Vísbending - 13.05.2021, Side 16
16 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1
AÐGENGI AÐ FJÁRMAGNI FYRIR
SPROTAFYRIRTÆKI Á ÍSLANDI
Viðhorf til nýsköpunarumhverfisins á Íslandi
hefur gjörbreyst síðasta áratuginn. Þar má
helst nefna að hugarfarið gagnvart nýsköpun
er orðið allt annað í kjölfar meiri þekkingar og
er fólk almennt farið að gera sér betur grein fyrir mikil-
vægi hennar fyrir samfélagið í heild. Það er kominn meiri
skilningur á að nýsköpun er langhlaup en ekki spretthlaup
og er ekki lengur talað um tapað fé heldur fjárfestingu í
reynslu og þekkingu sem fæst við misheppnaða tilraun
í rekstri nýsköpunarfyrirtækja. Þetta er oft dýrmætasta
fjárfesting til framtíðar og leiðir oftar en ekki af sér fjölda
vel heppnaðra fyrirtækja sem tekið getur mörg ár eða
áratugi að skila þeim árangri sem sóst er eftir, bæði hvað
varðar einstök fyrirtæki og nýsköpunarumhverfið í heild
sinni. Til að þessi fyrirtæki geti orðið að veruleika þá þarf
auðvitað meira en rétt viðhorf og skilning. Markaðs-
aðgengi íslenskra fyrirtækja hefur gjörbreyst með þeim
tæknibreytingum sem hafa átt sér stað og hafa þau nú
alla burði til að geta orðið alþjóðleg fyrirtæki leiðandi á
sínu sviði svo framarlega sem lagaumgjarðir og innviðir
séu með þeim hætti að þau geti það sem og aðgengi og
því fjármagni sem til þarf.
FJÁRMÖGNUN SPROTAFYRIRTÆKJA HÉRLENDIS
Aðgengi að fjármagni fyrir sprotafyrirtæki leikur lykil-
hlutverk í að láta hugmynd verða að veruleika. Það telst
til undantekninga að frumkvöðlar í nýsköpunarfyrir-
tækjum hafi nægilegt fjármagn til umráða til þess að koma
fyrirtækjum sínum á legg. Það má ímynda sér nokkurs
konar virðiskeðju fjármögnunar sem sýnir hvernig þessi
fyrirtæki fjármagna sig þar sem samfélagið leggur þeim
lið með ýmsum hætti. Fyrst eru það vinir og vandamenn
sem fjárfesta í hugmyndinni. Síðan, en ekki öruggt, eru
það styrkir og samhliða eða í framhaldi koma viðskipta-
englar, sem eru efnaðir einstaklingar sem oftar en ekki
hafa stofnað sín eigin félög og vilja með fjárfestingu sinni
styðja þá sem eru í þeirri stöðu sem þeir voru einu sinni.
Þá taka við framtakssjóðir sem sérhæfa sig í fjárfestingum
í fyrirtækjum af ýmsum toga. Síðasta skrefið í fjármögnun
væri möguleg skráning í Kauphöll, en hér á landi er sú
fjármögnunarleið lítið notuð enn sem komið er. Það eru
til nokkrar gerðir fjárfestingarsjóða og aðgreina þeir sig
oftar en ekki eftir þroskastigi hugmyndarinnar eða þeim
iðnaði sem viðkomandi viðskiptahugmynd snýr að.
VÍSISJÓÐIR OG NÝSKÖPUNARFYRIRTÆKI
Ein tegund framtakssjóða er vísisjóður. Þetta eru sérhæfðir
sjóðir sem fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum
sem eru vænleg til vaxtar og útrásar. Þessir sjóðir byrjuðu
fyrst í Bandaríkjunum fyrir um 70 árum en eiga sér stutta
sögu á Íslandi. Vísisjóður er nýyrði sem varð til 2020 og
byggir á hljóðlíkingunni við ensku skammstöfunina VC
(venture capital), sem er notuð erlendis til að lýsa þeim
sjóðum sem fjárfesta í snemmbærum fyrirtækjum þar sem
vænta má mikils vaxtar og verðmætasköpunar. Þetta eru
áhættufjárfestingar og má segja að í rekstri vísisjóða gildi
sú þumalfingursregla að þegar fjárfest er í 10 fyrirtækjum
þá eru það 4-6 félög sem ekki ná að skila höfuðstól til baka
og jafnvel tapast, 4-6 félög rétt skila höfuðstól til baka
með lítilli ávöxtun og svo loks 2-4 félög sem ná að skila
einhverri ávöxtun að ráði. Markmiðið er að byggja upp
öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði þannig
að þau skili góðri ávöxtun til fjárfesta og samfélagsins í
heild til framtíðar.
Hér á landi gegna sjóðirnir mikilvægu hlutverki í að
brúa bilið á milli sprotafjármögnunar, sem er samsett
SVANA GUNNARSDÓTTIR
framkvæmdastjóri
Frumtak Ventures