Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
13 DAGAR Á TENERIFE
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
20. APRÍL - 03. MAÍ 13 DAGAR
OHASIS APARTMENTS 3*
VERÐ FRÁ129.900 KR
ÍBÚÐ MEÐ EINU SVEFNHERBERGI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
20. APRÍL - 03. MAÍ 13 DAGAR
HOVIMA JARDIN CALETA 3*
VERÐ FRÁ149.900 KR
ÍBÚÐ MEÐ EINU SVEFNHERBERGI OG HÁLFU FÆÐI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
HÁLFT
FÆÐI
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skírdagsmessan í Flateyrarkirkju
var eilítið frábrugðin öðrum messum
að því leyti, að 10 ára telpa, Ína Ill-
ugadóttir, leysti þar af sem organisti
og stóð sig með mikilli prýði.
Það að Ína, sem er dóttir Illuga
Gunnarssonar og Brynhildar Ein-
arsdóttur, setjist á organistabekk-
inn ætti þó ekki að koma fyllilega á
óvart, því þar er hún að feta í fótspor
fyrri kynslóða í fjölskyldunni.
Langamma hennar, María Jó-
hannsdóttir (móðir Einars Odds
Kristjánssonar heitins), lék þegar á
unglingsárum á orgel við kirkju-
legar athafnir á þriðja áratugi lið-
innar aldar. Hún varð fyrsti org-
anisti kirkjunnar þegar hún var vígð
1936 fram til 1949, þegar hún lét af
störfum vegna veikinda, en lék þó
áfram öðru hverju langt fram á liðna
öld, þar á meðal á 60 ára afmæli
kirkjunnar árið 1996.
Illugi, faðir Ínu og fv. mennta-
málaráðherra, var organisti við
kirkjuna 1995 og 1996, en hefur allt-
af leikið þar öðru hverju síðan.
Ína hefur því alla burði til þess að
jafna og bæta fyrri met ættarinnar
við orgelið í Flateyrarkirkju.
Flateyri Ína Illugadóttir, 10 ára, við orgelið í Flateyrarkirkju á skírdag.
Ný kynslóð við org-
elið í Flateyrarkirkju
„Við erum að
stoppa ökumenn
í vikunni eftir
páska og að
benda þeim á að
drífa sig í að
skipta út nagla-
dekkjunum,“
segir Árni Frið-
leifsson, aðal-
varðstjóri hjá
lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. „Reglugerðin
segir að 15. apríl eigi nagladekk að
fara undan nema akstursskilyrði
séu þannig og þá er verið að vísa í
veðurfarsleg skilyrði.“
Spurður um hvenær verði byrjað
að sekta segir Árni: „Við metum
það út frá langtímaveðurspá og
mér skilst það komi norðanátt aftur
eftir páska en hún verður stutt. Ég
get ekki sagt hvenær við byrjum að
sekta. Á stórhöfuðborgarsvæðinu
er tíu til ellefu stiga hiti og óþarfi
að vera að láta glamra í malbik-
inu.“ anton@mbl.is
Tími nagladekkj-
anna er liðinn
Árni
Friðleifsson
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 19. apríl. Frétta-
þjónusta verður um páskana á
mbl.is. Hægt er að koma
ábendingum um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is.
Áskrifendaþjónusta er opin
í dag, laugardag, frá kl. 8-12.
Lokað verður á páskadag og
annan dag páska. Opnað verð-
ur aftur nk. þriðjudag kl. 7.
Netfang áskrifendaþjónustu
er askrift@mbl.is. Auglýs-
ingadeildin er lokuð um
páskana en netfang hennar er
augl@mbl.is.
Hægt er að bóka dánar-
tilkynningar á mbl.is. Síðustu
skil minningargreina til birt-
ingar 19. og 20. apríl eru kl. 12
í dag, laugardag.
