Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.04.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202222 Þorsteinn Þorsteinsson lauk stúdentsprófi árið 1950 og magistersprófi í lífefnafræði frá Hafnarháskóla árið 1956. Í síðustu viku átti hann 76 ára útskriftaraf­ mæli frá Bændaskólanum á Hvann­ eyri, nú Landbúnaðarháskóla Íslands. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti hann og Eddu Emils­ dóttur konu hans á fallegu heimili þeirra í Reykjavík. Þau hafa verið gift í 67 ár og eiga fjögur uppkomin börn; Ingibjörgu, Björn, Þorstein og Margréti. Erindið var að spyrja Þorstein um æsku hans á Húsafelli í Hálsa­ sveit, þar sem hann fæddist 1. apr­ íl árið 1925, þriðji í röð fjögurra barna Ingibjargar Kristleifsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar. Í sam­ talinu rifjast upp minningar um fjölskylduna, en einnig vinnufólkið sem tengdist henni sterkum bönd­ um gegnum áratuga trúfasta þjón­ ustu. Við byrjum á að ræða jólin. „Það er mjög sterk endurminning; fyrstu jólin sem ég man eftir,“ seg­ ir Þorsteinn. „Þá var útvarpið ekki komið. Hátíðin byrjaði þegar all­ ir söfnuðust saman og Jakob Guð­ mundsson vinnumaður las hús­ lestur. Gamlar endurminningar eru oft svolítið takmarkaðar, en maður man sterkar myndir eins og þessa,“ segir hann hugsi. Erfiður missir Talið berst áfram að fyrstu árun­ um og síðan að haustinu árið 1930. Þá kvöddu grimm örlög dyra. „Það urðu miklar breytingar á Húsafelli þetta ár því að þá deyr mamma mín. Hún veiktist af krabba­ meini og dó suður í Reykjavík eftir mjög erfiða legu. Hún var jörðuð í kirkjugarðinum á Húsafelli. Þá var ég fimm ára og þarna urðum við krakkarnir móðurlausir. Við vorum fjögur. Elstur var Magnús fæddur 1921, þá Kristleifur fæddur 1923, svo kem ég 1925 og Ástríður syst­ ir mín er fædd árið 1927. Móður­ missirinn var erfiðastur fyrir Ástríði því við drengirnar vorum frjálsir eins og fuglinn utan dyra, en eins og gengur með stúlkur á þessum tíma þá voru þær bundnar innan dyra og háðari fólkinu sem þar var.“ Þorsteinn eldri Þorsteinn segir um föður sinn að hann hafi gengið í Hvítárbakka­ skóla og alla tíð verið duglegur að afla sér þekkingar og menntunar. Þessu fylgdi forystuhlutverk innan sveitarinnar. „Hann var virtur þar og réði miklu. Hann var samt ekki einn af þessum mönnum sem vildu ryðjast áfram, þetta þótti bara sjálf­ sagt, aðrir bændur höfðu ekki sömu þekkingu og hann. Svo það var nógu að sinna og við ólumst þarna upp að heilmiklu leyti rétt eins og dýrin í haganum,“ segir Þorsteinn og brosir. „Þegar móðir mín dó voru allir boðnir og búnir að hjálpa föður mínum með heimilið. Ástríð­ ur systir hans var eitt misseri hjá okkur á meðan erfiðustu umskiptin urðu. Þar á eftir komu svo ráðskon­ ur og ég minnist sérstaklega einn­ ar þeirra, Herdísar Jónasdóttur, sem var ættuð norðan úr Húna­ vatnssýslu. Hún var mikill dugn­ aðarvargur, vel að sér til handa og sæmilega til bókar. Hún hafði verið á Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Herdís var líklega hjá okkur í um 25 ár og margt gott um hana að segja. Hún var til dæmis mikill dýravin­ ur, það var varla hægt að nefna það kvikindi sem ekki elti hana.