Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. apríl 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
75 ÁRA Guðrún Hlín er fædd 17. apríl
1947 á Akureyri, og verður því 75 ára á
morgun. Hún er alin upp í íbúð skólameist-
ara Menntaskólans á Akureyri við Eyrar-
landsveg þar sem faðir hennar, Þórarinn
Björnsson, gegndi starfi skólameistara í 20
ár. Í barnæsku fór hún á sumri hverju í
sveit á Víkingavatn í Kelduhverfi þar sem
föðurbróðir hennar, Sveinn Björnsson, var
með búskap.
Guðrún Hlín er kennari að mennt og hóf
fyrst að kenna í barnaskólanum á Ak-
ureyri og seinna við Réttarholtsskóla, þar
sem hún kenndi til 1977. Á sumrin var hún
hótelstýra á Hótel Eddu á Akureyri og Hótel Húsavík. Hún starfaði síðar í
nokkur ár hjá fjölskyldufyrirtækinu Innréttingahúsinu, prjónaversluninni
Storkinum en hóf störf hjá IKEA árið 1994 og starfar þar enn í dag.
Guðrún Hlín hefur haldið rækt við Menntaskólann á Akureyri með því að
mæta á útskriftarhátíð skólans þann 17. júní ár hvert frá því hún útskrifaðist
1967 eða í 50 ár, að tveim árum undanskildum. Auk þeirra útskrifta sem hún
sótti í fylgd með foreldrum sínum á skólameistaraárum föður hennar.
Guðrún Hlín er mikill tónlistarunnandi og tíður gestur á klassískum tón-
leikum. Hún er nýkomin frá Zürich þar sem hún fagnaði fæðingu 16. afkom-
andans, Wolfs Karlssonar. Guðrún er frábær amma, hún nýtur samverunnar
með afkomendum og mætir þeim á jafningjagrundvelli, leikur við þau sem
yngri eru og spjallar við þau eldri um málefni líðandi stundar og setur sig inn
í þeirra áhugamál. Hún afþakkar aldrei boð um að fá að gæta barnabarnanna
og flýgur jafnvel milli landa, tekur sér frí frá vinnu eða flytur inn á heimili
þeirra tímabundið til að fari sem best um börnin.
FJÖLSKYLDA Guðrún Hlín giftist 1974 Sigurði Karlssyni, f. 1951. Þau eru
búsett í Vesturbæ Reykjavíkur, en hafa einnig búið á Seltjarnarnesi og tvö
ár í Hellerup í Danmörku. Börn þeirra eru Þóranna, f. 1974, Svanhildur, f.
1976, og Karl, f. 1979. Dóttir Guðrúnar Hlínar frá fyrra hjónabandi er
Margrét, f. 1968. Dóttir Sigurðar er Eva Björg, f. 1974. Barnabörnin eru 15
og eitt barnabarnabarn. Foreldrar Guðrúnar Hlínar voru Þórarinn Björns-
son, f. 1905, d. 1968, skólameistari og Margrét Eiríksdóttir, f. 1914, d. 2001,
píanókennari.
Guðrún Hlín Þórarinsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Margir eru á höttunum eftir nýju
heimili eða nýju starfi. Fljótfærni í þeim efn-
um getur reynst afdrifarík. Þú færð send-
ingu sem yljar þér um hjartarætur.
