Bændablaðið - 10.03.2022, Page 38

Bændablaðið - 10.03.2022, Page 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202238 Í starfi búnaðarskólanna fyrstu áratugina var mikið lagt upp úr notkun hesta við bústörfin, einkum þó jarðyrkju. Á fyrstu árum íslensku skólanna, 1880-1890, voru kerrur lítt þekktar, og það sama átti við um hestaverkfæri eins og plóga og herfi. Þegar þau verkfæri bárust til landsins voru aktygi mikilvægur fylgibúnaður – búnaður til þess að miðla dráttarafli hestanna til hins dregna verkfæris. Aktygi, einnig nefnd búningur, gegndu því eiginlega sama hlutverki og aflúttak á nútíma dráttarvél. Aktygin, eins og síðast tíðkuðust, komu að segja má með hinum „nýju“ verkfærum. Fyrir þann tíma voru notaðir reiðingar eða hnakkar við dráttarbúnað fyrir sleða, skrifaði Broddi Jóhannesson í sinni góðu bók, Faxi (1947). Sveinn búfræðingur Sveinsson birti rækilega lýsingu á aktygjum (kerruaktygjum), sem hann taldi vel henta íslenskum hestum, í Leiðarvísi sínum um ný landbúnaðarverkfæri árið 1875. Fyrirmynd þeirra var norsk. Í smiðjunni hans Torfa Bjarna­ sonar í Ólafsdal kynntust skólapiltar smíði aktygja. Hún var hluti af verkfærasmíðinni gagnmerku, sem þar var stunduð. Hundruð aktygja á plóghesta voru smíðuð þar og tugir kerruaktygja, samtals nokkuð á fjórða hundrað. Þau bárust síðan út um land, m.a. með nemendum Ólafsdalsskólans og þannig kynnti Torfi íslenskum bændum aktygi. Þegar Hvanneyrarskóli hóf störf vorið 1889 voru þangað komin tvenn aktygi frá Noregi, hermdu blaðafregnir, en Sveinn búfræðingur og skólastjóri hafði trú á hinni norsku aktygjagerð. Síðar var smíði aktygja einnig kennd við skólann um áratuga skeið. Til dæmis smíðuðu nemendur hvers árs á árunum 1918­ 1936 að meðaltali tólf aktygi; flest voru það kerruaktygi. Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsa felli mun hafa verið í einum síðasta námshópnum á Hvanneyri sem lærði aktygjasmíði, en hann brautskráðist vorið 1946. Guðmundur Jóhannesson frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, þá ráðsmaður á Hvanneyri, kenndi smíðina. Þorsteinn sagði m.a. að allir hefðu þurft að skila sínum aktygjum til prófs síðari námsveturinn: Við fengum járnbogann yfir herða kambinn smíðaðan en skyldum gera tréspaðana sjálfir. Við saumuðum leður og settum aktygin öll saman. Til voru þeir sem fengu hjálp herbergisfélaganna á síðustu stundu til að klára smíðarnar. Prófdómari í öllum námsgreinum var Guðmundur Jónsson á Hvítárbakka. Var sagt að hann dæmdi aktygin eftir því hve vel klafarnir voru stoppaðir. Guðmundur á Hvítárbakka hafði lengi notað vinnuhesta við jarðyrkjustörf og fleiri búverk, og vissi því betur en flestir hvaða kröfur ætti að gera til góðra aktygja. Smíði aktygja reynir, rétt eins og söðlasmíði, á fjölbreytta iðn, eins og fram kom hjá Þorsteini. Klafana þurfti að smíða haganlega úr góðum viði, helst eik, og bólstra þá vandlega; boga, hringi o.fl. úr járni með eldsmíði, og síðan var það fjölbreytt leðurvinnan. Aktygjasmíði var því einkar lærdómsríkt verknámsefni á sínum tíma, rétt eins og smíði rúllugreipar, flokkunargangs fyrir sauðfé eða pressu fyrir rúlluplast er búfræðinema á Hvanneyri í dag – á árinu 2022. Bjarni Guðmundsson SAGA& MENNING Sögubrot um búfræðslu 5: Að smíða aktygi Blesa undir kerruaktygjum. Á fyrri hluta síðustu aldar var hverju búi nauðsynlegt að eiga aktygi, gjarnan nokkur. Saumhestur, ásamt klemmu í sama skyni, úr vinnustofu nemenda á Hvanneyri; til mikils hagræðis við leðursaum og aðra leðurvinnu vegna aktygjasmíði. LESENDARÝNI Björgum Garðyrkjuskólanum Erfitt er að horfa upp á Garð- yrkju skólann fjara út og verða að sveltu barni sem hvorki fær næringu, klæði, umhyggju né ást frá stjórnvöldum. Hvaða afleiðingar hefur þetta svelti haft og hefur enn? Hverjir bera ábyrgð á því ástandi sem orðið er? Hver er stefna stjórnvalda í grænu faggreinastarfi sem hefur unnið sér virðingarsess í þjófélaginu með áratuga