Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
VIÐ ERUM FLUTT
Eyrartröð 16, 220 Hafnarfirði
sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Eyrartröð 16
220 Hafnarfirði
Opið kl. 11-16 virka daga
FALLEGIR LEGSTEINAR
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
✝
Knútur Jó-
hannesson
fæddist 16. desem-
ber 1932. Hann lést
20. mars 2022.
Knútur var
fæddur á Lálandi í
Danmörku og ólst
þar upp. Hann vann
við landbún-
aðarstörf í Dan-
mörku en gerðist
vinnumaður í Haga
1956 og gegndi því starfi í tvö ár
en varð síðan ráðsmaður á sama
stað til 1991. Frá þeim tíma var
Knútur lausamaður
í Haga og víðar.
Foreldrar Knúts
voru Knud Harald
Jóhannes Hansen,
f. 1910, d. 1973,
málarameistari, og
Berta Sofie Ella
Hansen, f. 1910, d.
1977. Þau bjuggu á
Lálandi í Dan-
mörku.
Knútur átti sex
systkini.
Útför fór fram í kyrrþey 1.
apríl 2022.
Knútur í Haga var fjöl-
skylduvinur á Hamarsheiði í
Gnúpverjahreppi frá því hann
kom til Íslands árið 1956. Ham-
arsheiði var fyrsta íslenska
heimilið sem hann kom á. Þar
fékk hann súrt slátur, hjá Þor-
björgu og Jóhanni, og varð úr
efni í dramatíska frásögn, en
slátrið borðaði hann. Knútur
var sögumaður góður, með líf-
legasta ímyndunarafl sem
þekkst hefur í okkar sveit. Sög-
ur Knúts voru endalaus upp-
spretta hugmynda og framandi
tungumálið, með dönsku ívafi
og nýyrðum í bland, gæddi þær
sérstökum töfrum og verður sá
frásagnarstíll aldrei leikinn eft-
ir.
Saga Knúts ætti að vera kafli
í Íslandssögunni, því hún er
merkileg, eins og ævistarfið
mikla og góða sem hann skildi
eftir sig í Haga. Knútur hefði
ekki unnið betur þótt Hagi
hefði verið hans einkajörð.
Hann ávann sér fljótt traust Jó-
hönnu og Haraldar í Haga og
leit á þau sem vini sína. Ísland,
þótt framandi væri í fyrstu,
þótti honum betra land en Dan-
mörk eftirstríðsáranna. Hann
var líka bóndi sjálfur með kind-
ur, fjárhús og hross. Hagi og
Gnúpverjahreppur fóru því vel
með Knút, sem sagðist vera Ís-
lendingur en ekki Dani.
Knútur var vinur fjögurra
kynslóða Hamarsheiðarfjöl-
skyldunnar og þátttakandi í leik
og starfi með þeim öllum.
Ferðalög, samkomur, smaladag-
ar, fjölskylduboð, fjallferðir,
réttir, spilakvöld eða hvað sem
um var að vera, þá var von á
Knúti til að lífga upp á til-
veruna með dugnaði og ósér-
hlífni, pípuna í brjóstvasanum
og furðusögur á vörum. Hann
var barngóður, húmoristi sem
laðaði að sér stóra og smáa.
Knútur var líka ástríðufullur
briddsspilari, félagsvistin flaut
með líka og ógleymanleg eru
lomberkvöldin í Gamlabænum á
Hamarsheiði þar sem Knútur
lagði mikið undir, spilaði hátt
og hafði hátt. Þá var gaman.
Knútur hlífði sér aldrei og
vann lengur og meira en flestir.
Eftir að hann fór frá Haga að
loknu fimmtíu ára starfi hélt
hann áfram að vinna, í girð-
ingum og skógrækt víða um
sveit. Við á Hamarsheiði feng-
um hann í girðingavinnu og var
hann þar hin mesta hamhleypa
og fyrirmynd, kominn á efri ár.
