Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202250 Nú líður brátt að hefðbundum vorverkum hjá bændum landsins og því upplagt að rifja upp og minna á mikilvægi þess að nota keyrsluspor við hefðbundna vinnu á túnum. Erlendis er rík hefð fyrir þessu vinnulagi og sýnir reynslan, og tilraunaniðurstöður, að séu keyrsluspor notuð þá skili það sér í aukinni uppskeru og þar með betri afkomu. Í dag bjóða flest tæki upp á notkun á GPS kerfi sem gerir alla vinnu við notkun keyrsluspora auðveldari og markvissari, en oftar en ekki þarf að vera með sérstakan leiðréttingarbúnað til þess að geta treyst á GPS kerfið, þ.e. til þess að ekið sé nákvæmlega í sömu sporum. Keyrt um 80-90% túnanna Norskar niðurstöður rannsókna benda til þess að yfir árið, þegar allt er talið, þ.e. skítkeyrsla, slóðadráttur, áburðardreifing og öll vinna í tengslum við heyskap og heimkeyrslu uppskerunnar við bæði fyrsta og annan slátt, þá geti umferðin um túnin náð yfir allt að 80-90% af yfirborði þeirra! Þetta á s.s. við ef ekki er ekið eftir fyrirfram ákveðnum keyrslusporum. Ef bóndinn hins vegar kemur sér upp aksturskerfi sem tekur tillit til vinnslubreiddar, upp á 6-9 metra, þá má draga úr þessu álagi á túnin niður í 25-30% af yfirborði túnanna! Þá sýna norskar tölur að sé unnið með 12 metra vinnslubreiddarkerfi þá er hægt að draga úr álaginu enn frekar og niður í allt að 17% af yfirborði túnanna! Þjöppunin víða vandamál Jarðvegsþjöppun er víða vandamál í landbúnaði í heiminum og eru til ótal rannsóknir sem sýna áhrif þjöppunar á t.d. slakan rótarvöxt plantna. Skýrist það einfaldlega af því að jarðvegurinn verður of harður og erfiður fyrir rótarkerfi plantnanna að vaxa niður (sjá mynd 1) og í gegnum hið samanþjappaða lag. Samanburð má m.a. sjá á mynd 2, sem sýnir öflugt rótarkerfi plöntu sem hefur vaxið á svæði í túni sem ekki er venjulega ekið um. Þessi staðreynd, auk þess sem það er yfirleitt mun hagkvæmara að vinna við fast akstursskipulag, hefur leitt til þess að bændur notast nú orðið í stórauknum mæli við föst keyrsluspor. Auk þess er það mun auðveldara í dag vegna þeirrar tækni sem í boði er nú orðið. Hönnun keyrsluspora Það getur tekið tíma að bæði koma sér upp réttum tækjabúnaði sem er með vinnslubreidd sem passar saman, sem og að „hanna“ keyrslusporin í túnum. Þó er það svo að mjög mörg tæki í dag eru gerð með þetta í huga og vinnslubreidd þeirra gengur mjög oft upp í fastar breiddareiningar. Þá getur vel verið að það borgi sig að fórna fullri mögulegri vinnslubreidd á einu Á FAGLEGUM NÓTUM Sverðburkninn, Nephrolepis exaltata, hefur prýtt íslensk heimili svo lengi sem elstu menn muna. Tegundin er auðveld í umhirðu og allir sem hafa yndi af pottablómaræktun ættu að ná góðum árangri við ræktun þessarar fallegu stofuplöntu. Burknar voru meðal vinsælustu „grænu stofublómanna“ alla síðustu öld enda er fremur auðvelt að halda þeim við ef ræktunarskilyrðum er fylgt. Fáanleg eru nokkur yrki tegundarinnar. Munurinn felst aðallega í mismikilli skiptingu laufanna og stærð plantnanna. „Boston“-afbrigðið er líklega algengast í ræktun en „Marissa“ er þekkt dvergafbrigði. Íslenskir pottaplöntufram- leiðendur eru um þessar mundir vel birgir af sverðburkna í gróðurhúsum sínum. Heimkynni í rökum hitabeltisskógum Nát túru leg he imkynni tegundarinnar eru skógar og deiglendi í Mið- og Suður- Ameríku, í Vestur-Indíum og hefur borist til Afríku. Upp af lágum jarðstöngli sverðburknans vex fjöldi langra bogsveigðra laufblaða sem gefur plöntunni lögun og form sem minnir á framandi gróður regnskóga