farsælu starfi í þágu lands og lýðs? Hvaða skóli í landinu getur státað af jafn jákvæðri ímynd og Garðyrkjuskólinn með farsælu starfi og kynningu, meðal annars á sumardaginn fyrsta í áraraðir með þátttöku fyrirmanna í þjóðfélaginu og tugþúsundum glaðra gesta sem sækja sér von og ræktunargleði með heimsókn sinni í gróðurskálann og ræktarlegt og fallegt umhverfi skólans? Hvaða stofnun, fyrirtæki eða félagsskapur gæti ekki öfundað Garðyrkjuskólann af þeirri jákvæðu ímynd sem hann hefur í samfélaginu vegna þess sem hann hefur gert í gegnum tíðina með menntun fagfólks, margs konar námskeiðum fyrir almenning og einstaka hópa s.s. skógarbændur, margs konar ræktunarnámskeið, meðferð á torfi og grjóti í byggingum, blómaskreytingar, lífræn ræktun, berjaræktun, námskeið um klippingar og skógarhirðu með keðjusögum, ferskviðartálgun og húsgagnagerð úr fersku skógarefni o.fl., o.fl.? Þessi ímynd er margra milljóna króna virði og verður ekki flutt í fjölbrautaskóla, háskóla né nokkurn annan skóla með góðum árangri. Garðyrkjuskólinn verður að starfa sjálfstætt og óhindrað. Garðyrkjuskólinn er einstakur og á stórmerkilega sögu starfs­ greinamenntunar sem hefur teygt sig inn í menningu þjóðarinnar með handverki og hugsun þeirra sem numið hafa við skólann, hvort sem það er skrúðgarðyrkja, blómaskreytingar, blómaframleiðsla, grænmetisrækt eða garðplöntur. Víða má sjá falleg torg, blómabeð, torf og steinahleðslur meðfram tjörnum, stígum, við hús og inni í húsagörðum, í kirkjugörðum og á ýmsum opinberum stöðum. Verkkunnátta af þessum toga er afar sértæk og krefst fagkunnáttu sem hvergi er annars staðar að hafa nema í Garðyrkjuskólanum og fagfélögum sem tengjast honum. Til er orðin ný öflug garðamenning um leið og þeirri gömlu er haldið við. Það er fullkomið jafnvægi og fegurð. Að kenna fólki að gera grænt og fallegt í kringum sig eykur lífsgæði og græna menningu. Það styður við sjálfbærni að kunna að rækta margs konar grænmeti og aðra nytjaræktun, s.s. ber og ávexti, sem um leið eykur atvinnu, sparar gjaldeyri og býr til heimafengnar tekjur. Það er líka sjálfstæði. Annars staðar í heiminum, s.s. á Norðurlöndunum er lögð rík áhersla á þjálfun fólks á sviði garðyrkju og annarra grænna starfa í þágu lands og lýðs. Þetta snýst um menningu og virðingu fyrir grænum gildum, heilsu og heilbrigði náttúru og mannlífs. Hvenær byrjuðu ófarir Garð­ yrkjuskólans? Það var þegar Guðni Ágústsson, þáver andi landbúnaðarráðherra, setti Garð­ yrkjuskólann undir Land búnaðar­ háskólann á Hvanneyri. Hann hefur ekki gert mikið fyrir Garðyrkjuskólann að mínu viti og var kannski ekki hægt að ætlast til þess heldur. Rótgróinn bændaskóli. Það skipti engu máli heldur þó hann væri skráður háskóli. Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi mennta­ og menningarmálaráðherra, nýtti ekki tækifærið til að bjarga Garðyrkjuskólanum á meðan hún hafði aðstöðu til þess, þrátt fyrir ákall atvinnulífsins og garðyrkjugeirans. Starfsmannaflótti og mikill reynslu­ og spekileki hefur átt sér stað að undanförnu frá skólanum vegna leiðinda yfirmanna og stjórnleysis Bændaháskólans. Hvaða bjargir eru í boði nú ef Garðyrkjuskólinn á að halda lífi sínu? Nú reynir á Svandísi Svavarsdóttur, sem ég hér með skora á að beita sér fyrir því að koma í veg fyrir menningarlegt slys og endurreisa GARÐYRKJUSKÓLANN og gera hann að því myndarlega græna tákni þjóðarinnar sem hann áður var og þarf að vera í framtíðinni. Þar þarf sem fyrr að fara fram alhliða menntun fagfólks í grænum störfum garðyrkjunnar þar sem fólk lærir að tengja saman hugsun, hjarta og handverk í vönduðum störfum í þágu þjóðarinnar. Björgum Garðyrkjuskólanum! Ólafur Oddsson fyrrverandi starfsmaður Skógræktarinnar og stundakennari við Garðyrkjuskólann. Garðyrkjuskólinn á Reykjum. Mynd / HKr. Ólafur Oddsson, fyrrverandi starfsmaður Skógræktarinnar og stundakennari við Garðyrkjuskólann.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.