Skessuhorn - 04.04.2022, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202230
Ég bý í Grundarfirði og uni þar
vel. Ég og maki minn fluttum hing
að ásamt dóttur okkar árið 2013.
Við ætluðum að vera hér í eitt
skólaár þar sem ég hafði fengið
tímabundna ráðningu sem ensku
kennari við Fjölbrautaskóla Snæ
fellinga og 9 árum síðar þá erum
við hér enn.
Þar sem við héldum að við yrð
um einungis tímabundið hér í
Grundarfirði þá vorum við ekkert
sérlega að velta fyrir okkur kostum
og göllum þess að búa hér frem
ur en annars staðar. Okkur bauðst
að vera hér áfram og nú sjáum við
fram á að dóttir okkar ljúki ekki
bara grunnskólanum hér heldur
líklegast framhaldsskólanum líka.
Mér finnst magnað að hér geti
börn stundað samfellt nám frá leik
skóla og þangað til háskóli tek
ur við. Við erum með framsækinn
fjölbrautaskóla hér í bænum. Nám
ið er verkefnamiðað leiðsagnar
nám þar sem nemendur geta unnið
samkvæmt sveigjanlegu skipulagi
og námsumhverfið gerir nemend
ur ábyrgari í eigin námi. Í FSN er
upplýsingatækni nýtt á fjölbreyttan
hátt og stafrænt nám er í fyrirrúmi.
Nemendur grunnskólans eru
almennt vel undirbúnir þegar þeir
hefja nám hjá mér í framhaldsskól
anum og hvað okkur varðar þá líð
ur dóttur okkar vel hér í grunnskól
anum. Hennar þörfum er mætt og
allt bara ansi flott og gott – og mér
skilst að heilt yfir eigi það sama
við um flesta aðra. Stelpan nemur
allskyns við skólann og snillismiðja,
þar sem nemendur skapa og smíða
úr allskyns hrávið, þykir henni hvað
skemmtilegust ásamt upplýsinga
tækni – en bæði sköpun og upplýs
ingatæknimennt er mjög mikilvæg
ur undirbúningur fyrir þátttöku í
stafrænni framtíð.
Í grunnskólanum höfum við
kraftmikla og góða kennara sem
sinna starfi sínu faglega og af heil
indum þrátt fyrir að oft þurfi sök
um fjármagns að sníða stakk eftir
vexti. Mig langar að sjá meira fjár
magni veitt til grunnskólans okk
ar. Því meira fjármagn sem sett er
í menntun barna því ríkara verð
ur samfélagið sökum auðgi þeirra
sem byggja samfélag framtíðarinn
ar – og eru flestir ekki að vona að
börnin í dag verði þau sem byggja
Grundarfjörð framtíðarinnar.
Mig langar að sjá stöðugildum
fjölgað til þess að minnka álag á
starfsfólk. Mig langar að skólinn
hafi fjármagn og færi á að upp
færa tölvu og tækjabúnað. Mig
langar að sjá meira fjármagni veitt
í snillismiðjur, í tónlistarskól
ann, í upplýsingatækni, í forritun
arkennslu og nýsköpunarmennt.
Mig langar að skólinn hafi fjár
magnið og starfskraftinn til þess að
koma Grunnskóla Grundarfjarðar
í fremstu röð þeirra skóla sem eru
að undirbúa nemendur fyrir virka
þátttöku í stafrænum heimi.
Loftur Árni Björgvinsson
Höfundur er í 3. sæti fyrir L-lista
Bæjarmálafélagsins Samstöðu
Pennagrein
Vangaveltur Grundfirðings
Pennagrein
Vegagerðin hefur nú tekið yfir
rekstur landsbyggðarvagna og ný
gjaldskrá tekið gildi. Samkvæmt
nýrri gjaldskrá hækkar samgöngu
kortið mitt um 92% milli ára, sem
er fáránlega mikil hækkun. Ekki
er lengur hægt að kaupa kort fyr
ir ákveðna leið heldur einungis fyr
ir ákveðna landshluta, en áður var
ég með kort sem gilti milli Akra
ness og höfuðborgarsvæðisins. En
nú á ég að borga það sama fyr
ir samgöngukort og einstaklingur
sem býr t.d. í Staðarskála. Stakt far
gjald er aftur á móti 4.900 krónur
frá Staðarskála til Reykjavíkur en
980 krónur frá Akranesi til Reykja
víkur. Þetta nær náttúrulega ekki
nokkurri átt.
Ég veit ekki hverjum datt það
snjallræði í hug að láta þá sem búa í
nærumhverfi höfuðborgarsvæðisins
borga það sama fyrir samgöngu
kort og þeir sem búa fjórum sinn
um lengra í burtu. Svo því sé haldð
til haga þá eru önnur bæjarfélög að
koma mun betur út úr þessu þar
sem stakt fargjald er hærra hjá þeim
en hjá okkur Akurnesingum.
