Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 20
Bandaríski milljarðamæringurinn
og raðfrumkvöðullinn Elon Musk
gerði yfirtökutilboð í Twitter á mið-
vikudag, en fyrr í mánuðinum upp-
lýsti hann um kaup sín á rösklega 9%
hlut í samfélagsmiðlinum. Hljóðar
tilboð Musks upp á 54,2 dali á hlut en
undanfarna viku hefur hlutabréfa-
verð Twitter sveiflast frá tæplega
44,5 dölum upp í rúma 48,3 dali.
Benda ummæli Musks til þess að
hann hafi mikla trú á framtíð Twit-
ter, ef rétt er stað-
ið að rekstirnum,
en að hann muni
selja hlut sinn ef
ekki verður af yf-
irtökunni.
Stjórn Twitter
hugnast ekki yfir-
tökutilboð Musks
og tilkynnti seint á
föstudag að félagið hefði gert breyt-
ingar á reglum um réttindi hluthafa í
þá veru að ef einstakur fjárfestir eða
fjárfestahópur eignast meira en 15%
hlut í félaginu án blessunar stjórn-
arinnar verði gefin út ný hlutabréf
sem öðrum hluthöfum standi til boða
að kaupa á afsláttarverði. Myndi
þetta þynna út eignarhlut þess sem
reynir að gera yfirtöku og þvinga
viðkomandi til að kaupa fleiri hluti til
að ná að sölsa félagið undir sig eða
setjast að samningaborðinu með
stjórn félagsins. ai@mbl.is
Twitter reynir að verjast Musk
- Stjórnin virkjar reglur til að forða félaginu frá yfirtöku
Elon Musk
20 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hugsunarháttur og samskiptamáti
fólks getur verið mjög breytilegur og
segir Linda Björk Hilmarsdóttir að
það geti hjálpað stjórnendum að kort-
leggja betur „hugsnið“ vinnustaðar-
ins. Linda er frumkvöðull, viðburða-
haldari og vottaður markþjálfi og
starfrækir í dag
fyrirtækið Brava
samhliða því að
sinna kennslu-
störfum hjá Prof-
ectus. Leggur hún
ríka áhreslu á að
nota svokallaða
huggreiningu sem
verkfæri til að
bæta samskipti á
vinnustöðum en
einnig til að hjálpa fólki að koma auga
á bæði eigin styrkleika og það sem
gott væri að bæta í eigin hugsunar-
hætti og samskiptamynstri.
„Stjórnendum hættir til að falla í þá
gildru að þekkja ekki fólkið sitt nógu
vel og getur það stuðlað að því að upp
komi samskiptavandi og fjarlægð
skapist á milli starfsfólks og stjórn-
anda. Fjarlægðin gerir það að verk-
um að erfitt er að veita fólki innblást-
ur og ná fram því besta hjá því,“ segir
Linda en sú aðferðafræði sem hún
notar byggir á kerfi dr. Kobus Neeth-
ling sem felst í að greina hugsun fólks
út frá fjórum ólíkum flokkum. Eru
flokkarnir litamerktir: blár, gulur,
rauður og grænn, og deila einstak-
lingar innan hvers hóps ákveðnum
sérkennum. Með prófi sem tekur rétt
rúman hálftíma má mæla hvar mann-
eskja stendur skv. huggreiningar-
kerfi Neethlings og getur niðurstaðan
verið mjög gagnlegt verkfæri, að
sögn Lindu:
„Engin manneskja fellur alfarið
undir einkenni eins hóps, og flestir
hafa ákveðna eiginleika úr öllum fjór-
um hópum þó svo að einn sé ráðandi,“
segir Linda og undirstrikar að
aðferðafræðin gangi ekki út á að
draga fólk í dilka út frá staðalmynd-
um. „En ef, til dæmis, stendur fyrir
dyrum að ráðast í umfangsmiklar
breytingar í starfsemi fyrirtækis þá
þarf að miðla upplýsingum með mis-
munandi hætti til fólks með mismun-
andi hugarfar. Þannig eru þeir sem
eru bláir líklegri til að vilja fá sem
skýrastar staðreyndir um það í
hverju breytingarnar munu felast og
hver áhrifin verða á hagnað og rekstr-
arforsendur. Starfsmaður sem er
mjög rauður lætur hins vegar stýrast
meira af tilfinningunum og vill t.d.
