Vísbending - 13.05.2021, Page 41
41V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1
markaðsleyfi fyrir á komandi árum og fyrirséð er að um
verði að ræða mikilvæga keppinauta til framtíðar litið.
Hér má nefna samruna Pfizer og Hospira árið 2015 en
þar hafði framkvæmdastjórnin áhyggjur af því að Hospira
hefði markaðsleyfi fyrir líftæknilyfi ásamt einum öðrum
keppinaut en lyfið var og er notað til þess að meðhöndla
sjálfsofnæmissjúkdóma.11 Hins vegar var Pfizer komið
langt í þróun sambærilegra líftæknilyfja (e. biosimilars).
Að mati framkvæmdastjórnarinnar hefði samruninn að
öllu öðru óbreyttu leitt til þess að Pfizer hefði hætt við
eða dregið úr áformum sínum um að setja líftæknilyf sitt
á markað. Samruninn var samþykktur með skilyrðum
sem fólust m.a. í því að líftæknilyf Pfizer, Infliximab,
sem var í þróun, var selt ásamt öllum framleiðsluleyfum,
hugverkaréttindum og nauðsynlegri tækni og þekkingu.
Novartis keypti þessa einingu í framhaldinu.
Hvað varðar nýleg afskipti Samkeppniseftirlitsins af
samrunum þar sem áhyggjur af áhrifum á nýsköpun
og R&Þ hafa verið uppi er hægt að nefna beiðni
Samkeppniseftirlitsins, þann 23. apríl sl., og annarra
samkeppnisyfirvalda í Belgíu, Frakklandi, Grikklandi,
Hollandi og Noregi, um að framkvæmdastjórn ESB taki
samruna Illumina og Grail til rannsóknar. Um er að
ræða fyrirtæki sem sérhæfa sig á sviði krabbameinsskim-
ana en svo virðist sem Grail sé eina fyrirtækið í dag sem
geti keppt við Illumina . Bandarísk samkeppnisyfirvöld
hafa þegar lagst gegn samrunanum og hyggjast fá hann
ógiltan fyrir dómstólum og framkvæmdastjórn ESB
hefur nýlega hafið rannsókn á honum í kjölfar beiðni
Samkeppniseftirlitsins og fimm annarra Evrópulanda.12
RANNSÓKNIR BENDA TIL JÁKVÆÐRA ÁHRIFA
SAMKEPPNI Á HAGVÖXT OG NÝSKÖPUN
Eins og fram hefur komið hafa verið færð fræðileg rök
fyrir því að samkeppnisstefna geti stutt við nýsköpun. Auk
þess virðist framkvæmd samkeppniseftirlits almennt vera
í samræmi við þær áherslur sem Baker og Shapiro telja
vera samþýðanlegar kenningum Arrow og Schumpeter.
Hins vegar hafa þessi tengsl ekki verið rannsökuð jafn
ítarlega og almenn áhrif samkeppni og samkeppniseftirlits
á hagvöxt og skilvirkni fyrirtækja.
11 Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB nr� M�7559 – Pfizer/Hospira� Vefslóð: https://ec�europa�eu/competition/mergers/cases/decisions/
m7559_20150804_20212_4504355_EN�pdf
12 Frétt á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins þann 23�4�2021 „Framkvæmdastjórn ESB samþykkir beiðni Samkeppniseftirlitsins að alþjóðlegur samruni
fyrirtækja á sviði krabbameinsskimana verði rannsakaður�“ Vefslóð: https://www�samkeppni�is/utgafa/frettir/framkvaemdastjorn-esb-samthykk-
ir-beidni-samkeppniseftirlitsins-ad-althjodlegur-samruni-fyrirtaekja-a-svidi
13 Porter, Michael� 1990� „The Competitive Advantage of Nations�“ New York: McMillan Press�
14 Porter, Michael� 2001� „Competition and Antitrust: Towards a Productivity-Based Approach to Evaluating Mergers and Joint Ventures�“ Antitrust
Bulletin, útg� 46� Bls� 923�
15 Sjá t�d� skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr� 2/2008, Öflug uppbygging – Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi Vefslóð: https://www�samkeppni�
is/urlausnir/skyrslur/nr/538, OECD� 2014� Factsheet on how competition policy affects macro-economic outcomes� Vefslóð: https://www�oecd�org/daf/