20. apríl - 20. maí +
Naut Leggðu þig alla/n fram og ekki hafa
áhyggjur neikvæðu umtali. Þú stendur
traustum fótum í tilverunni og það mun ekki
breytast.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Fátt er skemmtilegra en góðar
stundir í faðmi fjölskyldunnar. Það verður
mikið fjaðrafok þegar fréttir berast af fjölg-
un í fjölskyldunni.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Nú ert það þú sem átt að taka frum-
kvæðið og laða svo aðra til samstarfs við
þig. Þú talar fyrir daufum eyrum en það
mun breytast.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli
þessa dagana. Segðu það sem þér býr í
brjósti. Einhverjar tafir verða í umferðinni.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Hugurinn ber þig hálfa leið en flýttu
þér hægt. Gakktu úr skugga um hvað þú átt
og hvað þú skuldar. Síðan getur þú tekið
ákvörðun.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Í dag er gott að ræða við maka og nána
vini um framtíðaráform. Einhver nákominn
sýnir sitt rétta andlit.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Notaðu daginn til þess að
kaupa eitthvað nýtt fyrir heimilið sem mun
endast um aldur og ævi. Hlauptu undir
bagga með vini.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nýttu þér þörfina sem þú virðist
hafa fyrir að skipuleggja líf þitt betur. Sinntu
starfi þínu af kostgæfni því það kemur að
viðurkenningu, þótt síðar verði.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Einhver þér nákominn á bágt
með að skilja framkomu þína. Bíttu á jaxlinn
og haltu áfram hvað sem tautar og raular.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Segðu ekkert nema að vandlega
athuguðu máli því annars gætirðu sært fólk
sem þér þykir vænt um. Gríptu tækifæri
sem þér gefst til að bæta við þekkinguna.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Nú rennur upp gullið tækifæri til
þess að þú getir kynnt mál sem þú berð
mjög fyrir brjósti. Farðu í gegnum allt málið
og þá hlýturðu að finna hvað það er sem
betur mætti fara.
Birgisson. „ Það var mjög áhuga-
verður tími og ég hefði ekki viljað
missa af því að kynnast störfum
Alþingis. En ég verð nú að viður-
kenna að mér fannst ólíkt
skemmtilegra að starfa sem bæj-
arfulltrúi en þingmaður. Sem
bæjarfulltrúi ertu í mikilli nálægð
við íbúana og alla starfsmenn bæj-
arins. Ég var formaður leikskóla-
nefndar í átta ár og það var sér-
lega skemmtilegur tími og
ótrúlegt hve miklu var hægt að
koma til leiðar.
Það var mikill uppgangur í
Kópavogi á þessum árum svo það
þurfti að fjölga leikskólum, lag-
færa eldri skóla og endurgera lóð-
irnar. Það var mjög góð samvinna
milli starfsmanna leikskólanna og
leikskólanefndar en við reyndum
að funda sem oftast í leikskólunum
til að kynnast starfi þeirra. Ég
hafði óskaplega gaman að starfa
með þessu fólki og lærði mikið um
starfsemi leikskólanna. Ég var
líka formaður Lista- og menning-
S
igurrós Þorgrímsdóttir,
fæddist 16. apríl 1947 í
Reykjavík. „Fjölskyldan
bjó á Flókagötunni þeg-
ar ég fæddist og þar
bjuggum við öll mín bernskuár.
Frá 8 ára aldri fór ég á sumrin í
sveit til Marý fóstursystur minnar
og eiginmanns hennar, Bjarna
Kristjánssonar bónda í Neðri-
Hjarðardal í Dýrafirði og var þar
öll sumur þar til ég var 15 ára.
Mér líkaði sveitadvölin sérlega vel
enda fékk ég að vera í öllum úti-
verkum með Bjarna bónda.“
Sigurrós fór í Ísaksskóla, síðan í
Laugarnesskóla en lauk gagn-
fræðaprófi í Austurbæjargagn-
fræðaskólanum. „Eftir að ég gift-
ist seinni manninum mínum
fluttum við í Kópavog og höfum
búið þar síðan.“ Sigurrós fór í Öld-
ungadeildina í Hamrahlíð og tók
stúdentspróf 1985 Þá lá leiðin í
stjórnmálafræði í HÍ og lauk hún
BA-námi 1989. Í beinu framhaldi
fór Sigurrós í fjölmiðlafræði og
lauk þar námi 1991.
Mér bauðst starf haustið 1991
hjá Upplýsingaskrifstofu Evrópu-
sambandsins, London, í tæpt ár
sem ég tók. Það var mjög áhuga-
verður tími og eftir heimkomuna
fór ég að vinna hjá utanríkisráðu-
neytinu við að kynna EES-
samninginn.“ Í kjölfarið skrifaði
Sigurrós bókina „EES Hand-
bókin“ sem kom út 1999.