Knútur bauð oft í góðar og
skemmtilegar matarveislur. Við
fengum líka að hitta frænkur
hans frá Danmörku þegar þær
komu í heimsókn. Síðustu árin
hélt Guðbjörg á Hamarsholti
áfram góðum tengslum og
stuðningi við Knút og var sú
vinátta honum dýrmæt, eins og
vinátta hans var fjölskyldu okk-
ar allri í gegnum áratugina.
Fjölskyldan frá Hamarsheiði,
Björg Eva Erlendsdóttir.
Kæri Knútur, það er margs
að minnast og margt að þakka.
Stutt var á milli heimila afa
og ömmu Jóhönnu þar sem þú
bjóst og foreldra minna, ein-
ungis um 150 metrar eða svo.
Mikill samgangur á milli en
flest áramót þegar ég var barn
man ég að þú komst og með
nokkra flugelda undir hendinni
og eyddir síðan kvöldinu með
okkur fyrir framan sjónvarpið
og hafðir gaman, um miðnætti
var síðan skotið upp. Morgun-
inn eftir var það okkar systkina
að tína prikin út um túnin og
voru verðlaun fyrir flest prikin
hjá þér, mikil keppni brast út
enda ekki á hverjum degi sem
við krakkarnir fengum nammi
úr krúsinni þinni. Ég man ekki
eftir að hafa sofið yfir mig
nema einu sinni á nýársmorgun
og það var súrt að horfa á
bræður mína koma hróðuga
heim frá þér þann morgun, það
gerðist ekki aftur.
Þú hafðir gaman af að hafa
okkur krakkana á eftir þér til
snúninga og skrafs og eigum
við hver um sig ótal minningar.
Ef ekki var hægt að gera gagn
þá var alla vega hægt að láta
rigna spurningum í von um svör
um allt milli himins og jarðar.
Ég var ekki há í lofti þegar
ég fékk að ríða Skjóna þínum
berbakt, það voru miklar gæða-
stundir. Skjóni stóð kyrr þegar
ég klifraði á bak og líka þegar
ég datt en þá ýtti hann stund-
um við mér með snoppunni
svona eins og hann vildi segja
mér að vera ekki að eyða tím-
anum í að skæla, heldur klifra
aftur á bak, sem ég og gerði.
Ég hef ekki tölu á því hversu
oft ég datt. Ég átti það stund-
um líka til að segja þér að
Skjóni væri vondur hestur þeg-
ar ég kom heim úr þessum
svaðilförum, enn sár yfir bylt-
unni, en enginn var samt betri
en Skjóni, þú minntir mig líka
oft á þetta. Skjóni var yfirferða-
mikill brokkari sem stóð þar
sem þú skildir við hann í smala-
mennskum ef þú taldir þig
komast hraðar á fæti eða yfir
einhverjar ógöngur. Það gerði
hann að hestinum þínum og
enginn gat fyllt það að honum
gengnum.
Kaflaskil urðu þegar þú flutt-
ir úr kjallaranum í Haga og
fram í Árnes, það breytti gríð-
arlega miklu fyrir þig. Þú
fékkst þína eigin útidyrahurð
og eldhús, gast boðið til þín
gestum í mat og drykk og eng-
inn fór svangur heim.
Að leiðarlokum vil ég þakka
þér fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir okkur þegar við tókum við
búi afa, leiðsögn og aðstoð í hví-
vetna, alltaf til staðar.
Hafðu þökk fyrir allt,
Sigrún Guðlaugsdóttir.
Litríkur og harðduglegur
maður hefur kvatt okkur. Ég
var heppinn að fá að kynnast
Knúti.
Ég var eitt sinn sendur með
Knúti vestur í fjárhúsið Klöpp.
Ég var ungur með gott þol en
þurfti ég að hafa mig við að
komast jafn hratt yfir og hann.
