Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Allar ferðir á Eyjafjallajökul eru
ævintýri, því umhverfið er stór-
brotið og útsýnið á toppunum er
stórkostlegt,“ segir Narfi Hrafn
Þorbergsson. Hann er bílstjóri hjá
ferðaþjónustunni Southcoast Ad-
venture á Hvols-
velli sem gerir út
reglulegar ferðir
á Eyjafjalla-
jökul. Slíkar
koma sterkt inn
meðal túrista og
ferðir Narfa
Hrafns á toppinn
síðustu ár skipta
hundruðum.
„Í ferðum á
jökul breytast
aðstæður stundum skyndilega og
eitthvað óvænt gerist. Að leysa úr
slíku er gaman og fyrir farþega er
þetta krydd í tilveruna,“ sagði
Narfi þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins fór með honum á Eyja-
fjallajökul í síðustu viku.
Lagt á brattann
við Seljalandfoss
Allir þekkja Eyjafjallajökul hvar
kraumaði í kröfugu eldgosi vorið
2010. Efst á jöklunum er djúpur
hringlaga gígur gossins. Þar rétt
sunnan við er Hámundur; hæsti
tindur jökulsins, 1.640 metra hár.
Eldri mælingar segja 1.666 metrar
og til er fólk sem vill halda sig við
þá tölu, enda auðvelt að muna.
Vestan gígsins, í 1.577 metra hæð,
er Goðasteinn, örnefni sem vísar til
heiðins siðar.
Í jeppaferðum á jökul er lagt á
brattann skammt innan við Selja-
landsfoss. Ekið þar um veg sem
lagður var á sínum tíma að grjót-
námu sem sótt var í vegna fram-
kvæmda við Landeyjahöfn. Haldið
er áfram, þegar Hamragarðaheiði
sleppir, um svonefnda Tröllagils-
mýri, og svo áfram og hærra. Þá
taka við brekkur í vestanverðum
jöklinum sem halla 15 - 20°. Frá
jökulsporðinum, sem er í 1.100
metra hæð, eru 3,5 km að Goða-
steini.
Spánýr jeppi
með miklum krafti
Eftir veturinn er snjór á svæðinu
harður og haldgóður og þar því
fljótfarið á góðum bíl. Í jökulferð-
inni með Narfa Hrafni var farkost-
urinn Jeep Wrangler, spánýr bíll af
bestu gerð með 375 hestafla kraft.
Þar af er um fjórðungur fenginn
með rafmagni. Alls er Southcoast
Adventure með um 30 bíla í útgerð,
auk fjölda annara farartækja.
Fyrirtækið býður upp á fjölbreytt
úrval ferða um sunnanvert landið;
við ströndina og inn til fjalla. Er
einnig með rútuferðir í Þórsmörk
og trússar ferðamenn á Laugavegi.
Jarðarberið á tertunni eru þó ferð-
ir á jökulinn, hvort heldur er á
jeppum eða vélsleðum.
Eyjafjallajökull varð þekktur um
veröld víða í eldgosinu fyrir tólf ár-
um. Aska í háloftum varð þá til
þess að stöðva flugumferð víða um
Evrópu sem raskaði ferðum millj-
óna manna. Með aðgerðum á mark-
aði tókst þó að nýta þá athygli til
sóknar, svo Ísland varð ferða-
mannaland.
„Jökullinn er afar sterkt vöru-
merki og í raun og veru engu líkur.
Veðrabrigðin á fjallinu eru oft hröð
og skörp og því þarf að undirbúa
ferðir vel. Leggja ekki af stað
nema hafa kynnt sér staðhætti og
vera á öflum jeppa sem hefur bæði
kraft og tog. Ég býst við að margir
verði hér á ferð um páskana, enda
er tími jeppaferða í snjónum nú að
ganga í garð,“ segir Narfi Hrafn.
Jeppamennskan
er skemmtileg
Eftir ferðir síðustu daga þekkir
Narfi Hrafn jökulinn orðið býsna
vel. Hann segir að sérstaklega
þurfi að fylgjast með sprungum.