Fyrir okkur Akurnesinga sem
sækjum vinnu á höfuðborgarsvæð
inu og höfum verið að nýta okkur
samgöngukortið þar sem það var
hagkvæmur kostur, þá er það ekki
eins hagstætt og það var saman
ber þessi áður nefnda 92% hækk
un. Kosturinn við samgöngukortið
var að maður fékk 12 mánuði á
verði 9. Þessi sömu mánuðir og nú
eru 92% dýrari. Þegar maður nú
reiknar með að nota ekki vagninn
þegar maður er í sumarfríi, veik
indum og öðrum tyllidögum, og
maður tali ekki um þær ferðir sem
falla niður vegna veðurs, þá eru
þessir þrír auka mánuðir allt í einu
orðnir að ekki neinu, og þá ávinn
ingurinn með þessu samgöngukorti
orðinn lítill sem enginn. Hvetur
frekar til að nota einkabílinn á milli
með auknu sliti á vegum og öðru
sem því fylgir.
Ég hef sent póst á Vegagerðina
þar sem ég lýsti vonbrigðum með
þessar breytingar en hef ekki feng
ið nein viðbrögð þaðan. Ég er alla
vega ekki að fara endurnýja mitt
kort alveg á næstunni að óbreyttu.
Kveðja,
Helgi Hauksson
Skagamenn drógu stutta stráið
Pennagrein
Fyrri umræða um ársreikning Akra
neskaupstaðar fyrir árið 2021 hef
ur farið fram í bæjarstjórn Akraness.
Seinni umræða um ársreikninginn fer
fram 10. maí næstkomandi.
Rekstrarafgangur samstæðunn
ar var 578 milljónir króna eða 721
milljónum króna betri niðurstaða en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Skuldavið
mið heldur áfram að lækka og er nú
einungis 20% eða langt undir 150%
hámarki sem kveðið er á um í lögum.
Skuldir kaupstaðarins við lánastofn
anir halda áfram að lækka og eru
einungis 919 milljónir króna og hafa
lækkað um 138 milljónir króna á milli
ára. Rekstur sveitarfélaga eru und
ir virku eftirliti, ekki bara frá eftirlit
stofnunum ríkisins heldur líka íbúum
og öðrum hagsmunaaðilum. Eftirlit
og eftirfylgni veitir þeim sem fara með
fjármál kaupstaðarins á hverjum tíma
nauðsynlegt aðhald. Því er áhugavert
að bera ársreikning Akraneskaupstað
ar saman við ársreikninga nokkura af
þeim sveitarfélögum sem við berum
okkur oft saman við. Til samanburðar
er skuldaviðmið samstæðu Árborgar
138,5%, skuldaviðmið Reykjavíkur
borgar fyrir A hluta 61% en skulda
viðmið samstæðu Reykjavíkurborgar
án OR 93%, skuldaviðmið Garðabæj
ar er svo 71% og í Mosfellsbæ er það
102%. Það er þvi óhætt að halda því
fram að staðan hér á Akranesi sé sterk
og á því byggjum við.
Heildartekjur Akraneskaupstaðar
voru rúmir 9,4 milljaðar og voru því
samtals rúmum 1,1 milljarði yfir áætl
un ársins. Veltufé frá rekstri hjá sam
stæðu var tæpt 17% af heildartekjum
eða rúmir 1,5 milljarðar og er það 910
milljónum betri niðurstaða en fjár
hagsáætlun gerði ráð fyrir. Handbært
fé í árslok var tæpur 1,6 milljarður
og lækkaði um 239 milljónir á árinu
vegna mikillar innviðauppbyggingar
í samfélaginu og einnig hafði niður
greiðsla skulda og skuldbindinga áhrif
en þær voru 596 milljónir á árinu.
Framlegðarhlutfall hækkaði veru
lega á milli ára, veltufjárhlutfall er
enn mjög sterkt og skuldahlutfall fer
áfram lækkandi og er 73% í árslok
2021 en var 84% í árslok 2020. Eigin
fjárhlutfall er í árslok 60% og hækk
ar um 1%.
Niðurstaða ársreikningsins er veru
lega ánægjuleg. Þessi afar góða niður
staða er til komin vegna ábyrgrar
og traustrar fjámálastjórnar. Á árinu
2021 jukust skatttekjur Akraneskaup
staðar um 516 milljónir frá fyrra ári,
framlög Jöfnunarsjóðs hækkuðu um
296 milljónir frá fyrra ári og aðrar
tekjur jukust um 460 milljónir á milli
ára.
Rekstur málaflokka var í takti við
fjárhagsáætlun. Heildareignir í lok árs
námu samtals rúmum 15 milljörðum
króna og hækkuðu um 706 milljón
ir króna milli ára. Heildarskuldir og
skuldbindingar námu samtals rúm
um 6,5 milljörðum króna og hækk
uðu um 68 milljónir króna á milli ára.
