Bændablaðið - 10.03.2022, Side 27

Bændablaðið - 10.03.2022, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 27 Aflvélar ehf. sérhæfir sig í sölu á tækjabúnaði fyrir sveitarfélög, verktaka, bændur, flugvelli og vegagerð. Guðlaugur Eggertsson sölumaður kynnti fulltrúum á Búgreinaþingi hvað fyrirtækið hefði upp á að bjóða. Aflvélar bjóða m.a. upp á hinar vinsælu Valtra dráttarvélar og ýmis heyvinnutæki og annan búnað fyrir verktaka og bændur frá Pronar og fleiri fyrirtækjum. Guðlaugur sagði að ástandið úti í heimi af völdum Covid- 19, stórhækkanir á orkuverði og nú síðast stríðið í Úkraínu væri að hafa margvísleg áhrif á framleiðendur vegna samdráttar í íhlutaframleiðslu. Samt hafi gengið ágætlega hjá þeim í Aflvélum að útvega tæki, enda hafi þeir pantað tímanlega. „Þetta er mismunandi eftir framleiðendum, sumir eru með mjög langa biðlista,“ segir Guðlaugur. Búvélar á Selfossi með Massey Ferguson umboðið Aflvélar ehf. í Garðabæ keyptu í byrjun apríl 2020 þrotabú Jötunn véla ehf. á Selfossi sem var m.a. með umboð fyrir Massey Ferguson dráttarvélar og tæki. Er það umboð nú undir nafninu Búvélar. Búvélar á Selfossi er sérhæft sölu- og þjónustufyrirtæki á ýmsum búnaði. Ívar Freyr Hafsteinsson var mættur á Búgreinaþing til að sýna bændum hvað fyrirtækið gæti boðið þeim upp á. Ívar sagði vélasölu ganga ágætlega miðað við árstíma, en vissulega fyndu þeir fyrir því að stórhækkun áburðarverðs tæki í reksturinn hjá bændum. Þeir væru því eðlilega meira hikandi en áður í að fjárfesta í vélbúnaði. Búvélar ehf. tóku við umboði fyrir Massey Ferguson á Íslandi í sumarbyrjun 2020. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu við Massey Ferguson dráttarvélar og hefur auk þess hafið innflutning á öðrum tækjum frá Massey Ferguson, s.s. heyvinnutækjum o.fl. enda mikið úrval af gæðatækjum í boði frá þessum heimsþekkta framleiðanda. /HKr FAGRÁÐSTEFNA SKÓGRÆKTAR 2022: Fagráðstefna skógræktar er í samvinnu Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands Skógrækt 2030 – Ábyrg græn framtíð HÓTEL GEYSI HAUKADAL 29.-30. MARS DAGSKRÁ SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR • Skógræktarstefna til 2030 • Kolefnisbinding, ný markmið, tækifæri og vottun • Viðarafurðir • Fjölbreytt dagskrá með erindum og veggspjöldum um skógrækt, skógarnytjar, nýjustu rannsóknir og margt ‘eira 29. mars 30. mars skogur.is/fagradstefna2022 C M Y CM MY CY CMY K Fagráðstefna skógræktar 2022 - auglýsing bbl.pdf 1 2.3.2022 15:17:09 Aflvélar og Búvélar: Bjóða upp á hinar þekktu dráttarvélar frá Valtra og Massey Ferguson Guðlaugur Eggertsson, sölumaður hjá Aflvélum og Ívar Freyr Hafsteinsson hjá Búvélum á Selfossi. BÚGREINAÞING 2022 Næsta blað kemur út 24. mars

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.