Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 24
24 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1
LEIÐARVÍSAR, REGLUR OG LÖG
Gerð Parísarsamkomulagsins10 um aðgerðir í loftslags-
málum 2015 og samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun11 eru dæmi um átak alþjóða-
samfélagsins til að stuðla að sjálfbærri þróun. Löggjöf
Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins þróast
hratt í átt að aðgerðum gegn grænþvotti og að rekstur verði
sjálfbærari12. Í þessu sambandi má nefna áætlun Evrópu-
sambandsins um sjálfbæra þróun, á ensku EU Green
10 https://unfccc�int/process-and-meetings/the-paris-agreement/the-paris-agreement
11 https://sdgs�un�org/goals
12 https://ust�is/graent-samfelag/graenn-lifstill/vottanir-og-adrar-merkingar/graenthvottur/
13 https://ec�europa�eu/info/strategy/priorities-2019-2024/european-green-deal_en
14 Financing the circular economy� Capturing the opportunity� https://www�ellenmacarthurfoundation�org/assets/downloads/Financing-the-circular-economy�pdf
15 https://www�ncdc�noaa�gov/sotc/global/202013
Deal13. Þar kemur skýrt fram að loftslagsmarkmiðum
verði aldrei náð nema við förum úr línulegu hagkerfi yfir
í hringrásarhagkerfi.
HRINGRÁSARHVAÐ?
Í línulegu hagkerfi er hráefni að mestu unnið úr náttúr-
unni, notað og fargað eða endurnýtt að hluta. Aðferðafræði
hringrásarhagkerfis byggir hins vegar á því að hanna vöru
þannig að hún nýtist lengur. Við lok líftíma hennar megi
svo endurnýta hráefni að fullu eða skila aftur í hringrás
náttúrunnar. Hringrásarhagkerfið er forsenda þess að við
getum viðhaldið neyslu og lífsgæðum í lokuðu vistkerfi
sem jörðin okkar er.
Frá upphafi árs 2020 hafa sjóðir, sem fjárfesta í skráðum
hlutafélögum sem uppfylla að hluta eða að fullu kröfur
hringrásarhagkerfisins, sexfaldast 14. Vaxið úr 0,3 í rúma
2 milljarða Bandaríkjadala. Í skýrslu MacEllen stofn-
unarinnar um fjármögnun á hringrásarhagkerfinu eru
færð rök fyrir því að hringrásarhagkerfið skapi fjölmörg
viðskiptatækifæri fyrir nýjan og sjálfbærari hagvöxt.
Á HEIMASLÓÐIR
Árið 2020 var annað heitasta ár síðan mælingar hófust15.
Tíu heitustu árin í Evrópu frá upphafi mælinga voru
Ljósmynd: Pexels