Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
Snjóa leysir, krókusarnir kíkja
upp úr moldinni eins
og í fyrra og hitti-
fyrra og til margra
ára. Söngur
fuglanna heyrist í
fjarska. Vorboðarnir
eru komnir til að
vera og gleðja okkur
þar til þeir leggjast í
dvala í haust eða
fljúga til fjarlægra
landa.
Við þekkjum takt-
fastan gang árstíð-
anna og ársins.
Kirkjan hefur líka
sinn taktfasta
gang. Kirkjuárið
hefst fyrsta sunnu-
dag í aðventu og
skiptist í tímabil,
hátíðartímabil og
hátíðarlaust tíma-
bil. Nú fögnum við
annarri hátíð
kirkjuársins af þremur, þeirri sem
er undirstaða alls sem er í kirkj-
unni. Án upprisu Jesú væri engin
kristin trú og engin kristin kirkja.
Páll postuli orðar þetta svo í fyrra
bréfi sínu til Korintumanna: „ef
Kristur er ekki upprisinn, þá er
ónýt prédikun okkar, ónýt líka trú
ykkar.“
Boðskapur upprisunnar er skýr.
Á páskum fögnum við
sigri lífsins. Dauðinn
hafði ekki síðasta orð-
ið. Ofbeldið sigraði
ekki. Hæðnisglósur
viðstaddra misstu
marks. Niðurlægingin
bugaði ekki. Kristinn
upprisuboðskapur seg-
ir okkur að allt verði
nýtt. Að alltaf sé von í
öllum aðstæðum. Að
við fáum hlutdeild í
upprisu Krists, því
hann hefur tekið okkur
að sér, í lífi og í dauða.
„Ég lifi og þér munuð
lifa,“ sagði hann við
hrygga vini sína. Þessi
boðskapur huggar og
veitir von þeim er miss-
ir.
Páskarnir og boð-
skapur þeirra færir
gleði inn í mannlegt líf
og samfélag. Birta páskasólarinn-
ar yljar og lýsir inn í allar aðstæð-
ur lífsins. Margir eru nú á faralds-
fæti, á skíðum, í sumarbústað, á
meðan aðrir halda sig heima og
njóta frídaganna sem gefast um
hátíðina. Hið þéttriðna net kirkna
og kirkjunnar þjóna um land allt
tryggir að hvar sem við erum og
hvert sem við förum eða förum
ekki er upprisuboðskapurinn flutt-
ur í næsta nágrenni. Boðskapurinn
sem vinkonur Jesú fluttu fyrstar
allra í heimi hér til lærisveinanna.
Þeim var trúað fyrir því og vegna
þeirra barst boðskapurinn um víða
veröld og hefur haft mótandi áhrif
á einstaklinga og samfélög.
Þær konur, María Magdalena,
María móðir Jakobs og Salóme
hafa verið kristnum konum heims-
ins á öllum tímum fyrirmynd og
hvatning til að boða kristna trú í
orði og í verki. Feta þannig í fót-
spor Jesú, koma fram við aðra eins
og hann gerði, lækna, hvetja, lifa í
frelsi og elska Guð og náungann
eins og sjálfan sig.
Undanfarnar vikur hefur flótta-
fólk frá Úkraínu leitað skjóls hér á
landi. Fjölmargir sjálfboðaliðar
hafa tekið á móti þeim og lagt
þeim lið við að koma sér fyrir í
nýju landi með öllu sem því fylgir.
Fæði, klæði og húsnæði eru
grunnþarfir en fleira þarf til að
fóta sig í nýju landi. Komið hefur
verið upp leikskóla fyrir börnin og
það á fleirum en einum stað. Þar
hefur þjóðkirkjan lagt lið sem og á
fleiri sviðum því hlutverk kirkj-
unnar er ekki eingöngu að boða
trú með orðum heldur einnig að
sýna trú í verki.
Eins og lífið í náttúrunni kvikn-
ar á vorin og verður okkur sýnilegt
í litglöðu blómunum sem brjótast
upp úr moldinni og grasinu sem
grænkar, færa páskarnir okkur
nýtt líf. Líf í gleði. Líf í von. Líf í
trú. Líf í kærleika.
Kirkjan til fólksins
Páskarnir færa
okkur nýtt líf
Agnes M.
Sigurðardóttir
Höfundur er biskup Íslands.
Agnes M.
Sigurðardóttir
Boðskapur
upprisunnar er
skýr. Á páskum
fögnum við
sigri lífsins.
Vorið Nýtt líf í náttúrunni
kviknar á vorin.
Fólk 67 ára og
eldra er nú nálægt 45
þúsund að tölu. Um 10
til 15 þúsund manns
stefna hraðbyri í að
ganga inn í þennan
hóp. Á næstu árum
munu 60 þúsund
manns hafa beina
hagsmuni af stefnu
stjórnvalda um fjár-
hagslega umgjörð
þessa þjóðfélagshóps,
ekki síst eins og hún birtist í lögum
um almannatryggingar og lögum
um tekjuskatt.
