Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Vefverslun:www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf S. 555 3100 · donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Verð kr. 39.420 Hreinna loft - betri heilsa Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Til stendur að rífa þriggja hæða steinhús sem stendur á lóðinni Lind- argötu 44. Húsið er mitt á milli stúd- entagarða, sem eru í eigu Fé- lagsstofnunar stúdenta (FS). Stofnunin sótti um leyfi til borg- arinnar að byggja á lóðinni stúd- entagarð með 10 einstaklingsíbúð- um, þrjár hæðir með kjallara undir hluta. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur tók neikvætt í erindið því endur- skoða þurfi fyrirhugaða klæðningu á húsinu. Nýbygging á þremur hæðum Í umsögn verkefnisstjóra skipu- lagsfulltrúa kemur fram að sam- kvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir reitinn sé heimilt að rífa núver- andi hús við Lindargötu 44 ásamt skúr á baklóð. Í stað þess er heimilt að byggja byggingu á þremur hæðum þar sem gert er ráð fyrir íbúðakjarna sem verður hluti af stúdentagörðum FS á reitnum. Gert er ráð fyrir 10 ein- staklingsíbúðum á efri hæðum en á jarðhæð verður sameiginlegur sam- komusalur íbúa hússins með góðri tengingu við sameiginlegt útisvæði íbúa við reitinn. „Reiturinn í heild sinni líður að mörgu leyti fyrir hve þunga ásýnd núverandi stúdentagarðar hafa. Því var það eitt af markmiðum fyrr- greindrar deiliskipulagsbreytingar að nýbyggingar innan reitsins myndu mýkja og létta yfirbragð reitsins. Kemur það skýrt fram í skilmálum fyrir nýbygginguna við Lindargötu 44. Er þar kveðið á um að ytra útlit hússins skuli end- urspegla mýkt í efnisvali sem and- stæðu við aðliggjandi hús,“ segir verkefnisstjórinn í umsögninni. Segir hann enn fremur að þegar skýringarmyndir með deiliskipulag- inu séu skoðaðar sé ekki annað að sjá en að þar sé gert ráð fyrir að timburklæða húsið og aðal- uppdrættir af útliti hússins virðist gera það sama. Útlitsteikningar af húsinu sýni húsið í ljósbrúnum lit og með lárétta klæðningu. Í byggingar- lýsingu komi þó fram að gert sé ráð fyrir láréttri málmklæðningu á loft- aðri grind. Það sé ekki í samræmi við skilmála um mýkt í efnisvali sem á að vera andstæða við aðliggjandi hús. „Endurskoða þarf áætlað klæðningarefni og skýra með betri hætti í byggingarlýsingu hvernig ofangreindum skilmálum er fylgt eftir,“ segir í umsögn verkefnisstjór- ans. Félagstofnun stúdenta á nokkur hús í Skuggahverfinu og nefnist þau einu nafni Skuggagarðar. Fyrsta húsið á Skuggagörðum var tekið í notkun árið 2006. Haustið 2009 bættist Lindargata 44 við hverfið, þriggja hæða hús með fjórum leigu- einingum og í dag eru á Skugga- görðum 102 íbúðir fyrir stúdenta, að því er fram kemur á heimasíðu Fé- lagsstofnunar. Íbúðarhús víkur fyrir stúdentagarði - Ytra útlit nýja hússins skal endurspegla mýkt í efnisvali sem verði andstæða við aðliggjandi hús Morgunblaðið/sisi Mun hverfa Núverandi hús verður rifið til að rýma fyrir stúdentagarði. Komi í staðinn Útlitsteikning af nýbyggingunni sem komi á Lindargötu 44. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar að nýju við endurgerð Tryggvagötu í mið- borg Reykjavíkur. Um er að ræða þriðja og síðasta verkáfangann í endurgerð götunnar allt frá Kalk- ofnsvegi. Lagnir verða endurnýjaðar og skipt um jarðveg. Gangstéttir verða endurnýjaðar og lagt nýtt malbik. Snjóbræðslukerfi verður komið fyrir í gangstéttum, sem mun koma sér vel fyrir gangandi fólk að vetri til. Framkvæmdasvæðið takmarkast við Grófina sem heild, við gatnamót Vesturgötu og Tryggvagötu. Með því verður Tryggvagata tímabundið að botngötu bæði með aðkomu frá Geirsgötu og frá Kalkofnsvegi. Verkið er unnið í samvinnu við Veit- ur. Áætlað er að verkinu ljúki um miðjan júlí og verður umferð bíla þá heimiluð að nýju um Tryggvagötu. Verktaki er Bjössi ehf. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fegra Tryggvagötuna. Fyrst var gatan endurgerð frá Lækjargötu að Bæjartorgi. Torgið sjálft, þar sem hinn sögufrægi pylsu- vagn Bæjarins bestu stendur, var einnig endurgert. Við þessar fram- kvæmdir kom hin fræga Stein- bryggja í ljós og var ákveðið að hafa hluta hennar sýnilegan í framtíðinni. Sumarið 2020 hófu Reykjavíkur- borg og veitur framkvæmdir við næsta áfanga við Tryggvagötu, frá Bæjartorgi að Grófinni. Þessum áfanga lauk í fyrra. Lagnir voru end- urnýjaðar auk þess sem gatan fékk nýtt yfirborð. Margar lagnir voru komnar til ára sinna. Skólplögnin og kaldavatnslögnin voru frá árinu 1925 og höfðu því þjónað íbúum og fyr- irtækjum í miðbænum í tæpa öld. Bílastæði sunnan við Tollhúsið voru aflögð og í þeirra stað var útbú- ið svæði/torg ætlað almenningi. „Þarna er veggur sem snýr í suð- ur og nýtur sólar,“ segir Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitekt hjá Landmótun, í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, en hún hafði umsjón með hönnun torgsins. Áslaug líkir aðstæðunum við Austurvöll þar sem gjarnan er setið úti á veitingastöðum í sól og skjóli fyrir norðanáttinni. Morgunblaðið/sisi Í Grófinni Starfsmenn Bjössa ehf. hafa unnið að því að grafa upp svæðið og undirbúa jarðvegsskipti og nýjar lagnir. Endurbætur á Tryggvagötu - Endurnýja lagnir og yfirborð götu við Grófina í sumar Stjórn Félags prófessora við ríkis- háskóla lýsir þungum áhyggjum af því hversu illa hafi tekist að fjár- magna og styðja rannsóknir í klínísk- um vísindum á Landspítala á undan- förnum árum. Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Land- spítala hafi verið mikil áhersla lögð á það af stjórnvöldum að stofnun Land- spítala – háskólasjúkrahúss myndi í samræmi við nafngiftina efla hlut vís- inda í starfseminni. „Í nýrri skýrslu McKinsey um framtíðarþróun þjónustu Landspítala er meðal annars að finna upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að fjár- mögnun og stuðningi við vísindarann- sóknir í heilbrigðisvísindum, en þær eru eitt af lögformlegum hlutverkum Landspítalans. Skýrslan staðfestir því miður vanfjármögnun og van- rækslu á þessu hlutverki til fjölda ára, án þess að brugðist hafi verið við. Af- leiðingarnar eru víðtækar, m.a. glötuð tækifæri til nýsköpunar og bættrar þjónustu við sjúklinga, ásamt erfið- leikum við að laða vel menntað fagfólk til starfa og halda því í starfi,“ segir m.a. í ályktun félagsins. Stjórnin skorar á heilbrigðisráð- herra og ráðherra vísinda, iðnaðar og nýsköpunar að bregðast þegar við ábendingum eigin ráðgjafa um þetta þetta mál, með því að efla stuðning við vísindahlutverk spítalans og tryggja að þessi þáttur starfseminnar sé fjár- magnaður sérstaklega á sambæri- legan hátt og á háskólasjúkrahúsum nágrannalanda. Þungar áhyggjur af vísindastarfinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.