Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Að loknu tímabili föstu,
kyrraviku og föstudeg-
inum langa, í minningu
um hina miklu fórn Krists til að
sýna fólki fram á að ríki Guðs
væri raunveruleiki, tekur við
páskadagur með upprisunni og
þeirri gleði sem kristnir menn
geta fundið yfir þeim stóru tíð-
indum. En eins og stundum áð-
ur eiga margir erfitt með að
gleðjast um þessar mundir.
Styrjaldir hafa iðulega spillt
hátíð páskanna og stundum
verið útbreiddari og með enn
meira mannfalli en nú er í
Úkraínu. Þær hafa þó ekki áð-
ur verið háðar í beinni útsend-
ingu eins og nú þar sem fréttir,
ýmist raunverulegar eða rang-
ar eins og gengur þegar slíkir
atburðir eru annars vegar,
berast fólki alla daga og oft á
dag um þróun mála, spreng-
ingar, mannfall og stundum
óhugnanleg og óskiljanleg ill-
virki.
Og líklega hafa styrjaldir
sjaldan verið jafn tilgangs-
lausar, óþarfar og vanhugs-
aðar, og sú sem nú er háð í
Úkraínu. Ef til vill verður ein-
hvern tímann hægt að skýra
það með fullnægjandi hætti
hvers vegna Rússar ákváðu að
ráðast inn í Úkraínu, en þær
skýringar sem gefnar hafa ver-
ið eru ekki sannfærandi og
virðast í það minnsta ekki
skynsamlegar fyrir þá sem ut-
an Kremlarmúra standa.
Mögulega héldu þeir sem eru
innan múranna að Úkraína félli
hratt og átakalítið og voru þá
út af fyrir sig ekki einir um
það. En raunin er að baráttan
er hörð þó að útlitið sé ekki
bjart fyrir Úkraínumenn í
austurhéruðunum um þessar
mundir.
En útlitið er ekki mikið
bjartara fyrir Rússa. Þeir hafa
tilkynnt hernám Maríupol, en
hafa í raun aðeins hertekið
rústir Maríupol eftir margra
vikna miskunnarlausar
sprengjuárásir. Hver er til-
gangurinn með því?
Rússar horfðu líka upp á
flaggskip Svartahafsflotans,
Moskvu, sökkva á skírdag.
Þeir segja eld hafa komið upp í
skotfærabirgðum skipsins en
Úkraínumenn segjast hafa
skotið sprengjuflaug á skipið
með þessum afleiðingum. Ekk-
ert er hægt að fullyrða um
hvor hefur rétt fyrir sér en þó
má segja að Rússar eru ekki
vanir að missa helstu herskip
sín á friðartímum. Hvað sem
veldur þá hljóta þeir sem ráða
för í Rússlandi, og jafnvel al-
menningur líka, að velta því
fyrir sér hvort það hefur verið
þess virði að missa allan þann
tækjabúnað sem sokkið hefur,
sprungið og eyðilagst með öðr-
um hætti á undanförnum vik-
um í Úkraínu. Til hvers, er
spurning sem oft hlýtur að
koma upp.
Þá hafa Rússar misst þús-
undir hermanna, ungra manna
sem áttu framtíðina fyrir sér
en hefur nú verið fórnað – og
fyrir hvað? Pútín forseti þarf
sjálfsagt ekki að svara slíkum
spurningum í dag þó að mæður
í Rússlandi séu þegar byrjaðar
að bera þær upp, en ekki er
víst að hann víki sér auðveld-
lega undan þeim til lengdar.
Ekki er aðeins svo að þús-
undir hafi látið lífið í Úkraínu
vegna stríðsins og milljónir
þjáist þar og á flótta þess
vegna. Alvarlegar afleiðingar
ná út fyrir Úkraínu og Rúss-
land og er þá ekki aðeins horft
til næstu nágranna Rússlands
og Úkraínu í Evrópu. Heim-
urinn hefur tekið miklum
breytingum á síðustu áratug-
um og hefur það átt sinn þátt í
að auka verðmætasköpun og
draga úr hungursneyð. Mat-
vælaframleiðsla er meiri en áð-
ur og mun fleiri njóta ávinn-
ings þess en nokkru sinni fyrr.
Stríðið hefur þó sett þetta í
uppnám og veldur þar ekki síst
hækkandi verð á matvælum og
eldsneyti. Bent hefur verið á
að þeir sem verst verða úti eru
þeir sem lakast stóðu og
minnst geta gert sér til bjargar
og má þar nefna fátækustu
íbúa Jemen og nokkurra ríkja
Afríku þar sem hungursneyð
vofir yfir vegna stríðsins.
