Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202240 Samkvæmt vefsíðu NewScientist kemur fram að nýverið hafi hið bandaríska smáfyrirtæki Norfolk Plant Sciences staðið í framleiðslu erfðabreyttra tómata. Sótti fyrirtækið um samþykki landbúnaðarráðuneytisins þarlendis og hefur fulla trú á því að leyfi fyrir erfðabreytingunni gangi í gegn. Um ræðir svokallaða fjólubláa tómata, bæði hold og hýði, en í fjólubláa litnum má finna um það bil tíu sinnum meira anthocyanín – sem fellur undir andoxunarefni. Anthocyanín er sérstaklega þekkt fyrir áhrif sín gegn hjarta- og æðasjúkdómum, krabba- meinsfrumum, sykursýki og offitu. Upprunalega var tómaturinn erfðabreyttur af teymi innan John Innes Centre í Bretlandi árið 2008, en sú stofnun sérhæfir sig í plöntuvísindum, erfða- og örverufræði. Höfðu meðlimir teymisins gert könnun á músum er fengu duft, unnu úr fjólubláu tómötunum og kom í ljós að þær lifðu nær 30% lengur heldur en mýs á hefðbundnu fæði. Taka skal fram að þó auðvitað eigi niðurstöður dýrarannsókna ekki endilega við um fólk, eru þetta sláandi niðurstöður. Erfðabreytingin fór þannig fram að tekin voru gen úr plöntunum (latnesku heitin) Antirrhinum og Arabidopsis. Genin viðbættu, alls tvö úr Antirrhinum og eitt úr Arabidopsis, þau auka virkni tómatarins til að framleiða andoxunarefnið anthocyanín. Ástæðan fyrir því að tómatarnir hafa enn ekki komist í almenna sölu er sú að mikill kostnaður fylgir því að fá leyfi fyrir erfðabreyttri ræktun. Hins vegar, árið 2019, hóf landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna að endurskoða reglugerðir sínar og nú er neysluvörum sem taldar eru áhættulitlar almenningi, auðveldara að fá samþykki. Samkvæmt nýju reglunum er ráðuneytinu ætlað að svara beiðnum er þeim berast innan 180 daga. Fyrirtæki Norfolk Plant Sciences sem lagði inn umsókn sína fyrir um 200 dögum segist enn bíða eftir að heyra formlega frá þeim til baka, en samskipti við stofnunina hafi þó verið jákvæð að öllu leyti og ekki ástæða til að ætla að niðurstöður verði neikvæðar. Fyrirtæki Norfolk Plant Sciences sem tóku við þróuninni frá bresku kollegum sínum hjá John Innes Centre, sögðust, eins og áður kom fram, vera afar bjartsýn á framhaldið en þau vonast til að selja fræ fjólubláu tómatanna til garðyrkjumanna, auk þess að útvega ferska tómata og aðrar tómatvörur í verslanir sem víðast. Þó er stefnan sú að tómatarnir verði ekki markaðssettir með neinum heilsufullyrðingum, en frekar að þeir séu sérstaklega næringarríkir. Hátt magn andoxunarefnanna tvöfaldar einnig geymsluþol tómatanna og veldur því að þeir ættu að vera umhverfisvænni en sambærileg afbrigði. Telja forsvarsmenn fyrirtækisins það mikinn kost ef möguleiki er á að draga úr magni matarsóunar. /SP UTAN ÚR HEIMI Fjólubláir tómatar: Erfðabreytt undur Sænsk-keníska sprotafyrirtækið Opibus, sem staðsett er í Naíróbí, hóf feril sinn árið 2017 á því að breyta eldri jeppum og farartækjum ætluðum utanvegar þannig að þeir gætu gengið fyrir rafmagni í stað bensíns áður. Rútur voru næstar á dagskrá hjá fyrirtækinu þegar kom að ísetningu rafmagns og nú hefur fyrirtækið hannað og byggt sitt eigið rafmótorhjól. Mótorhjól Opibus hefur drægni sem nemur allt að 200 kílómetrum og hámarkshraðinn er 90 kílómetrar á klukkustund. Hjólið kemur með aftengjanlegri rafhlöðu (annaðhvort stakri eða tvískiptri) og tekur einungis nokkrar mínútur að skipta um rafhlöður. Áform eru að framleiðsla