Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 ✝ Kristveig Björnsdóttir fæddist á Kópa- skeri 2. janúar 1927. Hún lést 4. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Rannveig Gunnarsdóttir frá Skógum í Öxarfirði og Björn Krist- jánsson frá Vík- ingavatni. Systkini Kristveigar eru Þórhallur, f. 1908, d. 1910, Þórhallur, f. 1910, d. 2000, Gunnþórunn, f. 1919, d. 2022, Kristveig, f. 1921, d. 1924, Gunnar Kristján, f. 1924, d. 2009, Guðmundur, f. 1925, d. 1988, og Jónína Ásta, f. 1930. Kristveig naut hefðbundinnar skólagöngu þess tíma í heima- byggð. Hún stundaði nám vet- urinn 1944-’45 á Héraðsskól- anum á Laugarvatni og næstu tvö ár nam hún við Samvinnu- skólann í Reykjavík. Veturinn 1948-’49 var Kristveig í lýðhá- skóla í Sigtuna í Svíþjóð og síðar hálfan vetur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Kristveig giftist árið 1950 Halldóri Sigurðssyni, f. 11. febr- úar 1925, d. 2. ágúst 2016. For- eldrar hans voru Sigurður Hall- dórsson og Ingunn Árnadóttir, Halldór A. Guðmundsson, Guð- rún, m. Magnús Finnsson og Ing- unn Jóhanna, m. Halldór Val- berg, auk tveggja barnabarna. 5) Guðrún f. 1962, ljósmóðir. Eiginmaður Höskuldur Tryggvason. Börn þeirra eru Ingunn Sif, m. Björgvin Sig- urbjörnsson, Tryggvi og Berg- lind, m. Guðmundur H. Guð- mundsson, auk fimm barnabarna. 6) Rannveig, f. 1964, hársnyrtir. Eiginmaður Guðmundur Magnússon. Börn þeirra eru Ágúst Örn, m. Fanney L. Guðmundsdóttir, Kristveig Halla, m. Kristján Ö. Sævarsson og Fanney Svava, m. Magnús O. Rúnarsson. Barnabörnin eru tvö. Kristveig fluttist í Valþjófs- staði 1951 og bjó þar alla tíð, eða þar til hún fluttist á dvalarheim- ilið Hvamm síðla sumars 2021. Á Valþjófsstöðum ráku þau hjónin sauðfjárbú, samhliða ýmsum störfum í þágu sveitar og sam- félagsins. Meðal þess sem Krist- veig sinnti um árabil var starf organista, auk þess að starfa og syngja með kirkjukórnum allt frá unglingsárum. Kristveig var mikil hvatamanneskja að stofn- un og uppsetningu byggðasafns við Kópasker, vann þar við skráningu muna og ljósmynda og gegndi starfi safnvarðar lengi vel. Síðast en ekki síst var hún mikil áhugamanneskja og unnandi hvers kyns ræktunar og uppgræðslu lands. Útför Kristveigar fer fram frá Snartarstaðakirkju í Núpasveit í dag, 16. apríl 2022, klukkan 15. bændur á Valþjófs- stöðum. Börn Halldórs og Kristveigar eru: 1) Sigurður, f. 1951, læknir. Eiginkona Ingunn St. Svavars- dóttir. Þeirra börn eru Kristbjörg, m. Magnus Johansson, Kristveig, m. Johan Westergård, og Halldór Svavar, m. Hulda Guðmundsdóttir. Barna- börnin eru sjö. 2) Björn f. 1954, bóndi. Eiginkona Elisabet E. Hauge. Þeirra synir eru Eiríkur, Kristján, m. Sigurdís Ólafs- dóttir, Haraldur, m. Sunneva Jó- hannsdóttir og Árni, m. Herdís Guðlaugsdóttir, auk sjö barna- barna. 3) Halldór Gunnar, f. 1958, tannlæknir. Eiginkona Anna Soffía Svavarsdóttir. Þeirra börn eru Hildur, m. Stef- án P. Sólveigarson, Svavar Árni, m. Fanney Sigurðardóttir, Gunnar Þór, m. Matthildur R Káradóttir, Bjarki Viðar og Unnur Lára, m. Hreiðar K. Hreiðarsson. Barnabörnin eru sjö. 4) Kristján Þórhallur, f. 1961, verkfræðingur. Eiginkona Sigríður Kjartansdóttir. Þeirra börn eru Kjartan Bjarni, m. Erla Sara Svavarsdóttir, Auður, m. Fátækleg orð mega sín lítils, en tónaflóð í myndum sem greypst hafa í hugann sem ljúfasta tilfinn- ing heldur okkur föngnum. Það var tónlistin sem tengdi okkur tengdamóður mína; Diddu, meira en nokkuð annað. Við sung- um saman í altinum í kirkjukórn- um í 35 ár, eða allt frá því að við Sigurður fluttum norður með Kristbjörgu, Kristveigu og Hall- dór Svavar okkar. Didda söng með kórnum sínum allt frá barns- aldri og um tíma var hún organisti og kórstjóri í Snartarstaðakirkju. Henni var söngurinn svo mikil- vægur hluti af daglegu lífi að hún lét sér ekkert tækifæri til sam- söngs úr greipum ganga. „Við get- um nú ekki annað en tekið eitt lag áður en þið farið!