Það var fallegur vordagur, ég í
skóm og peysu en Knútur var í
stórum stígvélum. Þegar hann
þrammaði á undan mér í blautri
jörðinni heyrðist í fyrirferðinni
þegar stígvélinin ruddu vatn,
grjót og mulninginn til hliðar
með þungu skrefunum. Svita-
perlurnar láku undan sixpens-
aranum á hraða hrossa sem
forða sér undan hættu. Pípu-
reykurinn á undan mér og tób-
akslyktin mætti mér í hverju
skrefi, pípan hvíldi í munnvik-
inu. Auðvitað í ullarpeysu og
ullarsokkum. Staðalbúnaður til
að klæða af sér hvaða veður
sem var.
Við deildum kjallaranum í
húsi foreldra minna í mörg ár.
Þá kynntumst við Knútur og
urðum nánir. Þegar fjölskyldan
mín for að sofa lét ég mig
hverfa inn til stofuna til Knúts
til að kjafta, horfa á ellefufrétt-
irnar, James Bond eða spila.
Spilin okkar urðu fyrst spenn-
andi þegar við vorum þrjú að
spila Lomber; amma Jóhanna,
Knútur og ég. Þá kynntist ég
keppnisskapi Knúts. Keppnis-
skapinu sem ég varð einmitt
fyrir barðinu á þegar ég hljóp
upp og niður fjöllin á jörðinni
okkar til þess að sinna enda-
lausum girðingum eða setja upp
nýjar girðingar. Vanalega fékk
ég það verkefni að halda á
sleggjunni, ég held hún hafi
verið tvöföld eða þreföld þyngd
mín til að byrja með. En Knút-
ur kunni á það, benti upp í
brekkuna og ég lagði af stað
með sleggjuna því brekkan tók
sinn tíma fyrir stuttan pésa.
Knútur settist niður til þess að
færa nýjar glóðir í pípuna, að-
eins að horfa á náttúruna og
leit yfir öxlina þangað til ég var
komið ásættanlega langt á leið.
Þá gekk hann á eftir með staur-
ana undir hægri hendinni og
gaddavírsrúlluna á öxlinni og
girðingarnetið undir vinstri
hendi. Allir vasar fullir af lykj-
um og nöglum, hamrinum
stungið í buxnastrenginn eða
beltið. Einu sinni setti hann
naglbítinn ofan í í stígvélin en
var samt á undan mér upp á
meðan ég var einn að burðast
með sleggjuna.
Knútur var stríðinn og við
stríddum hvor öðrum mikið
þegar við bjuggum báðir í kjall-
aranum. Ég þakti hurðirnar
hans eitt sinn með pólitískum
auglýsingum og greinum sem
ég hafði klippt út og safnað í
vikur á undan. Allt vegna ein-
hverra yfirlýsinga um að hann
ætlaði ekki að kjósa í það skipt-
ið. Fannst auðvitað uppátækið
skemmtilegt og dreif sig á kjör-
stað.
Þegar ég lít til baka á þroska
minn, þá líður mér eins og
Knútur hafi verið minn fyrsti
meðleigjandi. Ég minnist margs
þegar ég hef kvatt Knút, þakk-
látur fyrir allt sem hann kenndi
mér, þá seiglu og vinnusemi
sem hann sýndi mér og skipti
máli. Knútur tók þátt í að móta
mig sem ungan mann og hjálp-
aði mér að vera víðsýnn og
mæta ólíku fólki. Hann kenndi
mér líka að sættast við sjálfan
mig.
Hvíldu í friði kæri Knútur.
Þó þú hafir ekki haft nokkra
trú á því að eitthvað tæki við af
þessari tilvist vil ég trúa því að
við höfum ekki farið í okkar síð-
ustu girðingarvinnu.
Guðlaugur Kristmunds-
son frá Haga.
Knútur
Jóhannesson
Elsku pabbi.
