Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 40

Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 40
BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik verður Íslandsmeistari karla í fótbolta í annað skipti árið 2022 ef spádómar Morgunblaðsins fyrir Bestu deild karla ganga eftir. Tíu af tuttugu sérfræðingum blaðsins spáðu Blikum meistaratitl- inum í ár og þeir voru nokkuð afger- andi í efsta sætinu á undan Víkingi og Val sem voru næstum því hníf- jafnir í öðru og þriðja sæti. Fjórir spáðu Valsmönnum titlinum og þrír Víkingum, sem þó enduðu tveimur stigum ofar en Hlíðarendaliðið. Gangi þetta eftir verða Breiðablik, Víkingur og Valur í nokkrum sér- flokki í deildinni í ár en fyrirfram virðast þetta verða þrjú líklegustu liðin, enda með mestu breiddina og sterkustu leikmannahópana á papp- írunum, og hafa öll styrkt sig veru- lega í vetur. Blikar hækkuðu rána Breiðablik átti sitt besta tímabil frá upphafi í fyrra, hvað stigasöfnun varðar, og aðeins mögnuð sigur- ganga Víkinga kom í veg fyrir að tit- illinn færi í Kópavog í annað sinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur á tveimur árum náð að koma sínum áherslum í framkvæmd í vel spilandi og kraftmiklu liði sem vill vera með boltann sem mest og gerði það oft listilega vel í fyrra. Frammistaða Blika í Evrópuleikj- unum sýndi líka hve langt þeir eru komnir og „hækkaði rána“ fyrir önn- ur íslensk lið á þeim vettvangi. Blikar misstu sinn aðalmarka- skorara, Árna Vilhjálmsson, til Frakklands og miðjumaðurinn öfl- ugi, Alexander Helgi Sigurðarson, fór í nám í Svíþjóð. Í staðinn eru hinsvegar komnir framherjinn Omar Sowe, miðjumennirnir Ísak Snær Þorvaldsson og Dagur Dan Þórhallsson og varnarmennirnir Mikkel Qvist og Adam Örn Arn- arson. Hópurinn virðist sterkari og ljóst að Blikar geta hæglega gert aftur harða atlögu að Íslandsmeist- aratilinum. Geta þeir varið titlana? Framganga Víkinga í fyrra var óvænt, enda einsdæmi að rísa úr tíunda sætinu í það fyrsta á tólf mánuðum, en þeir stóðu uppi sem Íslands- og bikarmeistarar eftir hreint ótrúlega sigurgöngu seinni- hluta tímabilsins. Fyrsta spurningin er sú hvort Arnar Gunnlaugsson nái að fylla í skörð Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesens, sem reyndar eru ekki farnir langt og vinna áfram í kringum liðið þó skórnir séu komnir á hilluna. Kyle McLagan og Oliver Ekroth eiga að leysa þá af í vörninni. Atli Barkarson fór til Danmerkur en Davíð Örn Atlason kom aftur heim frá Breiðabliki. Þá auka Birnir Snær Ingason, Arnór Borg Guðjohnsen og Ari Sigurpálsson breiddina í sóknar- leik meistaranna. Arnar hefur sýnt hvað í honum býr sem þjálfari í uppbyggingunni á þessu Víkingsliði. Nú þurfa hann og leikmenn liðsins að sanna að þeir geti fylgt þessum góða árangri eftir en það er engin spurning að Víking- arnir eiga að hafa alla burði til að slást um titlana á ný. Sýndu mátt sinn og megin Hrun Valsliðsins á lokasprettinum í fyrra kom verulega á óvart og það var nánast óskiljanlegt hvernig þetta sterka lið gat dottið alla leið niður í fimmta sætið. Heimir Guðjónsson mætir með tvíefldan mannskap til leiks og Vals- menn sýndu mátt sinn í leikmanna- kaupum í vetur með því að ná í fjóra menn erlendis frá, Hólmar Örn Eyj- ólfsson, Aron Jóhannsson og Ágúst Eðvald Hlynsson, ásamt danska bakverðinum Jesper Juelsgård. Heiðar Ægisson og Orri Hrafn Kjartansson bættust líka í hópinn. Þeir losuðu sig við þrjá erlenda leik- menn í staðinn en Hannes Þór Hall- dórsson lagði hanskana á hilluna og Kristinn Freyr Sigurðsson fór í FH. Brotthvarf Hannesar og Kristins er stærsta spurningarmerkið en Guy Smit þarf að sýna sig og sanna í markinu. En hópur Valsmanna er firnasterkur og á þeim bænum kem- ur ekkert annað en Íslandsmeistara- titillinn til greina. Íslandsbikarinn í Kópavog? - Breiðablik sigurstranglegast í Bestu deild karla að mati Morgunblaðsins - Víkingur og Valur nánast jöfn í öðru og þriðja sæti - Þrjú lið í sérflokki? Ljósmynd/Kristinn Steinn 1 Kristinn Steindórsson skoraði níu mörk fyrir Blika í deildinni í fyrra. 