“ var viðkvæðið í öllum heimsóknum. Oft var hún búin að ákveða fyrir fram einhver lög og spilaði gjarnan undir á org- elið. Didda var mikill menningar- frömuður – hún hafði margt fram að færa á sviði menningar. Hún var einstaklega góður penni, hélt alltaf dagbók og átti auðvelt með að lýsa atburðum og umhverfi í rituðu máli og tókst það svo leik- andi létt. Félagsþroski þeirra hjóna Diddu og Halla var með eindæm- um góður, þau gáfu af sér af svo mikilli rausn og fannst það svo sjálfsagt. Bæði unnu þau fyrir Byggðasafn Norður-Þingeyinga á Kópaskeri heilu og hálfu kvöldin heima í forvörslu og höfðu mikið yndi af, enda af hagleiksfólki kom- in bæði tvö. Didda mætti með þeim fyrstu á allar Braggasýning- ar til mín og kom þá með fangið fullt af blómum úr garðinum. Hún var mikil og góð kona og kennari af Guðs náð, þess nutu ekki ein- ungis börnin okkar heldur tugir barna og fyrir það vil ég þakka af hjarta. Tengdaforeldrar mínir voru einstaklega gestrisin og ætíð með barnaskarann á hælunum, fyrst börnin, þá barnabörnin, barnabarnabörnin og loks sumar- dvalarbörnin, og einhvern veginn gekk þetta áfallalaust og smurt. Didda var trúuð kona og skildi sátt við þetta líf. Eftirfarandi bænarorð Gísla á Uppsölum hafði hún ætíð fyrir augunum: Ljúfi Drottinn lýstu mér svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Blessuð sé minning Diddu. Yst, Ingunn Stefanía Svavarsdóttir. Nú grætur minning gengnu æskusporin um grýtta strönd við ysta norðurhaf. Þar mildur blærinn leikur létt á vorin og ljúfa gleði móðurástin gaf. Sú ást, er enga eigingirni þekkti. Sú ást, sem vildi létta hverja raun. Sú ást, er aldrei, aldrei nokkurn blekkti. Sú ást, sem gaf, en þáði sjaldan laun. Nú brosir vor í byggðum okkar heima. Þar blíðlát gola strýkur unga grein. Létt af brúnum lindir bjartar streyma, ljóðar alda hljótt við fjörustein. Þar ljómar sólin, lauguð hafsins bárum um ljósa nótt, er syrgir horfinn dag. Þar grætur jörðin djúpum daggart- árum, frá duldum strengjum ómar kveðjulag. Haf hjartans þökk, þótt sígi sól í hafið og sorgartárin væti föla kinn. Þitt móðurstarf er morgunljóma vafið og minning besta, kærleikshugur þinn. (Þ.M.) Þín Guðrún. Elsku amma okkar. Það verð- ur tómlegt að koma heim í Val- þjófsstaði núna þegar þú ert farin en mikið erum við rík að hafa átt þig að og við munum alltaf eiga minningabanka að sækja í. Við vorum öll í sveit hjá ykkur afa frá því að við vorum lítil og það var alltaf jafn gott og gaman að fá að vera hjá ykkur. Hjá ykk- ur var alltaf fullt hús af fólki og þó þið ættuð marga afkomendur sjálf þá voru þar fyrir utan mörg önnur börn hjá ykkur í sveit sum- ar eftir sumar. Það var alltaf í nægu að snúast hjá þér og þú varst alla tíð svo iðin að við mun- um bara varla eftir þér öðruvísi en í einhverju stússi. Það var auð- vitað alltaf nóg að gera í eldhús- verkunum við matseld og bakst- ur, sultugerð og sláturgerð. Á sumrin varstu önnum kafin við vinnu í garðinum og gróðurhús- inu og á haustin áttu bláberin svo allan þinn hug. Þú gast bara ekki hugsað þér annað en að tína ber alltaf þegar færi gafst og tíndir alveg ótrúlega hratt og jafnt með báðum höndum. Á veturna tók handavinnan við og eftirminni- legastir eru kannski ullarsokk- arnir og ullarnærbolirnir þínir sem við barnabörnin höfum gengið í og jafnvel mörg barna- barnanna. Þú varst líka oft með föndurverkefni í gangi, t.d. að út- búa skeljaskrín og steinakarla. Þú varst alveg einstök áhuga- manneskja um okkur afkomend- ur þína og þrátt fyrir öll verk- efnin sem þú þurftir að sinna gafstu