Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
Við erum stolt fyrirtæki í
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Vesturbyggð
Í Vesturbyggð búa tæplega 1.100 manns en mikill þróttur
er í atvinnulífinu. Útflutningsverðmæti af útgerð og laxeldi
á svæðinu nema tugum milljarða á ári hverju og munu um-
svifin að öllu óbreyttu margfaldast á komandi árum.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Afurðir að andvirði tuga milljarða
eru fluttar frá sunnanverðum Vest-
fjörðum og á markaði erlendis á ári
hverju. Tengjast umsvifin ekki síst
ört vaxandi laxeldi en einnig hefð-
bundnum sjávarútvegi sem alla tíð
hefur verið burðarás í atvinnusköp-
un á svæðinu. Barði Sæmundsson,
oftast kenndur við Vélsmiðjuna
Loga, segir horfurnar góðar þótt at-
vinnusvæðið hafi í raun ekki upp-
lifað samdrátt af neinu tagi frá alda-
mótum. Samfélagið hafi tekið við
sér og að fólk flytjist nú á svæðið.
„Árið 2007 voru 25 börn í leik-
skólanum en ég held að þau séu
töluvert yfir 50 núna,“ segir hann.
Fyrirtæki hans hefur lengi þjónust-
að velflest atvinnufyrirtæki á sunn-
anverðum Vestfjörðum og þar
starfa nú 8 menn. Hann segir að
skortur sé á starfsfólki en það hafi
reynst mikið lán fyrir fyrirtæki
hans að haldast vel á öflugu fólki.
Skjöldur Pálmason er eigandi og
framkvæmdastjóri Odda, fisk-
vinnslu- og útgerðarfélags sem um
langan aldur hefur verið stærsti
vinnuveitandi á svæðinu. Oddi gerir
út tvo báta og þarf því að hafa tals-
verðan fjölda sjómanna á sínum
snærum. Hann segir mikinn vöxt í
laxeldinu hafa áhrif á vinnumark-
aðinn og að fyrirtækið finni fyrir
því. Ungir menn sem vilji vera
meira heima við leiti í störf þar sem
vinnutíminn er með öðru móti en í
hefðbundinni útgerðarstarfsemi.
Ítarlegt hlaðvarpsviðtal við Barða
og Skjöld má nálgast á mbl.is og
helstu veitum á borð við Spotify
(Dagmál – kosningar 2022). Þeir
segja að það standi helst atvinnulíf-
inu fyrir þrifum hversu slæmar
samgöngur séu inn og út af svæð-
inu.
„Þetta gerir alla flutninga til
svæðisins og allt miklu dýrara að
vera ekki með neina vegi [...] það er
eins og við séum á eyju en við erum
tengd við Íslands, held ég,“ segir
Barði og þótt tónninn í honum sé
léttur þá býr alvara þar að baki.
Skjöldur þekkir þetta af eigin
raun og segir ljóst að stjórnvöld
horfi í of miklum mæli til þess fjölda
sem býr á svæðinu í stað þess að líta
til þeirra gríðarlegu verðmæta sem
berist þaðan. Áður en laxeldið tók
að byggjast upp hafi byggðirnar
fyrir vestan fengið um þriðjung
þeirra skatttekna sem þar sköp-
uðust til baka. Verðmætin hefðu
margfaldast síðan.
„[...] Það eru háir fjallvegir hérna
og til þess að geta tekið þátt í al-
þjóðlegri samkeppni í fiskvinnslu,
eða útgerð eða laxeldi þá verðum
við að geta komist til útflutnings-
hafnar án þátta sem geta lokað okk-
ur inni vegna ákvarðana stjórnmála-
manna,“ segir Skjöldur. Leggur
hann mikla áherslu á að ný ferja
verði tekin í notkun á leiðinni yfir
Breiðafjörð en auk þess þurfi að
horfa til fleiri þátta. Nefnir hann
eins og Barði að margir af vegunum
á leiðinni suður og einnig þeir sem
tengja byggðirnar saman á Vest-
fjörðum hafi fyrir margt löngu verið
dæmdir ónýtir. Byggja þurfi nýja,
grafa göng en ekki síst að þjónusta
vegina yfir vetrartímann þar sem
þéttbýlisstaðirnir einangrist oft og
tíðum sín á milli yfir vetrarmán-
uðina.
Svæðið á mikið inni að sögn
Barða og Skjaldar. Nefnir sá síð-
arnefndi m.a. að á Patreksfirði hafi
um 1.000 tonn af eldislaxi verið flök-
uð. Það sé innan við 4% af þeim laxi
sem slátrað var. Verðmætaaukn-
ingin við áframvinnsluna nemi um
25%.
Gríðarleg verðmætasköpun
- Laxeldi hefur umbylt efnahagslífi í Vesturbyggð - Skortur á vinnuafli og húsnæði - Gera þarf
gangskör í vegamálum til að tryggja útflutning - Skatttekjur af laxeldi þurfa að renna til byggðanna
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Samtal Barði Sæmundsson í Loga og Skjöldur Pálmason í Odda eru bjart-
sýnir á framtíð Vesturbyggðar. Mikil uppbygging er fram undan á svæðinu.