vita hvort allir munu halda vinnunni
og hvort að vel verði passað upp á
fólkið á vinnustaðnum. Sá sem fellur í
græna hópinn er líklegri til að halda
sig inni í sínum kassa og þykir brýn-
ast að vita hvort t.d. vinnutíminn
verði sá sami og hvort röskun verði á
sumarfríum – hann setur öryggi og
stöðugleika ofar öðru. Loks er sá guli
sem vill ólmur fá ný og spennandi
verkefni og getur ekki beðið að takast
á við allt það sem breytingarnar fela í
sér.“
„Rauðir“ blómstra í opnum
vinnurýmum en visna í fjarvinnu
Huggreiningin fer fram í formi
spurningalista sem tekur um 30 til 40
mínútur að svara. Gefa svörin vís-
bendingu um hvernig einstaklingur-
inn t.d. tekst á við breytingar, hvernig
hann á í samskiptum við annað fólk,
hvernig hann leysir vandamál, lærir
og kennir. „Niðurstaðan segir okkur
ekki bara hvar líklegt er að færni ein-
staklingsins liggi heldur líka hvað
veitir honum ánægju og kraft, en út
frá því má t.d. skoða breytingar á
starfsumhverfi og verkefnum með
það fyrir augum að bæta afköst og
starfsánægju.“
Segir Linda, sem dæmi, að þeir
sem falli aðallega í bláa hópinn eigi oft
erfitt með að líða vel í opnum vinnu-
rýmum og vilji sitt afmarkaða vinnu-
svæði á meðan þeir sem tilheyra
rauða hópnum hafa ríkari félagsþörf
og blómstri oft í opnum vinnurýmum.
Að sama skapi eiga þeir rauðu erfið-
ara með að aðlagast fjarvinnu á með-
an þeir bláu kunna vel við að vinna í
friði heiman frá sér.
Hún bætir við að víða um heim sé
huggreining orðin hluti af inntöku-
prófum háskóla, nýtt við þjálfun
afreksíþróttamanna og jafnvel sem
tól í ráðningarferli vinnustaða til að
meta hve vel umsækjandi fellur að því
teymi sem hann á að vinna með.
Benda fræðin til þess að það geti
styrkt vinnustaði og teymi að hafa
fólk úr öllum fjórum huggreiningar-
hópum m.a. til að fram komi sem ólík-
ust og fjölbreyttust sjónarmið. „En
það er þá gagnlegt fyrir fólk að
þekkja eigin hugsunarhátt og þarf ég
t.d., verandi mjög blá kona, að gæta
mín á að ég hef þann veikleika á hug-
arflugsfundum – þar sem fólk á að
leyfa hugmyndunum að flæða óheft –
að mér hættir til að rökhugsa of mik-
ið, byrja að skjóta niður hugmyndir
annarra og þannig skemma ferlið.
Vitandi hvernig ég er veit ég að það er
gagnlegast ef ég kem seinna inn í ferl-
ið og fæ að skoða hlutina á dýptina, og
leggja þannig mitt af mörkum við
hugmyndavinnuna.“
Hjálpar að skilja
persónugerð annarra
Að sögn Lindu er breytilegt á milli
vinnustaða hvernig huggreining er
notuð. „Um daginn aðstoðaði ég fyrir-
tæki þar sem við fórum þá leið að ég
hélt erindi fyrir alla starfsmenn þar
sem farið var yfir niðurstöðurnar á
huggreiningu stjórnendanna. Erindið
var á léttu nótunum, en til þess gert
að færa stjórnendur og starfsfólk nær
hvert öðru, enda mátti heyra úr sal
skemmtilegar aðfinnslur þegar fólk
áttaði sig á hvað bjó að baki hinu og
þessu í fari stjórnendanna. Hjálpar
það oft heilmikið þegar fólk á sama
vinnustað hefur farið í gegnum þessa
greiningarvinnu og byrjað að skilja
hvernig ólíkar persónugerðir vinna
best saman.“
„Þekkja fólkið
sitt ekki nógu vel“
Samhljómur Glitrandi skrifstofur í Borgartúni. Linda segir dýpri skilning á
persónugerð starfsfólks geta verið gagnlegt verkfæri fyrir stjórnendur.