hjólanna fjórfaldist á milli ára, úr 3.000 stykkjum nú í ár upp í heil 12.000 árið 2023 og þá með samstarfi mismunandi aðila í fylkjum Afríku – þá Gana, Nígeríu, Sierra Leone, the Kongó og Úganda. Vinnan við breytingu hvers farartækis fyrir sig tekur upp undir tvær vikur og kostar allt frá 40.000 bandarískra dala, eða fimm milljónum íslenskra króna. Þótt gjaldlagningin sé allhá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins meina að á móti komi meðal annars minni umhverfismengun – enginn útblástur – og minni rekstrarkostnaður vegna þess að nú verði stungið í samband í stað þess að bensíni sé dælt á vélina. Einnig minna þeir á framtíðarsýn Opibus sem er að gera farartæki knúin rafmagni aðgengilegri almenningi, auðvelda smátt og smátt tæknina er notuð er við umbreytingar bílanna, gera hana hagkvæmari og einfaldari með tímanum og þá töluvert ódýrari. Fyrst um sinn sér fyrirtækið helst fyrir sér að nýta tæknina í þágu þeirra farartækja er losa hvað mestan koltvísýring, svo sem notuð eru við almenningssamgöngur, létta vörubíla, rútur og þess háttar. Með þessu vilja þeir sem standa að hugmyndinni sýna almenningi hversu mikil breyting á sér stað er sá floti hefur verið rafmagnsvæddur og í kjölfarið myndaður staðall fyrir raf-farartæki framtíðar Afríkulanda. Opibus lætur reyndar ekkert stöðva sig og hóf nú í janúar, tilraun með 51 sætis rafrútu er gengi fyrir sólskini. Fyrirtækið setti upp hleðslustöðvar sólarorku á nokkrum stöðum við vegi Naíróbí til að fylla á rafhlöður rútunnar. Áætlað er að rafmagnsrútan hefji ferðir í atvinnuskyni síðar á þessu ári – en hugmyndin er að framleiðsla hennar komist á almennan markað árið 2023. Forstjórinn og annar stofnandi Opibus, Filip Lövström, sagði að alls hefðu fjárfestingar að upphæð 7,5 milljónir dala hafa komið frá öllum heimshornum, þar á meðal Silicon Valley og meginlandi Afríku en vanalegt er að sprotafyrirtæki fái peninga frá fjárfestum vegna frumkvöðlaverkefna. /SP Rafmagnsvæðing sænsk- kenísks sprotafyrirtækis Áætlað verð á svona mótorhjóli út úr búð er undir 170 þúsundum íslenskra króna. Mynd / Opidus Meðhöndlun mykju hefur löngum verið í huga hins almenna manns, en sá úrgangur getur valdið mörgum heilabroti ef upp úr flæðir eða ef ofgnótt er af á annan hátt. Bændur í King County sýslu – nálægt Seattle-borg í Bandaríkjunum – brugðu á það ráð að stofna samtök sem þeir kalla Manure Match. Þau veita bændum einfalda lausn er mykja hefur safnast upp hjá þeim og leiðbeina þeim hvar best er að dreifa henni eða útdeila, þannig að hún verði ávinningur fyrir jarðveginn. Samtökin hafa lista yfir landsvæði sem eru í þörf fyrir slíka hressingu sem og garðyrkjubændur og aðra sem óska eftir ódýrum og náttúrulegum áburði – auk lista yfir búfjáreigendur sem útvega umfram áburð ókeypis til fólks sem leitar að áburði og/eða moltu og endurvinna þannig dýrmæt lífræn næringarefni. „Það hefur orðið æ vinsælla að sjá fyrir sér með sjálfsþurftarbúskap síðastliðin ár,“ segir forsvarsmaður samtakanna, „og það er rómantísk hugmynd í augum margra, auk þess að vera umhverfisvæn í sjálfu sér. Hins vegar er það þannig með marga nýja bændur eða dýraunnendur að þeir gera sér ekki grein fyrir vandræðunum sem stafa af ofgnótt mykju fyrr en það er um seinan. Þess vegna ákváðum við að stofna þessi samtök en hjá okkur má nálgast póstlista eða skráningarblöð þar sem kemur fram hvar býli eru sem vilja losna við, selja eða gefa úrganginn, hvort hann sé hrár eða jarðgerður og frá hvers konar dýri mykjan kemur. Fólk getur þá komið til okkar, fyllt út skráningarblöð, komist á póstlista eða litið á lista hjá okkur yfir þá sem óska eftir mykju. Á síðunni hjá okkur eru spurningar sem gott er að fara yfir áður en pantað er. Meðal annars verður að gera sér grein fyrir hversu mikið magn viðkomandi þarfnast, á hvaða árstíma er ætlað að panta, hversu gömul eða ung mykjan sé og þar fram eftir götunum.