Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202234 Sunnudaginn 13. mars nk. ætlar RÚV að frumsýna heimildar­ myndina ,,Gullskipið“ sem Jón Ársæll Þórðarson og hans fólk hafa unnið að síðastliðin fjögur ár og er nú að líta dagsins ljós. Hér var um mesta sjóslys Íslandssögunnar að ræða þegar Het Wapen Van Amsterdam strandaði á Skeiðarársandi árið 1667 og með því um 200 manns. Við gerð myndarinnar hafa fundist margar gamlar filmur frá því að Kristinn Guðbrandsson í Björgun og Bergur á Klaustri leituðu skipsins á síðustu öld, sem nú fyrst líta dagsins ljós. Þegar og ef skipið finnst verður það líka heimssögulegur viðburður. Framleiðandi myndarinnar eru þeir Jón Ársæll Þórðarson og Steingrímur Jón Þórðarson, en þeir félagar hafa unnið saman að kvikmyndum og þáttagerð í rúman aldarfjórðung. Tónlist í myndinni er eftir Þórð Inga Jónsson/Lord Pusswhip. Um skipið, strandið og leitina · Árið 1667 strandaði eitt af glæsilegustu skipum hollenska flotans á eyðilegri sandströnd á Íslandi. Skipið var að koma frá Austur-Indíum hlaðið gulli og gersemum. · Stærsti eyðisandur á jörðinni gleypti skipið og allt sem í því var. · Aðeins sagan lifði, sagan um Gullskipið. · Á seinni hluta 20. aldar reyndu íslenskir ofurhugar með hjálp íslensku ríkisstjórnarinnar og ameríska sjóhersins að finna hollenska Gullskipið og grafa það upp en án árangurs. · Gríðarlega erfið ar aðstæður, jökul árnar stóru undan Vatnajökli, stærsta jökli Evrópu, og öldur Norður-Atlants hafsins láta ekki að sér hæða. · Íslenskur frumkvöð ull, Gísli Gíslason, myndaði alþjóðlegt teymi ofurhuga til að finna og endurheimta það sem hinn mikli sandur tók til sín á óveðursdeginum mikla seint í september árið 1667. · Með nýjustu tækni og vís- indum og vissuna um árangur, ætla Gísli og hans menn að gera það sem engum hefur áður tekist. Að endurheimta úr sandinum Het Wapen Van Amsterdam með öllu því sem það hefur að geyma og skrifa um leið merkilegan kafla í sögu siglinga á jörðinni. /HKr. LÍF&STARF Frumsýnd á RÚV 13. mars: Heimildarmyndin „Gullskipið“ Þessi teikning á að sýna tvö af skipum hollenska flotans að koma úr leiðangri til Austur-Indía hlaðin gulli og gersemum. Hægra megin er Het Wapen Van Amsterdam. Líklegur strandstaður Het Wapen Van Amsterdam á Skeiðarársandi á þessu gamla landakorti er talinn á svæðinu sem merkt er með rauðu. Het Wapen van Amsterdam. Mynd af líkani sem Karl Friðrik Ragnarsson í Vík í Mýrdal gerði af skipinu. Þann 4. september árið 1983, eftir sex mánaða stanslaust bras, komust leitarmenn niður að skipinu sem þeir töldu vera Het Wapen van Amsterdam. Í ljós kom að þetta var togarinn Friedric Albert sem strandaði 1903 og voru vonbrigðin mikil. VANDAMÁL Í ELDSNEYTI?? Dísel bætiefnið frá eyðir öllum raka í eldsneytiskerfum, hreinsar spíssa og kemur því í veg fyrir sveppamyndun. Það geta því sparast töluverðir fjármunir með því að nota DIESEL SYSTEM CLEAN MOTUL Á ÍSLANDI WWW.MOTULISLAND.IS SÍMI 462-4600 Stórlækkað verð á Diesel System Clean í 10L umbúðum. Hægt að panta í vefverslun Verðhækkanir á matvælum: Uppskerubrestur á rauðum pipar í Indlandi Framleiðsla Indverja á rauðum pipar (chili) lækkar um fimmtung frá fyrra ári vegna uppskerubrests þar í landi. Ástæðan er ágeng óværa sem lagðist á plönturnar og óvenju mikil rigning í helstu framleiðsluríkjum suðurhluta Indlands. Plöntur urðu illa fyrir barðinu á kögurvængjum (thrips) þrátt fyrir mikla notkun s k o r d ý r a e i t u r s og haft er eftir D. Kanungo, frá Andrah Pradesh ríki að bændur hafi þurft að rífa upp plöntur í blómgun. Óværan hafi auk þess valdið mikilli vansköpun á ávöxtum. Í fregn Reuters er haft eftir jarðræktarfræðingi hjá Indverska landbúnaðar- rannsóknarráðinu að í stað þess að bregðast við meindýrinu hefðu bændur í mörgum tilfellum horfið frá ökrum sínum sem magnaði upp óværuna og gerði illt verra. Minni framleiðsla hefur orðið til þess að heimsmarkaðsverð á rauðum pipar hefur rokið upp úr öllu valdi á síðustu mánuðum og líklegt er að verðið haldist hátt út árið. Með hækkandi kostnaði við flutninga má einnig búast við enn frekari verðhækkunum á chili og afleiddum afurðum. Indland er stærsti út- flytjandi af rauðum pipar í heiminum og seldi 578.800 tonn árið 2021 sem var 8% meira en árið áður. Í nágrannaríkinu Pakistan, sem einnig er stór framleiðandi, mun staðan vera svipuð og horfir í uppskerubrest vegna sviptinga í tíðarfari. /ghp UTAN ÚR HEIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.