Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Gleðilega páska Enginn aukakostnaður fyrir seljendur. Myndatökur, auglýsingar o.fl. allt innifalið í söluþóknun Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 eignasala@eignasala.is Júlíus M. Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 julli@eignasala.is Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 bjarni@eignasala.is P áskahátíðin kom með kristni og á sér enga norræna fortíð eins og jól- in – en ber samt í sér forneskjuna. Páskarnir eru svo fornir að þeir falla illa að því kristna tímatali sem við þekkjum og styðjumst við í símunum. Hin „nútímalega“ skilgreining er að páskum skuli fagnað fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir 21. mars. Í þessu er fólgin önnur skynjun á tímanum en okkur er töm. Í fyrsta lagi miðast hún við vikutal, eins og þegar talið var í vikum sumars og vetrar, útfrá sumardeginum fyrsta og fyrsta vetr- ardegi. Í öðru lagi er tekið mið af hreyf- anlegum tunglmánuðum, eins og enn er gert í íslam. Í þriðja lagi er fasti punkturinn 21. mars. Nútímafólk gæti átt það til að klóra sér í höfðinu yfir 21. mars. Sá dagur er viðmið- unardagur fyrir vorjafndægur – sem getur verið á bilinu 19.-22. mars – en er okkur svo fjarri að við þurfum að fletta upp í Almanaki Háskólans til að vita hvenær það er – eða gúgla. Hvernig má það þá vera að löngu fyrir tölvu- og bókaöld hafi helsta vorhátíð fyrir botni Miðjarðarhafs verið miðuð við slíkt fyrirbæri? Þar kemur að iðkun elstu vísinda mannsins, að fylgjast með og skilja gang Sólar, Mána og reikistjarnanna fimm innan í himinfesting- unni sem hvelfist yfir okkur. Við jafndægur á vori og hausti kemur sólin upp í austri og sest í vestri en þær höfuðáttir, auk norðurs og suðurs, eru eitt það fyrsta sem upplýstir fornmenn fundu á sjóndeildarhring sínum, ásamt þeim stöðum sem sólin kom upp og settist á við sumarsólstöður og vetrarsólhvörf. Víða um heim voru reist flókin mannvirki í forneskju til að festa þessar höf- uðáttir og vendipunkta ársins í sessi – til að fylgjast með tímanum. Mikilvægi vorjafndægurs sést af því að staða sólarinnar á vorjafndægri, miðað við sali hennar á himinfestingunni, er kölluð vorpunktur og hefur sá punktur verið á hægri ferð í gegnum Fiskamerkið undanfarin 2000 ár – og kallast það tímaskeið sem byrjaði við fæðingu frelsarans og fiskimannsins öld fiskanna. Nú er vorpunkturinn að færast yfir í Vatnsberann og þá tekur nýr heimsaldur við eins og fólk þekkir úr söngleiknum Hárinu. Þegar kristnin breiddist um löndin ríkti ekki full eining um tímasetningu páskahátíðarinnar; vorjafndægrið mjakaðist til á dagatalinu og hátíðin var ýmist haldin á fullu tungli eða næsta sunnudag á eftir. Það var ekki fyrr en á kirkjuþinginu í Níkeu árið 325 sem þetta komst á hreint og 21. mars var festur sem viðmið. Það varð síðan verkefni lærðra manna að fylgja þessu eftir eins og sjá má af því að elsta íslenska handritið er páskatafla í handrit- inu AM 732 a VII 4to – sem sýnir hvenær páskarnir lenda á árunum 1121- 1595. Af öllum uppsöfnuðum lærdómi mannkynsins sem Íslendingum stóð til boða að afrita og þýða á bækur sínar í upphafi kristni þótti þeim mik- ilverðast að vita hvenær páskarnir yrðu næstu fimm aldirnar. Gleðilega páska! „Jólin vara fram að páskum … inn á milli kemur fastan“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Páskataflan frá dögum Ara fróða í AM 732 a VII 4to, elsta íslenska handritinu. N ú í dymbilvikunni birtist lesandabréf hér í blaðinu þar sem sagði að það væri „hefð“ hjá fréttastofu ríkisútvarpsins að „birta reglulega „frétt“ um fækkun í kirkjunni“. Venjulega birtist fréttin nálægt stórhátíðum, ferm- ingum eða jólum. Þá sagði í bréfinu að nýlega hefði verið sagt í útvarpinu: „Enn fækkar í þjóðkirkjunni“. Taldi bréfritari að þar hefði verið vísað til 230 manna fækkunar frá nóvember. Þótti honum það ekki fréttnæmt. Fjöldi fólks hefði dáið síðan í nóvember, flestir aldraðir og vænt- anlega í kirkjunni. Þá hefði einnig verið sagt frá „ein- hverri fækkun“ meðal kaþólskra og spurði bréfritari hvort einhverjir Pólverjar hefðu ef til vill flutt til Póllands. Bréfritari leit á þessar fréttir sem tilraun til að nið- urlægja „íslenska kirkju“ og spurði hvort ekki væri um leið komið höggi á þjóðina. Þarna er hreyft sjónarmiði sem á víða hljómgrunn. Við- horfin kunna að vera kynslóðabundin. Mörgum sem kynntust því í æsku að á hátíðarstundum væru ungir skólanemendur leiddir í kirkju af kennurum sínum þykir erfitt að samþykkja að ekki megi leggja rækt við kristna þjóðar- og menningararfinn á sama hátt lengur. Það sé fráleitt að prestar og boðendur kristinnar trúar eigi ekkert erindi í skóla og kennarar eigi ekkert erindi í kirkjur með nemendum sínum. Rof milli kirkju og menntunar er einfaldlega uppbrot á því sem lagði grunn að nútímalegu þjóð- félagi á Íslandi og tryggði að ís- lenskan hefur um aldir verið rit- og talmál þjóðarinnar. Nægir að líta til sögu Færeyja og minnast þess að þar gerðu dönsk yfirvöld allt til að uppræta færeysku og lagt var bann við að hún væri notuð í kirkjum. Við Íslendingar metum Rasmus Kristian Rask mikils fyrir að hafa árið 1811 sent frá sér bók þar sem hann fyrstur manna setti fram málfræði íslenskunnar og „gaf þar með íslenskri tungu nýja stöðu“ eins og segir í ævi- sögu Rasks eftir Kirsten Rask sem Hið íslenska bók- menntafélag gaf út í þýðingu Magnúsar Óskarssonar árið 2019. Þar segir að Rask hafi ekki aðeins komið íslensku á heimskort tungumálanna heldur einnig beinlínis skipað henni á stall „sem móður norrænna mála“. Þar stóð fær- eyska næst íslenskunni og síðan dalska, það mál sem talað er í Dölunum í Svíþjóð, því næst hin eiginlega sænska, norska og loks danska. Í bókinni um íslensku málfræðina fjallar Rask fyrstur manna um færeysku á prenti og eignuðust Færeyingar þá „eitthvað sem líktist málfræði á þeirra eigin tungu“. Á þessum árum voru ekki neinar útgefnar bókmenntir á færeysku en Rask sá til þess að fyrsta kvæðið var prentað á færeysku árið 1814. Þá höfðu Íslendingar skrifað á eigin tungu öldum sam- an og átt málfræðiritgerð allt frá síðari hluta 12. aldar. „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu“ dregur nafn sitt af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt mál í handriti sem kallað hefur verið Ormsbók Snorra- Eddu. Höfundur er ókunnur en er jafnan nefndur „fyrsti málfræðingurinn“ þar sem ritgerðin er hin elsta um ís- lenskt mál sem varðveist hefur, segir Guðrún Kvaran pró- fessor á vísindavef Háskóla Íslands. Hún segir markmið höfundar „að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur hljóð séu í ís- lenska hljóðkerfinu en hinu latneska“. Ritgerðin sé því ómetanleg heimild um sögu íslenska hljóðkerfisins en einnig um ritun manna á 12. öld og þau vandkvæði sem við var að etja. Íslensk tunga hefði aldrei lifað nema vegna kristni og kirkju. Vonandi hefur ekki verið lagt bann við að fræða nemendur i skólum landsins um þennan mikilvæga þátt íslenskrar sögu. Sé slíkt bann í gildi er jafnframt lokað á nauðsynlega þekkingu til að skilja samtímann og njóta hans. Þeir sem fræðast ekki um slíka grunn- þætti öðlast ekki skilning á fjöl- mörgu sem einkennir umræður á líðandi stund og gefur þeim gildi. Þeir fara auk þess á mis við inntak mestu listaverka mannsandans. Á tímum kaþólskunnar urðu stundum hörð átök milli kirkju- legra og veraldlegra höfðingja. Siðaskiptin bundu enda á þau. Konungur tók sér stöðu kirkju- höfðingjanna og lagði undir sig eignir kirkjunnar. Samkomulag