Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 19. maí kl. 17:00. Dagskrá er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á ársfundinum og/eða hafa aðgang að streymi fundarins. Ársfundur 2022 Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði, vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 17:30. Til fulltrúaráðs launamanna Upplýsingar um fundina má finna á vefnum birta.is Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Guðrúnartún og Hátún, þar sem sjálfboðaliðar hafa staðið vaktina og veitt flóttafólki ýmiss konar aðstoð, voru lokuð á skírdag en opna aftur eftir helgi. „Við gáfum öllum páska- egg síðustu daga og aðrar vörur til þess að skila fólkinu ágætlega birgðu inn í helgina,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, sem hefur staðið í stafni aðgerða til samræmingar úr- ræða fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Hann segir það mikilvægt að út- færslan á hjálparstarfinu sé með þeim hætti að fólk geti haldið út til langs tíma. „Við fögnum þessu litla fríi og munum koma sterk inn eftir páska, fólkið sem hefur mannað Guðrúnartún og Hátún hefur ekki fengið neina pásu.“ Streymi flóttafólks inn til landsins hefur minnkað, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, aðgerðastjóra teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu. „Síðastliðnar vikur hafa ekki komið nema fimmtíu og tveir frá Úkraínu,“ segir Gylfi en hann býst við að fækkunin haldi áfram fyrstu dagana eftir páska. „Pólverj- ar eru svo mikið að fljúga fram og til baka vegna páskanna þannig að það getur reynst erfiðara að fá flug, okk- ur dettur helst í hug að það sé ástæðan.“ Flestir úkraínskir flóttamenn koma hingað með flugi frá Póllandi, en nýlega kom hingað átta manna hópur með Norrænu. Heilsugæslan gat ekki mannað sína starfsemi yfir páskana, sem verður til þess að heilsufarsskoðun tefst. Hún var nú þegar helsti flöskuhálsinn við móttöku flótta- fólksins. Það kann því að verða til þess að einhverjir verða lengur í úr- ræði Útlendingastofnunar, enda flyst flóttafólk ekki yfir á forræði sveitarfélaganna fyrr en eftir slíka skoðun. Getur ekki blessað í gegnum fjarfundabúnað Dymbilvikan í réttrúnaðarkirkj- unni hefst á sunnudaginn og lýkur þann 24. apríl, ólíkt því sem tíðkast í lútherskri trú og íslenskir frídagar miðast við. Margir Úkraínumenn fasta í sjö vikur fram að páskunum en fastan er þannig að þeir neita sér um hvers kyns dýraafurðir eða áfengi. Þegar klukkuna vantar hálf- tíma í tólf að miðnætti, laugardaginn fyrir páskadag, fer vanalega fram miðnæturmessa sem stendur yfir alla nóttina og lýkur ekki fyrr en klukkan sex eða sjö morguninn eftir. Á Íslandi er vandasamt fyrir Úkraínumenn að framfylgja þessari hefð í ár þar sem réttrúnaðarkirkjan hér á landi heyrir undir rússnesku réttrúnaðarkirkjuna og viðurkennir ekki innrás Rússlands í Úkraínu. Þá kom upp sú hugmynd að halda úti miðnæturmessu í streymi frá Úkra- ínu en Sergej K. Artamonov, Úkra- ínumaður búsettur á Íslandi, segir það ekki ganga, enda geti prestur- inn ekki blessað í gegnum fjarfunda- búnað og til þess að skipuleggja svona messu þurfi líka sérstakt leyfi frá Kænugarði og réttrúnaðarpresti. „Við getum ekki farið í messuna hjá rétttrúnaðarkirkjunni en við er- um að skipuleggja samkomu sjálf þar sem við verðum búin að baka páskakex, hittumst og málum páskaegg. Páskarnir snúast einmitt um von, samskipti og ást,“ segir Sergej. Páskahátíðin er aðalhátíð Úkra- ínumanna, en Sergej líkir henni við jólahátíðina á Íslandi. Það er því sársaukafullt að geta ekki haldið upp á páskana með ástvinum og ætt- ingjum, en fjölskyldur eru margar hverjar sundraðar vegna stríðsins. Sergej segir það engu að síður tákn- rænt að halda upp á páskana á þess- um stríðstíma, en á sunnudaginn er dagur upprisunnar. „Það veitir fólki andlegan styrk, eftir erfiðan vetur kemur vor og með því kemur von.