„Áður en ég fór út var ég farin
að sækja á fundi hjá Sjálfstæðis-
flokknum í Kópavogi og hafa af-
skipti af stjórnmálum.“ Árið 1994
var Sigurrós kosin varabæjarfull-
trúi og fjórum árum síðar, 1998,
varð hún bæjarfulltrúi, bæjarráðs-
maður og forseti bæjarstjórnar
2006-2009. „Árið 2010 ákvað ég að
hætta sem bæjarfulltrúi til að
hleypa nýjum að enda búin að
vera síðan 1994. Samhliða störfum
mínum í bæjarstjórn stundaði ég
mastersnám í stjórnsýslufræðum í
HÍ og lauk því árið 2000 og jafn-
framt var ég ritstjóri Voga, blaðs
sjálfstæðismanna í Kópavogi.“
Sigurrós sat um tíma á Alþingi
sem varamaður fyrir Gunnar
arráðs í fjögur ár og þá sótti mað-
ur visku til þeirra er voru í for-
svari fyrir menningarstofnanir
bæjarins, s.s. Gerðarsafns, Sal-
arins, Bókasafnsins og Náttúru-
fræðistofu. Það er ómetanlegt fyr-
ir bæjarfélagið að eiga svo góða
starfsmenn, ekki aðeins í menn-
ingunni heldur í öllum stofnunum
bæjarins.“ Eftir að Sigurrós hætti
í bæjarstjórn fór hún að vinna fyr-
ir Sunnuhlíðarsamtökin við að
selja og endurkaupa íbúðir sem
samtökin eiga, en það eru um 100
íbúðir ætlaðar fyrir eldri borgara.
Ég var formaður aðalstjórnar
Breiðabliks svo ég fylgist alltaf vel
með starfi Blika. Barnabörn mín
spila núna með HK svo ég fylgist
líka vel með þeim. Ég er einn af
stofnendum Rótarýklúbbsins
Borga sem var stofnaður 2000 og
var kosin annar forseti klúbbsins.
Ég er líka Soroptimisti og hef ver-
ið síðan 1992. Nú sit ég í fram-
kvæmdastjórn Sunnuhlíðarsam-
takanna. Ég stunda líka golf og
veit fátt skemmtilegra en að fara
út á golfvöll og labba 9 eða 18 hol-
ur. Ég verð þó að viðurkenna að
ég er ekki góður golfari en hreyf-
ingin er góð félagsskapurinn enn
betri.
Sigurrós er núna að ljúka við að
skrifa bók um ömmu sína, Katrínu
Pálsdóttur. „Katrín varð ekkja ár-
ið 1925 með níu börn og þurfti oft
að vinna myrkra á milli til að hafa
í þau og á. Hún varð varaformaður
Mæðrastyrksnefndar, einn af
stofnendum Mæðrafélagsins og
fyrsti formaður félagsins og
bæjarfulltrúi 1942-1950 fyrir
Sósíalista í Reykjavík.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigurrósar er Guð-
mundur Ólafsson, f. 23.12. 1938,
rafmagnsverkfræðingur. Þau eru
búsett í Kórahverfinu í Kópavogi.
Foreldrar Guðmundar voru hjónin
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, f. 13.8.
1913, d. 17.8. 1993, og Ólafur E.
Guðmundsson húsgagnasmiður, f.
29.12. 1908, d. 15.2. 1993.
Dóttir Sigurrósar og Guð-
mundar er Kristín Katrín, f. 24.8.
Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnsýslufræðingur – 75 ára
Á Spáni Hluti af stórfjölskyldunni sumarið 2017.
Störf bæjarfulltrúa gefandi
Í Salnum Sigurrós setur Ljóða-
samkeppni Jóns úr Vör árið 2010.
Til hamingju með daginn