Þakklæti er okkur
efst í huga á þessari
kveðjustund. Minn-
ingarnar streyma
fram og við minnumst daga með
sumri og sól og ferðalögum í
Vaglaskóg og Mývatnssveit en
einnig snjó og kulda í fjallgöng-
um. Pabbi var mikill áhugamað-
ur um landið og taldi upp ótal
örnefni þegar maður ferðaðist
með honum um landið. En hann
var líka mjög vel máli farinn og
vel skrifandi. Það var gott að
fletta upp í pabba og biðja hann
lesa yfir stíla fyrir skólann.
Pabbi eða Bassi eins og hann
var kallaður var afburðaíþrótta-
maður á sínum yngri árum og
mikill keppnismaður. Hann
Björn
Baldursson
✝
Björn Bald-
ursson fæddist
13. september
1935. Hann lést 4.
apríl 2022. Útförin
fór fram 12. apríl
2022.
keppti í skauta-
hlaupi þar sem
hann vann til
margra verðlauna.
Hann spilaði einnig
badminton oft í viku
um árabil. Seinna
keppti hann við
sjálfan sig í göngum
um Eyjafjörðinn
þar sem hann varð
vel þekktur af sveit-
ungum.
Pabbi var handlaginn eins og
hann átti ættir til. Hann byggði
með öðrum raðhús í Norður-
byggð og seinna hús í Kotár-
gerði. Við systur eigum margar
minningar um pabba að dytta að
húsinu innan sem utan, moka
snjó á veturna, slá grasið á
sumrin auk þess sem hann rækt-
aði kartöflur í áratugi.
Pabbi var alla tíð verslunar-
maður, á KEA-árunum keypti
hann föt á alla fjölskylduna í inn-
kaupaferðum til útlanda og
seinna þegar hann gerðist skó-
heildsali sá hann allri fjölskyld-
unni fyrir skóm. Pabbi var mikill
morgunhani og við vissum að
best var að ná á honum að
morgni dags ef við vildum hon-
um eitthvað og vonuðumst eftir
jákvæðum undirtektum. Eins
var hann ekki truflaður þegar
hann læddist inn til að fara
snemma í háttinn.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður og dekraði við okkur
systurnar. Ófá skiptin beið hann
með ristað brauð og mjólkurglas
og síðar kaffi í morgunsárið þeg-
ar við skriðum fram svefndrukk-
nar á unglingsárunum og svo
seinna þegar við komum í heim-
sókn. En pabbi var ekki bara
góður pabbi, því hann var líka
hlýr og umhyggjusamur afi sem
tók sig ekki of alvarlega heldur
fíflaðist stundum og sagði fim-
maurabrandara. Barnabörnin
voru svo heppin að fá að fara
stundum ein í heimsóknir til
ömmu og afa á Akureyri þar
sem dekrað var við þau á alla
kanta.
Pabbi kvaddi okkur oft með
orðunum „pabba þykir vænt um
þig“. Nú segjum við: Okkur þyk-
ir líka vænt um þig, elsku pabbi
– sjáumst í sumarlandinu.
Anna Margrét
Björnsdóttir og Telma
Björnsdóttir.
Merkilegur
Hornfirðingur er
látinn á 99. aldurs-
ári. Listasmiður-
inn Guðmundur
Jónsson var afi Sigrúnar dótt-
ur minnar.
Guðmundur var heppinn
með fjölskyldu. Mesta gæfa
hans í lífinu var eiginkonan
Sigrún Eiríksdóttir (d. 2008).
Þau voru óvenjulega glæsileg
og vönduð hjón. Afkomendur
þeirra eru margir og vel gerð-
ir.
