Bændablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 16

Bændablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202216 Úrval vorlauka er gott þessa dagana og verðið niðursett. Fyrir okkur sem erum nýjunga ­ gjörn er upplagt að prófa lauka eins og Ixia, Barbiana stricta, Tigridia pavonia eða Sparaxis. Ixia - kornlilja Heitið kornlilja á Ixia laukum er í samræmi við enska heitið cornlily. Nóg er að setja laukana niður um 8 til 13 sentímetra og hæfilegt bil á milli þeirra er um 8 sentímetrar. Blöðin eru lensulaga en blómin líkjast stjörnu og eru til í mörgum litum. Kornliljur kjósa frjósaman og vel framræstan og samblandaðan jarðveg. Laukarnir eru upprunnir í Suður-Afríku og skammlífir fjölæringar sem ekki þola frost og því einærir utandyra hér á landi. Ættkvíslarheitið Ixia er upprunnið úr forngrísku og nafn á fugli. Barbiana stricta – bavíanablóm Einkímblöðungur sem kallast baboom flower eða blue freesia á ensku og gæti því allt eins heitið bavíanablóm eða blá fresía. Tegundin er upprunnin á suðurhluta Suður-Afríku og nær 10 til 13 sentímetra hæð í heimkynnum sínum. Blöðin lensulaga, 4 til 12 sentímetrar að lengd, hærð og með áberandi blaðæðum. Laukar bavíanablóma þola ekki að frjósa og settir niður á vorin og forræktaðir innandyra. Til er fjöldi yrkja og ræktunarafbrigða sem flest bera blá, bláleit eða bleik blóm sem eru um sex sentímetrar að þvermáli og yfirleitt sex eða fleiri á hverjum blómstöngli. Blómin, sem standa í þrjár til fjórar vikur, gefa af sér daufan sítruskeim. Ættkvíslarheitið Barbiana er upprunnið úr hollensku, baviaantje, sem þýðir litli bavíani, og vísar til þess að bavíanar grafa upp laukana og borða þá. Tegundarheitið stricta þýðir að plantan sé upprétt. Sparaxis – riflilja Riflilja, eins og ættkvíslin Sparaxis kallast á íslensku, eru einkímblaða og fjölærar laukjurtir en einærar utandyra hér á landi þar sem þær þola ekki að frjósa. Í heimkynnum sínum vex plantan í leirkenndum jarð- vegi en sem sumarblóm hér á landi dafnar hún ágætlega í hefðbundinni pottamold. Allar tegundir innan ætt- kvísl arinnar eru upprunnar í Suður-Afríku og vaxa þar villtar. Blöðin lensulaga, blóm stöngull 15 til 60 cm hár eftir tegundum, ber eitt blóm með sex krónublöðum sem eru kremhvít yfir í hvít að lit. Latínuheitið Sparaxis er komið úr grísku, sparasso, sem þýðir að rífa og vísar til blómlögunarinnar. Tigrida pavonia - tígrisblóm Hitakærar laukplöntur sem þola ekki frost og þurfa sólríkan vaxtarstað og vel framræsta jörð. Tegundin er upprunnin í Mið-Ameríku og finnst villt í Mexíkó, Ekvador og Perú. Laufið lensulaga. Hver laukur ber einn blómstöngul sem nær 45 til 60 sentímetra hæð og blómin, sem eru nokkur á hverjum stilk, eru með þremur krónublöðum og geta orðið 7 til 13 sentímetrar að þvermáli. Til í mörgum litum. Laukarnir ætir og voru hafðir til matar af frumbyggjum í Mexíkó og þykja bestir léttsteiktir eða grillaðir. /VH STEKKUR Ískóð er merkilegur fiskur. Þetta er hánorræn þorskfiskategund sem hefur aðlagast sjávarkulda og er með frostvörn í blóðinu. Stöku fiskar slæðast til Íslands, að öllum líkindum frá Austur­Grænlandi, en mjög hefur dregið úr því hin seinni ár. Ískóð, öðru nafni pólþorskur, er smávaxin þorskfiskategund sem útbreidd er umhverfis Norðurheimskautið. Það er jafnframt sú fisktegund sem hefur veiðst hvað nyrst í Norður-Íshafinu og sennilega algengasta fisktegundin þar. Ískóð er ein af örfáum hánorrænum (e. high