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Mjólkurbikar karla 1. umferð: Tindastóll – KF......................................... 0:4 _ KF mætir Magna í 2. umferð. England B-deild: Sheffield United – Reading.................... 1:2 - Jökull Andrésson var ekki í leikmanna- hópi Reading. Staða efstu liða: Fulham 41 25 8 8 95:37 83 Bournemouth 40 21 11 8 62:35 74 Huddersfield 42 19 13 10 56:45 70 Luton 42 19 11 12 60:47 68 Nottingham F. 40 19 10 11 61:37 67 Sheffield Utd 42 18 11 13 54:43 65 Middlesbrough 41 18 9 14 52:42 63 C-deild: Doncaster – Bolton.................................. 1:2 - Jón Daði Böðvarsson lék í 74 mínútur fyrir Bolton og lagði upp mark. Ítalía AC Milan – Genoa .................................... 2:0 - Albert Guðmundsson kom inn á hjá Ge- noa á 72. mínútu. Spezia – Inter Mílanó............................... 1:3 Staða efstu liða: AC Milan 33 21 8 4 58:29 71 Inter Mílanó 32 20 9 3 68:25 69 Napoli 32 20 6 6 58:26 66 Juventus 32 18 8 6 49:28 62 Roma 32 17 6 9 53:36 57 Lazio 32 16 7 9 64:47 55 Fiorentina 31 16 5 10 52:40 53 Katar Bikarkeppnin, A-riðill: Al-Arabi – Lusail ..................................... 1:3 - Aron Einar Gunnarsson lék seinni hálf- leikinn með Al-Arabi. Danmörk Silkeborg – Köbenhavn .......................... 3:1 - Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 65 mínúturnar með Silkeborg. - Hákon Arnar Haraldsson lék allan leik- inn með FCK og skoraði markið. Ísak Jó- hannesson kom inn á á 80. mínútu en Andri Fannar Baldursson var ekki í hópnum. Bröndby – AaB......................................... 0:1 - Guðmundur Þórarinsson var ekki í leik- mannahópi AaB. AGF – Viborg........................................... 0:2 - Mikael Anderson lék allan leikinn með AGF en Jón Dagur Þorsteinsson var ekki í hópnum. OB – Vejle................................................. 2:1 - Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB á 66. mínútu og lagði upp mark. Nordsjælland – SönderjyskE................. 2:0 - Atli Barkarson var á varamannabekk SönderjyskE og Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í hópnum. Fortuna Hjörring – Bröndby ................. 4:1 - Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn með Bröndby. Svíþjóð Djurgården – Rosengård ....................... 2:5 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. AIK – Häcken........................................... 0:3 - Agla María Albertsdóttir lék fyrstu 60 mínúturnar með Häcken og Diljá Ýr Zo- mers kom inn á sem varamaður á 68. mín. Sambandsdeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Roma – Bodö/Glimt................................. 4:0 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt sem tapaði 2:5 samanlagt. PAOK – Marseille .................................... 0:1 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK sem tapaði 1:3 samanlagt. PSV Eindhoven – Leicester .................... 1:2 _ Leicester áfram, 2:1 samanlagt. Slavia Prag – Feyenoord ......................... 1:3 _ Feyenoord áfram, 6:4 samanlagt. Evrópudeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Atalanta – RB Leipzig ............................. 0:2 _ Leipzig áfram, 3:1 samanlagt. Barcelona – Eintracht Frankfurt ........... 2:3 _ Eintracht áfram, 4:3 samanlagt. Lyon – West Ham .................................... 0:3 _ West Ham áfram, 4:1 samanlagt. Rangers – Braga............................... (frl) 3:1 _ Rangers áfram, 3:2 samanlagt. 50$99(/:+0$ Olísdeild kvenna ÍBV – Fram........................................... 24:22 Stjarnan – Haukar ............................... 32:20 Afturelding – HK ................................. 24:25 Valur – KA/Þór..................................... 29:23 Lokastaðan: Fram 21 15 1 5 581:494 31 Valur 21 15 0 6 563:479 30 KA/Þór 21 14 1 6 592:538 29 ÍBV 21 12 1 8 567:542 25 Stjarnan 21 10 0 11 547:541 20 Haukar 21 9 2 10 574:563 20 HK 21 6 1 14 480:547 13 Afturelding 21 0 0 21 480:680 0 Undankeppni HM karla Umspil, 2. umferð, fyrri leikur: Portúgal – Holland.............................. 30:33 - Erlingur Richardsson þjálfar Holland. .