“ Páskarnir veiti styrk á stríðstíma - Færra flóttafólk til landsins um páskana - Lengri bið eftir heilsufarsskoðun- Sársaukafull en tákn- ræn páskahátíð - Réttrúnaðarkirkjan á Íslandi viðurkenni ekki innrásina - Skreyta saman páskaegg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Söknuður Páskahátíðin er vana- lega aðalhátíð Úkraínumanna. Aldrei fór ég suður, tónlistarhátíðin á Ísafirði, hófst í gær. Hvatamenn að hátíðinni eru feðg- arnir Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, og Guðmundur Kristjánsson. Tónlist- armenn og hljómsveitir koma fram endurjalds- laust og þannig getur hátíðin farið fram ókeypis. Mugisson er svokallaður rokkstjóri hátíðarinnar þetta árið og steig fyrstur á svið ásamt hljóm- sveitinni Cauda Collective. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Fyrsta Aldrei fór ég suður síðan 2019 Tveir karlmenn um tvítugt eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa stungið mann, sem einnig er um tvítugt, með eggvopni á Ing- ólfsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Allir mennirnir eru íslenskir. Meintir árásarmenn voru hand- teknir á fimmta tímanum aðfara- nótt föstudags, en fórnarlambið var flutt með hraði á sjúkrahús. Hann var samstundist látinn gang- ast undir læknisaðgerð vegna þeirra áverka sem hann hlaut, en ekki er vitað hvort viðkomandi sé í lífshættu. „Árásir af þessu tagi geta valdið lífshættulegum áverkum,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglu- þjónn hjá miðlægri rannsóknar- deild lögreglu. Lögreglan var fljót á vettvang og náði tali af vitnum að árásinni. Málið er í rannsókn en að sögn Ævars Pálma náði lög- reglan tiltölulega fljótt utan um það. Stunguárás í miðbænum - Tvítugt fórn- arlamb gekkst rak- leitt undir aðgerð Morgunblaðið/Ari Páll Karlsson Árás Átökin brutust út fyrir utan Prikið en færðust svo út á Ingólfsstræti. Margir hafa sýnt því áhuga að festa kaup á rekstri Gunnars ehf., sem auglýst var til sölu- meðferðar þann 7. apríl síðastlið- inn. Áhugasöm- um var bent á að hafa samband við lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners eigi síðar en miðvikudaginn 20. apríl. „Mörg fyrirtæki hafa sýnt þessu fyrirtæki mikinn áhuga. Við erum komin í viðræður við áhugasama að- ila,“ segir Sævar Þór Jónsson lög- maður. „Það segir sig sjálft að vöru- merkið er verðmætt og rótgróið í íslensku samfélagi, svo áhuginn kemur ekkert á óvart.“ Kleópatra Kristbjörg Stef- ánsdóttir er eigandi félagsins en rekstrartekjur árið 2020 voru 389 milljónir króna og lækkuðu um 1% á milli ára. 19,7 milljóna tap var á rekstrinum. Félagið var upphaflega stofnað árið 1960 af hjónunum Gunnari Jónssyni og Sigríði Regínu Waage undir nafninu Gunnars majo- nes en félagið var lýst gjaldþrota ár- ið 2014. Kleópatra Kristbjörg keypti vörumerki Gunnars, uppskriftir, heimasíðu, markaðsefni og búnað af félaginu skömmu áður en félagið fór í þrot árið 2014, af systrunum Hel- enu og Nancy Gunnarsdætrum. veronika@mbl.is Mikill áhugi á mæjónesinu Gunnars Rótgróið vörumerki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.