competition/2014-competition-factsheet-iv-en�pdf, Gutmann, J�, og Voigt, S� 2014� „Lending a Hand to the Invisible Hand? Assessing the Effects of
Newly Enacted Competition Laws”� Vefslóð: http://ssrn�com/abstract=2392780, Petersen� 2013� „ANTITRUST LAW AND THE PROMOTION
OF DEMOCRACY AND ECONOMIC GROWTH�” Journal of Competition Law & Economics, Vol� 9, Útgáfa 3, bls� 593–636� Vefslóð: https://
doi�org/10�1093/joclec/nht003, Symeonidis, G� 2008� “The effect of competition on wages and productivity: evidence from the United Kingdom�”
The Review of Economics and Statistics, útg� 90(1), bls� 134-146� Vefslóð: http://www�mitpressjournals�org/doi/abs/10�1162/rest�90�1�134#�
U761BvmSyVM, Taylor, J� E� 2002� „The output effects of government sponsored cartels during the New Deal�“ The Journal of Industrial
Economics� 50(1), bls� 1-10� Vefslóð: http://www�jstor�org/stable/3569770, Büthe, Tim og Cheng, City� 2017� A Step Ahead – Comeptition Policy for
Shared Prosperity and Inclusive Growth, Alþjóðabankinn� Bls� 216 Vefslóð: https://openknowledge�worldbank�org/handle/10986/27527, Symeonidis,
George� 2019� „Competition, Innovation and the Use of Innovations�“ The Journal of Industrial Economics, 67(3-4), bls� 565-592� Vefslóð: https://
onlinelibrary�wiley�com/doi/full/10�1111/joie�12209
Porter (1990) rannsakaði þó tíu leiðandi hagkerfi
yfir fjögurra ára tímabil og sýnir þar fram á að fyrirtæki
sem séu varin fyrir erlendri samkeppni fari halloka og
missi að lokum getu sína til að geta keppt á alþjóð-
legum mörkuðum.13 Porter (2001) leggur svo áherslu á
áhrif samkeppni til að hvetja til nýsköpunar. Nýsköpun
auki sífellt neysluvirði vöru og þjónustu, auk þess sem
framleiðsluaðferðir verði skilvirkari, en hvort tveggja
stuðli að aukinni framleiðni. Samkeppni knýi áfram
nýsköpun í þessum víða skilningi. Þótt tækninýjungar
séu afleiðingar margvíslegra þátta sé enginn vafi á því
að heilbrigð samkeppni sé ómissandi þáttur. Það þurfi
aðeins að horfa til dapurlegs ferils nýsköpunar hjá þeim
ríkjum þar sem vöntun er á samkeppni til að sannfærast
um þá staðreynd. Öflug samkeppni í umhverfi sem
styður við hana sé eina leiðin til viðvarandi framleiðni-
aukningar og langtíma viðnámsþróttar efnahagsstarf-
seminnar.14
Á liðnum áratugum hafa niðurstöður rannsókna
einnig stutt þá almennu niðurstöðu að fyrirtæki sem
búa ekki við samkeppnislegt aðhald, hvort sem það er
vegna skorts á samkeppnislöggjöf eða þá að þau séu varin
fyrir alþjóðlegri samkeppni, eru sjaldnast í fararbroddi
þegar horft til hagkvæmni í rekstri og heltist úr lestinni
í alþjóðlegri samkeppni.15
NIÐURSTAÐA
Af framangreindu má álykta að samkeppnisstefna styðji
sérstaklega við nýsköpun í umhverfi þar sem stjórn-
völd stefna að opnum mörkuðum, einstaklingar og
fyrirtæki fá að njóta ávaxta hugmynda sinna og tekið
er tillit þeirrar hagkvæmni sem getur falist í samvinnu
og samrunum fyrirtækja. Þegar litið er til nýlegra mála
hjá framkvæmdastjórn ESB, þar sem áhrif samruna á
nýsköpun hafa verið rannsökuð, virðist í framkvæmd
vera gætt að þessum atriðum. Jafnframt virðast rann-
sóknir, þegar á heildina er litið, styðja við það að
samkeppniseftirlit stuðli að nýsköpun. Vegna þessa
alls eru sterkar vísbendingar um að samkeppnisreglur
og framkvæmd þeirra, eins og henni er háttað í dag,
styðji við nýsköpun.