Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 57 Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar farið er út að hreyfa sig í alls konar veðrum. Þessi er líka smart í útileguna, bæði fyrir konur og karla, eða í bæjarröltið. Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir. Efni: 6 hespur hulduband í tveimur litum (100m/50gr) Samtals 300 gr. eða 300 gr dvergaband í einum lit. Hringprjónn nr. 7,0 mm eða langir prjónar í sömu stærð. Trefillinn er prjónaður með 2 þráðum af huldubandi í sitt hvorum litnum, eða einum lit af dvergabandi. 24 lykkjur á prjóna nr. 7,0 gefa 21 cm breiðan trefil. Ef prjónað er úr öllu garninu verður trefillinn u.þ.b. 2 metra langur, en það má hætta fyrr og hafa trefilinn styttri. Gætið þess að prjóna laust. Á svona stóra prjóna er vont að prjóna fast, því þá rennur garnið svo illa á prjóninum. Eins verður trefillinn léttari í sér ef prjónað er fremur laust. Hægt er að prjóna lausar með því að taka bandið milli litla fingurs og baugfingurs og síðan einu sinni yfir vísifingur. (Þetta sést vel á skýringarmynd 2.). Skýringar. Hafir þú ekki prjónað klukkuprjón áður, þá er þetta einföld og þægileg uppskrift fyrir byrjendur. Klukkuprjón er skemmtilegt í margskonar verkefni. Klukkuprjón teygist vel og flíkin verður loftkennd og einangrandi sem gefur meiri hlýju í flíkina. Klukkuprjón er prjónað fram og til baka og er eins í báðar áttir. Því er sama hvernig flíkin snýr og þess vegna hentar það vel til að prjóna trefla. Í rauninni er það þannig að önnur hvor lykkja er prjónuð en hin tekin fram af óprjónuð ásamt bandinu sem er látið fylgja óprjónuðu lykkjunn (sjá mynd 1). Þegar prjónað er til baka er þessu víxlað. Þá er lykkj- an sem var óprjónuð í fyrri umferðinni prjónuð slétt með bandinu sem fylgir (sjá mynd 2.) og lykkjan sem var prjónuð í fyrri umferðinni tekin óprjónuð fram af og bandið látið fylgja með óprjónuðu lykkjunni. Á prjóninum eruð þið alltaf með eina prjónaða lykkju og eina óprjónaða ásamt bandi, (sjá mynd 3.). Uppskrift: Fitjið upp 24 lykkjur með báðum litunum á prjóna nr. 7,0 mm. Umferð 1. *Takið eina lykkju óprjónaða fram af prjóninum með bandið fyrir framan prjóninn eins og þið séuð að fara að prjóna brugðið. Prjónið 1 lykkju slétt.* Endurtakið *-* út umferðina og snúið við. Umferð 2. * Takið eina lykkju óprjónaða fram af prjóninum með bandið fyrir framan prjóninn eins og þið séuð að fara að prjóna brugðið. Prjónið næstu lykkju slétt ásamt bandinu sem liggur með.* Endurtakið *-* út umferðina og snúið við. Endurtakið umferð 2 þar til garnið er næstum búið. Athugið að skilja eftir nægilegt garn til að fella af og ganga frá endum. Fellið laust af með því að taka fyrstu lykkjuna óprjónaða fram af, prjóna næstu ásamt bandinu sem liggur með og steypið óprjónuðu lykkunni fram yfir. Prjónið næstu lykkju sömuleiðis og steypið þeirri sem síðast var prjónuð yfir. Gerið þetta út prjóninn og gætið þess að prjóna alltaf bandið með, þar til aðeins ein lykkja er eftir á prjóninum. Dragið þá garnið í gegn og gangið vel frá endanum án þess að það strekkist á prjóninu. Felið lausa enda og skolið trefilinn með volgu vatni. Leggið til þerris og notið flíkina síðan við hvert tækifæri. Góða skemmtun. Klukkutrefill HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 5 7 3 6 2 9 5 1 4 3 6 8 1 4 3 5 4 8 2 7 9 9 5 6 6 8 7 1 7 2 9 5 8 3 2 4 Þyngst 5 2 9 6 9 5 9 4 3 2 9 7 2 4 1 3 7 8 6 5 8 5 6 9 4 1 3 1 4 8 2 6 2 1 9 8 7 5 4 3 9 6 2 8 4 3 5 6 9 4 7 2 7 3 1 5 6 8 1 3 2 7 2 9 8 3 7 5 6 4 3 9 7 8 5 6 9 Sporðdreki og hundur FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Klukkutrefill Í uppskriftina er gert ráð fyrir huldubandi í tveimur litum eða dvergabandi í einum lit. Samtals 300 gr. Hvoru tveggja er framleitt í Uppspuna og hægt að panta garnið þar. Í mars verða pakkar í þennan frábæra trefil á tilboði í búðinni okkar. Mars er nefnilega afmælismánuður hjá okkur, því 18. mars 2018 opnuðum við Uppspuna formlega. Komin 4 ár! Báðir pakkarnir eru í sauðalitum og hægt að velja um fleiri liti en eru hér á myndunum. Í mars er 10% afsláttur af báðum þessum pökkum. Hægt er að kaupa þá beint hjá okkur í Uppspuna, á netfanginu hulda@uppspuni.is eða í síma 846-7199 Árni Viggó gengur í Grunnskóla Borgarfjarðar og stefnir á að verða íþróttamaður. Nafn: Árni Viggó. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Hlíðarklettur. Skóli: Hlíðarklettur Grunnskóli Borgarfjarðar. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Rækjupasta. Uppáhaldshljómsveit: Eurovison. Uppáhalds kvikmynd: Hvolpasveitin. Fyrsta minning þín? Ég man það ekki, ég var svo lítill. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, er í boltaskóla og sundi. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Íþróttamaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Keyra bíl með pabba. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt um páskana? Borða páskaeggið mitt auðvitað. Næst » Ég skora á Eik Logadóttur að svara næst. Mynd 1. Mynd 2. Mynd 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.