Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Qupperneq 13

Vísbending - 13.05.2021, Qupperneq 13
13V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 sett sér jafnréttismarkmið fyrir úthlutanir úr sjóðum. Aftur á móti þarf að stíga enn fastar til jarðar til að leiðrétta kynjahallann. Kynjaslagsíða er ríkjandi í hugmyndum og viðmiðum um hvað telst vera ný sköpun og því falla verkefni leidd af konum oft ekki innan þeirra ramma sem settir eru. Endurskoða þarf hugmyndir og viðmið um skipulag og úthlutun styrkja úr sjóðum ríkisins. Stjórnvöld þurfa að höfða betur til áhugasviðs, styrkleika og sérstöðu kvenfrumkvöðla og endurskoða hvaða greinar eru styrkhæfar og gera þarf betur í þeim geirum þar sem konur eru í meirihluta s.s. í ýmsum samfélags- málum, menntunargeiranum og heilbrigðiskerfinu. Þess má geta að víða er verið að ráðast í sértækar aðgerðir til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í nýsköpun. Evrópska nýsköpunar ráðið starfrækir m.a. sjóð sem styrkir framúrskarandi verkefni leidd af konum og mun fara af stað með tilraunaverkefni til að styðja nýsköpunarfyrirtæki kvenna. Stjórnvöldum ber að vinna að markmiðum jafnréttislaga og laga um opinber fjármál og tryggja að ráðstöfun opinbers fjármagns komi á og viðhaldi jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskt samfélag og vinnumarkaður verður af tækifærum og ávinningi ef tilhneiging er til þess að líta framhjá helmingi íbúanna sem uppsprettu nýsköpunar og skapandi hæfileika. Ef stjórnvöld vilja ná markvissari árangri í að auka margbreytni hagkerfisins og byggja fjölbreyttari stoðir undir íslenskt atvinnulíf og mynda þannig grundvöll efnahagslegrar velgengni þá þurfa áætlanir um auknar fjárfestingar í nýsköpun að byggja á kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Slíkar ákvarðanir yrðu farsælt skref í átt að auknu jafnrétti og réttlæti í íslensku samfélagi. MYND 1 STOFNENDUR, STJÓRNENDUR OG STJÓRNAR MEÐLIMIR FÉLAGA SEM HLUTU STUÐNINGS-KRÍU MYND 2 UMSÆKJENDUR, STOFNENDUR, STJÓRNENDUR OG STJÓRNIR FÉLAGA SEM HLUTU STUÐNING FRÁ STUÐNINGS-KRÍU EFTIR KYNI

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.