“ Vefsíðan, svona ef einhver lesenda hyggur á búferlaflutning og búskap í grennd við Seattle, er www.kingcd.org/programs/better- soils/manure-match/ /SP Fullt af skít!?: Samtökin Manure Match hafa ráð undir rifi hverju Hvern vetur eru milljarðar hunangsflugna vaktar af værum svefni, fluttar til Kaliforníu þar sem kraftar þeirra eru virkjaðir við frævun – sem er flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis – undir merkjum möndlumjólkuriðnaðarins. Stór hluti hunangsflugnanna, eða rúm 30%, eiga ekki afturkvæmt frá þessum störfum, og margar eiga þær ekki langt líf fram undan vegna andlegrar og líkamlegrar örmögnunar. Áhrif eiturefna sem notuð eru til að úða á möndlutrén eiga þar stóran hlut að máli og þó að möndlumjólk sé ein vinsælasta jurtamjólk heims er uppskeran í langflestum tilvikum af einræktuðum vel eitruðum trjám Kaliforníu. Fyrirtækin sem standa í þessum iðnaði uppskera hins vegar milljarða hagnað vegna vaxandi hóps neytenda, veganista og annarra sem bera hag umhverfismála fyrir brjósti. Mótsögn þeirra við stefnu flestra viðskiptavina sinna er því alls ekki til fyrirmyndar og ættu þeir frekar að sjá sóma sinn í því að standa fyrir heilbrigðari framleiðsluþáttum og sjálfbærni þar sem vel er hægt að rækta möndlur á annan hátt og skaða hvorki né drepa býflugur. Þetta hefur ekki farið framhjá veganistum víðs vegar um heiminn og á vefsíðunni www. actions. sumofus.org er undirskriftalisti þar sem fyrirtæki er framleiða möndlumjólk eru beðin um að hugsa sinn gang. Þessi tillaga neytenda hefur þó ekki fallið í góðan jarðveg hjá stórfyrirtækjum eins og Blue Diamond, einu helsta merki möndlumjólkur í heiminum, en frá þeim kom nýlega yfirlýsing þess efnis að það muni aldrei koma til að fyrirtækið noti 100 prósent býflugnavænar möndlur. Annað vel þekkt merki, Danone, móðurfyrirtæki Silk og Alpro varanna, hefur látið hafa eftir sér að ekki sé á döfinni hjá þeim að skuldbinda sig slíkum hugmyndum. Mögulega væri þó í kortunum að stefna að býflugnavænni vottun í framtíðinni. Yfirmenn Silk og Alpro hins vegar virðast þó hafa tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að vinna aðeins í sínum málum. F y r i r t æ k i Alpro hefur hafið að flytja inn möndlur frá býflugnavænni búsvæðum Miðjarðarhafsins og forsvarsmenn fyrirtækis Silk hafa unnið að lífvænlegri aðstæðum hunangsflugnanna á sumum flugnabúum Kaliforníu. Þó hafa hvorki móðurfyrirtæki þeirra, Danone, né keppinauturinn, Blue Diamond, sýnt neinn áhuga á að endurbæta birgðakeðjuna eða taka fyrir notkun hvað banvænasta skordýraeiturs sem úðað er á möndlutrén. Með undirskriftalistanum sem má finna á vefsíðu SumOfUs, eins og kom fram hér að ofan, er hægt að vekja áhuga á þessu málefni en einnig er í umræðunni að þrýsta á stjórnvöld bæði í Evrópu og Kanada til þess að vernda heilsu býflugna í stað hagnaðar stórfyrirtækja. /SP Iðnaður möndluræktunar: Er möndlumjólk vegan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.