Langtímaskuldir lækkuðu um 138
milljónir króna, lífeyrisskuldbinding
hækkaði um 141 milljón króna vegna
áhrifa hækkunar lífaldurs á lífeyris
réttindi og skammtímaskuldir hækk
uðu um 66 milljónir króna. Rekstr
arafgangur ársins var jákvæður um
507 milljónir króna fyrir A hluta og
jákvæður um 71 milljón króna fyrir
B hluta. Sérstaklega ánægjulegt er að
sjá mikinn viðsnúning í rekstri Höfða
hjúkrunar og dvalarheimilis á árinu
2021. Rekstrarniðurstaða Höfða var
jákvæð um rúmar 65 milljónir króna
á meðan áætlun ársins gerði ráð fyr
ir rúmlega 14 milljón króna neikvæðri
niðurstöðu.
Ábyrg fjármálastjórn skapar svig
rúm til þess að lækka álögur en á sama
tíma bæta þjónustu. Á þessu kjör
tímabili hefur álagsprósenta á íbúð
ar og atvinnuhúsnæði verið lækkuð
töluvert og þegar borin eru saman
sveitarfélögin á SV horni landsins
kemur kaupstaðurinn mjög vel út. Sú
rekstrarniðurstaða sem nú hefur ver
ið kynnt gefur okkur tækifæri til að
halda áfram á sömu braut. Að hafa
burði til þess að lækka álögur á íbúa
og fyrirtæki á sama tíma og fram fer
gríðarlega öflug innviðauppbygging
endurspeglar sterka stöðu bæjarfé
lagsins.
Samfélag í sókn
Á síðasta ári voru fjárfestingar hjá
Akraneskaupstað rúmur milljarður
króna og óhætt er að segja að mik
ið uppbyggingarskeið sé hafið inn
an samfélagsins. Meðal helstu fram
kvæmda á árinu 2021 voru að 221
milljón króna var sett í
nýja þjónustumiðstöð við
Dalbraut en þar er starf
semi Feban til húsa og
sem stendur bæjarskrif
stofur Akraneskaupstað
ar. Rúmar 200 milljónir
voru settar í uppbyggingu
á nýjum leikskóla í
Skógarhverfi. Þegar sú
glæsilega bygging verð
ur tilbúin munu vinnu
aðstæður starfsmanna og
nemenda í leikskólum bæjarins batna
verulega en einnig mun aukið svig
rúm verða til að lækka inntökuald
ur barna í leikskóla bæjarins. Fjár
magn að upphæð 116 milljónir fór í
breytingar á Grundaskóla, m.a. vegna
loftgæðamála. Auk þessa var fjármagn
sett í endurbætur á götum bæjarins, í
nýframkvæmdir í gatnagerð og gang
stíga, í uppbyggingu íþróttamann
virkja og í Reiðhöll Dreyra svo fátt
eitt sé nefnt.
Í fjárfestinga og framkvæmda
áætlun fyrir núverandi ár var sam
þykkt að ráðast í umfangsmiklar fjár
festingar upp á rúmlega 2,1 milljarð
króna. Stærstu fjárfestingarverkefn
in á þessu ári eru uppbygging sam
félagsmiðstöðvar að Dalbraut, upp
bygging íþróttamannvirkja á Jaðars
bökkum, endurbætur á skólahús
næði og bygging nýs leikskóla í
Skógarhverfi. Jafnframt er gert ráð
fyrir að byggja nýjan þjónustukjarna
fyrir fatlaða, byggja nýtt áhaldahús og
auk þessa sem úthlutað verður lóðum
í Skógarhverfi 3C og 5 og unnið að
verulegum framkvæmdum í gatna
gerð í Skógarhverfi og Flóahverfi.
Ásamt þessu verður áfram unnið að
mikilvægu viðhaldi eldri gatna.
Af þessari miklu innviðaupp
byggingu má sjá að Akranes er sam
félag í sókn. Unnið er eftir skýrri
framtíðarsýn með það að markmiði
að gera góðan bæ að enn betri bæ.
Höldum áfram metnaðarfullu upp
byggingarstarfi á traustum grunni.
Við erum hvergi nærri hætt.
Að setja X við B er að setja X við
enn betri stað til að búa á.
Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæj-
arráðs á kjörtímabilinu 2018 – 2022
og núverandi oddviti Framsóknar og
frjálsra og skipar 7. sæti á lista í kom-
andi sveitarstjórnarkosningum.
Ragnar Sæmundsson, formaður
skipulags- og umhverfisráðs á kjör-
tímabilinu 2018 – 2022 og skipar 1.
sæti á lista Framsóknar og frjálsra í
komandi sveitastjórnarkosningum.
Við erum á réttri leið – Höldum áfram