Bændablaðið - 07.04.2022, Page 61

Bændablaðið - 07.04.2022, Page 61
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 2022 61 páskadagur, en þá kom í ljós að lík Jesú fannst ekki í gröfinni og trúðu nærstaddir því að líklegast hefði hann risið upp frá dauðum. Fjörutíu dögum síðar var enn fremur talið að nú hlyti Jesús að hafa stigið upp til himna og var sá dagur nefndur uppstigningardagur. Er sá dagur tíu dögum fyrir aðra kristna hátíð, hvítasunnuna, sem er talin marka þann dag er heilagur andi kom yfir lærisveina og aðra fylgjendur Jesú, er átti að verða þeim og öðrum haldreipi í lífinu. Hafði Jesús séð þetta fyrir er hann var meðal lifenda og hvatti eftirlifendur sína til dáða er kom að því að segja sögu hans og rækta þá trú er hann hafði boðað. Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu kallast svo trínitatis, eða þrenningarhátíð, hátíðis- dagur til heiðurs heilagri þrenningu – birtingu Guðs sem skapara, Jesú og heilags anda, fyrirskipaður af Jóhannesi páfa 22. á 14. öld. Páskahérar í hreiðurgerð En aftur að sætindum. Nú myndu margir telja að súkkulaðieggin sem við Íslendingar þekkjum svo vel og njótum komi upphaflega frá súkkulaðihænum. Raunin er ekki sú heldur voru páskaegg lengi talin afurð páskakanínunnar/hérans sem fer á stjá um þetta leyti árs og var til að mynda auglýstur í dagblöðum hérlendis um áraskeið sem sætindaglaður vorboði. Hefur verið í umræðunni að þær upplýsingar megi rekja til Þjóðverja sem státuðu sig af hinum eina sanna Oster-hase, þótt sumir telji hann augljóslega ekki héra heldur kanínu. Annars eru bæði dýr auðvitað jafnvinsæl enda skiptir víst ekki höfuðmáli hvaðan glaðningurinn berst. Segir sagan þó að tilvist páskahérans sé upprunnin í Þýskalandi þar sem hann brá sér í hlutverk Grýlu eins og við þekkjum hana best – og máttu þá börn sitja á strák sínum ef þau sáu fyrir sér að fá eitthvað gott í munninn. Nú, geta hans – eða kanína – til að verpa súkkulaðieggjum er talin koma frá þeirri staðreynd að þessar dýrategundir standa í hreiðurgerð þegar þau eiga von á ungum, sem svo skjóta upp kollinum í hreiðrunum. Enginn hefur auðvitað smakkað héra- eða kanínuegg og því upplagt að ímynda sér að þeir verpi súkkulaðieggjum sem þeir deili svo gjarnan um páskaleytið eftir vel lukkað súkkulaðivarp í hreiðrum sínum. Hvað varðar hugmyndir um páskahéra versus páskakanínu er rétt að minnast á þýskættuðu vor- og frjósemisgyðjuna Ostara í því samhengi. Nokkrar sögur má finna af henni og ekki allar þær sömu. Fyrsta vitneskja um hana er talin skjóta uppi kollinum í frumkristinni heimild, einu af ritum enska kirkjumannsins Bede, en þar er hún nefnd Eostre og er nafn hennar talið afbökun á enska orðinu Easter eða páskar. Eostre er gyðja vors og frjósemis auk þess að tengjast anda kanínunnar sem af mörgum var lengi talin tvíkynja vegna þess hve hún fjölgar sér fljótt. Samkvæmt listfræðum gengu fyrstu vestrænu kristnu mennirnir meira að segja svo langt að telja kanínur geta fjölgað sér án snertingar og tengdu kanínuna hinni óspjölluðu Maríu mey – og má því finna ýmis málverk, bækur og annað þar sem María og kanína eru í forgrunni. Sumir vilja meina að sögu Ostara sé alls ekki að finna í kristinni trúarbragðafræði heldur fyrst og fremst í þýskum þjóðsögum og þá heiðinni trú. Hún hafi meðal annars breytt hérum í fugla og þeir launað henni með því að verpa marglitum skrauteggjum sem hún notaði við hátíðarhöld tileinkuð vorinu. Þar sem sagan er heiðin, hentaði bandarískættuðum bókstafstrúuðum almenningi ekki að gleðja sjálfa sig eða aðra með henni sem skyldi og breyttu því héranum í kanínu. Því er páskakanínan þekktari á þeim slóðum á meðan hérinn heldur velli annars staðar. Páskaegg á öll borð! Svona fyrir vantrúaða á héra/ kanínuvarp, komu páskaegg á borð Íslendinga í kringum aldamótin 1900, þá innflutt, fyllt sælgætisegg eða úr súkkulaði – þóttu mikið nýnæmi og nokkuð var gert veður yfir „rándýrum súkkulaðieggjum sem eru á boðstólum“ á síðum dagblaða. Hérlendis var Björnsbakarí víst fyrst til að framleiða páskaegg sem gerð voru úr súkkulaði eða marsípani, í kringum 1920, og ekki leið á löngu þar til mátti sjá slíkt hið sama á boðstólum hjá Nóa & Síríusi, svo og hjá sælgætisgerðinni Víkingi sem þá var til. Árið 1966 hóf sælgætisgerðin Móna þá nýbreytni að framleiða einnig súkkulaðihænur og unga sem í var sett sælgæti á borð við það sem mátti finna í eggjunum. Í dag eru bæði Víkingur og Móna komin undir hatt sælgætisgerðarinnar Freyju sem landsmenn þekkja vel. Sælgætisgerðin Góa var svo stofnuð í ársbyrjun 1968 og má finna hjá þeim eina hvíta súkkulaðiegg landsins, sem þykir jafn heillandi í munni og á að horfa. Nú til dags er framleiðsla á páskaeggjum í raun vertíð þar sem hundruð tonna af súkkulaði eru notuð, en um er að ræða á aðra milljón eggja ef ekki meira. Sannarlega nóg á íslenskan markað myndi maður ætla. Gleðilega páska! Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 ÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila www.dyraheilsa.is Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra – Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið – Broddur Örvandi – Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk – Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku – Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar LAMBBOOST FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana – Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans – Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku – Dextrósi Styrkir erta slímhúð – Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol Súkkulaðihænur og ungar frá Sælgætisgerðinni Mónu árið 1966. Mynd / timarit.is Hin óspjallaða María mey, sonur hennar, Jesús, ásamt kanínu í forgrunni. Málverk eftir Titian (Tiziano Vecellio). Mynd / wikipedia.com

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.