arctic) fisktegundum sem finnast við Ísland. Hánorrænar tegundir halda sig aðallega á nyrstu svæðum jarðar, t.d. í Íshafinu og þar rétt fyrir sunnan. Lengi vel var þekking á líffræði og útbreiðslu ískóðs við Ísland mjög takmörkuð. Ólafur S. Ástþórsson, fiskifræðingur og fyrrum aðstoðarforstjóri Haf- rannsóknastofnunar, hefur rannsakað ískóð við Ísland og ritað um það meðal annars ítarlega grein í Náttúrufræðinginn. Byggði hann rannsóknir sínar á gögnum um ískóð sem fengust annars vegar í stofnmælingum botnfiska í árlegu vorralli Hafrannsóknastofnunar á árunum 1985 til 2013 og hins vegar í seiðaleiðöngrum sem farnir voru á árunum 1974 til 2003. Hér verður byggt á grein Ólafs í Náttúrufræðingnum svo og umfjöllun um málið í Fiskifréttum þegar Ólafur kynnti niðurstöður sínar. Hrygnir um hávetur Ískóð er talsvert útbreitt á norðurhveli jarðar. Sunnan Ís- hafsins Atlantshafsmegin nær meginútbreiðslusvæði ískóðs suður til Noregs, inn í Hvítahaf og í Barentshaf, umhverfis Svalbarða, að norðurströnd Íslands og fyrir suðurodda Grænlands. Lífshættir eru best rannsakaðir í Barentshafi. Ískóð verður að hámarki um 45 sentímetrar á lengd. Það lifir innan um ís og ískrapa. Hámarksaldur er 6 til 7 ár. Ískóðið lifir á svifi og er talið afar mikilvæg fæða fyrir spendýr og sjófugla í vistkerfi norðurslóða. Ískóð hrygnir við ísröndina um hávetur, í nóvember til mars. Tvö meginhrygningarsvæði eru þekkt þar norður frá, þ.e. við Svalbarða og suður af Novaja Zemlya í rússnesku lögsögunni. Með frostvörn í blóðinu Ískóðið hefur magnaða eiginleika til að lifa af við erfið skilyrði. Það er með frostvarnarprótín (AFP) í blóðinu. Þetta prótín er ríkt í blóði ýmissa fiska sem lifa í Norður- og Suður-Íshafi. Prótínið binst við ískristalla sem kunna að myndast í blóði og kemur í veg fyrir að þeir vaxi enn frekar. Ískóð er harðgert og getur þolað sjávarkulda allt niður að frostmarki sjávar (–1,8°C). Þetta fyrirbæri var uppgötvað árið 1960 og hafa frostvarnarprótín verið nýtt í læknavísindum til að varðveita líffæri undir frostmarki. Samfara virkni frostvarnar- prótínsins fara í gang ýmsir ferlar innan fruma ískóðsins til þess að tryggja vökvajafnvægi sem hjálpar því til að lifa af. Mest veitt um 350 þúsund tonn Veiðar á ískóði í Barentshafi voru töluverðar um og eftir 1970. Veiðarnar fóru hæst í 350 þúsund tonn á ári en duttu síðan snögglega niður um miðjan áttunda áratuginn. Eftir það hafa veiðarnar verið um 20 til 30 þúsund tonn á ári. Norðmenn veiddu ískóðið þegar aflinn var sem mestur en Rússar eru núna eina þjóðin sem stundar þessar veiðar. Stofn ískóðs í Barentshafi náði hámarki fyrir 15 til 20 árum og fór mest í tæplega 2,5 milljónir tonna. Stofninn hefur verið í lægð síðustu ár og útbreiðslan hliðrast til austurs og norðurs. Vísindamenn velta því fyrir sér hvort það tengist ekki veðurfarsbreytingum, þ.e. hlýnun sjávar og minni hafís í Barentshafi. Aðallega norðvestur af Íslandi Suðurmörk fyrir útbreiðslu ískóðs eru norður af Íslandi. Útbreiðslan er aðallega á landgrunninu norðvestur af landinu. Í vorrallinu veiðast ískóð á togstöðvum frá svæðinu norður af Vestfjörðum, norður fyrir landið og þegar mikið fæst af því teygir það sig suður að miðjum Austfjörðum. Mjög er misjafnt eftir árum hvað fæst af ískóði. Sum ár slæðist það í veiðarfærin í rallinu á mörgum togstöðvum á öllu útbreiðslusvæðinu en í rýrum árum veiðist það aðeins á örfáum stöðvum. Þegar best lætur hafa