Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Side 27

Vísbending - 13.05.2021, Side 27
Það er óumdeilt ef horft er 20 ár aftur í tímann þá hafa orðið til mikil verðmæti í kringum nýsköpun. Sjö af 10 verðmætustu fyrirtækjum heims eru tæknifyrirtæki sem hafa flest verið stofnuð um og eftir síðustu aldamót. Það er líka staðreynd að þau þjóðfélög sem hlúa að nýsköp- unarumhverfinu í gegnum menntakerfi, gott regluverk og gott aðgengi að fjármagni eru framarlega þegar kemur að hagvexti, atvinnusköpun og beinni erlendri fjárfestingu. Undanfarin misseri hafa allir þessir þættir farið vaxandi á Íslandi. Íslenskir vísi- fjárfestar hafa vaxið með umhverfinu og hafa á heildina litið verið að sýna góðan árangur þegar kemur að fjárfestingum, ávöxtun og útgöngum. Það er þekkt að fjár- festing í nýjum fyrir- tækjum er fjárfesting í óvissu. Yfirleitt er það óvissa tengd tækni- þróun eða óvissu um eftirspurn á nýjum vörum eða mörk- uðum. Frumkvöðlar og vísisjóðir eru vanir slíkri óvissu og eru með ýmsa ferla til að stýra tengdri áhættu. Þegar heimsfaraldur skall á fyrir rúmu ári var það allt öðruvísi óvissa en margir fjárfestar voru vanir. COVID & SVARTIR SVANIR Þann 5. mars 2020 sendi Sequoia, einn stærsti og frægasti vísi- sjóður heims, frá sér minnisblað með fyrir- sögninni „Corona- virus :The Black Swan of 2020“ sem var nokkrum dögum síðar birt á heimasíðu Sequoia. Minnisblaðið stappaði stáli í þá frumkvöðla sem ráku félög í eignasafni sjóðsins, sagði þeim að undirbúa fyrirtækin sín fyrir tekjumissi og mögulegan takmarkaðan aðgang að fjármagni. Þegar Sequoia, sem hefur í gegnum áratugi fjárfest snemma í fyrirtækjum eins og Apple og Stripe, boðar vátíðindi þá leggja allir frumkvöðlar og fjárfestar við hlustir. Reynslumiklir alþjóðlegir vísisjóðir héldu hvern fundinn á fætur öðrum um hvernig nýsköpunarum- hverfi heimsins ætti að takast á við COVID. Sumir fjárfestar sáu fyrir sér að enginn myndi nokkurn tíma fjárfesta í frumkvöðlum sem þeir hefðu aldrei hitt í raunheimum, sér í lagi á mörkuðum sem þeir hefði aldrei heimsótt. Þetta voru ekki endilega góðar fréttir fyrir íslenska frumkvöðla sem hafa undanfarið verið fjár magnaðir af blöndu af innlendum og erlendum vísisjóðum. SVARTI SVANURINN REYNIST RAUÐUR Dr. Gordon Woo er sérfræðingur í hamförum og kallar það rauða svani þegar búist er við einstökum „svarta svans“-atburði sem raungerist ekki. Það má segja að fyrir frumkvöðla og fjárfesta þá var svarti svanurinn sem Sequoia spáði í raun rauður. Þegar horft er í baksýnisspegilinn, nú rúmu ári eftir upphaf heimsfaraldurs, þá var árið 2020 bara nokkuð gott MYND 3 HEILDARUPPHÆÐ VÍSIFJÁRFESTINGA Í UPPLÝSINGATÆKNI Í ‘000 EVRA Heimild: Crunchbase og Crowberry Capital MYND 2 VÍSIFJÁRFESTINGAR Í MILLJÖRÐUM DOLLARA

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.