„Hundruð þúsunda barna fara
hungruð í rúmið á hverju
kvöldi,“ sagði yfirmaður neyð-
arhjálpar Sameinuðu þjóðanna
og lagði áherslu á að stríð í
fjarlægum heimshluta gerði
ástandi enn alvarlegra.
Hættan er sú að stríðið, sem
eðli máls samkvæmt tekur til
sín svo mikla athygli, valdi því
að önnur vandamál gleymist,
jafnvel þau sem fara mjög
versnandi vegna þess. Um leið
og reynt er að sýna stjórnvöld-
um í Rússlandi fram á að þau
verði að láta af blóðsúthelling-
unum í Úkraínu er þess vegna
mikilvægt að vinna gegn því að
hörmungarnar breiðist út með
hækkandi vöruverði og aukn-
um skorti þar sem hann er
mestur fyrir.
Á páskunum er sjálfsagt að
vonast eftir og biðja fyrir friði,
í von um að þessi mesta hátíð
kristinna manna snerti við
þeim sem standa fyrir ófriðn-
um. En hætt er við að þeir geri
lítið með slíkt og muni lengi
enn etja löndum sínum á víg-
völlinn og varpa sprengjum á
almenning. Erfitt er að sjá
hvernig þessum ósköpum mun
ljúka, en því miður er ekkert
sem bendir til að það verði í
bráð.
Morgunblaðið óskar les-
endum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegra páska.
Hvers vegna?
F
lokkur fólksins er eini flokkurinn
á Alþingi sem var á móti sölunni
á Íslandsbanka. Óljóst er hver
rök annarra stjórnmálaflokka
eru fyrir sölunni í núverandi
umhverfi á bankamarkaði, þar sem sam-
keppnisleysið er algjört.
Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálf-
töku á hagnaði er að ræða. Samanlagður
hagnaður þriggja stóru bankanna á sl. ári var
82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á
milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs.
Ríkið hefur sem eigandi Landsbanka og Ís-
landsbanka enga eigendastefnu um að koma
á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi
ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört.
Sala Íslandsbanka er sama marki brennd.
Þar fer saman algjört stefnuleysi, vanhæfni
og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra
spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfn-
um kaupenda opinberar fyrir almenningi hverslags
hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru eng-
ar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið „fagfjárfestar“ var
notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gíf-
urlegir fjármunir voru sviknir út úr þjóðinni.
Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með af-
slætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að
kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrun-
verja, kvótakónga, skuldugra aðila, sem náðu í stubb.
Margir seldu aftur strax og leystu út hagnað. Reynt var
að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt
þannig sem spilling þrífst.
Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónu-
verndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Per-
sónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga
vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eign-
arhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum
kveða á um gagnsæi. Með þessum fyrirslætti
var reynt að telja þjóðinni trú um að hún
gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Sé
eitthvað að marka fyrirsláttinn ætti birting á
nöfnum kaupenda kalla á kæru til Persónu-
verndar.
Stjórnendur bankans ættu að taka pokann
sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylm-
ingu. Traustið er ekkert.
Meginreglur laga um sölumeðferð eign-
arhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru
hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um
að áhersla skuli lögð á opið söluferli,
gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hag-
kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs
fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði
sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og
að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka
og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.
Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölu-
meðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við
ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýsla rík-
isins undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur til-
boð, hefur umsjón með samningaviðræðum við ut-
anaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og
annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar
fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og
seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um
hvað liggur á bakvið þessar greiðslur, og hvaða kröfur
voru gerðar til þeirra.
Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka
söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu.
Eyjólfur
Ármannsson
Pistill
Að bregðast trausti þjóðarinnar
Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvest-
urkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
V
ið erum einfaldlega að
markaðssetja sveitarfélag-
ið okkar sem eftirsókn-
arverðan stað til búsetu
fyrir alla. Það hefur skilað sínu,“ seg-
ir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri í
Rangárþingi eystra.
Nokkuð hefur verið um að sveit-
arfélög birti auglýsingar á samfélags-
miðlum að undanförnu. Þar birtast
heillandi sumarmyndir og fögur fyr-
irheit um góða þjónustu. Rangárþing
eystra auglýsir til að mynda að sveit-
arfélagið sé Íslandsmeistari í logni og
að þar sé að finna hlið að hálendinu.
Fjallabyggð kynnir til leiks sérstakan
flutningsfulltrúa sem tekur á móti
þeim sem vilja þangað flytja og greið-
ir leið þeirra. Og Skagfirðingar bjóða
fólki að koma í kyrrðina, fegurðina og
öryggið.
