Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskulegur unnusti minn, sonur okkar,
bróðir, mágur og barnabarn,
AXEL BJÖRN GUÐJÓNSSON,
Melgerðisási 1, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 12. apríl. Útför hans fer fram
frá Glerárkirkju föstudaginn 22. apríl klukkan 13.
Eva Mist Guðmundsdóttir
Guðjón Páll Jóhannsson Valborg Inga Guðjónsdóttir
Jóhann Heiðar Guðjónsson Elísabet Ásmundsdóttir
Lilja Margrét Guðjónsdóttir Dagur Þórarinsson
Elsa Hlín Axelsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN AÐALSTEINSSON,
bóndi frá Vaðbrekku,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju
föstudaginn 1. apríl, verður jarðsunginn
frá Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 19. apríl klukkan 14. Streymt
verður frá athöfninni á egilsstadaprestakall.com. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans
er bent á Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði.
Sigríður Sigurðardóttir
Sigurður Aðalsteinsson Anna Hólm Stefánsdóttir
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Úlfar Þór Svavarsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson Margrét Björk Sigurjónsdóttir
Snorri Aðalsteinsson Erna Ragnhildur Gísladóttir
Margrét Aðalsteinsdóttir Vigfús Hjörtur Jónsson
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Hreiðar Júlíusson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR ÞORLÁKSSON
verkfræðingur,
Espilundi 4,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
mánudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá
Garðakirkju föstudaginn 22. apríl og hefst
athöfnin kl. 13.
Ásbjörg Forberg
Þuríður Vilhjálmsdóttir Vigfús Ásgeirsson
Sveinn Vilhjálmsson Inga Forberg
Hilmar Vilhjálmsson Sigríður Logadóttir
Kári Vilhjálmsson Lilja Pétursdóttir
Ágústa Forberg Theódór Kristinn Ómarsson
Erla Ólafsdóttir Magnús Óli Ólafsson
Elsa Forberg
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
PÁLÍNA GÍSLADÓTTIR
fv. kaupmaður,
Grundarfirði,
verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 23. apríl nk. kl. 13:00. Hlekkur
á streymi frá athöfninni er á Facebook-síðu
Grundarfjarðarkirkju.
Halla Halldórsdóttir Þórarinn Hjaltason
Gísli Karel Halldórsson Laufey Hannesdóttir
Jóhanna H. Halldórsdóttir Gunnar Kristjánsson
Jóhannes Finnur Halldórs. Guðbjörg Gísladóttir
Halldór Páll Halldórsson Valgerður Sævarsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir
Sólrún Halldórsdóttir Bjarni Viðarsson
Sveinbjörn Halldórsson Guðlaug Bjarnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JOHN JOSEPH FRANTZ,
Gaukshólum 2, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 8. apríl.
James Daníel Frantz
John Haraldur Frantz Sigurlaug Helga Emilsdóttir
María Loana Tovey DeForest Tovey
Kristín Frantz
Xander, Petra, Katrín, Tristan, Nikita, Dana, Isabelle
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AGNES JÓHANNSDÓTTIR,
Efstaleiti 12, Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 7. apríl, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju laugardaginn
23. apríl klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á
https://youtu.be/h9EQlPkWFI0. Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat.
Soffía Haraldsdóttir
Ásdís Haraldsdóttir
Jóhann Haraldsson Gréta Pape
Sveinn Haraldsson
Haraldur Agnes Civelek
Marta Eiríksdóttir Benoit Branger
Daníel Jóhannsson Amber Allen
Naomi Grace Jóhannsdóttir
Agnes Jónasdóttir Hans Margrétarson Hansen
og barnabarnabörn
Þegar ég var lít-
ill drengur bárust
stundum sendingar
frá Rúnu ömmu,
bréf og stundum
nammi – og íslensk Andrésblöð.
Við hittumst sjaldnar en ella
fyrstu árin þar sem ég bjó í Ár-
ósum til níu ára aldurs, en þær
stundir urðu þeim mun eftir-
minnilegri.
Amma var í hávegum höfð í
mínum huga og Túngatan mikill
ævintýraheimur og þá sérstak-
lega garðurinn. Ég á minningar
þaðan frá öllum mínum ævi-
skeiðum og á það við um okkur
flest í stórfjölskyldunni. Börnin
mín ólust upp við heimsóknir
a.m.k. tvisvar í viku og oft var
farið beint út í garð þar sem
amma stóð uppi á svölunum og
fylgdist með. Hún var alltaf
tilbúin með vinsælar veitingar
og svo var spjallað um heima og
geima. Krakkarnir leystu þraut-
ir úr barnablaði Moggans sem
amma var búin að klippa út og
hafa tilbúnar fyrir þau, heila-
leikfimi eins og hún kallaði þær.
Krakkarnir skrifuðust á við
ömmu þegar við vorum í sum-
arfríi á Fanö eitt sumarið. Þá
byrjaði hver dagur á því að þau
kíktu í póstkassann til að at-
huga hvort það væri komið nýtt
bréf frá Rúnu langömmu. Í einu
bréfinu bað hún dóttur mína,
Maríu Dóru, að tína skeljar fyr-
ir sig á ströndinni og koma með
til Íslands, sem hún gerði auð-
vitað með glöðu geði.
Við söknum hennar strax óg-
urlega mikið. Kári kallaði á mig
eitt kvöldið til að segja mér frá
fyndnum brandara í Páli Vil-
hjálmssyni, sem hefði verið
gaman að tala um við ömmu.
Þegar María Dóra vann lestr-
Guðrún
Helgadóttir
✝
Guðrún Helga-
dóttir fæddist
7. september 1935.
Hún lést 23. mars
2022. Útför hennar
fór fram 11. apríl
2022.
arkeppni í skólan-
um sínum nokkrum
dögum eftir andlát-
ið þá hugsuðum við
mamma það sama;
hvað það hefði ver-
ið gaman að deila
því með ömmu sem
hefði rifnað úr
stolti – en hún var
sjálf farin að lesa
uppi á stól sem
skemmtiatriði fyrir
fullorðna fyrir fimm ára ald-
urinn.
Amma var alltaf til staðar á
Túngötunni. Þar gat maður
gengið að henni vísri og ég
gerði það stundum. Í eitt skipt-
ið haustið 2017 gekk ég upp
Túngötuna úr vinnunni og sagði
henni frá mínum lífsins þraut-
um. Seinna þegar birti til fór
það ekkert á milli mála hve
mikið það gladdi hana að heyra
að ég væri kominn í hamingju-
ríkt samband. Hún spurði mikið
um Þórdísi og Nóa síðustu tvö
árin og var með þetta allt á
hreinu. „Og ertu hamingjusam-
ur? Ó hvað það er nú gott að
heyra,“ og svo hló hún. Ég mun
aldrei gleyma því hvað þetta
gladdi hana mikið.
Amma hafði svo einlæga
ánægju af því að gleðja aðra.
Hún keypti skólatöskur á
krakkana og auðvitað var henni
mikið kappsmál að Nói yrði
ekki skilinn út undan þrátt fyrir
að vera ekki á skólaaldri. Þegar
hún spurði hafði hann sagst
vilja gula tösku og amma lagði
áherslu á að fara að hans ósk-
um. Við Þórdís gátum ekki ann-
að en brosað þegar við sáum
hvað hann varð himinlifandi
með töskuna. Amma vissi nefni-
lega alveg að það þarf ekki mik-
ið til að gleðja litlar sálir.
Amma er skemmtilegasta og
vitrasta manneskja sem ég hef
kynnst. Óhætt er að segja að
við sem næst henni stóðum
séum svolítið fátækari nú þegar
hún hefur kvatt sviðið. Eftir
stendur hafsjór af minningum,
kærleik og verkum sem við
munum öll ylja okkur við um
ókomna tíð.
Bless, elsku amma mín.
Hrafn Harðarson.
Elsku Guðrún er flogin með
englum.
Við hin stöndum hérna niðri
með fangið fullt af sögum sem
fá okkur til að hlæja og gráta,
hrífast með og skilja og skynja
heiminn, þennan sem var og
þann sem er og verður. Þannig
skapaði Guðrún sögur sem
fljúga yfir tíma og kynslóðir.
Guðrún var mannvinur sem
vildi breyta heiminum. Hún tal-
aði tæpitungulaust og var ótta-
laus. Þess vegna sogaðist hún
út í iðu stjórnmálanna en þessa
einkennisþræði óf hún líka inn í
allar sínar sögur. Yfir allt sam-
an stráði hún svo dillandi ein-
lægri og ættlægri kímnigáfu
svo úr varð uppskriftin að fjöl-
skyldubókmenntum á heims-
mælikvarða.
Jöfnuður, réttlæti, mannúð
og mildi, samskipti kynslóða og
breyskleiki manneskjunnar var
henni ávallt umfjöllunarefni.
Þannig gátu margar kynslóðir
horfið saman inn í söguheim
Guðrúnar – hver og einn á sín-
um forsendum. Það var henni
eðlislægt að þykja vænt um all-
ar sínar persónur, ekki síst þær
brotnustu. Henni var annt um
fólk og sérlega þá sem minnst
máttu sín. Dapurlegar aðstæður
meðhöndlaði hún af skilningi og
mildi, afhjúpaði myrk fjöl-
skylduleyndarmál af kærleika
og hélt í hönd barnsins. Sunnu-
dagspabbar, kærulausir tröll-
karlar, taugatrekktar mæður,
hrekkjótt krakkagrey og upp-
stökkar kerlingar, allir fengu
skilning og hlýju höfundar síns.
En þegar allt er talið þá hef-
ur Guðrún fyrst og síðast alltaf
haldið í hönd barnsins af alúð
og nærgætni og líka í galsa og
gleði. Þannig varð hún svo
heillandi sögumaður að fylgja.
Þannig breytti hún heiminum
og manneskjum.
Stundum er gott að loka aug-
um og hlusta eftir þeim sem eru
farnir. Ég heyri hásu, ákveðnu
röddina segja eitthvað sem
skiptir öllu máli því Guðrún
eyddi aldrei tíma í kjaftæði. Og
ég brosi ósjálfrátt því aftan við
yfirlýsingarnar hnýtir hún sæt-
um húmor.
Ógleymanlegir eru upplestr-
arleiðangrar okkar Guðrúnar og
ég fann svo sterkt að ég var í
fylgd hennar hátignar. Nú
myndi hún segja: Skelfilegur
þvættingur er þetta í þér,
greyið mitt. En þannig var það
nú samt.
Hvar sem við komum flugu
sögurnar á undan henni. Guð-
rún hlaut höfðinglegar viðtökur
hjá öllum kynslóðum og tók
fagnandi á móti.
Þú ert nú meiri poppstjarn-
an, sagði ég en hún fussaði og
lét ekkert með það. Svo stöðv-
uðum við bílinn og hún fékk sér
sígarettu. Ég hafði á því orð að
hún ætti kannski að hætta
þessu: Æi, það væri svo óg-
urlega leiðinlegt, svaraði hún
þá.
Við Guðrún áttum stundum
löng símtöl. Hún kom sér alltaf
beint að efninu og notaði tungu-
málið af krafti en aldrei tepru-
lega: Heyrðu elskan mín, þetta
eru nú meiru endemis bjálfarnir
og dæmalausu rugludallarnir.
Og við ræddum um heimsmál
og útgáfumál, hlógum og býsn-
uðumst og höfðum alltaf rétt
fyrir okkur.
Sögur breyta heiminum og
þær varðveita mennskuna. Guð-
rún breytti leikreglunum. Hún
opnaði á ný umræðuefni, hrein-
skilni og dýpt og sýndi okkur að
hversdagurinn er líka fyndinn
og stundum sprenghlægilegur.
Hún var fyrirmynd og áhrifa-
valdur og ég er þakklát fyrir
samferðina og leiðarljósin.
Hjartans samúð votta ég fjöl-
skyldunni á kveðjustund.
Kristín Helga
Gunnarsdóttir.
Elsku amma
Ásta mín var jarð-
sett í gær 26.3. á
13 ára afmælis-
degi Victoriu.
Þetta var erfiður
dagur að vera bæði sorgmædd
og að reyna sitt besta að vera
glöð fyrir Victoriu. Ég reyndi
að byrja að skrifa minning-
argrein en gat það bara alls
ekki, ég vildi ekki hugsa um
að hún væri farin í alvöru. Og
í dag hefði afi Garðar orðið 90
ára svo ég ákvað að skrifa
nokkrar línur.
Amma kenndi mér margt og
var ég mikið hjá henni, sér-
staklega á sumrin. Hún til
dæmis kenndi mér að alltaf
ætti ég að spyrja nágrannann
við hliðina, sem var orðin
frekar lúin, hvort ég gæti
keypt eitthvað í búðinni fyrir
hana þegar ég fór í búð fyrir
ömmu. Og aldrei segja nei
þegar ég var beðin um eitt-
hvað og bjóða hjálp við hvað
sem er.
Hún keypti fyrstu gaddas-
kóna mína og í frjálsar þar
sem ég naut mín og vann allar
Ásta
Sigurðardóttir
✝
Ásta Sigurð-
ardóttir fædd-
ist 1. ágúst 1933.
Hún lést á 9. mars
2022. Útförin fór
fram 26. mars 2022.
kastgreinar sem
hún sagðist hafa
unnið líka á ung-
lingsaldri. Og auð-
vitað vantaði hana
aldrei þegar ég
var að keppa.
Þegar ég vann svo
eitt sumar í fiski
var fólk mjög
hissa hvað ég var
alltaf fín „í fiski“
því þótt ég væri
að vinna þar var alltaf allt
þvegið og skyrtur straujaðar
fyrir hvern dag. Aldrei var ég
skömmuð nema kannski einu
sinni þegar við vinirnir á Ill-
ugagötunni fórum upp á fjall
eitt kvöldið og ég bauðst til að
fara til ömmu og ná í eitthvað
að borða. Þá var klukkan orð-
in 12 og amma var mjög
hrædd um hvað ég væri að
gera þarna uppi um miðja
nótt!
Amma var önnur mamma
mín og á ég eftir að sakna
hennar gríðarlega mikið en
hún er búin að heimsækja mig
nokkrar nætur svo hún er
greinilega að láta mig vita að
hún sé ekki alveg farin.
Takk fyrir allt amma mín
og knúsaðu afa, Ástu og
mömmu fyrir mig í sumar-
landinu.
Ásta Salný
Sigurðardóttir.