Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Í bankahruninu 2008 fólust að mörgu leyti aldahvörf á Ís- landi, síðbúin aldamót. Þá féllu stóru viðskiptabank- arnir með braki og brestum, Ísland einangraðist og það hrikti í efna- hagslífinu. Þar brast þó frekar eitt- hvað með þjóðinni, því hagkerfið hrökk aftur í gang um sex árum síðar. Pólitískra áhrifa hrunsins gætir hins vegar enn, opinber umræða varð hamslausari, en hrunið viðmið heillar kynslóðar – fyrir hrun og eftir. Þeim mun einkennilegra er hve lítið bankahrunið, aðdragandi þess og atburðarás, hefur í raun verið rannsakað. Jú, rann- sóknarskýrsla Alþingis kom út vor- ið 2010, en hún var alls ekki galla- laus, og ekki sú höfuðheimild um hrunið sem margir væntu. All- nokkrar bækur hafa líka verið um það skrifaðar, en mjög misvandaðar og flestar skrifaðar of snemma. Að ógleymdum nokkrum, sem voru (ó) hreinn málflutningur, kostaðar af misaugljósum bakhjörlum í ýmsum tilgangi. Nær allar, góðar sem slæmar, hafa verið skoðanarit frem- ur en eiginleg rannsóknarrit. Þegar gramsað er í Skemmunni, safni námsritgerða og rannsóknar- rita háskólasamfélagsins, kemur á daginn að þar er nánast ekkert að finna um aðdraganda, ástæður og atburðarás hrunsins. Engu er lík- ara en að akademían veigri sér við að leggja til atlögu við þessa stór- brotnu og flóknu atburði, mögulega vegna þess hve eldfimir og pólitísk- ir þeir voru og eru sumpart enn. Það má ekki bíða, því sífellt fennir í sporin, minnið batnar ekki með ár- unum og fyrr en varir fara helstu söguhetjur og heimildarmenn að týna tölunni. Dr. Hannes H. Gissurarson er ekki smeykur við slík verkefni, er fundvís á heimildir og duglegur að taka viðtöl við þá heimildar- menn, sem gleggsta yfirsýn og innsýn hafa. Hann gerði skýrslu um bankahrunið fyrir fjármálaráðuneytið, sem skilað var árið 2018, þar sem hinum alþjóðlega þætti hrunsins var gefinn sérstakur gaumur. Úr henni hefur hann tekið saman út- drátt á bók, í 64 síðna að- gengilegt kver á íslensku, en upp- haflega skýrslan var á ensku. Gaman er að geta þess að þeir útdrættir birtust að stofni upp- haflega sem greinar á síðum þessa blaðs og vöktu nokkra athygli. Saman teknir á bók standa þeir vel fyrir sínu, en eru óhjákvæmilega fremur glefsukenndir. Áherslan á hinn alþjóðlega þátt hrunsins er þörf, enda engum vafa undirorpið að hin alþjóðlega fjár- málakreppa (2007-?) var rót ís- lenska bankarhrunsins. Í íslenskri þjóðmálaumræðu hafa hins vegar flestir beint sjónum inn á við: hvað hafi farið úrskeiðis á Íslandi, sem hafi valdið hruninu, en vanrækt hið alþjóðlega samhengi, hvort sem því veldur rörsýni eða pólitískir hentugleikar. Kverinu er skipt í fjóra megin- kafla. Hinn fyrsti er um þá ákvörð- un breskra stjórnvalda að beita Ís- land hryðjuverkalögum; annar fjallar um hvernig Íslendingum ein- um var neitað um nauðsynlega fyrirgreiðslu þegar mest á reyndi haustið 2008; sá þriðji er um við- brögð íslenskra stjórnvalda við hruninu; og loks er í fjórða kafla fjallað um hvernig önnur norræn lönd notfærðu sér neyð Íslands í hruninu í bland við siðferðisleg álitaefni Icesave-deilunnar. Af nógu er að taka, en Hannes gerir góða grein fyrir hverjum og einum þætti í knöppu máli, skýru og skipulegu. Það er augljóst hverj- ar niðurstöður og skoðanir höfund- arins eru, en hann dregur enga dul á þær og gerir grein fyrir and- stæðum sjónarmiðum, mögulegum mótbárum og slær þá varnagla sem þarf, svo lesandinn getur dregið eigin ályktanir. Það er sægur fróðleiks í þessari stuttu bók. Margt þekkja menn, þótt þar sé iðulega aukið við sam- hengið og heimildir. Sem veitir ekki af því eins mikið og um margt hef- ur verið þvargað í þessum efnum hefur oft vantað upp á heimildir, margt endursagt og stundum mis- sagt eða misskilið. Það á ekki við í þessari bók, einmitt af því að þar er svo mikið vísað í skýrar frumheim- ildir, flestar aðgengilegar. Það er helst að lesandinn verði forvitnari um sumt en svona útdráttur fær svalað, en þá eru hæg heimatökin að fara í frumskýrsluna