“ Faðir Þorsteins tók ekki saman við aðra konu eftir að hann missti Ingibjörgu konu sína. En Herdís dvaldist lang lengst af ráðskon­ unum á Húsafelli. „Ef einhver meiðsli urðu úti við var það hún sem var dugleg að binda um sárin. En það kom enginn í staðinn fyrir mömmu,“ segir Þorsteinn. Ljósin í tilverunni Fræðsla var sjálfsagður hluti dagslegs lífs á heimilinu. Þorsteinn nefnir sérstaklega tvær eftirminni­ legar persónur og hjú á bænum í áratugi, þau Jakob Guðmundsson frá Kolsstöðum og Guðrúnu Jóns­ dóttur sem oft var kölluð Gunna á Húsafelli. Jakob var fæddur 1873 og Guðrún 1861. Þorsteinn var samtíma þeim báðum langt fram á fullorðins aldur og segir: „Guð­ rún var afskaplega vel lesin og hafði yndi af kvæðum og skáldsögum. En hún var svo óheppin að hafa ekki lært að skrifa og sama gilti reyndar um Ástríði föðurömmu mína. Kobbi og Gunna voru dug­ leg að fræða okkur krakkana og síð­ an ég man fyrst eftir mér var far­ skóli í sveitinni. Kennarinn flutt­ ist milli bæja, svo sem milli Rauðs­ gils og Húsafells. Sennilega hefur hann þurft að vera á fjórum bæjum yfir veturinn. „Steinunn á Rauðs­ gili var systir föður míns og börn­ in þar voru eins og systkini okkar. Fyrsti kennarinn sem ég man eft­ ir var Arnþór Árnason, bróðir Þuru í Garði. Honum var eiginlega ekki hægt að hæla, hann orti ljótar vís­ ur bæði um nemendur og aðra. Svo kom Guðveig Brandsdótt­ ir frá Fróðastöðum í Hvítársíðu, og síðan Helgi Geirsson. Guð­ veig var ein af þessum skæru ljós­ um í tilverunni, sameinaðist krökk­ unum, fór út með þeim að leika og var hvers manns hugljúfi. En Helgi var strangur og allt að því vondur við börnin. Hann hafði hins vegar þann mikla kost að vera stakur bindindismaður og hafði það fyr­ ir börnunum. Svo kom Ragnheið­ ur Brynjólfsdóttir frá Hlöðutúni og hún var annað ljósið í tilverunni.“ Byggt í upphafi aldar Aðspurður um húsakynni bernsk­ unnar segir Þorsteinn: „Við bjugg­ um í húsinu sem var byggt árið 1908 og er gamli bærinn á Húsafelli í dag. Það tók tvö ár að byggja hann. Hann var hlaðinn úr vikurgrjóti sem við krakkarnir kölluðum flota­ steina því það flaut á vatni. Það var tilhöggvið og lagt í sementssteypu og svo múrað að utan, þiljað að innan. Smiðurinn var Jón Sigurðs­ son frá Efstabæ í Skorradal. Svo var byggður skúr við húsið árið eftir og notað efni úr gamla bænum við það verk. Guðbjörn Oddsson byggði skúrinn. Hann giftist síðar föður­ systur minni Steinunni Þorsteins­ dóttur og þau bjuggu á Rauðsgili í Hálsasveit.“ Þorsteinn segir svo um samskipt­ in milli systkinanna fjögurra: „Það má heita að það hafi alltaf ver­ ið gott á milli okkar í uppeldinu. Auðvitað voru þó áflog eins og gengur. Mitt erfiði var að fylgja eldri bræðrunum eftir, því ég var tveimur og fjórum árum yngri.“ „Þá var útvarpið ekki komið“ Litið aftur tæpa öld og barnæska Þorsteins frá Húsafelli rifjuð upp Þorsteinn Þorsteinsson. Ljósm. gj. Þorsteinn að lesa ljóðabók S. H. Siguringa Hjörleifssonar. Þorsteinn Þorsteinsson eldri, bóndi á Húsafelli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.