Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
Skoðið
netverslun
laxdal.is
LAXDAL er í leiðinni
Gleðilega
páska
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
178,8 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 26 fm bílskúr byggt
árið 1954. Á lóð hússins eru að auki nýlegt 15 fm gestahús. Þá er
lokað ca 20 fm rými undir svölum. Mjög gott útsýni er frá húsinu út
á Breiðafjörð. Í húsinu hefur verið rekin ferðaþjónusta. Verð
kr. 68.000.000. Sjá má nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu
fasteignasölunnar fasteignsnae.is.
Pétur Kristinsson lögmaður og löggiltur fasteignasali
Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is
Bókhlöðustígur 11,
Stykkishólmi
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Greiðslur úr Sjúkrasjóði Einingar
Iðju námu ríflega 210 milljónum
króna á liðnu ári og er þetta í
fyrsta sinni sem greitt er meira en
200 milljónir króna á ári úr sjóðn-
um.
Hækkun á milli ára er um 41
milljón króna en árið á undan námu
greiðslur úr sjóðnum um 170 millj-
ónum króna. Greiðslur úr sjóðnum
fóru í fyrsta sinn yfir 100 milljónir
árið 2014.
„Staða sjóðsins er sem betur fer
góð og það er gleðilegt að hann geti
rétt hjálparhönd þegar fólk er í
neyð,“ segir Björn Snæbjörnsson,
formaður Einingar Iðju.
Meira en bara faraldurinn
Björn segir að hluta af skýring-
unni megi rekja til heimsfaraldurs
kórónuveirunnar, „en það er meira
en bara faraldurinn. Við erum að
sjá aukin langtímaveikindi í sam-
félaginu, meiri en við höfum áður
séð. Það þarf eflaust að skoða þetta
betur, greina hvað veldur því að æ
fleiri þurfa á því að halda að taka
langt veikindaleyfi,“ segir hann.
Alls fengu 2.084 félagsmenn
greitt úr sjúkrasjóði í fyrra. Dag-
peningar vega mest í upphæðinni,
þeir voru rúmlega 132 milljónir, en
dagpeningar geta verið vegna eigin
veikinda, alvarlegra veikinda maka
eða langveikra og eða alvarlega
fatlaðra barna.
Aðrar greiðslur úr sjóðnum voru
rúmar 43 milljónir og geta m.a. ver-
ið vegna líkamsræktar, sjúkraþjálf-
unar, sjúkranudds, viðtala við sál-
fræðinga eða geðlækna.
Ljósmynd/Eining-Iðja
Akureyri Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, í pontu á aðalfundi.
Sjá aukin langtíma-
veikindi í samfélaginu
- Greiðslur úr Sjúkrasjóði Einingar Iðju á Akureyri fóru yfir
200 milljónir á síðasta ári - Yfir 2.000 félagar fengu greitt
Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli á
föstudaginn langa til að mótmæla söluferlinu á hlut rík-
isins í Íslandsbanka. Halldóra Mogensen, þingflokks-
formaður Pírata, hélt ávarp þar sem hún sagði söguna
endurtaka sig. „Söguna um ginnkeypt gráðug stjórn-
völd, sem seldu þjóðareign í hendur loddara og þjófa.“
Mótmæltu söluferlinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á föstudaginn langa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Seldu þjóðareign í hendur loddara“
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Ljóst er að hvorki flugöryggi né
rekstraröryggi Reykjavíkurflug-
vallar eigi að vera stefnt í hættu
samhliða uppbyggingu á svæði
Nýja-Skerjafjarðar eða sökum
verkþátta á framkvæmdatíma upp-
byggingarinnar. Þetta segir í skrif-
legu svari Reykjavíkurborgar við
bréfi innviðaráðuneytisins þar sem
óskað er upplýsinga frá borginni
um fyrirhugaðar framkvæmdir á
svæðinu og með hvaða hætti borgin
hyggst tryggja að þær hafi hvorki
áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi
flugvallarins.
Í svari borgarinnar er vísað í nið-
urstöður rannsóknar sem hollenska
loft- og geimferðastofnunin (NLR)
gerði á áhrifum fyrirhugaðrar
byggðar á vind á svæðinu en þar
segir m.a. að byggðin geti haft áhrif
á aðflug að flugbrautum 01 og 31 en
að vindhraðabreytingar við aðflug
séu metnar „smávægilegar“ og
„ásættanlegar“. Þannig geti
ókyrrðarstig aukist en ekki að því
marki að það teljist skaðlegt.
Áhættan sé því „viðráðanleg“ og
ætti ekki að koma í veg fyrir upp-
bygginguna á svæðinu.
Í minnisblaði sem Isavia ohf.
sendi innviðaráðuneytinu er lýst
áhyggjum af áhrifum um starfsemi
stórvirkra vinnuvéla á fram-
kvæmdasvæðinu, hættu á foki jarð-
efna og smáhluta inn á flugbraut 13-
31 og mögulegri röskun á rekstur
flugvallarins vegna notkunar bygg-
ingarkrana við framkvæmdirnar.
Reykjavíkurborg hyggst hins veg-
ar tryggja að mannvirki, tæki og tól
skeri ekki hindrunarflöt flugbrauta
og aðflugs og leitast við að lágmarka
rask og ónæði á framkvæmdasvæði.
„Með vísan til þess sem hér grein-
ir að framan telur Reykjavíkurborg
ljóst að hvorki flugöryggi né rekstr-
aröryggi Reykjavíkurflugvallar eigi
að vera stefnt í hættu samhliða upp-
byggingu á svæði Nýja Skerja-
fjarð,“ segir í svari Reykjavíkur-
borgar.
Flugöryggi ekki raskað
- Uppbygging á svæði Nýja-Skerjafjarðar muni hvorki
stefna flugöryggi né rekstraröryggi flugvallarins í hættu
Uppbygging Byggja á 1.200 nýjar íbúðir á svæði Nýja-Skerjafjarðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg