Bændablaðið - 07.04.2022, Page 46

Bændablaðið - 07.04.2022, Page 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202246 Garðrækt hófst ekki á Íslandi fyrr en um miðja 18. öldina. Ein elsta frásögn af ræktun er varðveitt í ljóðinu Lysthúskvæði eftir Eggert Ólafsson (1726–1768) frá um 1764. Eggert orti þá langan bálk, sem enn er sunginn, og lýsir tilraun séra Björns í Sauðlauksdal (1724 –1794) að gera sér garð. Ekki síður er sungið um ánægju þeirra mága að njóta síðkvelda í lysthúsinu sem þeir byggðu í miðjum kartöflugarðinum við fuglasöng og blómaangan. Í einu erindi Lysthúskvæðisins segir: Laufa byggja skyldi skála, skemmtiliga sniðka og mála, í lystigarði ljúfra kála, lítil skríkja var þar hjá, – fagurt galaði fuglinn sá – týrar þá við timbri rjála á tólasmíða fundi. – Listamaðurinn lengi þar við undi. Garðar Gamlir íslenskir garðar segja mikla og mikilvæga menningar- og ræktunarsögu. Þeir skipta máli í byggðarlagi sínu, fyrir alla landsmenn og sumir á heimsvísu. Þeir gegna merkilegu hlutverki í samfélaginu sem dvalarstaðir, gróðurvinjar og ferðamannastaðir. Garðar hafa sérstöðu sem menningarminjar, þeir eru annars vegar manngerður staður og hins vegar ræktuð náttúra. Sem lífríki skilja þeir sig skýrt frá öðrum menningarminjum vegna þess að þeir eru í stöðugri þróun og vexti, stjórnað að miklu leyti af náttúruöflunum. Garður á sér sömu orðmynd í skyldum indóevrópskum tungu- málum. Orðstofninn er sá sami í norrænu tungumálunum, á færeysku; garður, á nýnorsku; gar, á sænsku og dönsku; gård. Garður, hinn umlukti garður, er á latínu; hortus, á ensku; garden, yard, á ítölsku; giardino, frönsku; jardin, þýsku; garten. Have/hage da/no er af sama stofni og íslenska orðið hagi. Orðið Paradís, nafnið á aldingarðinum Eden, er komið úr fornpersnesku, „pairidaëza“ og merkir umgirtur garður. Síðasti liður orðsins, „daëza“, er skylt íslenska orðinu „deig“ á íslensku og merkir vísast upphaflega „leirlímdur garðveggur“. Garðurinn, sem dvalar- og athafnasvæði, á margt sameiginlegt á heimsvísu þótt á ólíkum stöðum sé, hvort heldur hann er í Japan, Ítalíu, Danmörku eða Íslandi. Mismunurinn felst í ytri aðstæðum, veðurfari, landslagi og þjóðfélagsgerð. Garðurinn, eða hið manngerða ytra umhverfi, verður myndbirting þess lífsstíls eða draums sem einstaklingur, samfélag eða jafnvel þjóð hefur. Upprunalegt hlutverk garðsins sem ræktunareits hefur breyst með tímanum. Einkagarður verður almenningsgarður. Kirkjugarður fyllist og hefur þá sögulegt gildi auk gildis síns sem almenningsgarður. Eignarhald og rekstrarform garða breytist og um leið og skipulagi er breytt getur hlutverk garðsins orðið annað. Hvorki byggingarlist né garð- gerðalist á Íslandi skartar glæsilegum verkum ámóta þeim sem sjá má í nágrannalöndunum. Hér skortir þó ekki einstaka perlur, sem oftar en ekki taka ljóma sinn af hinum sérstæðu og erfiðu aðstæðum sem við hér á landi búum við. Því er afar mikilvægt að veita íslenskri garðsögu og garðminjum athygli og virðingu Sumarkvöld í garði Guðbjargar húsfreyju í Múlakoti. Á fyrri hluta 20. aldar var Múlakot og garðurinn vinsæll viðkomustaður ferðamanna Íslenskir garðar skipta máli – Garðar, lifandi minjar – hluti af menningarsögu okkar 1. Skriða í Hörgárdal Garðurinn að Skriðu í Hörgárdal telst vera elsti núverandi trjágarður við heimili á Íslandi. Þorlákur Hallgrímsson og synir hans, Björn og Jón Kjærnested, gróðursettu í hann um 1825 ilmreyni, sem enn er í garðinum og er talinn eitt elsta gróðursetta tré á Íslandi. 2. Hólavallagarður í Reykjavík Hólavallagarður endurspeglar á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða. Byrjað var að grafa í garðinum 1838 og var skipulag Víkurgarðs þá haft að fyrirmynd. Síðar breyttist skipulag grafa og götur mynduðust milli grafaraða. Önnur meginrök fyrir því að friðlýsa garðinn eru þau að í honum hefur varðveist eitt merkasta og heillegasta safn af minningarmörkum á Íslandi. 3. Alþingisgarðurinn 1893-95 Alþingisgarðurinn er elsti og best varðveitti almennings- garður við opinbera byggingu á Íslandi. Hann markar tímamót í íslenskri garðsögu þar sem hann er fyrsti garðurinn sem var hannaður áður en framkvæmdir við hann hófust. 4. Skrúður á Núpi í Dýrafirði 1909 Skrúður er einstakt framtak og hugarsmíð séra Sigtryggs Guðlaugssonar sem síðar naut dyggrar aðstoðar konu sinnar, Hjaltalínu M. Guðjónsdóttur. Skrúður á sér merkilega sögu, m.a. sem fyrsti kennslugarðurinn löngu áður en slíkar hugmyndir höfðu skotið rótum. Árið 2013 hlaut Skrúður virt alþjóðleg verðlaun, International Carlo Scarpa Prize for Gardens, sem ítölsk stofnun, Fondazione Benetton Studi Ricerche, veitir á hverju ári. Tillögur að 10 friðlýsingum gamalla garða Inngangurinn í Skrúð og hlutateikning séra Sigtryggs Guðlaugssonar, föður garðsins. Mynd / EESæm Húsið að Suðurgötu 12 byggt 1899 var fyrsta stóra „villan“ sem byggð var í Reykjavík. Garðurinn var í sama stíl, myndrænn og skrautlegur. Mynd / M.ÓLafsson Í Sauðlauksdal 2021 – minnisvarði um starf séra Björns í Akurgörðum sem sést greinilega marka fyrir. Mynd / EESæm SAGA&MENNING Mynd / EESæm Mynd / EESæm Mynd / Guðmundur Ingólfsson Mynd /Luigi Latini

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.