Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
Þ
egar skammt var til loka
síðasta Reykjavíkur-
skákmóts lá ljóst fyrir að
Héðinn Steingrímsson, Jó-
hann Hjartarson og Hjörvar Steinn
Grétarsson væru líklegastir íslensku
keppendanna til ná einu af efstu
sætunum og þegar upp var staðið
komst Hjörvar Steinn í 2. – 5. sæti
með 7 vinninga af 9 mögulegum.
Hann sigldi fremur lygnan sjóð, tók
yfirsetu snemma móts, en nýtti fær-
in vel í tveim síðustu skákum sínum
sem hann vann. Héðinn og Jóhann
höfðu meira fyrir hlutunum en þeir
tefldu nokkrar langar og strembnar
skákir og misstu báðir af tækifærum
til að ná enn betri árangri.
Héðinn tefldi við sigurvegarann,
sem síðar varð, í 5. umferð. Þetta var
ein athyglisverðasta baráttuskák
mótsins og sýnir að ekki skortir Ind-
verjann hugmyndir í byrjun tafls.
Pragnanandhaa virðist vera laginn
við það að koma andstæðingnum út
úr þægindrammanum eins fljótt og
auðið er:
Kviku Reykjavíkurskákmótið
2022; 5. umferð:
Héðinn Steingrímsson – R
Praggnanandhaa
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
Dc2 O-O 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 d6 7. f3
b6 8. e4 c5 9. d5 b5 10. dxe6 Bxe6
11. cxb5 Rbd7 12. Re2 d5 13. Rf4
He8 14. Bd2 dxe4 15. Rxe6 Hxe6 16.
Bc4
16. … exf3 17. Bxe6 f2+!
Snjall millileikur því kóngurinn
má ekki snerta peðið vegna 18. …
Re4+ og drottningin fellur.
18. Ke2?
Öruggara og betra var 18. Kf1.
18. … fxe6 19. Bg5
Þegar þessi staða birtist á skján-
um virtist mér í fljótu bragði að leik-
urinn sem Praggnanandhaa valdi
hlyti að vera sá besti í stöðunni því
að drottningin horfir til beggja átta.
En „vélarnar“ voru á öðru máli!
19. … De8!?
Besti leikurinn að mati „Stock-
fish“ er dálítið óvæntur, 19. … Db8!
Hvítur virðist þó geta varist með 20.
Bxf6 Rxf6 21. Dxc5 Df4 22. Dxf2.
20. Bxf6 Rxf6 21. Dc4 Hd8 22.
Kxf2 Hd2+?!
24. … Hd4! gaf betri möguleika.
Eftir 23. De2 Hd2! 24. Dxd2 Re4+
25. Ke3 Rxd2 26. Kxd2 Dxb5 er
drottningin sterk á opnu svæði en
hvítur ætti að geta varist með 27.
Hab1.
23. Kg1 Da8 24. Dxe6 Kh8
25. Dc6!
Besti varnarleikurinn. Hættan er
liðin hjá.
25. … Dd8 26. h3 Dd4+ 27. Kh2
De5+ 28. Kg1 h6 29. Hf1 Dd4+ 30.
Kh2 De5+ 31. Kg1 De3+ 32. Kh2
De5+ 33. Kg1 Dd4+
- jafntefli samið vegna þráteflis.
Nokkur orð um framkvæmd
mótsins og vettvang þess. Harpa er
perla í miðbæ Reykjavíkur en gallar
hennar sem keppnisstaðar liggja í
augum uppi; á engum tímapunkti
gátu keppendur haft tryggingu fyrir
því að ekki myndi brjótast út hljóm-
kviða mikil nánast fyrirvaralaust.
Það gerðist nokkrum sinnum og hin
slæma „hljóðvist“ fælir marga góða
skákmenn frá þátttöku. Mótið er
líka of stutt miðað við u.þ.b. 250
keppendur sem þýðir að úrslitaskák-
irnar verða of fáar. Gríðarlegur
stigamunur kemur fram á andstæð-
ingum efstu manna, Mads Andersen
frá Danmörku tefldi við einn skák-
mann yfir 2500 elo-stigum svo dæmi
sé tekið en Jóhann Hjartarson við
fjóra. Að gefa kost á þremur yfirset-
um dregur úr alvöru mótsins. Ein
yfirseta ætti að vera kappnóg.
Keppnisdagarnir voru sjö talsins –
umferðirnar níu og enginn frídagur.
Þetta er of stíft prógramm og bendir
til þess að mótshaldið sé alfarið á
forsendum mótshaldarans og að hér
vanti samtal um aðstæður milli
bestu skákmanna þjóðarinnar og
stjórnar SÍ.
Praggnanandhaa
er ekkert blávatn
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Þorsteinn Magnússon
Einn efstur Pragnanandhaa ásamt móður sinni með verðlaunagripinn.