Sigrún dóttir mín ólst upp
hjá móður sinni Svövu Krist-
björgu Guðmundsdóttur á
Höfn. Amma Sigrún og afi
Guðmundur tóku ríkan þátt í
uppeldinu – og kenndu smá-
meynni margt um það sem
mestu skiptir í lífinu. Tengsl
þeirra við Sigrúnu yngri voru
falleg og afar náin – og héld-
ust þannig meðan þau lifðu,
líka þá tæpu tvo áratugi sem
dótturdóttirin dvaldi við nám
og störf í Bandaríkjunum. Góð
kynni tókust með fólkinu mínu
í Hafnarfirði og Hornfirðing-
unum – ekki síst ömmunum
Sigrúnu og Ásthildi og öfunum
Guðmundi og Herði. Við Hjör-
dís fengum jafnan höfðingleg-
ar móttökur á Höfn. Fyrir
þetta allt skal þakkað að leið-
arlokum.
Stundum er sagt að Guð-
mundur og menn hans hafi
byggt öll hús á Höfn í fjóra
áratugi. Það eru að vísu ýkjur,
en mörg voru þau – byggingar
hans á Höfn, í Öræfum, Suð-
ursveit, á Mýrum og í Nesjum
eru hátt í tvö hundruð. Flest
voru íbúðarhús, en líka útihús
í sveitum, opinberar bygging-
ar og atvinnuhúsnæði. Dæmi
eru félagsheimilið Sindrabær
Guðmundur
Jónsson
✝
Guðmundur
Jónsson fædd-
ist 26. janúar 1924.
Hann lést 28. mars
2022. Útför hans
fór fram 6. apríl
2022.
(1963), gamla
sundlaugin við
Hafnarbraut
(1952), samkomu-
húsið Holt á Mýr-
um (viðbygging
um 1965), fiski-
mjölsverksmiðjan
(1952, 1978-80),
bogaskemmur
kaupfélagsins
KASK (1953),
kartöflugeymsla
KASK (1954), ný álma við
Hafnarskóla (1954), Nesja-
skóli (1961, 1970, 1973), versl-
unarmiðstöð KASK (1961),
gamla slökkvistöðin og sveit-
arstjórnarskrifstofan (um
1960), verslun KASK á Fag-
urhólsmýri (1966), Rafmagns-
veita ríkisins í Álaugarey
(1966), Póstur og sími (1967),
Ráðhús Hornafjarðar (1970),
Landsbankinn (1971), Þjón-
ustumiðstöðin í Skaftafelli
(1974), Heilsugæslan á Horna-
firði (1974), íþróttahús við
Heppuskóla (1974), frystihús
KASK (1974), sláturhús
KASK (1982), heykögglaverk-
smiðjan í Flatey (1974-75),
Steypustöð Hornafjarðar
(1977) og Stakkhóll, félags-
heimili hestamannafélagsins
Hornfirðings (1984-86). Marg-
ar þessara bygginga setja
sterkan svip á umhverfi sitt.
Þá byggði Guðmundur þrjár
kirkjur. Hafnarkirkja – en
þaðan var hann kvaddur – var
vígð 1965, einföld bygging og
stílhrein. Bjarnarneskirkja
var hins vegar sennilegasta
flóknasta verkefni Guðmundar
um ævina. Hannes Kr. Dav-
íðsson teiknaði kirkjuna, sem
var óvenjuleg og umdeild.
Kirkjan er annars vegar píra-
mídi, en hins vegar sveigð
hvelfing sem hækkar til vest-
urs í átt frá píramídanum – og
veggir og loft renna saman í
eitt. Bygging kirkjunnar hófst
1957 og tók 19 ár – hún var
vígð 1976. Árið 1981 smíðaði
Guðmundur svo litla timbur-
kirkju á Hoffelli í Nesjum, þar
sem hann hafði alist upp.
Kirkjan er listasmíð og ber
hagleik Guðmundar fagurt
vitni.
Þau hjónin Sigrún og Guð-
mundur settu mikinn svip á
samtíð, samfélag og umhverfi
á Höfn á langri ævi. Húsin
munu lifa lengi enn. Líka
minningin um gáfað og vel
innrætt fólk – sem lét gott af
sér leiða.
Ólafur Þ. Harðarson.