fengist 250 stykki af ískóði í vorralli en fjöldinn fer niður í 10 stykki í rýrum árum. Á síðustu árum hefur dregið mjög úr því að ískóð finnist hér. Samtals fengust 2.376 ískóð í stofnmælingarleiðöngrum í 823 (5%) af þeim 16.339 togum sem tekin voru með botnvörpu á 29 ára rannsóknartímabili. Mest í köldum sjó Veiðistaðir ískóðs við Ísland voru kannaðir með hliðsjón af hitastigi sjávar og dýpi. Eins og við er að búast veiðist það í mjög köldum sjó og mest í kringum 200 til 350 metra dýpi. Fleiri þættir en hiti og dýpi geta ráðið því hversu mikið af ískóði berst hingað. Hugsanlega skiptir sjógerð máli sem og fleiri eiginleikar í umhverfinu, svo sem fæða og afrán, sem gætu átt þátt í því að þjappa fiskinum saman eða hafa áhrif á hann. Ískóð í rallinu eru um 15 sentímetrar að meðallengd og aldursbilið 2 til 6 ár. Flestir fiskanna eru þó á aldrinum 3 til 4 ára. Lengsta ískóðið sem veiðst hefur á Íslandmiðum sem vitað er um var 33 sentímetrar og fékkst vestan Kolbeinseyjar í mars 1995, samkvæmt bókinni Íslenskir fiskar. Flest seiði við Austur-Grænland Í seiðaleiðöngrum á sínum tíma var bæði farið um íslensku lögsöguna og inn á landgrunnið við Austur- Grænland. Ískóð fékkst í þessum leiðöngrum í takmörkuðum mæli og sum árin fengust engin ískóð. Mestur fjöldinn var við Austur-Grænland en þá fengust 55 ískóð í holi. Í aðeins örfá skipti fengust ískóðaseiði á landgrunninu norður af Íslandi. Hugsanlega að hverfa úr fánunni Helstu niðurstöður í rannsóknum Ólafs eru þær að ískóð á Íslands- miðum er aðallega bundið við norðvesturhluta landgrunnsins. Ungviði ískóðs finnast nær eingöngu á austurgrænlenska landgrunninu. Auk tiltækra upplýsinga frá nálægum hafsvæðum bendir útbreiðslan til þess að ískóð við Ísland sé upprunnið í hrygningarstöðvum við Austur- Grænland. Útbreiðsla og fjöldi ískóða við Ísland hefur minnkað samfara hlýnun sjávar og haldi þessi þróun áfram og hafísinn hopi muni ískóðið hugsanlega hverfa úr fánunni við Ísland. NYTJAR HAFSINS Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Vorlaukar fyrir nýjungagjarna Ískóð er heimskautafiskur sem slæðist stundum til Íslands: Fiskur með frostlög í blóðinu Ískóð í krapasjó í Norður-Íshafi. Meginútbreiðslusvæði ískóðs. Skýringmynd sem birt var í Fiskifréttum þegar fjallað var um rannsóknir á ískóði við Ísland á sínum tíma. 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% 50,0% Bændablaðið Fréttablaðið Morgunblaðið Stundin DV Viðskiptablaðið Mannlíf 20 15 4 5, 0% 20 16 4 3, 8% 20 17 4 3, 1% 20 18 4 5, 6% 20 19 4 1, 9% 20 14 3 3, 9% 20 16 28 ,6 % 20 17 27 ,3 % 20 18 2 4, 6% 20 19 2 1, 9% 20 14 2 7, 8% 20 15 2 6, 0% 20 16 2 5, 3% 20 17 2 2, 1% 20 18 2 2, 1% 20 19 1 9, 7% 20 19 5 ,8 % 20 15 7 ,0 % 20 16 1 0, 8% 20 17 1 1, 2% 20 18 1 0, 8% 20 19 9 ,1 % 20 14 5 ,7 % 20 15 1 0, 0% 20 16 7 ,3 % 20 17 8 ,0 % 20 18 5 ,1 % 20 19 5 ,2 % 20 19 2 ,2 % Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni Þróun lestrar á fjórða ársfjórðungi síðastliðin átta ár, 2014 -2021, samkvæmt prentmiðlamælingum Gallup Súlurnar sýna þau ár frá 2014 sem viðkomandi miðlar hafa tekið þátt í könnunum Gallup Meðallestur í aldurshópi 12 - 80 ára 20 20 3 6, 2% 20 21 4 2, 1% 20 20 1 9, 7% 20 21 1 6, 1% 20 21 1 4, 5% 20 21 6 ,8 % 20 14 11 ,3 % 20 20 2 ,8 % 20 21 3 ,4 % 20 14 4 3, 3% 20 15 3 1, 0% 20 18 9 ,1 % 20 14 1 7, 0% 20 17 9 ,4 % Kemur næst út 28. apríl Gleðilega páska!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.