- Að nota huggreiningu til að skilja persónugerð starfs-
manna og stjórnenda getur stuðlað að bættum samskiptum
Linda Björk
Hilmarsdóttir
16. apríl 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.5
Sterlingspund 168.35
Kanadadalur 102.34
Dönsk króna 18.85
Norsk króna 14.651
Sænsk króna 13.569
Svissn. franki 138.59
Japanskt jen 1.0289
SDR 177.06
Evra 140.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.6725
Háar greiðslur sumra evrópskra
fyrirtækja til æðstu stjórnenda
lentu í sviðsljósinu fyrr í vikunni í
kjölfar aðalfundar bílaframleiðand-
ans Stellantis. Stellantis varð til ár-
ið 2021 við samruna ítalsk-
bandarísku bílasamsteypunnar Fiat
Chrysler Automobiles og franska
bílarisans PSA Group en undir fé-
lagið heyra 16 vörumerki, þar á
meðal Alfa Romeo, Citroën, Fiat,
Jeep, Maserati, Peugeot og Ram.
Á aðalfundinum, sem haldinn var
á miðvikudag, kaus meirihluti hlut-
hafa gegn launapakka forstjórans
Carlosar Tavares en félagið er
skráð í Hollandi og samkvæmt lög-
um þar í landi eru atkvæðagreiðslur
hluthafa um laun stjórnenda aðeins
ráðgefandi og ekki bindandi.
Rétt rúmlega 52% hluthafa
greiddu atkvæði gegn launapakka
Tavares sem hljóðar upp á 19 millj-
óna evra greiðslu auk 32 milljóna
evra í formi kaupréttar á hlutabréf-
um og langtímakaupauka að and-
virði 25 milljóna evra.
Hefur rekstur Stellantis gengið
vonum framar og á Bandaríkja-
markaði hefur starfsemi félagsins
aldrei verið jafn arðbær og á síðasta
rekstrarári.
Bruno LeMaire, fjármálaráð-
herra Frakklands, var spurður út í
launamál Tavares í viðtali hjá sjón-
varpsstöðinni France 5, en frönsk
félög og sjóðir eiga stóran eign-
arhlut í Stellantis og starfrækir fé-
lagið fimm bílaverksmiðjur í Frakk-
landi. Þá er fjárfestingarbankinn
Bpifrance, sem er í ríkiseigu, fjórði
stærsti hluthafi Stellantis.
Sagði LeMaire launapakkann
óhóflegan en bætti við að Frakk-
land geti ekki upp á eigin spýtur
sett þak á laun stjórnenda fyr-
irtækja ella hætta á að missa frá sér
hæfasta fólkið og að setja þyrfti
lagaramma utan um kjör forstjóra
sem myndi ná yfir alla Evrópu.
Macron vill setja á
evrópskt launaþak
Eftir röska viku mætast Emm-
anuel Macron og Marine Le Pen í
annarri umferð frönsku forseta-
kosninganna og hafa þau bæði lýst
furðu sinni á rausnarlegum launum
Tavares. Í viðtali við útvarpsstöð-
ina Franceinfo sagði Macron að
upphæðirnar í launapakkanum
væru stjarnfræðilega háar. Kvað
hann eðlilegt að setja þak á launa-
pakka stjórnenda og að það væri
gerlegt verkefni á samevrópskum
vettvangi. „Það gengur ekki að fólk
sjái kaupmátt sinn minnka, glími
við fjárhagsvanda og kvíða og lesi
svo um aðrar eins launatölur,“
sagði Macron og varaði við að sam-
félagið gæti „sprungið í loft upp“.
Le Pen tók í sama streng í við-
tali hjá sjónvarpsstöðinni BFM.
Lagði hún til sem mögulega lausn
að innleiða kerfi þar sem almennir
starfsmenn eignuðust hlut í fyr-
irtækjum.
Stellantis hefur brugðist við
gagnrýni á laun forstjórans með
því að benda á að um 90%
greiðslna til hans séu tengdar
frammistöðu félagsins. Þá sé
launapakki Tavares ekki jafn
rausnarlegur og sá sem keppinaut-
arnir Ford og GM veita sínum for-
stjórum. ai@mbl.is
Vilja takmarka
laun stjórnenda
Bruno
Lemaire
Carlos
Tavares
Emmanuel
Macron
Marine
Le Pen
- Deilt um laun forstjóra Stellantis