Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 12

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 12
12 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 Efnahagsáhrif kórónuveirufaraldursins hafa verið töluverð hér á landi og síðasta árið hefur landsframleiðsla dregist meira saman hér en í löndunum í kringum okkur. Að baki því liggja margar ástæður og ein þeirra er sú að íslenskt efna- hagslíf er að mörgu leyti háð ferðaþjónustu. Meðal viðbragða stjórnvalda, til þess að vinna gegn efnahagsáhrifum faraldursins, hefur verið að efla nýsköpun með það fyrir augum að auka margbreytni hagkerfisins til þess að hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi og auka þannig framleiðslugetu. Með aukinni áherslu á nýsköpun er stefnt að því að styrkja stoðir íslensks atvinnulífs. Áðurnefnd viðbrögð stjórnvalda hafa meðal annars falist í veittum mótframlagslánum til fjárfestinga og fjármagn hefur verið sett í hina ýmsu samkeppnissjóði. Sprota- og nýsköpunarsjóðurinn Kría var settur á laggirnar til þess að fjárfesta í öðrum sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Kríu var ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og stuðla að virku fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Stuðnings-Kríu er ætlað að vera tímabundinn stuðningur við sprotafyrirtæki og fjárfesta í formi mótframlags til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum en alls var 755 m. kr. varið í fjárfestingar í gegnum úrræðið. Fjármagn sem nemur 700 m. kr. var sett í Tækniþróunarsjóð og 150 m. kr. í átak til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. 500 m. kr. var varið til stofnunar Matvælasjóðs, sem hefur það hlutverk að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu í landbúnaði og sjávarútvegi. Þessum aðgerðum sem hér hafa verið nefndar var teflt fram í fyrravor en á kjörtímabil- inu sem nú er að líða undir lok hafa framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukist hlutfallslega mest allra málaflokka, eða um rúmlega 70%. Stjórnvöld stefna að því að fjárfesta áfram í rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum en samkvæmt fjármálaáætlun 2022-2026 er stefnt að því að fjárfesta í þessum málaflokknum sem nemur tæplega 120 m. kr. á tímabilinu. ER NÝSKÖPUN AÐEINS Á FÆRI KARLA? Vitað er að þau úrræði sem nefnd hafa verið hér að framan eru líklegri til að gagnast körlum betur en konum nema sértækum aðgerðum sé beitt þar sem reynslan segir okkur að færri konur en karlar sækja um fjármagn í samkeppnissjóði og auk þess sækja konur frekar um lægri upphæðir. Árangurshlutfall kynjanna er þó yfirleitt sambærilegt. Þetta er fyrirsjáanlegt og því kemur tölfræði um úthlutanir úr sjóðunum á síðasta ári ekki á óvart. Við sumarúthlutun úr Tækniþróunarsjóði árið 2020 fengu karlar 180 m. kr og konur 60 m. kr. Hvað Matvælasjóð varðar fór stór hluti styrkjanna til stöndugra fyrirtækja og stofnana en 30% fjármagnsins rann til Síldarvinnslunnar og Matís ehf. Þeim 755 milljónum kr. sem varið var í Stuðnings-Kríu var úthlutað til 24 félaga sem þáðu mót- framlagslán árið 2020. Konur eða blandaður hópur fólks stofnaði þriðjung félaganna og stýra tæplega helmingi félaganna. Aftur á móti eru stjórnir 40% félaga einungis skipaðar körlum (mynd 1). Heilt yfir þá eru karlar í miklum meirihluta þeirra sem stofna og stjórna félögunum sem hlutu stuðning (mynd 2). Það er athyglisvert að á heimasíðu Stjórnarráðsins er umfjöllun um áhrif efnahags- aðgerða á jafnrétti, í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Þar kemur fram að aukin framlög í samkeppnissjóði séu líkleg til þess að gagnast körlum betur en konum sé ekki höfðað betur til kvenfrumkvöðla og sérstaða þeirra og þarfir teknar betur til greina. Það er því ljóst að stjórnvöld hafa verið meðvituð um að opinbert nýsköpunarfé myndi að öllum líkindum frekar enda í höndum karla en kvenna nema að gripið yrði til sérstakra aðgerða. Það hefur þó ekki verið gert. LEIÐRÉTTA ÞARF KYNJAHALLA Í NÝSKÖPUN Nýsköpunartækifæri hafa til þessa verið einskorðuð við of einsleitan hóp og á það við hér á landi sem og víða erlendis. Til að bregðast við vandanum hafa stjórnir nýsköpunarsjóða FINNBORG S. STEINÞÓRSDÓTTIR nýdoktor í kynjafræði STEINUNN BRAGADÓTTIR hagfræðingur FEMINÍSK FJÁRMÁL AF KYNJAHALLA Í FJÁR- FESTINGUM TIL NÝSKÖPUNAR

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.