Vísbending - 13.05.2021, Qupperneq 2
EFNISYFIRLIT
„Ég tók aldrei neina áhættu“ ������������������������������������������������� 4
– viðtal við Davíð Helgason
Sókn á þremur vígstöðvum ������������������������������������������������� 10
– yfirlit yfir fjármögnun sprotafyrirtækja
Af kynjahalla í fjárfestingum til nýsköpunar ������������������������ 12
– eftir Steinunni Bragadóttur og Finnborgu S� Steinþórsdóttur
Um auðlindarentu og verðmætasköpun �������������������������������� 14
– eftir Gylfa Zoega
Aðgengi að fjármagni fyrir sprotafyrirtæki á Íslandi �������������� 16
– eftir Svönu Gunnarsdóttur
Hjartslátturinn frá King County ����������������������������������������� 18
– eftir Magnús Halldórsson
Heimur í nýsköpun, ofurkraftar og áratugur aðgerða ������������ 22
– eftir Hrund Gunnsteinsdóttur og Tómas N� Möller
Stafræn landamæri eru alltaf opin ��������������������������������������� 26
– eftir Helgu Valfells
Fulltrúar stjórnmálaflokka svara ����������������������������������������� 30
– Hver er besta leiðin til að efla vöxt nýsköpunar?
Fjórða stoðin og efling nýsköpunar �������������������������������������� 32
– etir Sigríði Mogensen
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – In Memoriam ������������������������ 36
– eftir Jónas Atla Gunnarsson
Styður samkeppnisstefna við nýsköpun? �������������������������������� 38
– Eftir Val Þráinsson
Er nýsköpun ekki lengur töff? ���������������������������������������������� 42
– eftir Jónas Atla Gunnarsson
KÆRU LESENDUR
Í fyrra ákváðum við hjá Vísbendingu að endurvekja
gamla hefð og gefa út veglegt aukablað um jólin.
Svo vel var tekið í þá útgáfu að okkur fannst góð
hugmynd að endurtaka leikinn í maí með sérstöku
vorblaði. Í þetta skiptið er sjónum beint sérstaklega að
stöðu nýsköpunar, sprotastarfsemi og tæknifyrirtækja
hérlendis og hugsanlegum leiðum til að bæta hana.
Ágætlega hefur tekist til við að verja nýsköp-
unarumhverfið í óvissunni sem fylgdi heimsfaraldr-
inum á síðasta ári. Enginn samdráttur virðist hafa
orðið í fjármögnun sprotafyrirtækja, þvert á móti
lítur út fyrir að peningurinn sem þau fengu í fyrra
hafi verið vel yfir meðaltali síðustu ára.
En hvernig ætti ríkið að stuðla að nýsköpun og
áframhaldandi vexti sprotafyrirtækja? Í þessu blaði
nefna sérfræðingar úr ýmsum áttum fjölmargar leiðir
til þess, auk þess sem lagt er mat á nýlegar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar. Einnig er bent á mikilvægi þess að
styðja við frumkvöðlastarfsemi þar sem stórar áskor-
anir bíða okkar í loftslagsmálum í náinni framtíð.
Ýmislegt bendir til góðra ára fram undan hjá tækni-
fyrirtækjum. Með heimsfaraldrinum og þörfinni til
að geta unnið heima hjá sér hefur almenn tækniþekk-
ing og sveigjanleiki á vinnustöðum stóraukist. Með
þessum breytingum er líklegt að fólk muni reiða sig
meira á ýmsar tæknilausnir í sínu daglega lífi en það
hefur áður gert.
Til viðbótar við breytta vinnuhegðun gera flestar
spár ráð fyrir því að öflugt hagvaxtarskeið bíði okkar
þegar faraldrinum lýkur. Í slíku umhverfi er ekki
ósennilegt að fjárfesting haldist mikil og fyrirtæki sem
þróa hugmyndir sínar áfram geti því náð að fjármagna
sig með öruggum hætti.
Gangi spárnar eftir eru miklir möguleikar til staðar
fyrir íslensk sprotafyrirtæki. Þessir möguleikar verða þó
aðeins að veruleika ef ríkið og aðrir fjárfestar styðja við
vöxt þeirra með réttum hætti. Með greiðum aðgangi
að mannviti og fjármagni gæti vöxtur slíkra fyrirtækja
hjálpað til við að koma Íslandi úr núverandi efna-
hagssamdrætti og stuðlað að hagsæld í framtíðinni.
Jónas Atli Gunnarsson
ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson
Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir
Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík
Sími: 551 0708 Net fang: visbending@kjarninn.is
Umbrot: Ágústa Kristín Bjarnadóttir
Forsíðumynd: Saga Sig.
Sala auglýsinga: Guðni Einarsson, sala@kjarninn.is
Prentun: Prentmet Oddi
Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda.