Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 41

Morgunblaðið - 16.04.2022, Side 41
keppnistímabili lauk í fyrrakvöld þeg- ar Bodö/Glimt frá Noregi og PAOK frá Grikklandi féllu úr keppni í átta liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Bodö/Glimt tapaði 4:0 fyrir Roma á Ítalíu og 5:2 samanlagt en PAOK tap- aði 0:1 heima fyrir Marseille frá Frakk- landi og 1:3 samanlagt. Alfons Sam- psted og Sverrir Ingi Ingason spiluðu báðir allan tímann með liðum sínum í leikjunum. _ Óttar Magnús Karlsson var bjarg- vættur Oakland Roots þegar lið hans gerði jafntefli á heimavelli, 2:2, við San Diego Loyal í bandarísku B- deildinni í knattspyrnu. Óttar, sem lék allan leikinn, jafnaði metin með skalla á síðustu sekúndum í uppbótartíma. Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu fimm leikjum sín- um með liðinu en Oakland er enn án sigurs á tíma- bilinu. _ Jón Daði Böðv- arsson lagði upp fyrra mark Bolton í gær þegar liðið vann Doncaster á útivelli, 2:1, í ensku C-deildinni í knattspyrnu. Hann lék fyrstu 74 mínútur leiksins með Bolton sem er í 11. sæti af 24 liðum í deild- inni og á enn afar veika von um að komast í umspilið um sæti í B- deildinni. _ KR-ingar skýrðu frá því í gær að þeir hefðu samið til tveggja ára við sænska knattspyrnumanninn Pontus Lindgren. Hann er 21 árs gamall varn- armaður sem ólst upp hjá Norrköping en hefur spilað með venslaliði félags- ins, Sylvia, í sænsku C-deildinni. Þá lék hann með U16 ára landsliði Svía. Lindgren æfði með KR-ingum í eina viku á Spáni á dögunum og þeir buðu honum samning í kjölfar þess. _ Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley sagði gær knattspyrnustjóranum Sean Dyche upp störfum en hann hefur stýrt liðinu undanfarin tíu ár, lengur en nokkur annar stjóri hjá úr- valsdeildarliði í dag. Burnley hefur tvisvar komist upp í úrvalsdeildina undir hans stjórn en stendur nú mjög illa að vígi í fallbaráttunni eftir tap gegn botnliðinu Norwich í síðasta leik. Jóhann Berg Guð- mundsson leikur með Burnley en hefur ekkert spil- að undanfarnar vikur vegna veik- inda og meiðsla. _ Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörðurinn ungi í knatt- spyrnu, handarbrotnaði á æfingu með þýska liðinu Bayern München á fimmtudaginn. Félagið staðfesti þetta eftir æfinguna en Cecilía verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, verður ekki meira með á þessu tímabili í Þýskalandi, og gæti átt á hættu að missa af Evrópukeppninni á Englandi í sumar. ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Það hafa fáir íþróttamenn gengið í gegnum eins miklar hæðir og lægðir og kylfingurinn Tiger Woods. Tiger sló ungur í gegn og varð yngsti kylfingurinn í sög- unni til að vinna Masters-mótið er hann bar sigur úr býtum á mótinu árið 1997, þá aðeins 21 árs. Árið eftir komst hann fyrst í efsta sæti heimslistans og árið 2000 vann hann þrjú af fjórum risamótum. Hann vann sinn fjór- tánda sigur á risamóti árið 2008 og virtist ósnertanlegur. Árið 2009 kom hins vegar í ljós að Tiger hafði haldið fram hjá eiginkonu sinni með mörgum konum í áraraðir. Ímynd Tigers sem hin fullkomna fyrirmynd beið hnekki fyrir vikið og ferilinn fór niður á við. Hann var hand- tekinn fyrir að keyra undir áhrif- um sterkra lyfja árið 2017 og var fátt sem benti til frekari afreka á golfvellinum. Tiger neitaði hins vegar að játa sig sigraðan og kom með eina mögnuðustu endurkomu íþróttasögunnar er hann vann Masters-mótið árið 2019, ellefu árum eftir síðasta sigurinn á risamóti. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís og Tiger þurfti að glíma við enn eitt áfallið á síðasta ári er hann var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi. Tiger slasaðist illa og þótti óhugsandi að hann myndi spila golf á ný. Sem fyrr gafst Tiger þó ekki upp og var hann á meðal þátttakenda á Masters-mótinu um síðustu helgi og og komst í gegnum niðurskurðinn. „Ég get sveiflað golfkylfu en það er erf- iðara að labba,“ sagði Tiger eftir fyrsta hring á mótinu. Það má aldrei afskrifa Tiger Woods. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is HANDKNATTLEIKUR Umspil um sæti á HM karla, seinni leikur: Ásvellir: Ísland – Austurríki.................. L16 KNATTSPYRNA Besta deild karla: Víkingsvöllur: Víkingur R. – FH..... M19.15 Meistarakeppni kvenna: Hlíðarendi: Valur – Breiðablik ............. M16 KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, oddaleikur: Sauðárk.: Tindastóll – Keflavík (2:2) S19.15 1. deild kvenna, úrslitaleikur: Kennaraháskóli: Ármann – ÍR (2:2)...... S16 Umspil karla, fyrsti úrslitaleikur: Egilsstaðir: Höttur – Álftanes.......... L19.15 BLAK Undanúrslit karla, annar leikur: Ísafjörður: Vestri – Hamar (0:1) .......... M14 Varmá: Afturelding – HK (0:1)............. M14 ÍSHOKKÍ Heimsmeistaramót karla, 2. deild B: Laugardalur: Ísland – Búlgaría ...... M16.30 Laugardalur: Belgía – Georgía ............ M20 UM HELGINA! Subway-deild karla 8-liða úrslit, fjórði leikur: Keflavík – Tindastóll ............................ 91:76 _ Staðan er 2:2. Grindavík – Þór Þ. ................................ 86:90 _ Þór vann einvígið 3:2 og mætir Val í und- anúrslitum. NBA-deildin Austurdeild, umspil: Atlanta – Charlotte .......................... 132:103 _ Atlanta og Cleveland léku úrslitaleik í nótt um sæti í úrslitakeppninni. Vesturdeild, umspil: New Orleans – San Antonio ............ 113:103 _ New Orleans og LA Clippers léku úr- slitaleik í nótt um sæti í úrslitakeppninni. >73G,&:=/D KÖRFUBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslandsmeistarar Þór úr Þorláks- höfn eru komnir í undanúrslit Ís- landsmóts karla, og bjuggu sér um leið til nokkurra daga svigrúm til að kasta mæðinni með því að sigra Grindvíkinga í fjórða leik liðanna í Grindavík í gærkvöld, 90:86. Með sigri Þórsara í einvíginu, 3:1, skýrðust jafnframt málin fyrir und- anúrslitin því nú er ljóst að þeir mæta Valsmönnum og Njarðvík- ingar mæta sigurliðinu úr oddaleik Tindastóls og Keflavíkur. Undan- úrslitin hefjast á miðvikudags- kvöldið kemur. Viðureignin í Grindavík í gær- kvöld var stórskemmtileg og spenn- andi fram á lokasekúndurnar. Ólafur Ólafsson minnkaði muninn í eitt stig með glæsilegri þriggja stiga körfu, 86:85, þegar níu sekúndur voru eftir. Naor Sharabani fékk tækifæri til að jafna þegar hann fékk þrjú vítaskot fyrir Grindavík í stöðunni 88:85. Að- eins eitt rataði rétta leið og þar með fór möguleiki Grindvíkinga. Glynn Watson skoraði 24 stig fyr- ir Þór, tók 8 fráköst og átti 7 stoð- sendingar. Luciano Massarelli var með 17 stig, Kyle Johnson 15, Ronal- das Rutkauskas 14 og Daniel Mor- tensen 13. Elbert Clark Matthews skoraði 25 stig fyrir Grindavík, Ivan Aurreco- echa átti stórleik með 21 stig og 16 fráköst, Ólafur Ólafsson skoraði 21 stig og Naor Sharabani 18. Þeir fjór- ir skoruðu 84 af 86 stigum liðsins en Grindvíkingar söknuðu Kristins Pálssonar sem lék ekki með vegna meiðsla. Oddaleikur á Sauðárkróki Heimavöllurinn vóg áfram þungt í einvígi Keflavíkur og Tindastóls í fyrrakvöld. Keflvíkingar sigruðu allörugglega á heimavelli, 91:76, jöfnuðu einvígið 2:2 og knúðu fram oddaleik sem fer fram á Sauðárkróki annað kvöld, að kvöldi páskadags. Keflvíkingar