Fréttaþjónusta
mbl.is um páskana
„Miðað við allt sem á undan hefur
gengið, allar þær deilur og þau átök
sem hafa átt sér stað á vettvangi
skrifstofu Eflingar og innan félags-
ins, og það uppgjör sem átti sér svo
stað í nýafstöðnum kosningum, með
sigri Sólveigar og hennar lista, þá
átti maður svo sannarlega von á ein-
hverjum breytingum og aðgerðum
en ég verð að viðurkenna það að
þessi leið kom á óvart,“ sagði Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR, inntur
eftir viðbrögðum við hópuppsögn
Eflingar, í samtali við mbl.is í gær.
Hann sagði VR hafa brugðist við
málinu með því að taka strax á móti
sínum félagsmönnum sem starfa hjá
Eflingu og veita þeim stuðning, sál-
gæslu og lögfræðiþjónustu.
Þá kvaðst hann einnig hafa fundað
með trúnaðarmönnum VR sem og
trúnaðarmönnum annarra starfs-
manna Eflingar sem ekki eru fé-
lagsmenn VR. „Þannig að þeir fengu
líka þjónustu hjá okkur, án endur-
gjalds að sjálfsögðu.“
Spurður hvort honum þyki rétt-
lætanlegt hvernig staðið hefur verið
að málinu sagðist Ragnar ekki geta
tjáð sig um það enda hafi VR lög-
varðra hagsmuna að gæta í málinu.
„Við höfum kosið það í stjórn VR
að hlutast ekki til
um þessi átök
sem hafa átt sér
stað inni á skrif-
stofu Eflingar.“
Kveðst hann þó
óska þess að
verkalýðshreyf-
ingin standi af sér
storminn fyrir
næstu kjara-
samningavið-
ræður. „Það er það mikilvægasta af
öllu.“
Í gærmorgun vöknuðu starfsmenn
Eflingar upp við það að þeir komust
ekki lengur inn á innri vef skrifstofu
félagsins, þar sem tilkynningar ber-
ast og þeir geta átt í samskiptum við
hver annan og yfirmenn sína, að því
er Inga Þóra Haraldsdóttir, fráfar-
andi gæða- og skjalastjóri Eflingar,
greindi frá í tísti.
„Þetta er mjög heftandi upp á
upplýsingaflæði að gera,“ sagði Inga
í samtali við mbl.is um málið í gær.
Spurð kvaðst hún ekki vita hvers
vegna lokað hafi verið á aðgang
starfsfólks að vefnum. Hún voni þó
að stjórn Eflingar geti útskýrt það.
„Það er á þeirra ábyrgð að gera
það.“ unnurfreyja@mbl.is
„Þessi leið kom á óvart“
- Formaður VR segist hafa átt von á breytingum og aðgerðum eftir væringar inn-
an Eflingar en ekki að öllum starfsmönnum félagsins yrði sagt upp á einu bretti
Ragnar Þór
Ingólfsson
Alls greiddu 42 atkvæði í sveitar-
stjórnarkosningum utan kjörfundar
í gær á landsvísu en 30 greiddu at-
kvæði í Reykjavík, á 2. hæð í Holta-
görðum. Sigríður Kristinsdóttir,
sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu,
segir kjörsóknina fara hægt af stað
en hún býst við því að hún fari betur
af stað á þriðjudaginn, eftir hátíð-
arnar þegar opið verður frá 10.00 til
20.00. „Þá búumst við við því að
þetta byrji fyrst af krafti,“ segir hún.
Fjórar vikur eru í kjördag og stend-
ur utankjörfundarkosningin yfir í
þann tíma, samkvæmt nýjum kosn-
ingalögum, en áður stóð hún yfir í
átta vikur. Frá þriðjudeginum til 1.
maí verða kjörstaðir í Reykjavík
opnir frá 10.00 til 20.00 en frá 2. maí
að kjördegi verður opið frá 10.00 til
22.00. Afgreiðslutíma á landinu öllu
má nálgast á heimasíðu kosninganna
á syslumenn.is. veronika@mbl.is
Sveitarstjórnarkosningar
Alls 42 greitt
atkvæði utan
kjörfundar
Morgunblaðið/Árni Sæberg