleira í þessum dúr. Volgt vatn er mjög algeng auðlind sem við eigum að nýta betur,“ segir Karen. Vindmyllupálmatré og trefjabananar Nú þegar styttist í lok námsins hjá Karen í LbhÍ er hún farin að velta því fyrir sér hvað taki við hjá sér. „Já, það er spurning, eins og er er ég aðallega að leggja áherslu á framhaldsrannsóknir í „Aldin Biodome“ garðinum en á þessu ári ætla ég að prófa til dæmis að rækta vindmyllupálmatré og trefjabananatré úti með hita. Hver veit hvort það gengur, en það verður gaman að fylgjast með þeirri tilraun. Og á landinu mínu ætla ég að reisa stórt gróðurhús til að rækta sjaldgæfar plöntur, gera tilraunir í skógrækt og ýmsa aðra rannsóknarvinnu. Að lokum vil ég segja þetta: „Grasafræðilega séð eru plöntur geggjað töff.“ /MHH Karen Rós Róbertsdóttir fyrir miðri mynd með viðurkenningarskjalið vegna nýsköpunar verðlaunanna sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti henni á Bessastöðum. Lengst til vinstri á myndinni er Hjördís Sigurðardóttir, leiðbeinandi Karenar. Íslenskur textíliðnaður hf (Ístex hf) er ullarvinnslufyrirtæki í meirihlutaeigu bænda sem vinnur að því að skapa sem mest verðmæti úr íslenskri ull. Fyrirtækið rekur ullarþvottarstöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Ullarinnleggjendum býðst að kaupa hlutabréf félagsins á genginu 8,5 í gegnum ullarviðskipti á Bændatorgi frá 15. mars til 15 maí. Hægt verður að skrá sig í gegnum Bændatorg (bondi.is). Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Istex.is og í síma 566 6302. Stjórn Ístex Ullarinnleggjendur athugið Karen hefur þurft að prófa sig áfram með ræktunina við alls konar aðstæður. Sumt heppnast vel en annað ekki, eins og gengur og gerist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.