frá árinu 1997 um ráð- stöfun kirkjueignanna varð síðan grundvöllur fjárhags- legra samskipta ríkis og kirkju í samtímanum og stuðlaði að þeirri skipan sem nú er. Viðbótarsamningur við kirkjujarðasamkomulagið var gerður í september 2019 þar sem segir meðal annars að þjóðkirkjan hafi sjálfstæðan fjárhag, beri fulla ábyrgð á eigin fjármálum og ákveði sjálf fjölda starfsmanna sinna. Þjóðkirkjan hafi sjálfstæða heimild til hvers konar tekju- öflunar umfram framlagið og standi sjálf straum af kostn- aði við rekstur sem sé umfram greiðslur ríkissjóðs. Mörgum andstæðingum þjóðkirkjunnar er illa við að henni sé búið þetta fjárhagslega öryggi. Hafa stjórn- málamenn engu að síður staðið vörð um það. Í upphafi var vitnað til bréfs sem birtist hér í blaðinu 12. apríl þar sem varað var við niðurlægingu kirkjunnar. Sama dag birti biskupsritari, Pétur Georg Markan, bak- þanka í Fréttablaðinu, óhróður um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Ráðamaður þjóðkirkjunnar byrjar nýjan kafla í kirkju- sögunni, blandar sér beint í flokkspólitískar deilur með árás á fjármálaráðherra og samstarfsflokka hans. Þungi þessara kaflaskipta verður meiri þegar dymbilvikan, helgasti tími kirkjuársins í augum margra, er valin til að kynna stefnubreytinguna. Niðurlægingin birtist í ýmsum myndum. Varðstaðan um þjóðkirkjuna Mörgum andstæðingum þjóðkirkjunnar er illa við að henni sé búið þetta fjárhags- lega öryggi. Hafa stjórn- málamenn engu að síður staðið vörð um það. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Í ágúst 2005 skipulagði ég í Reykjavík ráðstefnu Mont Pe- lerin Society, alþjóðasamtaka frjáls- lyndra fræðimanna. Ráðstefnugest- ir hrifust margir af íslenska Þjóðveldinu, þegar þjóðin átti sér engan konung annan en lögin. Einn gestanna, Michel Kelly-Gagnon í Hagfræðistofnuninni í Montréal, hvatti tvo vini sína, fjármálaráðgjaf- ana Gabriel Stein og John Nugée í Lundúnum, til að skrifa skáldsögu um Þjóðveldið. Nú er hún komin út, Sailing Free: The saga of Kári the Icelander (Frjáls á siglingu: Sagan um Íslendinginn Kára). Fæst hún á Amazon og Kindle og er hin læsileg- asta. Sagan gerist árin 1055-1067. Ragnar er bóndi og farmaður á Snæströnd, sem liggur á norð- anverðu Snæfellsnesi. Móðir hans hafði verið hernumin frá Írlandi, en sjálfur hefur hann óbeit á þræla- haldi. Vinnufólk hans er allt frjálst. Synir hans og Hallgerðar konu hans eru Guðmundur og Kári. Ragnar á kaupskip, knörr, og hann sendir Kára í verslunarferðir suður á bóg- inn, til Kirkjuvogs á Orkneyjum og Jórvíkur á Englandi, og selur hann vaðmál og tennur og húðir rost- unga, en kaupir timbur, járn og vefnaðarvöru. Kári ratar í ýmis æv- intýri, þar á meðal innrás Haraldar harðráða í England 1066, og hann kemst alla leið suður til Lissabon, þar sem hann situr einn vetur. Heima fyrir gengur Guðmundi erf- iðlega að gera upp á milli eiginkonu sinnar Ásu og Jórunnar, dóttur Gunnars goða, en hún er í senn fög- ur og harðbrjósta. Að Ragnari bónda látnum eiga þeir Kári og Guðmundur í deilum við Gunnar goða, en ekki er nóg með, að hann sé yfirgangssamur við granna sína, heldur gerir hann á Al- þingi 1067 bandalag við klerka um að leggja til sérstök gjöld handa kirkjunni í Róm og vill jafnframt, að Ísland sæki skjól til einhvers sterk- ara ríkis. Kári stendur þá upp og flytur snjalla ræðu. Bendir hann á, að þeir konungar, sem hann hafi kynnst á ferðum sínum erlendis, séu ærið misjafnir. Sumir þeirra leggi þung gjöld á þegnana og etji þeim út í mannskæðan hernað. Því sé Ís- lendingum hollast að halda sig við sín gömlu, góðu lög. Að þessu sinni létu goðarnir sannfærast. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ný skáldsaga um Þjóðveldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.