Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 48
Fritz Hendrik IV opnaði í gær sýningu í galleríinu Út-
hverfu á Ísafirði og ber sú yfirskriftina Skrölt/A Sad
Scroll og stendur yfir til 15. maí. „Stefnulausir fingur
sítengdir í strekkt taugakerfi þysja og skrolla endilagt.
Taktfastar strokurnar upptendraðar af síendurnýjuðum
samhengislausum myndum sem
þær knýja fram. Líkt og ef um
dans í kringum bál væri að
ræða skröltir og brakar í þeim
er þeir ljóstillífa í hring-
iðunni,“ segir um sýninguna í
tilkynningu. Fritz er íslenskur
myndlistamaður, býr og starfar
í Reykjavík og hefur meðal ann-
ars haldið einkasýningar í
Kling og Bang og Bær-
um Kunsthall í Noregi
auk þess að hafa tekið
þátt í fjölda samsýn-
inga hér á landi og
erlendis.
Fritz Hendrik IV sýnir Skrölt/A
Sad Scroll í Úthverfu á Ísafirði
LAUGARDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.330 kr.
Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn eru komnir í und-
anúrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir sigur á
Grindvíkingum á útivelli í gærkvöld, 90:86. Þór vann
einvígið 3:1 og mætir Val í undanúrslitum. Það skýrist
síðan annað kvöld hvort það verður Tindastóll eða
Keflavík sem mætir Njarðvík í hinu einvígi undanúrslit-
anna. »41
Íslandsmeistararnir í undanúrslit
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lengi hefur verið rætt um mikilvægi
þess að reisa hús til minningar um
sálmaskáldið séra Einar Sigurðsson
í Eydölum (1538-1626), en minnis-
varði um hann var vígður við kirkj-
una eystra 1986. „Þessi umræða hef-
ur legið niðri í covid en það er ekki
bara einkamál Breiðdælinga að séra
Einari verði gert hátt undir höfði
heldur er þetta þjóðþrifamál,“ segir
sr. Gunnlaugur S. Stefánsson, sókn-
arprestur í Heydölum í Austfjarða-
prófastsdæmi 1986 til 2020.
Þegar Gunnlaugur lét af embætti
afhenti hann bókasafninu á Stöðv-
arfirði og bókasafninu á Breiðdals-
vík allar útfararræður sem hann
flutti um látna íbúa á svæðinu. „Í
þessum ræðum eru ættarsögur og
ýmsar heimildir sem ekki er haldið
til haga annars staðar,“ segir hann.
Bætir við að hann hafi talið að í ræð-
unum væri ýmislegt í sögu fólksins í
byggðarlaginu sem gæti skipt máli,
þótt síðar væri, og mikilvægt að það
hefði aðgang að þessum gögnum.
Samhugur í sveitinni
Í minningarorðum um Guðjón
Sveinsson, sem andaðist 21. ágúst
2018, rifjar Gunnlaugur upp að Guð-
jón hafi dregið vagninn í þeirri
ákvörðun að reisa sr. Einari Sig-
urðssyni minnisvarða við hlið Hey-
dalakirkju haustið 1986 eftir að
„nánast algjör þögn“ hafi verið um
minningu sálmaskáldsins um langa
tíð. Jólasálmurinn „Nóttin var sú
ágæt ein“ eftir sr. Einar hafi birst í
fyrstu útgáfu Vísnabókarinnar 1612,
Sigvaldi Kaldalóns hafi samið lag við
sálminn 1940, hann verið fyrst í
sálmabókinni 1945 og allar götur síð-
an en ekki verið á nær hvers manns
vörum fyrr en Guðjón hafi vakið at-
hygli sr. Emils Björnssonar, þáver-
andi dagskrárstjóra Sjónvarpsins, á
málinu og boðið honum að flytja
erindi um skáldið við afhjúpunina. Í
kjölfarið hafi sr. Emil látið syngja og
lesa sálminn í dagskrá sjónvarpsins
á aðfangadagskvöldi, það hafi síðan
verið fastur liður með þeim árangri
að vöggukvæði sr. Einars væri einn
ástsælasti jólasálmur þjóðarinnar.
Skömmu áður en Gunnlaugur tók
við prestsþjónustu eystra haustið
1986 hitti hann séra Emil og rifjar
nú upp kveðjustundina. „„Haltu
minningu séra Einars hátt á lofti og
hafðu um það samráð við Guðjón
skáld. Hann veit mest um séra Ein-
ar,“ sagði hann við mig.“ Kveðjuorð-
in hafi síðan fylgt sér og hann hafi
meðal annars staðið fyrir sérstakri
Einarsvöku í kirkjunni á hverju vori
2010 til 2019. „Draumur okkar hefur
verið að byggja hús tengt kirkjunni,
Einarsstofu, til minningar um séra
Einar.“ Það yrði um leið safnaðar-
heimili og menningarstofa. Þegar
hann hafi leyft Egilsstaðabæ að urða
sorp í landi Heydala hafi hann
ákveðið að greiðslan, að núvirði rúm-
lega 20 milljónir króna, færi í sjóð til
þess að reisa umrætt hús, en skóflu-
stunga að því yrði ekki tekin fyrr en
búið væri að fjármagna það að fullu.
Þegar arðskrá vegna Breiðdalsár
hafi verið endurskoðuð hafi framlag
til Heydala nær tvöfaldast og þá hafi
hann ákveðið að hækkunin færi í
sjóðinn. Hákon Hansson dýralæknir
hafi sett óskert oddvitalaun sín í
sjóðinn í fjögur ár og það sé senni-
lega einsdæmi.
Hákon leggur áherslu á þátt
Gunnlaugs í málinu. 2010 hafi hann
átt frumkvæði að því að að setja
saman áhugamannahóp til að vinna
að byggingu Einarsstofu í Heydöl-
um. Þjóðþekktir einstaklingar hafi
komið fram á árlegum Einarsvökum
og þar hafi verið flutt ný lög við
sálma sr. Einars eftir tónskáldin
Finn Torfa Stefánsson og Daníel
Arason. Grunnteikningar hafi verið
gerðar og ráðist í fornleifakönnun.
Gunnlaugur segir að nú þurfi
menn að bretta upp ermar. „Ef
Breiðdælingar ráðast ekki í verkið
gerir það enginn,“ segir hann og
áréttar mikilvægi þess að þjóðin
leggist á árarnar. „Séra Einar er
burðarmaður í menningarsögunni.“
Einarsstofa þjóðþrifamál
- Vilja reisa hús í Heydölum til minningar um sálmaskáldið
Ferill Gunnlaugur Stefánsson var sóknarprestur í Heydölum 1986 til 2020.
Ljósmynd/Hákon Hansson
Heydalir Hugmyndin er að tengja Einarsstofu við kirkjuna.