Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202236 Kvenfélagið Baugur í Grímsey: Fengu fyrrum leikskólapláss og útbúa vinnuaðstöðu Konur í Kvenfélaginu Baugi í Grímsey fengu 1,6 milljónir króna við úthlutun í verkefninu Glæðum Grímsey sem staðið hefur yfir undanfarin ár og er hluti af verkefni Brothættra byggða innan Byggðastofnunar. Baugskonur fengu einnig til umráða húsnæði í Félagsheimilinu Múla þar sem áður var starfandi leikskóli og eru nú að taka það í gegn. „Við erum að setja upp vinnuaðstöðu í þessu húsnæði sem ætlað er fyrir fólk sem vill dvelja tímabundið í Grímsey til að vinna þar,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, félagsmaður í kvenfélaginu. Ekkert skólahald hefur verið í eynni frá árinu 2019 og hefur þetta húsnæði staðið autt síðan. Til að byrja með verður útbúin vinnuaðstaða fyrir þrjá og segir Karen Nótt að búið sé að tæma húsnæðið, þrífa og mála og næst taki við að innrétta, kaupa húsgögn og búnað og koma verkefninu formlega af stað. Mikill áhugi Hún segir að Íslendingar hafi verið duglegir að heimsækja Grímsey undanfarin tvö sumur og þá hafi mikið verið spurt hvort til staðar væri einhver vinnuaðstaða fyrir fólk sem vildi draga sig úr skarkala þéttbýlisins og njóta næðis í eynni. „Við fórum að hugsa um þetta í kjölfarið og þegar við höfðum styrkinn í höndunum var okkur ekkert að vanbúnaði að hefjast handa.“ Hún segir að vissulega hafi fólk komið um árin til Grímseyjar og unnin þar, verið á gistiheimilinu t.d., en nú verði í fyrsta sinn hægt að bjóða upp á góða aðstöðu fyrir þá sem vilja vinna frá eynni, um lengri eða skemmri tíma. „Áhuginn er greinilega mikill því von er á fyrstu gestunum síðar í mars en við höfum ekki auglýst neitt, þetta hefur bara spurst út,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar og félagsmaður í Kvenfélaginu Baugi í Grímsey. /MÞÞ Kvenfélagið Baugur hefur fengið til umráða húsnæði í Félagsheimilinu Múla, þar sem áður var leikskóli, og er að innrétta þar vinnuaðstöðu fyrir fólk sem vill dvelja og starfa tímabundið í Grímsey. Mynd / Karen Nótt Halldórsdóttir Karen Nótt Halldórsdóttir segir áhugann mikinn, von er á fyrstu gestum síðar í mars þó ekki sé búið að auglýsa neitt. LÍF&STARF Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Markmið stjórnvalda að ferðamenn eyði 700 milljörðum árið 2030 Nýtt menningar- og viðskipta- ráðuneyti var kynnt í Hörpu 1. febrúar. Á verkefnasviði þess eru ferðamál, auk menningarmála og viðskipta en ráðherra er Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í stefnumótun ráðuneytisins til endurreisnar ferðaþjónustunnar er gert ráð fyrir að ferðamenn muni eyða 700 milljörðum á Íslandi árið 2030. Í kynningu Lilju kom fram að málaflokkar nýs ráðuneytis yrðu burðarásar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins til framtíðar. „Hlutverk ríkisins er að móta umhverfi þar sem sköpunarkrafturinn þrífst, verðmætaskapandi umhverfi fyrir atvinnu- og menningarlíf. Það styrkir samkeppnishæfni okkar, sem ekki aðeins snertir atvinnulífið heldur allt samfélagið í heild sinni,“ sagði hún. Hún kynnti helstu verkefni ráðuneytisins fyrstu 100 dagana, en á þeim tíma er ætlunin að tryggja viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Í kynningunni kom fram að stefnt sé að því að útgjöld ferðamanna aukist úr 145 milljörðum á síðasta ári í 700 milljarða árið 2030. Árið 2019, fyrir Covid-19 farsóttina, námu útgjöld ferðamanna á Íslandi 470 milljörðum. /smh Sæfari við bryggju í Grímsey. Íbúar vilja nú fyrir alla muni að hugað verði að nýrri ferju og þeir fjármunir sem áttu að fara í viðhald á Sæfara gangi frekar upp í nýja og öflugri ferju. Mynd / Anna María Sigvaldadóttir Grímseyingar vilja skoða kaup á nýrri ferju: Sæfari ekki lengur boðlegur til farþegaflutninga Grímseyingum þykir ferjan Sæfari, sem er í siglingum milli lands og eyjar, vart boðlegur lengur til farþegaflutninga. Á fundi hverfis ráðs Grímseyjar á dögunum kom ust menn að þeirri niðurstöðu að farsælla væri að huga að kaupum á nýrri ferju, en til stendur að fara í viðhaldsframkvæmdir á Sæfara innan tíðar. Eyjarskeggjum finnst farsælla að nýta fjármuni sem fara í viðhaldskostnað upp í kaup á nýrri ferju. Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segir að ferjan Sæfari hafi verið í notkun í 15 ár en til stóð þegar hún kom fyrst að hún yrði í notkun í 10 ár. „Sæfari hentar mjög illa til farþegaflutninga og það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem fjöldi farþega eykst í kjölfar aukins ferðamannastraums til Grímseyjar,“ segir Karen Nótt. Undanfarin ár hafa æ fleiri ferða menn, bæði Íslendingar og útlendingar, lagt leið sína til Gríms- eyjar. Útlit er fyrir að áfram verði straumur ferðamanna út í eyju og þurfi ferjan að henta þeim aukna fjölda sem þangað vill fara. Fyrr eða síðar þurfi að huga að stærra og hentugra skipi, bæði fyrir farþega og bíla. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.