Bændablaðið - 07.04.2022, Page 42

Bændablaðið - 07.04.2022, Page 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202242 LÍFRÆNN LANDBÚNAÐUR Skýrsla Íslandsdeildar Evrópuhóps IFOAM: Markmið ESB að fyrir 2030 verði 25% landbúnaðarlands lífrænt vottað Í nýlegri skýrslu dr. Ólafs R. Dýrmundssonar, vegna starfa í Evrópuhópi lífrænna land­ bún aðar hreyfinga árin 2020 og 2021, er að finna áhugaverðar upplýsingar um starf hópsins og það sem efst er á baugi í starfi hans. Þar segir meðal annars að á meðal markmiða ESB sé að fyrir 2030 verði að minnsta kosti 25% landbúnaðarlands í aðildarríkjunum vottað lífrænt og stórlega verði dregið úr notkun eiturefna og tilbúins áburðar. Í skýrslunni segir að frá og með 1. janúar 2020 hafi heiti Evrópuhópsins breyst úr IFOAM EU Group í IFOAM Organics Europe og að vegna Covid-19 hafi samskiptin við starfsfólk og stjórn hópsins undanfarin tvö ár farið að mestu fram með tölvupósti og fjarfundum. Mál til umræðu og skoðunar Ólafur bendir í skýrslunni á dæmi um mál sem hafa verið til umræðu og skoðunar innan hópsins. Þar á meðal má nefna nýja tækni til að greina erfðabreytt efni, áskorun til ESB að virða niðurstöður Evrópudómstólsins frá 2018 um eftirlit með seinni tíma tækni til erfðabreytinga á plöntum. Einnig hefur verið greint frá rannsóknum á beit sauðfjár á beitilyngi til varnar gegn sníkjudýrum í meltingarfærum sauðfjár en rannsóknir hafa sýnt að lífvirk efni í sumum plöntum, svo sem tannin, virka sem eins konar náttúruleg ormalyf. Mikið er af þessu efni í beitilyngi og getur því beit á það stuðlað að bættu heilsufari í sauðfé og jafnvel öðru búfé í lífrænum búskap. Víða er beitilyng í úthaga hér á landi og samstarf um þessar rannsóknir nefnist RELACS og styrkir ESB það undir hatti HORIZON 2020 nýsköpunaráætlunarinnar. 25% ræktunarlands verði vottað lífrænt Landbúnaðarstefna ESB, sem var staðfest 23. nóvember 2021, felur í sér markviss stefnumið um eflingu lífrænna búskaparhátta. Á meðal markmiða ESB er að fyrir 2030 verði a.m.k. 25% landbúnaðarlands í aðildarríkjunum vottað lífrænt og stórlega verði dregið úr notkun eiturefna og tilbúins áburðar. Litið verði á eflingu lífræns landbúnaðar sem eina þeirra lausna sem séu vænlegar til að takast á við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagskreppu en stuðla þó um leið að fæðuöryggi. Skulu aðildarríkin koma á fót aðgerðaáætlunum til að framfylgja þessari stefnu. Það hafa þau flest gert en orðum þurfa að fylgja efndir og eru dæmi þess, t.d. í Hollandi, að nú séu engin ljós markmið og ekki gert ráð fyrir áframhaldandi stuðningi til aðlögunar og viðhalds lífrænum búskap. Aftur á móti standa t.d. Svíþjóð og Danmörk sig mjög vel. Hnignun líffræðilegrar fjölbreytni Lífræna hreyfingin, og þar með Evrópuhópurinn, hefur um langt árabil vakið athygli á jákvæðu framlagi lífrænna búskaparhátta til þess að stöðva hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og eyðingu erfðaefnis sem m.a. tengist efna- og lyfjavæddum landbúnaði. Forræktaðar fræplöntur Nær undantekningarlaust mun nýja ESB-reglugerðin, sem tók gildi 1. janúar 2022, herða ákvæði um viðurkennda og vottaða lífræna framleiðsluhætti. Þó er þar að finna hugsanlega tilslökun sem Evrópuhópurinn telur óþarfa en hún varðar ungar fræplöntur, forræktaðar í gróðurhúsum. Nú er staðan þannig að aðeins gróðrarstöðvar með lífræna vottun geta fengið undanþágu til að framleiða slíkar forræktaðar plöntur af fræi sem ekki hefur lífræna vottun. Mælt er gegn því að ungar, forræktaðar fræplöntur, ræktaðar með öðrum hætti (non-organic), verði notaðar í lífrænni framleiðslu. Vinnuhópur um velferð búfjár Nýlega stofnaði Evrópuhópurinn sérstakan nýjan vinnuhóp til að fjalla um velferð búfjár. Á hann að huga sérstaklega að reglum ESB um velferðarmerkingar á búfjárafurðum og bera saman við þær kröfur sem lífræn vottun gerir um þessi efni. Þar með verður forgangsröðun mælikvarða skoðuð og mismunandi reglur bornar saman. Mengun af völdum plöntuvarnarefna sem berast yfir á lífrænt vottað akurlendi Hér er um að ræða verulegt vandamál, einkum í þéttbýlli löndum, sem bæði Evrópuhópurinn og Bændahópurinn láta sig mjög varða. Sum þessara eiturefna eru að berast með vindi við úðun yfir á lífrænt ræktað akurlendi, t.d. illgresiseyðir, en slík mengun getur leitt til þess að viðkomandi bóndi missi lífrænu vottunina. Reglur um notkun búfjáráburðar fyrir lífræna ræktun Ólafur segir í skýrslunni að að sínu mati sé þetta mikilvægasti þátturinn í aðlögun að lífrænum búskaparháttum, ekki síst vegna þess hve belgjurtarækt er miklum annmörkum háð hér á landi. Hann segist hafa orðið þess áskynja að túlkun vottunarstofa á grunnreglum ESB, einkum um notkun á búfjáráburði og öðrum lífrænum áburðarefnum, hafi verið og sé enn nokkuð mismunandi. „Það er að sjálfsögðu óviðunandi að mismunandi reglur um þessi efni gildi í hinum ýmsu Evrópu- löndum því að þær geta skekkt samkeppnisstöðuna, nokkuð sem stangast á við veigamikinn þátt í löggjöf ESB.“ Reglur um notkun lífræns úrgangs fyrir lífræna ræktun Að sögn Ólafs er hér um veigamikið mál að ræða og vekur athygli á eftirtöldum meginákvæðum. • Nota má hráefni sem fengin eru úr flokkuðum heimilisúrgangi eftir að þau hafa farið í gegnum jarðgerð í safnhaugi eða loftfirrta gerjun við lífgasframleiðslu. • Aðeins er heimilt að nota lífrænan heimilisúrgang sem inniheldur afurðir plantna og dýra. • Aðeins er heimilt að nota úrgang sem hefur farið í gegnum afmarkað söfnunarkerfi undir eftirliti samkvæmt viðurkenndum reglum í viðkomandi landi. • Leyfilegur hámarksstyrkur eftirtalinna efna skal vera mældur í mg./kg. þurrefnis: kadmíum 0.7, kopar 70, nikkel 25, blý 45, zink 200, kvikasilfur 0.4, króm (samtals) 70 og króm (VI), ekki greinanlegt. Á þessu sést að notkun lífræns heimilisúrgangs er heimil innan ákveðins ramma, eftir viðeigandi meðferð og efnagreiningu tekinna sýna, sem vottunarstofa þarf að fá frá viðkomandi búi. Þetta gæti vissulega skipt máli fyrir framgang lífrænnar ræktunar hér á landi. Nánari upplýsingar fást hjá Ólafi, oldyrm@gmail.com. /VH Greint er frá rannsóknum á beit sauðfjár á beitilyngi til varnar gegn sníkjudýrum í meltingarfærum þess. Á meðal markmiða ESB er að fyrir 2030 verði a.m.k. 25% landbúnaðarlands í aðildarríkjunum vottað lífrænt og stórlega verði dregið úr notkun eiturefna og tilbúins áburðar. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Nær undantekningarlaust mun nýja ESB-reglugerðin, sem tók gildi 1. janúar 2022, herða ákvæði um viðurkennda og vottaða lífræna framleiðsluhætti. Lífræna hreyfingin, og þar með Evrópuhópurinn, hefur um langt árabil vakið athygli á jákvæðu framlagi lífrænna búskaparhátta til þess að stöðva hnignun líf- fræðilegrar fjölbreytni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.