og lesa meira. Í bókinni er bent á ýmis „við- tekin sannindi“, sem ekki standast öll. Og annað, sem fær vel staðist, en er ekki nægileg skýring á því sem fyrir kom. En svo má líka finna stöku óþarfan útúrdúr, eins og að USB og Danske Bank hafi nú ekki verið bankanna bestir, en samt hlotið fyrirgreiðslu frá bandaríska seðlabankanum. Hannes hefur ekki svör við öllum spurningum, eins og hvers vegna Rússar hættu við boð- aða lánafyrirgreiðslu jafnskjótt og hún var kynnt. Hann nefnir fjórar tilgátur um af hverju skefjaleysi breskra stjórnvalda í garð Íslend- inga stafaði, og svo mætti áfram telja. Við sumu fást ólíklega svör úr þessu, en það er fleira sem full ástæða er til þess að grafast betur fyrir um og þar hlýtur fræða- samfélagið að fara að taka við sér, vilji það standa undir nafni. Bók Hannesar (og skýrslan að baki henni) er mikilvæg heimild um stóra þætti hrunsins. Þótt eflaust geti menn enn greint á um fjöl- margt – bæði aðdraganda, for- sendur, framvindu, viðbrögð og eft- irmál. Það þarf meira af svo góðu. Mikilvæg heimild um stóra þætti hrunsins Morgunblaðið/Eggert Höfundur „Hannes gerir góða grein fyrir hverjum og einum þætti í knöppu máli, skýru og skipulegu,“ segir um bók Hannesar H. Gissurarsonar. Fræðirit Bankahrunið 2008 – Útdráttur úr skýrslu bbbnn Eftir Hannes H. Gissurarson. RSE HÍ, Reykjavík, 2021. ANDRÉS MAGNÚSSON BÆKUR Tilkynnt hefur verið hvaða fjórir listamenn muni keppa um hin umtöluðu Turner-myndlistarverðlaun sem veitt eru árlega; þau Heather Phillipson, Ingrid Pollard, Veronica Ryan og Sin Wai Kin. Sýning með verkum þeirra verður sett upp í Tate-safninu í Liverpool og síð- an tilkynnt hver vinnur verðlaunin. Verðlaunaféð nemur 25 þúsund pundum, rúmlega fjórum milljónum króna, en aðrir tilnefndir fá 10 þúsund pund. Listamennirnir eru tilnefndir fyrir ólíkar sýningar. Til að mynda er Heather Phillipson tilnefnd fyrir umtal- aðan skúlptúr á Trafalgar-torgi í formi íss í brauðformi með flugu og dróna á. Ísskúlptúrinn tilnefndur til verðlauna Verk Heather Phillipson. Sirkusþríeykið The Nordic Council flytur sýningu sína Three men from the North í þrígang í Tjarn- arbíói, dagana 16., 22. og 29. apríl. „Hvað eiga erfiður vinnudagur, kaffi, ullarpeysur og IKEA- húsgögn sameiginlegt? Allt er þetta hluti af hversdagsleika þeirra sem búa á Norðurlöndunum og partur af þessari nútímasirk- ussýningu,“ segir um sýninguna en sirkuslistamennirnir þrír eru Ís- lendingurinn Bjarni Árnason, Sví- inn Jakob Jacobsson og Finninn Merri Heikkilä. Er sýningin blanda af gríni, loftfimleikum og annarri sirkuslist. Sýningin Three men from the North hefur verið flutt á hátíðum og í leikhúsum í Dan- mörku, Hollandi, Þýskalandi, Lett- land, Ítalíu, Svíþjóð og Englandi og nú aftur á Íslandi vegna fjölda áskorana. Er hún sögð henta áhorfendum á öllum aldri. Hluti af hversdagsleika Norðurlanda Hressir The Nordic Council. Sænska söngkonan Lisa Ekdahl kemur fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu 6. júní næstkomandi. Ekdahl kom fram á sjónarsviðið árið 1994, þá 22 ára að aldrei, þegar hún gaf út fyrstu hljómplötu sína sem var sam- nefnd henni. Sló platan sú í gegn og seldist eins og heitar lummur og hlaut fjölda tónlistarverðlauna í Sví- þjóð, m.a. sem plata ársins. Afslappaður stíll hennar hefur heillað aðdáendur jafnt og gagnrýn- endur. Segir í tilkynningu um tón- leikana að skemmtileg blanda af sænskri vísnahefð, djassi og boss- anova hafi gert Ekdahl að einum þekktasta tónlistarmanni Norður- landa. Í október í fyrra gaf hún út sína nýjustu plötu, Grand Songs, en á henni túlkar hún mörg af sínum uppáhaldslögum. Ekdahl hefur einkum notið vin- sælda á Norðurlöndunum og í fleiri löndum Evrópu og þá sérstaklega Frakklandi. Hefur hún bæði sungið á ensku og sænsku og hefur verið líkt við Blossom Dearie, Diönu Krall og Astrud Gilberto. Í símanum Lisa Ekdahl mun gleðja landann með fallegri söngrödd sinni. Lisa Ekdahl heldur tónleika í Eldborg Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.