Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Túnikur • Vesti • Kjólar Peysur • Bolir • Jakkar Blússur • Buxur VORVÖRUR Vinsælu velúrgallarnir Alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4XL Einnig stakar svartar velúrbuxur Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Nærri 400 manns hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í hafnarborg- inni Durban í Suður-Afríku, þar sem úrhellisrigning hefur verið und- anfarna daga. Fjölda er enn saknað og hafa hernaðar- og lögreglu- yfirvöld gripið til umfangsmikilla leitaraðgerða í kjölfar stormsins, sem er hinn mannskæðasti til þessa. Bílar og þyrlur kembdu úthverfi Marianhill, í vesturhluta Durban, í leit að íbúum sem enn er saknað. Cyril Tamaphosa, forseti Úkra- ínu, segir landið aldrei hafa upplifað slíkar hörmungar. „Nú verðum við aftur fyrir áfalli, rétt eftir að Co- vid-19 hefur gengið yfir,“ sagði hann við fréttastofu AFP. Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín og dvelja nú í flóttamannabúðum um alla borg, sofandi á dýnum og pappa- kössum. Húsnæðismálaráðherrann Mmamoloki Kubayi segir þá 13.593 heimili hafa orðið fyrir skaða en 4.000 þeirra eyðilagst algjörlega. Á sama ganga sjálfboðaliðar um borg- ina, hreinsa til og bjarga því sem verður bjargað í borginni. Þá er bú- ist við frekari rigningum yfir páskana. Götur í borginni hafa staðið á kafi í vatni síðastliðna viku, samgöngu- innviðir orðið fyrir miklum skemmd- um og hefur þurft að aflýsa lest- arferðum í samliggjandi héraði vegna aurskriða. Hefur forsetinn lýst yfir neyðarástandi í landinu og verður þá hægt að sækja í örygg- issjóði til þess að bæta skaðann. AFP Skemmdir Flóðin og skriðurnar í Afr- íku hafa valdið miklum skemmdum. Á fjórða hundrað hafa látist í úrhelli - Mannskæð flóð og aurskriður Durban Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin rannsakar nú fjölda tilfella af óþekktri lifr- arbólgu sem greinst hefur í börnum í Bret- landi. Sum þeirra hafa gengist und- ir lifrarígræðslu. Lifrarbólga A til E hefur ekki greinst í börnunum og hafa því bresk heilbrigðisyfirvöld athugað hvort sjúkdómurinn tengist öðrum veirum, sýkingum eða umhverf- isþáttum. Bresk stjórnvöld tilkynntu tíu alvarleg tilfelli til Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar þann 5. apríl en þremur dögum seinna voru tilfellin orðin 74 á landsvísu. Í sum- um tilfellum var lifrarbólgan alvar- leg og þurfti að flytja viðkomandi til sérfræðilæknis en í sex tilfellum höfðu börnin fengið lifrarígræðslu. BRETLAND Óþekkt lifrarbólga í skoðun hjá WHO Lifrarbólga WHO er með tilfellin á sínu borði. Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu er nú meira en fimm milljónir samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna. Nærri tveir þriðju allra barna í Úkraínu hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðsins en yfir sjö milljónir íbúa eru heimilislausar, en enn í landinu. Rússar hótuðu að herða árásir á höfuðborgina Kænugarð á föstu- dagsmorgun í kjölfar árásar þeirra í skjóli nætur á Vizar-hergagnaverk- smiðjuna í bænum Vysnéve í útjaðri Kænugarðs.Verksmiðjan framleiddi Neptune-eldflaugar en her Úkraínu segir að árás með slíkri eldflaug frá Odessa hafi sökkt Moskvu, flagg- skipi rússneska flotans í Svartahafi. Rússar segja Úkraínumenn ekki hafa sökkt skipinu heldur hafi kvikn- að í því. Ljóst er að missir skipsins er áfall fyrir orðspor rússneska sjó- hersins og talið er að árásin á Vizar- verksmiðjuna sé hefnd Rússa. Forseti Úkraínu, Volodimír Sel- enskí, útilokar ekki að Rússar muni nota kjarnorkuvopn eða efnavopn í stríðinu gegn Úkraínu. Hann segir sýnt að yfirvöld í Kreml beri enga virðingu fyrir lífi fólks og heimurinn þurfi að vera viðbúinn hættunni. Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna sendi frá sér ákall í gær um að öryggar leiðir yrðu tryggðar á stríðssvæði svo hægt væri að koma mat til íbúa sem kæmust ekki burt vegna átakanna. Stofnunin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að dreifa vistum í stríðinu en nú er talið að fólk fast á stríðssvæðum geti solt- ið í hel ef ekki er brugðist skjótt við. Stríð rússneskra yfirvalda gegn málfrelsi heldur áfram og getur allt að 15 ára fangelsisvist beðið þeirra sem tala gegn stríðsrekstrinum í Úkraínu. Rússar stöðvuðu frétta- flutning frönsku útvarpsstöðvarinn- ar RFI í Rússlandi á grundvelli þess að stöðin væri að breiða út „falsfrétt- ir“ um stríðið sem var ekki útskýrt frekar. Þöggunartilburðir rúss- neskra stjórnvalda hafa verið í veld- isvexti undanfarið og í gær var rit- stjóri frá Síberu ásakaður og fjöldi annarra blaðamanna sem tengjast óháðum fjölmiðlum í landinu voru sagðir óvinir Rússlands. Allar líkur eru á að Finnar sæki um aðild að NATO, var haft eftir finnskum embættismanni í gær, að- eins degi eftir að Rússar hótuðu af- leiðingum fyrir bæði Svía og Finna ef þeir hygðust sækja um aðild. Hefndarárás á hergagnaverksmiðju - Fimm milljónir flóttamanna - Hertar árásir á Kænugarð - Hugsanleg kjarnorkuvá - Stríðið gegn upplýsingum í Kreml - Matvælastofnun SÞ vill örugga leið til stríðssvæða - Finnar í NATÓ? AFP/Fadel Senna Hergagnaverksmiðja Konur hreinsa í rústum skrifstofuhluta Vizar- verksmiðjunnar í Vysnéve eftir sprengjuárás aðfaranótt föstudagsins langa. Úkraínskir hermann standa vörð í eftirlitsstöð og fylgjast með öllu í jaðri bæjarins Barvinkove í Austur- Úkraínu á föstudeginum langa. Rússneski herinn hefur náð yfirráð- um víða í Donbas-héraði, en þar hófst innrás Rússa 24. febrúar sl. Yfirvöld í Kreml höfðu stuttu áður lýst yfir sjálfstæði „alþýðulýðveld- anna“ Donetsk og Luhansk, sem var stjórnað af aðskilnaðarsinnum sem voru vilhallir Rússum. Forseti Úkraínu Volodímír Selenskí sagði aðfaranótt föstudags að yfirráð yfir Donbas héraðinu væri nú meg- intakmark rússneska hersins og að hart væri barist á landamærunum í Donetsk. Hernaðarlegt mikilvægi Donetsk og Luhansk svæðanna fyr- ir Rússa er að opna greiða leið þeirra til Krímskagans. Eftirlitsstöð í Barvinkove Aðaláhersla Rússa nú á Donbas AFP/Ronaldo Schemidt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.