Ónógur árangur af
baráttu fyrir bættum
kjörum eldri borgara
Á umliðnum árum hefur maður
gengið undir manns hönd í baráttu
fyrir bættum kjörum
eldra fólks. Þessi bar-
átta hefur ekki síst
verið háð af hálfu dug-
mikilla sjálfstæðra
baráttujaxla og í söl-
um Alþingis. Fyrir
kosningar má heyra
faguryrði um bætt
kjör en eftir kosningar
sýnast fyrirheitin hafa
skyndilega hrokkið
fyrir ofurborð.
Eina breytingin sem
kynnt hefur verið felst
í að hækka úr 100 í 200 þúsund
krónur tekjuviðmið almanna-
trygginga. Þessi breyting mælist
vart nema undir smásjá. Fræði-
menn hafa rökstutt að hún sé ríkis-
sjóði að kostnaðarlausu og hún tek-
ur aðeins til þröngs hóps. Þetta
hrekkur of skammt, herða þarf
róðurinn. Réttlát og sanngjörn úr-
ræði til að bæta kjör eldri borgara
eru fyrir hendi.
Eldra fólki eru engin grið gefin
þegar kemur að skattlagningu fyrir
vinnu. Aldraður einstaklingur sem
vill bæta hag sinn með vinnu má
nú hafa 200 þúsund krónurá mán-
uði áður en ellilífeyririnn er skert-
ur. Eftir það eru hirtar 45 krónur
af ellilífeyrinum fyrir hverjar 100
tekjukrónur. Svo er skatturinn,
milliþrep hans er um 38%. Þegar
saman koma skerðingar og skattar
heldur einhleypingur eftir 27 krón-
um af hverjum 100 sem hann vinn-
ur sér inn. Ef hann er í sambúð
heldur hann eftir 35 krónum af
100. Hálaunamaður á besta aldri
heldur eftir 54 krónum af síðustu
100 krónunum sem hann vinnur sér
inn. Engum dytti í hug að mæla
fyrir 65-73% skattþrepi eins og hér
er raunin gagnvart fólki sem nýtur
lífeyris úr almannatryggingum.
Persónuafsláttur tekur ekki mið
af launaþróun. Árið 2020 var hann
54.628 krónur á mánuði, 2021 lækk-
aði hann í 50.792 á mánuði og í ár
er hann 53.916 á mánuði og lægri
en árið 2020. Þetta atriði eitt út af
fyrir sig felur í sér hækkun skatta
milli ára og á við um alla greiðend-
ur tekjuskatts.
Skerðingar vegna lífeyris
tekna vaxa ár frá ári
Bætur almannatrygginga skerð-
ast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði
um 45%. Aðeins 25 þúsund krónur
af lífeyristekjum eru undanþegnar.
Þessi fjárhæð, svo naumleg sem
hún var ákveðin á Alþingi 2016,
hefur ekki breyst frá þeim tíma
enda þótt laun og verðlag hafi
hækkað. Fjárhæðin ætti nú að vera
35 þúsund krónur ef miðað er við
launavísitölu. Lífeyrisréttindi áunn-
in með greiðslu iðgjalda á starfs-
ævinni eru gerð upptæk bótalaust.
Óbreytt viðmiðunarfjárhæð þýðir á
mæltu máli vaxandi skerðingu ár
frá ári.
Lífeyrir almannatrygginga
skertur ár frá ári
Fjárhæð lífeyris almannatrygg-
inga er ákveðin árlega. Þrátt fyrir
ákvæði 69. greinar laganna að
ákvörðun þeirra skuli taka mið af
launaþróun, þó þannig að þær
hækki aldrei minna en verðlag
samkvæmt vísitölu neysluverðs,
sýnist föst regla að hækkunin held-
ur ekki í við launaþróun. Ákvarð-
anir í þessu efni fara fram á vett-
vangi fjármálaráðuneytis og eru
ógagnsæjar um annað en þá reglu
að víkja frá skýrum lagafyrirmæl-
um. Þessi háttur, að lífeyrisgreiðsl-
ur fylgi ekki launaþróun, felur í
raun í sér skerðingu á greiðslum ár
frá ári og aukinn tekjumun. Við
þessar skerðingar búa aldraðir
meðan laun í opinbera geiranum
fara ört hækkandi að ekki sé talað
um hástökkin í kjörum ýmissa
hópa.
Lífskjarasamningar ná
ekki til eldra fólks
Eldra fólki var ekki tryggt að
það fengi að njóta umsaminnar lífs-
kjarahækkunar sem var árið 2021
15.750 krónur á mánuði og frá árs-
byrjun 2022 17.250 krónur á mán-
uði. Aldraðir fengu ekki eins og ör-
yrkjar aukalega desemberuppbót
síðustu tvö ár, sem nam 50 þúsund
krónum árið 2020 og 53 þúsund
krónum 2021. Tómlæti stjórnvalda
kemur kannski út af fyrir sig ekki
á óvart en ef til vill mætti spyrja
um hlut verkalýðshreyfingar þar
sem hér eiga í hlut fyrrverandi fé-
lagsmenn í stéttarfélögum á vinnu-
markaði.
