Vísbending - 13.05.2021, Qupperneq 23
23V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1
fyrir fyrirtæki og fjárfesta að laga sig að breyttri þróun
hvað varðar óbeinan umhverfiskostnað.
RAUNSÆI OG NÝSKÖPUN
Í myndbandsupptöku sem Greta Thunberg6 dreifði á
samfélagsmiðlum í tilefni loftslagsfundarins, blés hún á
yfirlýsingar um markmiðin. Sagði þau ófullnægjandi og
gölluð. „Við erum enn óralangt frá því að ná markmiðum
Parísarsamkomulagsins, sem 197 ríki skrifuðu undir, um að
hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráðu (m.v. upphaf iðnbyltingar),
jafnvel þegar við tökum þessi nýju markmið inn í myndina.“
Faith Birol, forstjóri Alþjóðlegu Orkumálastofnunar-
innar (IEA), fagnaði því að yfirlýstar skuldbindingar við
loftslagsaðgerðir hafi aldrei verið meiri, en sagði aðalmálið
vera framkvæmdina. „Tölfræðin fer ekki saman við orðin
eins og staðan er núna – bilið milli markmiða og árangurs
er að breikka.“ Mælingar á losun CO2 sýna að í ár verði
aukningin næstmest frá upphafi mælinga.
Birol sagði tilætlaðan árangur grundvallast að miklu á
þróun tækni sem væri ekki enn tilbúin fyrir markað. „Hafið
það á hreinu – þetta kallar á ofurkrafta7,“ sagði Birol.
6 https://twitter�com/GretaThunberg/status/1385303013376598020
7 https://www�iea�org/news/executive-director-speech-at-the-leaders-summit-on-climate
8 https://climate�nasa�gov/vital-signs/carbon-dioxide/
9 https://www�unep�org/interactive/emissions-gap-report/2019/
ALVÖRU ÓGN VIÐ TILVIST OKKAR?
Myndin hér að ofan frá NASA8 segir meira en mörg orð.
Síðastliðin 800.000 ár hefur magn CO2 í lofthjúpnum
sveiflast mjög. Hitastig jarðar sveiflast nokkurn veginn í
takt við það, með smá töf þó. Fyrir 10.000 árum náði
hitastig jafnvægi á um einnar gráðu bili. Á þeim tíma þró-
uðust samfélög manna. Síðasta stóra skrefið í þeirri þróun
var iðnbyltingin. Upp úr 1950 sjáum við svo afleiðingar
athafna okkar á samfélög og vistkerfi. Aukningin er úr
takti við jafnvægið sem ríkti síðustu 10.000 ár. Slík frávik
hringja viðvörunarbjöllum á ótal sviðum.
Hlýnun er beintengd við magn gróðurhúsalofttegunda í
andrúmsloftinu eins og myndin til hægri sýnir (úr bók Bill
Gates, How to Avoid a Climate Disaster) og hefur aukist
stöðugt frá byrjun iðnbyltingar. Í skýrslu Umhverfisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, segir að við séum á
síðasta séns til að lágmarka hlýnun við 1,5 gráðu9.
Iðnbyltingin færði okkur fordæmalausa velmegun en
því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Í dag
er tími á nýja iðnbyltingu byggða á sjálf bærum forsendum
og róttækum breytingum.
C02-ÚTBLÁSTUR SÍÐUSTU 800 ÞÚSUND ÁRIN