Auðvelt að stunda fjarvinnu
Lilja segir að kynningarherferð
Rangárþings eystra á samfélags-
miðlum hafi byrjað í haust. Þá hafi
verið keyrðar auglýsingar á sam-
félagsmiðlum í tvær vikur sem hafi
skilað fjölda fyrirspurna frá fólki sem
lýsti sig áhugasamt um búsetu þar
eða fyrirtækjarekstur. „Svo erum við
að keyra þessa herferð aftur um
þessar mundir og viðbrögðin hafa
ekki látið á sér standa. Bæði höfum
við fengið fleiri fyrirspurnir en einnig
hafa einstaklingar sótt um lóðir hér
eftir að hafa séð auglýsingarnar, sem
er mjög ánægjulegt,“ segir sveit-
arstjórinn.
Hún segir að tímasetningin sé
engin tilviljun enda sé húsnæð-
ismarkaðurinn á höfuðborgarsvæð-
inu erfiður og margir sjái sér hag í því
að geta stundað fjarvinnu frá Rang-
árþingi eystra. „Hvolsvöllur er
sveitaþorp sem hefur byggt upp sína
innviði af metnaði, hér er öflugt
menningarlíf og góð þjónusta. Hér
geturðu unnið fjarvinnu og ef þú
þarft að fara til Reykjavíkur er auð-
velt að skjótast þangað, við erum jú
bara í klukkustundar aksturs-
fjarlægð frá höfuðborginni.“
Elías Pétursson, bæjarstjóri í
Fjallabyggð, segir að sveitarfélagið
hafi síðustu mánuði birt auglýsingar
til að vekja athygli á því hversu gott
sé að búa þar. „Það hafa einhver sím-
töl komið, já. Í mínum huga er klárt
að þetta skilar sínu ef fólk er á annað
borð að hugsa sér til hreyfings. Það
hafa margir hrósað okkur fyrir að
hafa flutningsfulltrúa sem sinnir
þeim áhugasömu. Það munar um það
að hafa einhvern sem leiðbeinir þér í
gegnum kerfið, ég held að það sé
bæði viturlegt og þægilegt.“
Selja fólki lífsgæði
Hann segir að sífellt fleiri geti nú
stundað sína vinnu óháð staðsetningu
vinnuveitenda. Því kjósi fleiri og fleiri
að njóta lífsins í stað þess að sitja í bíl
klukkustundum saman. „Hér geturðu
búið í jafn góðu húsi og í úthverfi í
Reykjavík en fyrir miklu minni pen-
inga. Þar þarftu endalaust að keyra
en hér er allt í göngufæri. Svo eru
fjöllin og fleiri staðir til að leika sér á.
Fjallabyggð er tiltölulega afskekkt en
við erum með alla innviði sem
þarf. Það vita til dæmis ekki all-
ir að hér er framhaldsskóli með
500 nemendur. Við viljum bara
vekja athygli á því að hér er
hægt að lifa lífinu í stað þess
að berjast við gíróseðlana.“
Sveitarfélög í spariföt-
um á samfélagsmiðlum
Kristján Hjálmarsson, fram-
kvæmdastjóri auglýsingastof-
unnar Hér & nú, segir að sveit-
arfélög hafi á liðnum árum
prófað sig áfram með auglýs-
ingar á samfélagsmiðlum og öðr-
um miðlum. „Á síðustu árum
höfum við séð svipaðar auglýs-
ingar frá Borgarbyggð, Ölfusi,
Akranesi og Selfossi, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þá höfum við hjá
Hér & nú verið að vinna að her-
ferð fyrir sveitarfélögin á Suð-
urnesjum sem byggir á almanna-
tengslum, þ.e. að við finnum
jákvæðar fréttir af svæðinu sem
við reynum að koma á framfæri
við fjölmiðla,“ segir hann.
Hann bætir við að svona her-
ferðir höfði einungis til ákveðins
hluta fólks, þeirra sem eru að
hugsa sér til hreyfings. Rökrétt
sé fyrir sveitarfélög að ráð-
ast í slíkar herferðir nú.
„Húsnæðisverð á höf-
uðborgarsvæðinu er í
hæstu hæðum og lítið
framboð á húsnæði svo
fólk hefur kannski
aldrei verið opn-
ara fyrir því að
skoða aðra bú-
setumöguleika
en einmitt nú.“
Rökrétt að
auglýsa nú
HÖFÐA TIL ÁHUGASAMRA
Kristján
Hjálmarsson
Ímynd Fjallabyggð og Rangárþing eystra auglýsa á samfélagsmiðlum.
Lilja
Einarsdóttir
Elías
Pétursson