voru með undirtökin og nokkra forystu lengst af. Skag- firðingar náðu góðu áhlaupi í byrjun fjórða leikhluta og minnkuðu mun- inn í tvö stig þegar fjórar mínútur voru eftir. Þriggja stiga körfur Vals Orra Valssonar og Mustapha Heron gerðu hins vegar út um leikinn. Heron var stigahæstur í liði Keflavíkur en hann skoraði 27 stig. Dominykas Milka kom næstur með 15 stig og 12 fráköst en allt byrj- unarlið Keflavíkur skoraði 10 stig eða meira. Hjá Tindastóli var Javon Anthony Bess stigahæstur með 24 stig. Taiwo Hassan Badmus kom næstur með 22 stig en tveir lykilmanna liðsins, Pét- ur Rúnar Birgisson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, skoruðu ekki eina einustu körfu í leiknum. Íslandsmeistararnir áfram - Þór mætir Val í undanúrslitum eftir sigur í fjórða leiknum gegn Grindavík Ljósmynd/Guðmundur Karl Þórsarar Argentínumaðurinn Luciano Massarelli skoraði 17 stig fyrir Íslandsmeistara Þórs þegar þeir sigruðu Grindvíkinga í gærkvöld. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, markadrottning úrvalsdeildar kvenna í handbolta í vetur með 127 mörk fyrir HK, hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Önne- red til þriggja ára. Jóhanna, sem verður tvítug í sumar og hefur spilað þrjá A- landsleiki fyrir Íslands hönd, á eftir að leika með HK í umspili um áframhaldandi sæti í efstu deild í vor. Hún fer síðan til sænska félags- ins sem varð í sjöunda sæti þar í landi á nýloknu tímabili og féll út í átta liða úrslitum um sænska meist- aratitilinn. „Ég hef lengi stefnt að því að fara út og ég taldi að þetta væri góður tímapunktur til að taka næsta skref. Ég er búin að sýna mig á Íslandi og mér fannst klúbburinn mjög spennandi. Þau sýndu mér mikinn áhuga og þetta er gott tæki- færi fyrir mig til að bæta minn leik og verða betri leikmaður,“ sagði Jóhanna við Morgunblaðið í gær en ítarlegra viðtal við hana er að finna á mbl.is/sport/handbolti. Ljósmynd/Þórir Tryggvason 127 Jóhanna Margrét Sigurðardóttir varð markahæsti leikmaður úrvals- deildar kvenna í vetur og á eftir umspil með liði HK í vor. Jóhanna til Svíþjóðar Síðdegis í dag kemur í ljós hvort ís- lenska karlalandsliðið verður á meðal þátttökuliða á heimsmeist- aramótinu í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í jan- úarmánuði 2023. Líkurnar á því eru góðar eftir sigur í fyrri leiknum gegn Aust- urríki í Bregenz á miðvikudaginn, 34:30, en austurríska liðið þarf fimm marka sigur í seinni leiknum á Ásvöllum í dag til þess að koma í veg fyrir að Ísland verði með á sínu sjöunda heimsmeistaramóti í röð. Eins og sást á slæmum kafla ís- lenska liðsins í síðari hálfleik í Bre- genz þegar Austurríkismenn skor- uðu sjö mörk gegn einu má ekkert slaka á gegn þeim, enda nokkrir frábærir leikmenn í þeirra röðum, eins og skyttan Nikola Bilyk sem leikur með Kiel og hinn þraut- reyndi Robert Weber sem á langan feril að baki í Þýskalandi. Elvar er meiddur Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði við Morg- unblaðið á æfingu landsliðsins í gær að austurríska liðið væri betra en margir héldu. „Þeir eru býsna seig- ir og með gott byrjunarlið. Báðir hornamennirnir hjá þeim eru frá- bærir og línumaðurinn flottur. Þetta er lið sem við verðum að taka mjög alvarlega. Þetta er mikilvægt verkefni og mikilvægur leikur og við erum meðvitaðir um það,“ sagði Guðmundur og staðfesti að Elvar Örn Jónsson verði ekki með í leikn- um í dag vegna meiðsla. Fjögurra marka forgjöfin nóg í dag? Ljósmynd/Szilvia Micheller HM Guðmundur Þ. Guðmundsson vanmetur ekki mótherjana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.