þér alltaf góðan tíma til að sinna okkur og spjalla við okkur. Tónlist átti stóran þátt í þínu lífi og þær voru ófáar heimsókn- irnar sem enduðu á því að við stóðum öll saman í kringum org- elið og sungum saman. Þá spil- aðir þú á orgelið og söngst alt- röddina. Og svo skrifuðum við alltaf í gestabókina, það var fast- ur liður. Þú kenndir okkur svo ótal- margt en þið afi gerðuð það ein- hvern veginn á þann hátt að við upplifðum aldrei að það væru kröfur á okkur, það var bara svo eðlilegt að allir hjálpuðust að bæði úti við og inni. Þú varst fyr- irmynd í svo mörgu, varst til dæmis alveg einstaklega nýtin og lifðir í takt við náttúruna. Þú varst líka að mörgu leyti fram- sækin, fórst til dæmis til náms í Sigtuna í Svíþjóð sem ung kona og það var óvenjulegt á þeim tíma. Þér fannst gaman að ferðast og varðst snemma áhuga- manneskja um ljósmyndun. Við biðjum að heilsa afa, elsku amma okkar, og við treystum því að þið vakið núna saman yfir okk- ur og stórfjölskyldunni allri. Þín Kristveig, Kristbjörg og Halldór Svavar. Amma Didda var einstaklega lífsglöð og hjartahlý kona. Efst í huga mínum eru ómetanlegar stundir í sveitinni hjá ömmu og afa. Sérstaklega eftirminnilegar eru allar fjöruferðirnar með ömmu, ferðirnar í gróðurhúsið ásamt kleinu- og flatkökubakstri. Ég á eftir að sakna þess mikið að sitja í stofunni og hlusta á ömmu syngja og spila á orgelið. Amma var mikill tónlistarunnandi og náttúrubarn. Hún sá fegurðina alls staðar í kringum sig, hvort sem það voru skeljar, steinar, blóm eða annað úr nærumhverf- inu. Úr þessu föndraði hún svo alls konar listaverk sem enduðu mörg hjá okkur barnabörnunum. Amma kenndi mér svo mikið um að njóta augnabliksins og að sjá fegurðina í einfaldleikanum. Það verð ég henni ævinlega þakklát fyrir. Amma brosti framan í heiminn og ég er viss um að heimurinn brosir áfram framan í hana á nýjum og góðum stað með afa. Berglind Höskuldsdóttir. Elsku amma Didda, þín er sárt saknað. Ég veit vel að við erum lánsöm að hafa fengið að hafa ömmu hjá okkur svo lengi og er þakklát. Amma var einmitt afskaplega dugleg að minna okkur á að staldra við og huga að þakklæt- inu. Ég hugsa að hún hafi jafnvel farið yfir í lok hvers einasta sím- tals hversu þakklát hún væri fyr- ir alla afkomendurna; líf, störf og heilsu hvers og eins. Tek fram að í dag teljum við um 60 manns án allra tengdabarna á öllum stig- um. Mér fannst þetta nú stund- um heldur löng upptalning í sam- tölum okkar sem barn og unglingur … en mikið sem ég væri til í að heyra þakklætis- romsuna í dag. Já ég myndi segja að hún hefði verið með eindæm- um þakklát kona, barn náttúr- unnar og söngs, ef ég ætti að lýsa henni í fáum orðum. Hún talaði um sönginn og þá sérstaklega kórsöng, sem uppsprettu lífsgleði og –hamingju. Líkt og rannsókn- ir sýna svo fram á í dag. Amma vissi hvað hún söng. Á hverju sumri fékk ég að fara ein í sveitina til ömmu og afa. Það voru dýrmætir ævintýradagar þar sem við vorum mikið úti í náttúrunni eða færðum hana jafnvel heim í hús. Eitt sumarið fékk ég til dæmis að halda for- eldralausum kríuunga og hjúkra honum í eldhúsinu. Amma útveg- aði nálarlausa sprautu og svo bjuggum við til ofurfæði úr lýsi og nýveiddum fiski og sprautuð- um upp í vesalinginn sem bragg- aðist heldur betur hratt og örugglega. Amma kippti sér lítið upp við lýsislyktina og umstang- ið, en þótti betra að ég byggi hon- um bæli í garðinum þegar hann fór að sýna flugtilburði. Ég tók hlutverkinu alvarlega og hljóp á undan honum baðandi út höndum yfir heimatúnið til að kenna greyinu að fljúga. Amma hló ekk- ert, alla vega ekki á upphátt, heldur lofaði mér að sinna þessu nýja hlutverki eins og mér lysti. Eldhússtundirnar voru eins fjölbreyttar og þær voru