Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Side 15

Vísbending - 13.05.2021, Side 15
takmarka fjölgun ferðamanna frá einu ári til annars. Aftur líkist þessi leið veiðigjaldaleiðinni. Ekki eru nein merki þess að verið sé að skipuleggja ferðaþjónustu á þennan hátt nú þegar fyrirsjáanleg er fjölgun ferðamanna eftir að búið er að bólusetja Íslendinga og þær þjóðir sem líklegastar eru til þess að vilja koma hingað. ÁHRIF Á AÐRAR GREINAR Náttúra Íslands og fiskimið eru uppspretta mikils hluta útflutningstekna í gegnum sjávarútveg og ferðaþjónustu. En til þess að góð störf geti orðið til og hagvöxtur haldið áfram væri æskilegt að byggja grunninn undir greinar sem búa til verðmæti í meira mæli með mannauði og hugviti fólks. Ekki svo að skilja að það gerist ekki í auðlindagreinunum tveimur en takmarkaðar auðlindir setja vexti þeirra skorður eins og ensku hagfræðingarnir David Ricardo og Alfred Marshall bentu á fyrir löngu síðan. Það væri því æskilegt að styrkja nýjar greinar. Slíkt var gert á Norðurlöndunum á níunda áratugnum þegar hefðbundnar greinar, svo sem skógarhögg, stáliðnaður, bílaiðnaður og skipasmíðar, gáfu eftir. Finnland, Svíþjóð og Danmörk náðu góðri stöðu í líftæknigreinum, hugbún- aði og samskiptatækni með því að nota samvinnu á milli stjórnvalda, verkalýðsfélaga og atvinnurekenda til þess að fjármagna ný fyrirtæki og þjálfa nýtt starfsfólk. Þannig má að sumu leyti líkja umbreytingu sænska hagkerfisins við það kínverska á þann hátt að í báðum löndum voru þær stofnanir sem fyrir voru notaðar til þess að umbylta efnahagslífinu, korporatismi í Svíþjóð og stofnanir komm- únisma í Kína. Stofnanir efnahagslífsins skipta hér máli. Ef engin stjórn er á fjölgun ferðamanna má búast við því að þeim fjölgi aftur svo mikið að gengi krónunnar hækki og geri rekstur annarra atvinnugreina erfiðan. Þetta er hin svokallaða „hollenska veiki“ sem felur í sér að ein útflutningsgrein kæfi aðrar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld skapi svig- rúm fyrir aðrar greinar en sjávarútveg og ferðaþjónustu að vaxa og dafna. LOKAORÐ Á ensku er til hugtakið „industrial policy“ sem felur í sér að stjórnvöld hafi einhverja stefnu þegar kemur að vexti hinna ýmsu atvinnugreina. En hvaða stefnu hafa stjórnvöld hér á landi? Það er erfitt að finna dæmi um að innlend stjórnvöld hafi í fortíð tekið ákvarðanir um það hvaða greinar skyldu fá skilyrði til vaxtar. Það er þá helst bankarnir eftir einkavæðingu þeirra árið 2003 en þó var stofnanaumgjörð þeirra ófullkomin eins og oft hefur verið bent á. Spurningin er þá sú hvaða atvinnugreinar eigi að verða öflugar hér á landi í framtíðinni. Nú er fjórða iðnbyltingin á næsta leiti sem mun fela í sér aukna sjálf- virkni, tölvur sem koma í staðinn fyrir fólk og stóraukna framleiðni og þá einnig væntanlega arðsemi fjármagns. Staðsetning fyrirtækja mun skipta minna máli. Í slíku hagkerfi verður áfram rúm fyrir sjávarútveg og ferða- þjónustu en hvaða aðrar atvinnugreinar munu vaxa hér á landi? Og hvar mun fólk fá vinnu? Verður tæknin til þess að auka framleiðni fólks eða mun hún leggja þau niður? Og hvaða greinar í tækni- eða háskólanámi er skynsamlegt að efla? Það er ekki nægilegt að auglýsa Ísland fyrir erlenda ferðamenn á Times Square í New York. Það þarf að sýna fyrirhyggju svo að mistök fortíðar verði ekki endurtekin. Einkarekstur og frjáls samkeppni krefst þess að regluverk sé fyrir hendi svo að fyrirtæki hámarki þjóðarhag. Ljósmynd: Skjáskot frá Icelandair.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.