Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 89. tölublað . 110. árgangur .
ÓLAFUR DARRI
Í HÓPI ÞEKKTRA
LEIKARA
KVIKMYNDA-
LISTIN ALLT-
AF HEILLAÐ
INGA WEISSHAPPEL 12NAPÓLEONSSKJÖLIN 6
Morgunblaðið/Eggert
Gleðilega páska!
_ „Viðbrögðin hafa ekki látið á sér
standa. Bæði höfum við fengið fleiri
fyrirspurnir en einnig hafa ein-
staklingar sótt um lóðir hér eftir að
hafa séð auglýsingarnar, sem er
mjög ánægjulegt,“ segir Lilja Ein-
arsdóttir, sveitarstjóri í Rang-
árþingi eystra. Nokkuð hefur verið
um að sveitarfélög birti auglýs-
ingar á samfélagsmiðlum að und-
anförnu. Þar birtast heillandi sum-
armyndir og fögur fyrirheit um
góða þjónustu. Rangárþing eystra
auglýsir til að mynda að sveitarfé-
lagið sé Íslandsmeistari í logni og
að þar sé að finna hlið að hálendinu.
Fjallabyggð kynnir til leiks sér-
stakan flutningsfulltrúa sem tekur
á móti þeim sem vilja þangað flytja
og greiðir leið þeirra. »22
Auglýsingar um
logn skila sínu
_ Breiðablik verður Íslandsmeist-
ari karla í knattspyrnu árið 2022
samkvæmt spá Morgunblaðsins en í
dag eru birt þrjú efstu liðin í
spánni. Breiðablik fékk samtals 224
stig hjá sérfræðingum blaðsins, Ís-
lands- og bikarmeistarar Víkings
komu næstir með 207 stig og Vals-
menn urðu þriðju með 205 stig.
Íslandsmótið hefst á mánudags-
kvöldið þegar Víkingur fær FH í
heimsókn í fyrstu umferð Bestu
deildar karla en hinir fimm leik-
irnir í umferðinni fara fram á
þriðjudag og miðvikudag. »40
Breiðabliki spáð
meistaratitlinum
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Flóttafólki frá Úkraínu voru kynnt
tæplega sextíu störf fyrir helgi sem á
eftir að ráða í og það hvatt til að
senda inn umsókn. Um er að ræða
fjölbreytt störf sem flest útheimta
sérfræði- og fagþekkingu. Fyrir-
tækið Kerecis stendur fremst í flokki
og áhugi meðal fólksins á að sækja
þar um er gríðarlegur, að sögn
Sveins Rúnars Sigurðssonar, sem
staðið hefur að samræmingu úrræða
fyrir flóttafólk. Samskipasamstæðan
hefur einnig boðið myndarlega at-
vinnupakka þar sem finna má störf
úti um land allt. Þá stendur nú yfir
þýðingarvinna fyrir Alfreð starf-
atorg, og mun það koma til með að
auðvelda flóttafólki að sækja um
starf við sitt hæfi.
Frambærilegt fólk
„Lokamarkmiðið er að hægt sé að
koma fólki í vinnu, við þurfum á fólki
að halda og það er því lykilatriði að
nýta þetta frambærilega fólk til
starfa, fremur en að sjúkdómavæða
það í einsemd uppi á hótelherbergi,“
segir Sveinn.
Sergej K. Artamonov er Úkraínu-
maður búsettur á Íslandi sem sinnir
sjálfboðaliðastarfinu af fullum krafti
ásamt Sveini. Hann bendir á að það
flóttafólk sem hingað er komið sé
flest vel menntað millistéttarfólk
sem viti hvað það vilji gera. „Þetta
eru heimsborgarar með vegabréf
sem hafa margir komið til Íslands
áður á sínum ferðalögum.“
Menntun, tengsl og landkynning
Unnið er að því að koma upp
tveimur kennslustofum með tuttugu
tölvum þar sem fólkið getur sinnt
fjarnámi, sótt ensku- og stærðfræði-
námskeið. Sveinn segir að vonir hafi
staðið um að koma þessu úrræði fyr-
ir í Hótel Sögu, í samvinnu við ríkið,
en það hafi þó gengið brösuglega.
„Við erum á lokametrunum í sam-
ráði við gott fólk, að setja flótta-
mannakvóta á ferðaþjónustufyrir-
tæki fyrir sumarið, þannig að tekin
verði frá ákveðinn fjöldi sæta í hverri
ferð þar sem flóttafólk getur kynnst
landinu endurgjaldslaust.“
Þá vinnur hópur matreiðslumeist-
ara nú að útfærslu á hugmynd sem
lýtur að því að tengja saman íslensk-
ar og úkraínskar fjölskyldur með því
að senda þeim matarpakka til þess
að elda saman og mynda tengsl.
Lokamarkmið
að fólk fái vinnu
- Kerecis og Samskip bjóða flóttafólki fjölbreytt störf
MPáskarnir veiti styrk … »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinna Mikill áhugi er á störfunum.
Ferðaþjónustan Southcoast Advent-
ure á Hvolsvelli hefur að undanförnu
gert út ferðir með rafmagnsbíl upp á
topp Eyjafjallajökuls þar sem heitir
Goðasteinn. Ferðirnar eru vinsælar
og bíllinn hentar vel í verkefnið.
„Reynslan er góð,“ segir Narfi
Hrafn Þorbergsson bílstjóri hjá
fyrirtækinu. Bíllinn er af gerðinni
Jeep Wrangler og var tekinn í notk-
un í desember sl. Hann er 375 hest-
öfl og af því eru 100 hestöfl fengin
með rafmagni. Drægni hverrar raf-
hleðslu á bílinn er um 45 km.
Bíllinn er góður, hefur mikinn
kraft og öflugt tog, eins og þarf í
bröttum brekkum á jöklinum. „Með
tilliti til umhverfissjónarmiða, sem
vega æ þyngra í ferðaþjónustu, er
frábært að vera á bíl sem að hluta til
gengur fyrir endurnýjanlegri orku.
Tvímælalaust er þetta framtíðin,
segir Narfi Hrafn. »10
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eyjafjallajökull Rafmagnsbíllinn á
efsta hjalla og Goðasteinn í baksýn.
Á topp með
rafmagninu
- Jökullinn sigraður