margar. Vermandi og skemmtilegar minningar. Amma að baka pönnukökur fyrir sólarkaffi og ég að sykra, amma að malla jurta- smyrsli á skrapaða olnboga eftir bras dagsins, amma að hella upp á kaffi, skoða gamlar útklipptar greinar, baka eggjaskurn og búa til silungasúpu allt á sama tíma sem og spjallandi um heima og geima. Alltaf nóg pláss fyrir alla og alls konar verkefni í eldhúsinu hjá ömmu sem jafnframt var skreytt í hennar anda. Hvar sem finna mátti pláss voru ferskir blómvendir úr garðinum hennar og móunum í kring, margir þurrkaðir vendir til skreytingar og útvarpið hátt stillt svo hægt væri að syngja með, kökubiti, rjómi og fersk ber úr sveitinni á borðinu. Kannski einn eða tveir steinakallar í límingu. Ömmu þótti gott að fara í fjör- una sína og voru það fastir liðir að ganga eftir endilangri svartri ströndinni að finna gull og ger- semar. Hún sá reyndar gull í öll- um steinum, suma þurfti bara að- eins að slípa til. Úr mörgum þessara skelja og steina bjó hún til alls konar fígúrur sem glöddu augu og ímyndunaraflið. Amma var einstaklega flink hannyrða- kona. Takk elsku amma fyrir ævin- týrin og hlýjan faðminn sem ávallt beið mín hjá ykkur afa á Valþjófsstöðum. Þín Hildur. Þegar hjartað í Halldóri Nökkva byrjaði að slá í maganum á mér hætti hjartað að slá í afa Halldóri. Frá fyrstu stundu var samband ömmu Kristveigar og Halldórs Nökkva einstakt og dýrmætt. Hún var hans mesti aðdáandi og hann hennar. Amma kallaði hann sjaldan annað en „nafna“ og oft fann maður sökn- uðinn eftir afa í orðinu. Elsku amma valdi afmælisdag Halldórs Nökkva, 4. apríl síðastliðinn, til þess að kveðja okkur og þennan heim. Fallegt, viðeigandi og sárt. Það verður erfitt og skrýtið að njóta árlegu vorheimsóknarinnar okkar á Valþjófsstöðum án þín elsku amma. Við ungarnir höfum þig með okkur í hjartanu alltaf og endalaust. Takk fyrir allt. Þín Ingunn Sif, Björgvin, Þórunn Saga, Heimir Vilji, Halldór Nökkvi og Höskuldur Júlían. Kristveig Björnsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN AÐILS, lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 6. apríl. Útför fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 13. apríl að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Borghildur Aðils Jóhann Már Jónsson Torfi Geir Jónsson Elínborg Aðils Birgir Finnsson Jón Gunnar Aðils Anna Sigríður Guðfinnsdóttir Jakob Aðils barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir okkar og mágur, ÞÓR SIGMARSSON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sunnudaginn 10. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Baldur S. Baldursson Siggerður Þorvaldsdóttir Guðmundur H. Sigmarsson Ingibjörg Magnúsdóttir Hannes Sigmarsson Guðrún H. Jónsdóttir og fjölskyldur KRISTJANA EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Emma, frá Dröngum á Skógarströnd, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða Akranesi mánudaginn 11. apríl. Útför hennar fer fram föstudaginn 22. apríl klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýja og góða umönnun. Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Jón Hilberg Sigurðsson Steinar Jónsson Ragnheiður J. Wium Hilmarsd. Elín Jónsdóttir Hörður Hjartarson Valborg Jónsdóttir Magni Rúnar Þorvaldsson Sævar Jónsson Gerður Helga Helgadóttir Sjöfn Jónsdóttir Kristján Eysteinn Harðarson Guðmundur Hilberg Jónsson Karólína Einarsdóttir ömmubörnin og langömmubörnin Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR INGIBERGSSON vélfræðingur, lést þriðjudaginn 29. mars á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. apríl klukkan 13. Friðfinnur Sigurðsson Eyrún Huld Harðardóttir Ingibergur Sigurðsson Marcela Munoz barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.