Ein slík á svæðinu er vel þekkt,
breið og dauðadjúp, og er nærri
efstu brúnum. Hnitpunktar hennar
eru því teknir reglulega og færðir
inn í stafræn leiðsögukort sem bíl-
stjórar Southcoast Adventure aka
eftir í jökulferðum sínum.
„Apríl og maí eru besti tíminn til
ferða á jökulinn. Þegar líða tekur á
sumarið myndast krapi og sprung-
ur í jöklinum, svo ófært verður. Í
aðstæðum eins og núna er líka mik-
ilvægt að vera á breiðum dekkkjum
og aka jafnvel á þeim nánast loft-
lausum þegar komið er á harðan
snjó,“ segir Narfi sem hefur verið í
fjallaferðum frá barnsaldri. Starf
með Flugbjörgunarsveitinni á
Hellu segir hann hafa verið mjög
lærdómríkt og gert sig að for-
föllnum fjallamanni.
Klettastapi í klakabrynju
Silfurblár Eyjafjallatindur, yrkir
Jónas Hallgrímsson í Gunn-
arshólma. Neðan frá þjóðvegi á
toppinn er ekið á um einni og hálfri
klukkustund. Góð stund við Goða-
stein; 20-30 metra háan stapa sem
sést til víða á Suðurlandi. Nú í
vetrarlok er þessi hái klettur í
klakabrynja, fannbarinn köggull
sem sólargeislar eiga eftir að
bræða. Stafalogn og heiður himinn
og hér erum við komin upp fyrir
ský, sem byrgja sýn að nokkru. En
fyrir fótum okkar litið til vesturs
og norðurs eru pýramídinn Stóri-
Dímon á Markarfljótsaurum,
Rangárvellir, Fljótshlíð, Þríhyrn-
ingur, Hekla, Tindfjöll og Goða-
land. Á leiðinni niður er svo komið
út fyrir skýjavegg í suðri og af
fjallsbrún sjáum við Vest-
mannaeyjar og ferjuna Herjólf sem
er á leið í land.
Jeppafæri á jökultindinn
- Akfært á eldfjallið - Eyjafjallajökull er sterkt vörumerki - Veðrabrigðin á fjallinu eru oft hröð
og skörp - Goðasteinn vísar til heiðins siðar - Einstakt er útsýnið - Með landið fyrir fótum sér
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tignarlegur Horft úr Fljótshlíð til Eyjafjallajökuls sem er 1.640 m. hár. Goðasteinn er til vinstri á hábungu jökulsins en sunnar, til hægri, er Hámundur.
Floti Í útgerð Southcoast Adventure eru um 30 bílar og fjöldi vélsleða sem
reynst hefur vel í ferðum á Eyjafjallajökull, sem eru mjög vinsælar.
Narfi Hrafn
Þorbergsson
Jöklaferð
Goðasteinn
Hámundur
Þórsmörk
Seljalandsfoss
EYJAFJALLAJÖKULL
1
Hamragarðahe
iði
Tröllagils-
mýri
Markarfljót
Markarfljót
Fagrafell
EYJA FJÖL L
Gígskál Hér kraumaði í öllu og eldur var uppi í gosinu vorið 2010, en ösku-
fall frá því stoppaði flugumferð víða um heim. Vikurskaflar eru undir fönn.
Í vikunni var auglýst alútboð á
byggingu íþróttamiðstöðvar í Búð-
ardal. Miðstöðin samanstendur af
íþróttasal, þjónustukjarna með
búningsklefum og lyftingaaðstöðu
ásamt útisundlaug. Heildarstærð
byggingarinnar er um 1.335 m2.
Útisvæði sundlaugar með sund-
laugakeri, vaðlaug og heitum pott-
um er um 670 fermetrar.
Upphaf framkvæmda verður
þegar verkkaupi hefur með form-
legum hætti tekið tilboði bjóðanda.
Mannvirkið á að verða tilbúið eftir
rúmlega tvö ár.
Íþróttahöll í Dölum
auglýst í útboði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vesturland Er ég kem heim í Búðardal.