Ofsköttun séreignasparnaðar
Öll þessi atriði sem að ofan eru
rakin eru vel þekkt og mætti telja
fleiri ef rúm væri til. Vert er að
nefna hina sérkennilegu skattlagn-
ingu séreignasparnaðar sem undar-
lega hljótt hefur verið um. Ríkið
stuðlar að séreignasparnaði með
skattafslætti. Slíkir skattafslættir
eru þekktir, t.d. afsláttur vegna
kaupa á hlutabréfum, afslættir til
fyrirtækja sem vilja reka stóriðju-
ver hér á landi eða taka upp kvik-
myndir eða sjónvarpsþáttaraðir í
íslensku umhverfi. Skattafslættir
leiða í þessum tilfellum ekki til sér-
stakrar skattkröfu síðar. En gagn-
vart eldra fólki þykir hæfa að hafa
uppi skattkröfu og hana ósmáa.
Hún felst í að skattleggja séreign-
arsparnað eins og hann væri launa-
tekjur. Hann er það ekki. Hann er
eign sem stendur saman af sparn-
aðargreiðslum og ávöxtun þeirra.
Miðstig tekjuskatts er sem næst
38%, skattur af fjármagnstekjum
er 22%. Allir sjá muninn. Hvaða
þjóðfélagshópi öðrum en eldra fólki
væri boðið upp á að ganga svo
nærri eignum þeirra í skjóli skatta-
fúsks?
Eftir Ólaf Ísleifsson »Réttlát og s
anngjörn úrræði
til að bæta kjör eldra
fólks blasa við.
Ólafur Ísleifsson
Höfundur er hagfræðingur
og fv. alþingismaður.
olafurisl@outlook.com
Úrræði til að bæta kjör eldri borgara
Fjarðabyggð, aust-
asta sveitarfélag lands-
ins og það tíunda fjöl-
mennasta,
samanstendur af sjö
byggðakjörnum frá
Mjóafirði í norðri til
Breiðdalsvíkur í suðri.
Auk þess eru Neskaup-
staður, Eskifjörður,
Reyðarfjörður, Fá-
skrúðsfjörður og
Stöðvarfjörður hluti af sveitarfélaginu.
Í Fjarðabyggð er fjölbreytt og öflug
atvinnustarfsemi, þar eru hæstu með-
altekjur landsins og fjórðungur vöru-
útflutningsverðmæta þjóðarinnar
verður þar til. Í sveitarfélaginu eru öfl-
ugir leikskólar, grunnskólar, tónlistar-
skólar og fjölbreytt íþróttastarf, þar
eru sex sundlaugar og sami fjöldi
íþróttahúsa. Menningarstarf er blóm-
legt og fjöldi áhugaverðra safna. Á
svæðinu er einstök náttúrufegurð og
fjöldi gönguleiða við
allra hæfi. Næg atvinna í
boði og einstakt að ala
upp börn í nálægð við
náttúruna, mannlífið og
menninguna.
Þessi pistill gæti
mögulega verið upphaf
kynningar, eða „sölu-
ræðu“ fyrir sveitarfélag-
ið en það er einmitt eitt
af því sem upp á hefur
vantað undanfarin ár.
Mikilvægt er að gera
bragarbót þar á, kynna
svæðið og efla ímynd sveitarfélagsins.
Ég er viss um að mörgum utan fjórð-
ungsins er ekki kunnugt um margar
þeirra staðreynda sem hér eru taldar
upp, hvort sem snýr að atvinnutæki-
færunum eða þeim byggðarlögum sem
sveitarfélagið samanstendur af.
Það skyldi ávallt vera okkar mark-
mið að gera betur og ná lengra. Mögu-
leikarnir eru fjölmargir. Við þurfum
að koma Fjarðabyggð almennilega á
kortið, í ræðu og riti, í orði og á borði.
Margt höfum við fram að færa og ætt-
um að vera háværari og ætla okkur
rými í öllu tilliti. Slíkt gerist ekki af
sjálfu sér, sama á við um sveitarfélög
og allan annan rekstur; vinna þarf
markvisst að kynningu og markaðs-
setningu til að tryggja uppgang og
bæta rekstur til frambúðar. Slíkt mun
gagnast framtíðinni, fjölga störfum,
auka fjárfestingar, fjölga atvinnutæki-
færum og íbúum, byggja upp ferða-
þjónustu og skapa enn fleiri og fjöl-
breyttari tækifæri.
Kjósum betri Fjarðabyggð, kjósum
Sjálfstæðisflokkinn!
Eftir Sigurjón
Rúnarsson » Við þurfum að koma
Fjarðabyggð
almennilega á kortið,
í ræðu og riti, í orði
og á borði.
Sigurjón Rúnarsson
Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar
6. sætið á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Fjarðabyggð.
Fjarðabyggð úr felum