og hitabeltis. Margskipt laufblöðin eru ljósgræn með fjöldamörgum hrokknum blöðkum, sem aftur geta skipst í enn fínlegri smáblöðkur. Út frá plöntunni vaxa mislangar, grannar greinar sem plantan getur notað til að festa sig við undirlag og aðrar greinar, en sverðburkninn getur bæði vaxið í jarðvegi og sem ásæta á trjám, við mikinn loftraka. Þar sem veðurfar gefur tilefni til getur sverðburkninn dreift sér ótæpilega og er t.d. álitin ágeng framandi tegund í S-Afríku sem ekki er heimilt að gróðursetja utanhúss. Svipmikil planta sem kallar á athygli Laufkrónan er fagurlega sveigð og myndar glæsilegt, nærri hnöttótt form sem sómir sér hvarvetna vel, jafnt á borði og blómastandi, í gluggakistu sem og í hengipotti. Þótt umhirða sverðburkna sé ekki flókin þarf að uppfylla nokkur atriði til að hann haldi góðum þrifum. Loftraki þarf að vera nokkru hærri en algengt er í flestu húsnæði. Til að mæta því þarf að úða hann reglulega með fínum vatnsúða og koma honum ekki fyrir nærri ofni eða öðrum hitagjöfum. Miða mætti við 70% loftraka til að honum líði vel, en það er nokkru hærri loftraki en algengur er í íbúðarhúsnæði. Hár loftraki, miðlungs hita- og birtuþörf Sverðburkni þolir vel venjulegan stofuhita en hann getur einnig þrifist við hita allt niður í 10 °C um tíma án þess að hljóta skaða af. Ef hitastigið er í hærra lagi þarf sérstaklega að huga að því að úða plöntuna með vatni til að halda nægilega háum loftraka, annars er hætt við að laufskemmdir verði. Birtukröfurnar eru hóflegar eins og títt er um burkna. Því má velja sverðburknanum stað þar sem nokkurs skugga gætir. Á of dimmum stað dregur þó töluvert úr vexti. Vöxturinn getur verið hraður frá vori og fram eftir sumri. Búast má við að plantan tvöfaldi umfang sitt árlega fyrstu tvö til þrjú árin en eftir það verður vöxturinn hægari. Fjölgun, vökvun, næring og umpottun Auðvelt er að fjölga plöntunum um leið og umpottun er framkvæmd. Hliðargreinar með smárótum eru þá teknar af og komið fyrir í litlum pottum og þeim haldið vel rökum fyrstu vikurnar. Umpottun á útmánuðum er ætíð til bóta til að tryggja góð þrif. Veljið rakaheldna pottamold sem gjarnan má innihalda dálítið af safnhaugamold. Kannski getur þurft að minnka hana með skiptingu ef hún reynist of umfangsmikil. Huga þarf vel að vökvun og gæta þess að pottamoldin þorni aldrei um of. Á mesta vaxtartímanum er sverðburkninn vökvaður tvisvar til þrisvar í viku með daufri áburðarblöndu í annað hvert skipti. Til dæmis má miða við að nota algengan inniblómaáburð, einn tappa af áburði í 2 lítra af vatni frá mars til ágústloka. Á veturna er haldið áfram að vökva þannig að moldin í pottinum þorni aldrei alveg, en áburðargjöf er óþörf í skammdeginu. Plantan getur orðið áratuga gömul ef þessum einföldu ráðum er fylgt. Lítið er um skaða af völdum meindýra í sverðburkna. Ingólfur Guðnason. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Klassík í stofunni Náttúruleg heimkynni sverðburkna eru skógar og deiglendi í Mið- og Suður- Ameríku og í Vestur-Indíum. Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Fram undan er jarðvinna og önnur vorverk hjá bændum og rétt að minna á mikilvægi þess að nota keyrsluspor við hefðbundna vinnu á túnum. Mynd / BBL Í sömu sporum ár eftir ár? Skýringarmynd 1. Hér sést hvernig jarðvegur verður samanþjappaður þar sem oft er ekið um. Mynd / Julie Wiik Skýringarmynd 2. Rótarkerfi plantna þarf lausan jarðveg til þess að geta vaxið almennilega. Mynd / Julie Wiik Gróhirslur Sverðburkna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.