$0-!)49, Í fjórða og síðasta hlutanum af spá Morgunblaðsins fyrir Bestu deild karla í fótbolta 2022, þar sem tuttugu sérfræðingar og aðrir áhugasamir sem starfa hjá eða skrifa fyrir miðla Árvakurs greiddu atkvæði, birtum við liðin sem enduðu í þremur efstu sætunum. Breiðablik fékk 224 stig og verður samkvæmt því Íslandsmeistari. Vík- ingur fékk 207 stig í öðru sæti og Valur 205 stig í þriðja sæti. Endanleg röð liggur því fyrir, FH í fjórða sæti (176), KR í fimmta (169), Stjarnan í sjötta (130), KA í sjöunda (127), ÍA í áttunda (77), ÍBV í níunda (69), Leiknir R. í tí- unda (65), Fram í ellefta (64) og Keflavík í tólfta (46). Lokaröðin í Bestu deild karla Lovísa Thompson skoraði 17 mörk fyrir Val þegar Hlíðarendaliðið vann Íslandsmeistara KA/Þórs, 29:23, í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á Hlíðarenda á fimmtudaginn. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og Valur fer því beint í undanúrslitin. KA/Þór fer hins- vegar í fyrstu umferðina og mætir þar Haukum. Martha Hermannsdóttir skoraði 8 mörk fyrir KA/Þór sem missti Rut Jónsdóttur af velli snemma leiks með rautt spjald. Stjarnan vann stórsigur á Hauk- um, 32:20, og liðin höfðu þar með sætaskipti. Stjarnan náði fimmta sætinu og mætir ÍBV í fyrstu um- ferðinni. ÍBV vann deildarmeistara Fram, 24:22, í Eyjum en sá leikur breytti engu um stöðu liðanna. HK vann Aftureldingu, 26:25. HK fer í um- spil og mætir fyrst Gróttu en ÍR mætir FH. Í undanúrslitum leikur Fram síð- an við sigurvegarana í einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. Morgunblaðið/Árni Sæberg 17 Rakel Sara Elvarsdóttir reynir að stöðva Lovísu Thompson. Sautján mörk Lovísu _ KA og Afturelding unnu örugga sigra í fyrstu leikjunum í undanúrslit- unum um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki í fyrradag. KA vann Þrótt frá Fjarðabyggð 3:0 á Akureyri þar sem hrinurnar enduðu 25:17, 25:16 og 25:18. Afturelding sigraði Álftanes í Mosfellsbæ, 3:0 en hrinurnar enduðu 25:11, 25:19 og 25.10. _ Baldvin Þór Magnússon setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi karla í fyrrinótt þegar hann hljóp vegalengdina á 13:32,47 mínútum á móti í Kaliforníu. Baldvin bætti eigin árang- ur um rúmar 12 sekúndur og fyrra met Hlyns Andr- éssonar um rúmar átta sekúndur. Met Hlyns var 13:41,06 mínútur. Baldvin varð tíundi í hlaupinu en ár- angurinn er samt sá fimmti besti hjá Evrópubúa í 5.000 metra hlaupi utan- húss það sem af er þessu ári. _ ÍR knúði fram oddaleik gegn Ár- manni í einvígi Reykjavíkurliðanna um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með öruggum sigri í fjórða leik þeirra, 87:61, í Seljaskóla í fyrrakvöld. Odda- leikurinn fer fram í íþróttahúsi Kenn- araháskólans á morgun. Edda Karls- dóttir og Gladiana Jimenez skoruðu 21 stig hvor fyrir ÍR. Sandja Bimpa var allt í öllu hjá Ármanni en hún skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. _ Íslenska piltalandsliðið í íshokkí, 18 ára og yngri, hélt áfram sigurgöngu sinni í B-riðli 2. deildar heimsmeist- aramótsins í Istanbúl í gær og vann Mexíkó 3:1. Í fyrradag unnu strákarnir Tyrki, 4:2. Gunnlaugur Þorsteinsson, Alex Sveinsson og Viggó Hlynsson skoruðu mörkin gegn Mexíkó. Fyrir lokaumferðina á morgun er Ísland með 12 stig en Belgía og Taívan 9 stig hvort. Íslenska liðið má tapa með einu marki gegn Taívan í toppslagnum og myndi samt vinna riðilinn og vinna sér sæti í A-riðli 2. deildar. _ Freyr Alexand- ersson knatt- spyrnuþjálfari hef- ur framlengt samning sinn við danska félagið Lyngby og stýrir karlaliði þess áfram næstu þrjú árin, eða til ársins 2025. Freyr tók við hjá Lyngby síðasta sumar eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni. Það á góða möguleika á að endurheimta sæti sitt þar og er í öðru sæti í úrslitakeppni B- deildarinnar. _ Þátttöku Íslendinga á Evr- ópumótum karla í fótbolta á þessu Eitt ogannað Morgunblaðið/Óttar Geirsson 2 Nikolaj Hansen, markakóngur deildarinnar í fyrra með 16 mörk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 3 Aron Jóhannsson er kominn í Val eftir langan feril erlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.