Jesús sagði: „Ég er
upprisan og lífið. Sá
sem trúir á mig mun
lifa þótt hann deyi. Og
hver sem lifir og trúir á
mig mun aldrei að ei-
lífu deyja.“ (Jóhannes-
arguðspjall 11:25-26)
Veistu, að það voru
englarnir sem veltu
steininum forðum frá
hinni dularfullu aust-
urlensku gröf. Það var ekki svo Jes-
ús kæmist út. Heldur til að við sæj-
um inn. Gröfin var tóm.
Og veistu, að þú getur fengið
þessa sömu engla í lið með þér. Til
að vaka yfir þér og leiða þig. Vegna
þess sem gerðist inni í gröfinni. Jes-
ús var uppvakinn frá dauðum. Hann
lifir og þú munt lifa! Ef þú vilt.
Lykillinn að lífinu
Lykillinn að lífinu er ljósið sem
blásið var á en lifnaði aftur og logar
nú blítt.
Það er ljósið leið minni á. Lampi
sem yljar og vermir. Hönd sem leið-
ir, líknar og blessar. Friðelskandi
hjarta sem hjálpar manni að finna til
öryggis og bara fær mann til að líða
svo ljómandi vel, þrátt fyrir allt.
Jafnvel í allt að því óþolandi að-
stæðum.
Smit
Guð gefi að yfirfull uppspretta
náðar og miskunnar frelsarans Jesú,
hans sem er ljós lífsins, fái að
streyma til okkar og fylla hjörtu
okkar af friði og von svo upprisu-
kraftur hans, líf og kærleikur fái
smitast frá hjarta til hjarta. Við
þannig fengið logað sem lítil ljós
tendruð af ljósi lífsins. Höfundi þess
og fullkomnara.
Mætti líf okkar verða ein samfelld
lofgjörð til heilags anda
Guðs, gjafara lífsins
sem einn megnar að
viðhalda því um eilífð.
Þess lífsins anda sem
einn getur tendrað það
kærleikans bál í hjört-
um okkar sem veitir
okkur öllum jöfn tæki-
færi til að njóta hans í
sátt og samlyndi.
Hinn eilífa sköpun-
aranda kærleika, ljóss
og friðar sem hjálpar
okkur að skilja ham-
ingjuna. Hina raunverulegu ham-
ingju. Lifa í þakklæti með tillitssemi
með því að gleðjast og fagna hinni
fölskvalausu gleði upprisunnar, sigri
lífsins yfir dauðanum í eitt skipti
fyrir öll, saman.
Felum okkur huggaranum sem
gott er að leita skjóls hjá öllum
stundum. Honum sem við megum
fela okkur dag og nótt, hverja stund.
Honum sem vill fá að leiða okkur og
umvefja og gefa okkur allt með sér.
Hver á annars meiri kærleika en
það að leggja líf sitt í sölurnar fyrir
vini sína? Hvað þá svo þeir fái lifað
um eilífð með honum?
Guð gefi okkur öllum að njóta
heilagra og hátíðlegra, friðsamra,
kærleiks- og vonarríkra páska, í
Jesú nafni.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
»Hver á annars meiri
kærleika en það að
leggja líf sitt í sölurnar
fyrir vini sína? Hvað þá
svo þeir fái lifað um ei-
lífð með honum?
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Upprisan og lífið
Sigurður Guðmundsson
fæddist 16. apríl 1920 á Naust-
um við Akureyri. Foreldrar
hans voru Steinunn Sigríður
Sigurðardóttir, f. 1883, d.
1924, og Guðmundur Guð-
mundsson, f. 1888, d. 1975.
Stjúpmóðir Sigurðar var Her-
dís Samúelína Finnbogadóttir,
f. 1901, d. 1944.
Sigurður varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1940 og guðfræðingur frá HÍ
1944. Hann var sóknarprestur
á Grenjaðarstað í Aðaldal
1944-1986 og á Hólum í
Hjaltadal 1986-1991. Hann var
lengi prófastur í Þingeyjarpró-
fastsdæmi og vígslubiskup í
Hólastifti 1981-1991. Hann
flutti í Hóla 1986 og varð
fyrstur biskupa til þess að
sitja þar frá 1798. Sigurður
þjónaði einnig um tíma sem
settur biskup Íslands og sett-
ur vígslubiskup í Skálholts-
umdæmi.
Sigurður rak lengi bú á
Grenjaðarstað, sinnti skóla-
stjórn, kennslu og bókavörslu.
Eiginkona Sigurðar var
Aðalbjörg Halldórsdóttur, f.
1918, d. 2005. Þau eignuðust
fimm börn.
Bókasöfnun var Sigurði ætíð
mikið áhugamál og ljóða-
bókasafn þeirra hjóna var
stórt.
Sigurður lést 9. janúar 2010.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Guðmundsson
VS.
ENSKI BOLTINN
Í BEINNI Á MBL.IS
í DAG LAUGARDAG
KL. 14:00
Atvinna
Allt um sjávarútveg